Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. desember 1989 - DAGUR - 7
litið um öxl • Iitið um öxl • Iitið um öxl • Iitið
ESS
Ónýtum gærum og skinnum mokað út cftir brunann í skinnaiðnaðardeild Sambandsins á Akureyri 13. júlí.
Haraldur Bessason háskólarektor:
„Tvö mikilvæg skref
í rétta átt“
Sýning íslcnsku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós að Ýdölum þótti lofsvcrt framtak og tóku Norðlendingar vel á
móti Iistafólkinu.
fer að hallast að framsókn þegar
líða tekur á daginn. Háskólinn
hefur þverpólitískan stuðning en
enginn efi er á að það skref sem
stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
tók, að bjóða sjávarútvegsdeild
skólans leigufrítt húsnæði næstu
þrjú árin, hefur gríðarlega mikið
að segja. Þetta merkir þó ekki að
við eigum að hætta við þau áform
að byggja yfir deildina. En þetta
góða framlag KEA er skýr vottur
þess að Akureyringar og Eyfirð-
ingar standa að baki sínum skóla.
Þessi stuðningur í heimabyggð
hefur gríðarlega mikla þýðingu
meðai ráðamanna syðra. Þessir
tveir atburðir sem urðu rétt fyrir
jólin, ákvörðun kaupfélags-
stjórnar og veruleg leiðrétting
fjárveitinga, eru þess eðlis að ég
gleðst yfir þeim. Þetta merkir þó
ekki að stofnunin verði ekki áfram
í fjárhagsvanda. Slíkur vandi
leysist alltaf einhvern veginn, og
nú er ástæða til bjartsýni. Nú eru
hafin störf í öllum deildum
háskólans. Enginn vafi leikur á
að sjávarútvegsdeildin er stærsta
skrefið því mikill kostnaður er
samfara stofnun hennar og
opnun. En mér hljóta að vera
efst í huga þessi skref sem stigin
voru annars vegar af Akureyring-
um og Eyfirðingum og hins vegar
af stjórnvöldum í Reykjavík.
Þessi skref voru bæði í rétta átt,“
segir Haraldur Bessason. EHB
Haraldur Bessason.
„Ég get ekki sagt annað en að
eg sé bjartsýnn á þessum ára-
mótum, þó að fjárveiting til
háskólans hafi ekki verið alveg
eins og menn vonuðust eftir.
Enginn efi er á að sjávar-
útvegsdeildin hefur störf um
áramótin og verður hún opnuð
við sérstaka athöfn 4. janúar,“
segir Haraldur Bessason, rekt-
or Háskólans á Akurcyri.
„Ég hef ekki tekið neina
afstöðu í pólitík, er alþýðu-
bandalagsmaður á morgnana,
sjálfstæðismaður um hádegi og
Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi:
Það er hefðbundið að kvarta
og kveina um áramót
„Fyrir mér verður þetta ár
minnisstætt fyrir margra hluta
sakir,“ segir Ofeigur Gestsson,
bæjarstjóri á Blönduósi. „Ber
þar hæst óvænt fráfall nákom-
ins ættingja, sem veldur því að
hugurinn hvarflar til annarra
þeirra, sem misst hafa kæra
ástvini í mörgum, hörmulegum
slysum af margvíslegu tagi á
yfirstandandi ári. Mörg þessi
slys eru svo óskiljanleg og
ósanngjörn gagnvart eftir-
lifendum, hvað sem líður
kristilegu hugarfari og réttlæt-
ingu í þeim anda. Allir sem
eiga um sárt að binda af þess-
um sökum eiga hug minn
allan.
Það mun vera hefðbundið að
kvarta og kveina þegar metin er
staðan um áramót. Það er ekkert
óeðlilegt að nefna slíkt við þessi
áramót þegar stjórnvöldum hefur
mistekist að hemja verðbólgu,
sem er megin orsakavaldur í
þeim hremmingum sem heimili
og fyrirtæki hafa þurft að þola.
Aldrei fleiri gjaldþrot, aldrei
meira ofbeldi og félagslegum
vandamálum af margvíslegum
toga fjölgar. En núverandi
félagslega sinnuð ríkisstjórn virð-
ist ekki ætla að verða neitt betri
en þær sem lagt hafa upp laupana
á undangengnum misserum. Það
er ekki fyrirsjáanleg betri tíð
varðandi þessi atriði.
Það verður lengi minnisstætt
hve mörg upphlaup hafa orðið á
hinu háa Alþingi á árinu sem er
að líða. Skiptir þá engu hvort
rætt er um kjóla eða brennivín.
Það væri fróðlegt að sjá yfirlit yfir
nýtingu ræðutíma hins háa
Alþingis, hversu miklum tíma
hefur verið eytt í fjas um málefni
sem eiga ekkert erindi í ræðustól
á þeim virðulega stað.
Þá eru átök innan stjórnmála-
Ófeigur Gestsson.
flokka minnisstæð og einkenni-
legt gildismat þegar ágætri konu
er kastað fyrir borð á þessum
jafnréttistímum. Þá verður lengi
minnisstætt hve mörg stór mál
hafa verið afgreidd sem lög frá
Alþingi. Má þar nefna verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga,
skattamál margvísleg, samskipti
við aðrar þjóðir og fleira.
Héðan af heimaslóð verður
minnisstætt hve Bæjarstjórn
Blönduóss hefur verið samhent
um að bæta stöðu bæjarsjóðs og
stofnana. Minnisstætt þegar
ákveðið var af bæjarstjórn að
gangast fyrir stofnun almennings-
hlutafélags í útgerð og hversu
góðar undirtektir sú ákvörðun
Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins á Húsavík:
Batnandi atkoma fiskvinnslu
Tryggvi Finnsson.
„Afkoina fiskvinnslunnar nú
er mun betri en á sama tíma í
fyrra, sem er afleiðing af tölu-
vert miklu gengissigi á árinu á
sama tíma og afurðaverð í
erlendri mynt hefur ekki lækk-
að eins og það gerði á árinu
1988,“ sagði Tryggvi Finnsson,
framkvæmdastjóri Fiskiðju-
samlagsins á Húsavík, þegar
hann var inntur eftir hvernig
árið 1989 hefði verið fyrir fisk-
vinnsluna.
„Staðan hefur batnað og
afkoman er sem stendur ekki
fjarri núllinu. Hún er þó mismun-
andi eftir fyrirtækjum og fer t.d.
eftir vaxtabyrði. Þeir sem skulda
mikið eru með mikil vaxtaútgjöld
en þeir sem skulda lítið aftur á
móti með lítil vaxtaút-
gjöld,“sagði Tryggvi.
„Það mikilvægasta fyrir fisk-
vinnsluna í dag er að kyrrð kom-
ist á efnahagsmálin, stöðugleiki
náist. Ég hugsa að menn myndu
sætta sig við að vinna á þeim
grundvelli sem þeir eru á núna ef
menn sæju fram á lækkandi fjár-
magnskostnað og minnkandi
verðbólgu.
Ég held að telja megi ágætar
markaðshorfur fyrir næsta ár.
Við vitum af samdrætti í kvótum
í öllum samkeppnislöndum okk-
ar sem leiðir til minni fisks á
markaðnum og þá að öllum lík-
indum hærri verða.
Stærsta áhyggjumálið fyrir
næsta ár er 10% skerðing á kvóta
og þá hafa menn áhyggjur af
launaþættinum. Það er mjög
mikilvægt að verði gerðir hóf-
samir kjarasamningar sem hafa
það að markmiði að koma ró á
efnahagslífið,“ sagði Tryggvi.
óþh
fékk í héraðinu. Þá verður minn-
isstætt hversu góð samvinna hef-
ur verið milli sveitarstjórna í hér-
aðinu um sameiginleg málefni.
Enginn efi er á því að merki-
legustu tíðindi ársins og væntan-
lega áratugarins koma utan úr
hinum stóra heimi, frá Austur-
Evrópu, þar sem fall kommúnista
virðist algjört og Berlínarmúrinn
frægi er nú galopinn.
Þegar upp er staðið verður
þrátt fyrir allt að fagna því að
sitthvað hefur áunnist og nauð-
synlegt að leggja áherslu á hið
jákvæða heldur en það sem mið-
ur hefur farið. Og með það í
huga þakka ég öllum sem línur
þessar lesa fyrir samveruna á
árinu sem er að kveðja og óska
öllum lesendum blaðsins farsæld-
ar á komandi ári. kj