Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. desember 1989 - DAGUR -11 Júlíus Snorrason. Júlíus Snorrason, veitingamaður á Dalvík: „Stórviðburðir á erlendum vettvangi ofar- lega í huganum“ „Þessir atburðir í A-Þýskalandi og nú síðast í Rúmeníu eru það sem situr helst í mér frá árinu 1989. Ef maður hverfur hins veg- ar til heimaslóðanna þá held ég að mér sé minnisstæðast sú óáran sem gengið hefur yfir landið á þessu síðastliðna ári, bæði í rekstri fyrirtækja og einstakl- inga,“ segir Júlíus Snorrason á Dalvík. „Það er geysilega þungt í öllum atvinnurekstri núna og það sýna glöggt þessi gjaldþrot fyrirtækja á síðustu mánuðum. Þessi óáran hefur þó ekki mikið stungið sér niður hér á Dalvík og þar af leið- andi stendur bæjarfélagið ekki svo illa miðað við marga aðra staði. Við höfum þó á árinu séð fyrirtæki fara illa og er þar skemmst að minnast gjaldþrots minkabúsins á Böggvisstöðum. Hér á Dalvík finnst mér ekki neinn atburður standa öðrum ofar en mér er þó ofarlega í huga uppbygging hafnarinnar sem haldið var áfram á árinu og hefur þokast í rétta átt. Framundan eru áframhaldandi verkefni á því sviði. Síðan muna sjálfsagt allir geysileg fannalög hér í fyrravetur og svona snjó hefur maður ekki séð hér síðan maður var krakki.“ JÓH Björn Benediktsson. Björn Benediktsson, bóndi og oddviti í Öxarfirði: „Þættí ekki beysiimbúskapur“ „Af innlendum vettvangi er mér minnisstæðust bygging fískeldisstöðvar hér í sveitar- félaginu, og eru það mikil umsvif á okkar mælikvarða. Þessum framkvæmdum hefur fylgt óvægin umræða fjölmiðla og jafnvel stjórnvalda, sem hefur komið á óvart, en einnig kynni af ýmsu fólki sem veigur var í að kynnast,“ sagði Björn Benediktsson, oddviti og , bóndi í Sandfellshaga í Öxar- fírði. „Um framtíð þessa fyrirtækis i ætla ég ekki að spá, það er alltaf | erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina. Við skulum sjá til eft- ir þrjú ár, hvar við stöndum þá. Afgreiðsla fjárlaganna með milljarða halla næsta ár, vakti bæði með mér ugg og undrun. Mikil skuldasöfnum, án því meiri fjárfestinga, þætti ekki beysinn búskapur í minni sveit. Vaxandi eriend forsjá eða lak- ari lífskjör virðast blasa við okkur. Einhver Þingeyingur sagði nú einhverntíma: „Af tvennu illu, kýs ég hvorugt.“ Af erlendum atburðum finnst mér bera langhæst tíðindin frá Austur-Þýskalandi og Austur- Evrópu. Það er eins og að eftir áratuga frost sé allt í einu komin hláka. En það má segja að allt sé hugsanlegt." IM Árni Jónsson. Árni Jónsson, bóndi Fremstafelli Kinn: Þíða fyrir austan, gjaldþrot og góðviðri í haust „Það er nú það. Ég man í svip- inn ekki eftir neinu sérstöku mér tengt á þessu ári. Ég hef svo ég viti ekki eignast nein börn á árinu. Það hefur auðvitað verið mikil þíða í heimsmálunum á árinu og þess verður eflaust minnst fyrir þær miklu tilslakanir sem átt hafa sér stað í málefnum Austantjalds- ríkja. Hér heima er eftirminni- legur dásamlegur veðrakafli á haustmánuðum. Tíðin hefur verið óvenju hagstæð í nóvember og fram í desember. Ég man ekki eftir slíkri einmuna tíð á þessum árstíma með svo háu hitastigi dag eftir dag. Því verður ekki neitað að þessa árs verður minnst sem árs hinna mörgu gjaldþrota og rekstrarerf- iðleika fyrirtækja. Á hinu pólitíska sviði hefur svo sem ekki margt markvert gerst á Fróni nema ef væri innkoma Borgaraflokksins í ríkisstjórnina eftir nokkuð langa meðgöngu. Mér þykir ástæða til að geta í þessu sambandi eftirminnilegra þátta í sjónvarpinu um Jónas gamla frá Hriflu. Þeir þóttu mér með afbrigðum góðir og faglega unnir. Óneitanlega hefur brenni- vínsmál Magnúsar Thoroddsen verið í brennidepli á árinu og því má ekki gleyma að á þessu ári var aflétt banni á sölu áfengs öls á ís- landi.“ óþh Eygló Ingimarsdóttir. Eygló Ingimarsdóttir Hrísey: „Sérstök tílfinn- ing að koma á fæð- ingarstað Jesú“ „Ég held að atburöirnir í Aust- ur-Evrópu séu það sem fyrst kemur upp í hugann en þó er ferð til Israels og Egyptalands í haust líka mjög minnistæð,“ sagði Eygló Ingimarsdóttir í Hrísey um minnisstæðustu atburði ársins 1989. „Þetta hefur verið ágætis ár fyrir okkur hér í Hrísey, atvinnu- leysisvofan fór sent betur fer fram hjá okkur og atvinna verið næg. Ferðamannastraumurinn til okkar var mikill í sumar og stundum var þetta hér eins og í stórborg. Verið er líka eftir- minnilegt, mikill snjór í fyrravet- ur og veðurblíða í sumar. Síðan er ferðin til ísraels og Egyptalands mjög minnisstæð. Við fórum á fæðingarstað Jesú og að gröf hans og manni fannst stór- kostlegt að vera á þessunt slóðum. Þetta var mjög sérstök tilfinning. Pýramídarnir í Egypta- landi eru líka sérstakir fyrir ferðamenn og bæði þessi lönd eru mjög sérstök, t.d. fannst manni sérstætt að sjá andstæðurnar í Kairó, annars vegar fátæktina og hins vegar stórborgarbraginn.“ JÓH Margrét Kristinsdóttir. Margrét Kristinsdóttir, hús- stjórnarkennari, Akureyri: Gjaldþrot fyrirtækja slæmar fréttir „Þeir atburðir sem hafa verið að gerast í Austur-Þýskalandi og Rúmeníu hljóta að standa upp- úr að mínu mati. Þarna er mik- ið að gerast og vekur mann til umhugsunar um hvað við í raun eigum gott þó allt sé á hverfanda hveli hjá okkur og efnahagsmálin í lamasessi. Við erum að hafa áhyggjur af þessu hér á íslandi en það er ekkert á við hvernig lífið virðist hafa verið hjá fólkinu í austan- tjaldslöndunum,“ sagði Mar- grét Kristinsdóttir hússtjórnar- kennari. Margrét segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði frétt- irnar af aftöku forsetahjónanna, fyrst og fremst vegna þess óhugn- aðar sem að baki lá. „Af innlendum vettvangi dett- ur mér fyrst í hug dökka hliðin og þá öll tíðindin af gjaldþrotum fyrirtækja sem veita íbúunum atvinnu. Þetta þýðir erfiðleika á heimilum og það er óhuggulegt hvað mikið er um þetta. Okkur vantar svo hræðilega eitthvað til að afla ineiri tekna fyrir íslend- inga.“ Hún sagði þetta ástand vissulega valda áhyggjum, sér- staklega þar sem ekki er séð fram úr þessum vandamálum á næst- unni. Aðspurð um björtu hliðarnar sagði Margrét þær sem betur fer vera margar. „Það er í raun allt á réttri leið. Við erum að rækta upp landið okkar og það er hæg- fara þróun í ýmsum atvinnu- greinum.“ Hún segir að íslend- ingar megi vara sig á að fara ekki með látum út í nýjar atvinnu- greinar eins og loðdýrarækt og fiskeldi enda hafi þar komið í ljós að kapp sé best með forsjá. „Að öðru leyti finnst mér líf- ið alveg ágætt þrátt fyrir þessa erfiðleika. Það er gaman í vinn- unni, gaman heima, í ferðalögum og öðru slíku," sagði Margrét að lokum. VG Kristján Möller. Kristján Möller bæjar- fulltrúi á Siglufirði: Skíðamót Islands ermjögminnisstætt „Á þessu ári hefur margt anægjulegt skeð á íþróttasvið- inu hér á Siglufírði. Skíðapara- dísin í Siglufjarðarskarði var virkjuð og opnuð með tveimur lyftum. Einnig er mér mjög minnisstætt Skíðamót íslands, sem haldið var hér um pásk- ana. Þrátt fyrir slæmar aðstæð- ur tókst mótið vel, sem ber fyrst og fremst að þakka sam- vinnu allra hlutaðeigandi, keppenda og frábærs starfsliðs. Ekki má gleyma endurkomu KS upp í aðra deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu undir farsælli stjórn tveggja heintamanna, Marks Duffield og Freys Sigurðs- sonar. Mér er minnisstætt mjög gott veður á þessu ári, bæði í suntar og haust. Það er óneitanlega sér- stakt að geta farið út í 10 stiga hita á þessunt síðustu dögum ársins. Því miður eru minnisstæð ýmis áföll hér á Siglufirði í atvinnulíf- inu vegna gjaldþrota fyrirtækja. Ég trúi ekki öðru en birti til fljót- lega og árið 1990 verði ár endur- reisnar. Á árinu hafa þó ekki ver- ið eintóm áföll í atvinnulífinu. Til Siglufjarðar hafa verið keyptir af dugmiklum ungum mönnum bát- ar og vissulega er jákvætt að á árinu hófst bygging 6 kaupleigu- íbúða. Það sem er mér þó minnistæð- ast frá þessu ári eru breytingarn- ar í Áustur-Evrópu með falli kommúnísku leiðtoganna sem sagðir hafa unnið í nafni alþýð- unnar. Annað hefur þó komið á daginn.“ óþh Snorri Björn Sigurðsson. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki: Ötúaíjölgun þrátt fyrir eríiðleika „Það sem mér fínnst nú best í dag er að það skuli fjölga íbú- um hérna á Sauðárkróki. Þó að það sé ekki mikil fjölgun þá er það mjög gott að við skulum þó ná þessari fjölgun eins og ástandið er yfírleitt í landinu. Þetta eru náttúrlega bara bráða- birgðatölur, en þær hafa verið lægri í gegnum árin heldur en lokatölurnar og mér sýnist að það sé nokkuð klárt að við för- um yfír 2500 íbúa í ár. „Síðan hlýtur maður í sjálfu sér að vera ánægður með að atvinnuástandið skuli ekki vera verra en það er. Við höfunt sloppið tiltölulega vel út úr gjald- þrotum og fjöldauppsögnum og á endanum náðist samkomulag um endurskipulagningu útgerðarinn- ar og er ég mjög ánægður að menn náðu saman þar. Við höfunt staðið í þó nokkr- um framkvæmdum í ár eins og til dæmis malbikun sem var mikill áfangi. Við komum heitum pott- um í gagnið og þó að það sé ekki stór framkvæmd, jókst aðsóknin að sundlauginni gífurlega mikið. Það var líka mjög ánægjulegt þegar togararnir komu heim sem við skiptum á við Suðurnesja- menn fyrir Drangeyna, þó að maður sæi í sjálfu sér eftir henni. En þarna kom aukinn kvóti, sem sem okkur veitti vissulega ekki af og á vonandi eftir að hjálpa okk- ur enn meir. Eitt af því sem mér finnst hvað gleðilegast á þessu ári, og ég vil nú þakka bænum pínulítið fyrir, er að það fé sem varið hefur verið til uppbyggingar íþróttamann- virkja er farið að skila sér. Það kemur greinilega í ljós að við höfum þann mannskap t.d. í knattspyrnunni að við getum lagt liðunt eins og Stuttgart til leik- mann. Svo ekki sé nú minnst á Skagamenn í fyrstu deildinni. Það er líka eitt sem ég verð að minnast á, en það er þessi fjár- hagslega endurskipulagning Steinullarverksmiðjunnar og að Partek í Finnlandi eignaðist meiri hlutann í henni. Rekstur kaup- félagsins hefur batnað mikið á árinu án þess að þurft hafi að grípa til fjöldauppsagna og síðan hefur Loðskinn náð að selja alla framleiðslu næsta árs. Þessi stærstu atvinnufyrirtæki okkar eiga því að geta gengið betur næsta ár heldur en í ár. Það sem olli mér mestum von- brigðum í ár er þróun þessa vara- flugvallarmáls eins og það gekk fyrir sig í upphafi ársins. En ég held að við eigum eftir að verða ofan á í því máli þegar allt kemur ítil alls.“ kj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.