Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 30. desember 1989 Lækkum matarreikninginn! NETTÓ Höfðahlíð 1 í gær var síðasti afgreiðsludagur Iðnaðar-, Verslunar-, Alþýðu- og Útvegsbanka. Þessar fjórar starfss'túlkur útibús Iðnaðarbankans á Akureyri og annað starfsfólk bankanna fjögurra þjónar viðskiptavinum íslandsbanka frá og með næstkomandi miðvikudegi. | Mynd: kl Síðasti opnunardagur Iðnaðar-, Útvegs-, Alþýðu-,iog Verslunarbanka í gær: Lúðrasveit, kaffi og bakkelsi við opnun íslandsbanka 3. ian. í gær var síðasti opnunardagur fjögurra viðskiptabanka, Iðn- aðarbanka, Utvegsbanka, Versiunarbanka og Alþýðu- banka en um áramótin ganga þeir í eina sæng undir merki Islandsbanka hf. Fyrsti opnun- ardagur hins nýja banka verð- ur næstkomandi miðvikudag, 3. janúar. Þann dag verður mikið um dýrðir í útibúum bankans um ailt land, boðið upp á lúðrasveitarleik, kaffi og bakkelsi. Að sögn Guðjóns Steindórssonar, útibússtjóra Iðnaðarbankans á Akureyri, verða komin upp Islands- bankaskilti á öll útibú á fyrsta opnunardegi og andi nýs sam- einaðs banka mun svífa yfír vötnum. „Þessi breyting leggst mjög vel í mig og ég hef trú á að bankinn verði sterkur og láti að sér kveða í framtíðinni,“ segir Guðjón. Guðjón segir að nýr sameinað- ur banki taki upp ýmsar merkar nýjungar og megi stórt séð segja að það besta hafi verið tekið frá öllum bönkunum fjórum og sett í eina sameiginlega skál íslands- banka. Því séu bundnar vonir við að vel takist til með starfsemi nýja bankans. „Bankinn mun fyrst og síðast leggja áherslu á mjög góða þjónustu við viðskipta- vini.“ Eins og fram hefur komið verður skipan útibúa á Akureyri fyrst um sinn óbreytt. íslands- banki hf. mun því 3. janúar opna útibú á fjórum stöðum í bænum, Geislagötu 14, Hrísalundi 1, Skipagötu 14 og Hafnarstræti 107. A Norðurlandi verða auk þeirra þrjú útibú íslandsbanka, að Húnabraut 13 á Blönduósi, Aðalgötu 34 á Siglufirði og Garð- arsbraut 26 á Húsavík. Starfsfólk bankanna fjögurra fer allt á launaskrá íslandsbanka hf. um áramót. Guðjón segir að starfsfólk hafi verið vel búið und- ir breytingarnar um áramót með miklu flæði upplýsinga, funda- höldum og námskeiðum. Að sögn Guðjóns verður íslandsbanki hf. annar stærsti bankinn á Akureyri með um 30 prósent hlutdeild I miðað við innlán. Landsbankinn verður eft- ir sem áður stærsjti viðskipta- bankínn með um 50% hlutdeild og Búnaðarbankinn með uin 20 prósent. I óþh Bjarni Sæmundsson fer í loðnuleit 3. janúar: Vona að loðnan sé komin undan ísnum - segir Jakob Jakobsson Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson mun væntanlega láta úr höfn í Rcykjavík þann 3. janúar til Ioðnuleitar. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segist fastlega gera ráð fyrir að skipið fari austur fyrir land til að kanna hversu austarlega loðn- an er komin. „Það er ekki frágengið hvert skipið fer. Ég á von á að það-fari á móti loðnugöngunni til að sjá hversu austarlega hún er komin og athugi hversu langt í vestur gangan nær. Ég bind vonir við að loðnan sé komin undan ísnum fyrir vestan. Hún er venjulega á austurleið á þessum árstíma," segir Jakob. óþh TogararÚA: Allir inni um áramót - ekkert unnið fyrstu viku ársins í frystihúsinu Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa verða allir inni um ára- mótin. Fyrstu togararnir fara í veiðferð á miðnætti á nýárs- dag, en vinna mun liggja niðri í frystihúsinu fram til 8. janúar. Að sögn Þorleifs Ananíasson- ar, starfsmanns ÚA, fara Sólbak- ur og Harðbakur fyrstir á veiðar. Kaldbakur heldur til veiða 3. janúar kl. 10.00, Sléttbakur fer sama dag kl. 24.00. Hrímbakur fer síðastur út, föstudaginn 5. janúar kl. 10.00. Svalbakur EA cr eini togarinn sem ekki fer til veiða fljótlega eftir áramótin, en skipið verður Mannflöldi á Norðurlandi í árslok: Mest fækkun hjá Siglfirð- ingum en fjölgun á Dalvík Svo virðist sem Siglfírðingum hafí fækkað hlutfallslega um 2,7% á árinu sem er að líða ef marka má bráðabirgðatölur um mannfjölda frá Hagstofu íslands síðan 1. desember sl. Þessi fækkun er sú mesta í þéttbýli á Norðulandi en aðeins fækkaði í einum öðrum þéttbýlisstað á Norðurlandi á árinu, á Húsavík og nam fækk- unin þar um 0,8%. Á öðrum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi var mannfjölgun frá 0,1% upp í 1,7%. Mest varð fjölg- unin á Dalvík. Þar fjölgaði íbú- um um 24 eða 1,7%. Því næst kemur Ólafsfjörður með 12 íbúa fjölgun, hlutfallslega 1,1%. Tæp- lega 0,9% fjölgun var á Akur- eyri, 0,8% á Sauðárkróki, 0,3% í Hvammstangahreppi og 0,1% á Blönduósi en þar fjölgaði um eina manneskju. Mannfjöldi í stærstu þéttbýlis- stöðum á Norðurlandi 1. des- ember sl. samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar er því þannig. Akureyringar eru flestir, 14.099 talsins. Næst koma Sauð- krækingar, 2.497, Húsvíkingar eru 2.478, Siglfirðngar 1.808, Dalvíkingar 1.454, Ólafsfirðingar 1.191, Blönduósbúar 1.084 og í Hvammstangahreppi búa 678 manns. VG tekið í slipp hjá Slippstöðinni hf. Reiknað er með að Sólbakur EA muni landa afla sínum hjá ÚA mánudaginn 8. eða þriðju- daginn 9. janúar eftir stutta veiði- ferð. EHB Akureyri: Mikið tjón af völdum vatns- elgs og gufu Mikið tjón varð af völdum vatns og gufu í húsi við Lund- argötu 10 á Akureyri í gær- morgun. Stofnkrani á hitaveitu- inntaki sprakk með þeim afleiðingum að vatn flæddi um allan kjallara og mikla gufu lagði um allt húsið. Tjón hafði ekki verið metið í gær en Ijóst er að það nemur hundruðum þúsunda króna. Enginn býr í húsinu sem stend- ur en þar voru ýmsir hlutir í eigu fjölskyldunnar sem á húsið. í kjallara, þar sem var 30-40 senti- metra vatnselgur þegar að var komið, skemmdust m.a. mótor- ar. Þá barst gufa um allt hús og mun austurálman hafa orðið hvað verst úti. Heimilistæki skemmdust umtalsvert og það sama má segja um hljómflutn- ingstæki, hljómplötur og bækur. óþh Eigendur Samherja útnefndir menn ársins í atvinnulífinu á íslandi: „Samherjamenn hafa staðið sig frábærlega vel“ - segir Helgi Magnússon, ritstjóri Frjálsrar verslunar „Samherjamenn hafa staðið sig frábærlega vel við upp- bygg'ngu »g rekstur á sínu fyrirtæki. Þeir hafa ekki verið að nema í sex ár, byrjuðu með tvær hendur tómar og hafa á þessum tíma byggt upp fyrirtæki sem flestir eru sam- mála um að sé mjög öflugt og til fyrirmyndar að öllu leyti en fyrirtækið hefur frá upp- hafí verið rekið með hagn- aði,“ sagði Helgi Magnússon, ritstjóri Frjálsrar verslunar í gær en blaðið ásamt Stöð 2 hefur útnefnt eigendur Sam- herja á Akureyri menn ársins í atvinnulífínu á íslandi. „Menn eru sérstaklega ánægðir með að hafa valið fyrir- tæki úr sjávarútvegi og allir eru á einu máli um að eigendur Samherja séu rnjög vel að þessu komnir. Það er mest talað um þá sem eiga í crfiðleikum með reksturinn en minna um þá sem standa sig vel og þessi tilnefnir.g er einntitt til þess gerð að hvetja til jákvæðari umræðu um þessi mál og hvetja menn áfram í rekstri fyrirtækja," sagði Helgi. Eigendur Samherja þeir Þor- steinn Vilheimsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson tóku við viður- kenningunni í hófi í Reykjavík í fyrrakvöld. Fyrirtækið á nú 5 togara og á metárinu í umsvif- um þess, árinu 1989, eru heild- artekjurnar um 1100 milljónir króna. Ekki náðist í þá félaga í gær en í niðurlagi viðtals í nýút- komnu blaði Frjálsrar verslunar segir Þorsteinn Már aö þakka megi þessa viðurkcnningu far- sælum rekstri skipanna, góðu starfsfólki og farsælu samstarfi eigenda. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.