Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 í kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Andlátsfregn Menn beita misjöfnum aðferðum við að segja upp blöðum. Rudyard Kipling las sér til mikillar undr- unar í blaði nokkru áð hann væri dáinn. Hann skrifaði ritstjóran- um strax bréf á þessa leið: „Ég er rétt að enda við að lesa að ég sé dáinn. Viljið þér nú gjöra svo vel að muna líka að strika mig út af áskrifendalistan- Klókur blaðamaður Eitt sinn birti blaðið The World viðtal við J. P. Morgan, banda- rískan milljónamæring, um fjármálaástandið í Bandaríkjun- um. Þetta var eina blað landsins sem hafði náð viðtali við hann og ástæðan var þessi: Morgan hataði blaðamenn og neitaði að ræða við nokkurn slíkan. Þegar biaðamaður frá The World hafði þröngvað sér inn á skrifstofuna til hans fékk hann líka neitun. „Ekkert ónæði! Þér vitið að ég tala aldrei við blaðamenn.“ En blaðamaðurinn gerðist samt svo djarfur að halda áfram samtalinu. „Hr. Morgan, en bandaríska þjóðin á heimtingu á því að fá að heyra álit yðar á ástandinu." „Mér er djöfuls sama um bandarísku þjóðina," þrumaði Morgan. „Þakka yður fyrir,“ sagði blaðamaðurinn. „Þessi er þriggja dálka.“ „Ha, hvað eigið þér við?“ „Já, nú er hægt að skrifa langa frétt undir fyrirsögninni: Hugur Morgans til þjóðarinnar á neyð- arstundu. Hann segir: Mér er djöfuls sama um bandarísku þjóðina. Vill hann að ekkjur og munaðarleysingjar svelti í hel?“ Morgan sá sitt óvænna og veitti viðtalið. Sagði einu sinni sannleikann P.N. Hansen var danskur pró- fessor og yfirskurðlæknir. Þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir tók blaðamaður viðtal við hann og spurði: „Hafið þér nokkurn tíma sagt sjúklingi sannleikann?" „Já,“ svaraði yfirlæknirinn. „Ég sagði einu sinni við konu að hún myndi ekki lifa lengur og síð- an geng ég alltaf úr vegi fyrir henni þegar ég sé hana á götu.“ Hann kunni sér ekki hóf Peter Freuchen var danskur rit- höfundur og Grænlandsfari. Eitt sinn var hann í veislu og sat við hliðina á mjög forvitinni konu. Hún var síspyrjandi og einkum var hún áfjáð í að vita hvers vegna hann væri með tréfót. Hvað hafði orðið af hinum upp- haflega fæti? Höfðu hákarlar étið hann? „Nei svaraði Freuchen, „ég át hann sjálfur". „Guð minn góður! Hvað segið þér?“ „Jú, ég var á Grænlandi og ég og félagi minn höfðum grafið okkur í fönn. Við vorum gjörsam- lega matarlausir, garnirnar gaul- uðu af sulti, og að lokum sá ég engin ráð önnur en að éta af mér annan fótinn.“ „En félagi yðar?“ „Ja, það fór nú illa fyrir honum, vesalingnum. Hann varð þarna eftir. Hann kunni sér nefnilega ekki hóf og át sig gjör- samlega allan.“ Þorstinn Sunnudag nokkurn fór Carl Gandrup, danskur rithöfundur, á útikrá í Tívolí ásamt félaga sínum, rithöfundinum Jörgen Bast. Er þeir höfðu sest við eitt af gömlu stráborðunum fór Gandrup að róta ákaft í veski sínu. „Hvern fjárann ertu nú að rannsaka?“ spurði Bast. „Ja,“ svaraði Gandrup, „ég er nú bara að athuga hvað ég er þyrstur." Albert Einstein Kvöld nokkurt þegar Einstein var ennþá háskólakennari las hann einkaritara sínum fyrir prófspurningar fyrir morgundag- inn. „En, herra prófessor,“ sagði stúlkan, sem hafði unnið hjá hon- um í mörg ár. „Þetta eru nákvæmlega sömu spurningarnar og í prófinu í fyrra!“ „Það veit ég vel,“ svaraði hann brosandi, „en ég hef breytt svörunum.“ SS tók saman Auglýsing í Degi er arðbær auglýsing dagblaðið á landsbyggðinni um. VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI: Samaverð stundum lægra! Nýmjólk, G-mjólk, undanrennaog léttmjólk lækka í veröi vegna endurgreiðslunnar. Þessi lækkun áað skila sérbeintí vöruverðinu strax eftir áramótin. Neyslufiskur á að lækka í verði. Endurgreiðslan miðast við ferskan óunninn neyslufisk í heildsölu. Álagningin erfrjáls, og er mikilvægt að fisksalar og neytendurtaki höndum saman til að skattalækkunin skili sér í vöruverðinu. Tegundirnarsem lækka eru: Ýsa, þorskur, ufsi, steinbítur, karfi, langa, kella, lúða, koli, skata, skötuselur, rauðmagi og grásleppa. Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir söluskatt af hólmi nú um áramótin. Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við. Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin að leiða til lækkunar á almennu vöruverði. Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk, ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5% á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9% strax eftir áramótin. yskffl FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Kindakjöt i heilum og hálfum skrokkum lækkar i verði frá afurðastöðvunum nú strax eftir áramótin vegna endurgreiðslunnar. Verðlækkunátil dæmis lambalærum, lærissneiðum, hrygg, kótilettumog súpukjöti er háð aðgæslu kjötkaupmanna og aðhaldi neytenda því frjáls álagning er á unninni kjötvöru. Allt innlent ■ygrænmeti lækkar i verði.tildæmis kartöflur, sveppir, baunaspírur, gulrófurog gulrætur. Álagning er frjáls á þessari matvöru. Þess vegna er það ekki síst komiðundir árvekni neytenda og aðgæslu verslunarmanna að endurgreiðslan skili séraðfullu í vöruverðinu. _ FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD Það er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðlag fyrir og eftir áramót. VERÐLAGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að skattbreytingin um áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan skiii sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekurtil. Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum, skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.