Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. desember 1989 - DAGUR - 9 Mimiisverðir atburðir á árinu 1989 - leitað álits nokkurra valinkunnra einstaklinga Björn Pálsson. Björn Pálsson, bóndi og fyrrv. alþingismaður: Gorbatsjov er mikill happafugl „Ég held að telja verði Gorb- atsjov mann ársins. Hann hef- ur gjörbreytt ástandinu í heim- inum. Ég tel að ekki hafi komið fram meiri happafugl á síðari árum. Hitt er svo annað mál að ég þekki hann ekki persónulega. Pað er ótvírætt að Gorbatsjov hefur verið í forystu fyrir lýðræð- isbreytingum í Austur-Evrópu á árinu. Hér heima kemur það helst upp í kollinn að frammámenn okkar, Vigdís forseti, Steingrím- ur og Jón Hannibalsson virðast hafa rnikinn áhuga á að stjórna öllum heiminum og þeir telja að þeir séu hæfir til þess þótt þeir reynist óhæfir til að stjórna land- inu. Það er gott að hafa svona mikið sjálfsálit. Forsetinn er diplómatískur eins og honum ber að vera, Jón Baldvin orðdjarfur og svo Stein- grímur. Hann fór nú til ísrael að kenna þarlendum fjármál. Vigís var upptekin af ferðlög- um á árinu og það varð til þess að Magnús greyið Thoroddsen keypti vínið. Fyrir vikið var hann rekinn úr embætti. Þetta hafðist upp úr flakkinu í Vigdísi." óþh Þorsteinn Þorvaldsson. Þorsteinn Þorvaldsson, sparisjóðsstjóri Ólafsfirði: Frábær árangur KA-manna „Atburðirnir í Rúmeníu og hreyfingar í Austantjaldsríkj- um á árinu standa upp úr á erlendum vettvangi. Þá eru breytingar r frjálsræðisátt í Sovétríkjunum athyglisverðar. Árið hefur verið viðburðaríkt í atvinnulífinu hér heima og hafa miklir erfiðleikar sett sitt mark á alla umræðu um atvinnumál. Fiskveiðikvóti hefur verið skertur, sem hefur komið illa við sjávarútveginn. Þá hafa verið miklar þrengingar í fiskeldi og loðdýrarækt. Almennt virðist sem fyrirtæki reyni að bregðast við þessum vanda með samvinnu og eða sam- einingu. Af vettvangi íþrótta kemur upp í hugann góður árangur handboltalandsliðsins í B-keppn- inni í Frakklandi og sá frábæri árangur KA-manna að verða íslandsmeistarar í knattspyrnu. Þetta var sögulegur viðburður fyrir landsbyggðina og ætti að verða hvetjandi í að byggja upp gervigasvöll á Norðurlandi. Hér í Ólafsfirði er árið sérstak- lega minnisstætt fyrir stöðuga.og góða atvinnu allt árið. Þetta voru mikil umskipti frá fyrra ári. Þessi bætta staða í atvinnumálunum er að einhverju leyti afleiðing af sameiningu frystihúsanna og betri stýringu á hráefninu.“ óþh Steingrímur Hermannsson. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar tókust vel“ „Af vettvangi stjórnmálanna hér heima fyrir finnst mér ánægjulegast að þær aðgerðir sem gripið var til, og nefna mætti endurreisnar- eða björg- unaraðgerðir, hafa tekist nokkuð vel. Staðan er þannig nú að ekki vantar nema herslu- muninn til að efnahagslíf þjóð- arinnar komist upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Þá er mér einnig eftirminnileg sú tilraun sem gerð var til að styrkja ríkisstjórnina. Hún tókst, og þetta tvennt var mikilvægast fyrir stjórnarflokkana á árinu 1989. Ég er bjartsýnn á efnahagsmál ársins 1990 ef þeir samningar tak- ast sem nú er verið að gera, verði þeir gerðir á þeim nótum sem samningsaðilar eru á um þessar mundir. Ég er þó óhress með ýmsar hækkanir, t.d. þá hækkun sem Rafmagnsveita Reykjavíkur boðar, slíkar hækkanir eru hættulegar í stöðunni. En ef samningar aðila vinnumarkaðar- ins verða hóflegir og tekst að hafa hemil á verðhækkunum tel ég að staða efnahagsmála lands- ins verði í góðri stöðu þegar fer að líða fram á árið. Um persónuleg málefni mín og fjölskyídunnar er ekki mikið að segja, öllum hefur liðið vel og fjölskyldan stækkaði; sonur okk- ar gekk í hjónaband og fleira ánægjulegt gerðist, en ég veit ekki hvort ástæða er til að taka þar eitt fram yfir annað,“ segir Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. EHB Auöur Eiríksdóttir. Auður Eiríksdóttir, oddviti Saurbæjarhrepps: íþróttahúsið á Hrafnagili „Af erlendum vettvangi eru mér minnisstæðastir þeir atburðir sem hafa verið að ger- ast núna í austantjaldsríkjun- um. Þeir hljóta að vekja menn til umhugsunar. Þá hefur mér ekki líkað að hafa Bandaríkja- menn í Panama, mér er illa við þessi læti þeirra þar þótt ég sé ekki hrifin af Noriega. En þessu er sjálfsagt lokið þar,“ sagði Auður Eiríksdóttir, oddviti Saurbæjarhrepps. Þegar hún leit yfir atburði innanlands sagðist hún hafa vilj- að sjá meiri árangur af störfum stjórnarinnar og hún kvaðst óhress yfir því hve stjórninni gengi illa að ná tökum á verð- bólgunni og lækka raunvexti. Sömuleiðis nefndi hún atvinnu- mál: „Mér finnst þróun atvínnu- mála, sérstaklega hér á Norður- landi, hörmuleg og afstaða stjórnvalda í þeim efnum jafnvel neikvæð, sérstaklega í sambandi við skipasmíðastöðvar á land- inu,“ sagði Auður. Minnisstæðasti atburður ársins er hins vegar að mati Auðar bygging íþróttahússins á Hrafna- gili. „Vígsla íþróttahússins er mér efst í huga og að þessi árang- ur skyldi nást. Það er mikið afrek hjá hreppum með um 1300 íbúa að koma upp íþróttamannvirki upp á 150 milljónir. Ólafsfjarðar- göngin eru líka mjög jákvætt framtak, sérstaklega fyrir fólkið sem þar býr. Það eru líka gleðileg tíðindi að ný ferja muni ganga til Hríseyjar og Grímseyjar. Mér finnst að Grímseyingar hafi búið við óöryggi þar sem þeir hafa þurft að stóla á flugið en- nýja ferjan bætir samgöngúrnar til muna,“ sagði Auður. SS Björn Þórleifsson. Björn Þórleifsson, oddviti og skólastjóri, Svarfaðardal: „Fjórtán hundruð flöskur víns...“ „Opnun Evrópu, eins og ég vFIdi kalla það, er það merki- legasta sem gerst hefur á árinu. Ef maður lítur sér nær rná segja að svipaðir hlutir hafi verið að gerast hér í Eyjafirði. Sem sveitarstjórnarmanni finnst mér merkilegt hvað samvinnu- og sameiningarhugur sveitarfélaga er mikill. Nú eru stóru sveitarfé- lögin á svæðinu að ganga inn í héraðsnefnd og mér virðist því vera í augsýn nýr og sterkur Eyjafjörður. Öneitanlega hefur siðferði ver- ið mikið í sviðsljósinu, ekki síst vegna brennivínsmáls Magnúsar Thoroddsen. Af því tilefni gerði ég þessa vísu: Draumur sérhvers drykkjusvíns sem deyr á hindsins börum. Fjórtán hundruð flöskur víns fengnar á vildarkjörum. óþh Pétur Þorsteinsson. Pétur Þorsteinsson, skólastjóri, Kópaskeri: „Dapurlegt ástand í atvmnumálum á landsbyggðinni efst í huga“ „Af innlendum vettvangi er mér tvímælalaust efst í huga dapurlegt ástand í atvinnumál- um á landsbyggðinni, gjald- þrot og vaxandi atvinnuleysi. Af erlendum vettvangi er það náttúrlega atburðirnir í A- Evrópu, lýðræðisþróunin og fall Berlínarmúrsins sem standa upp úr. Manni eru þá ekki síst ofarlega í huga síðustu atburðir í Rúmeníu,“ segir Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópaskeri. „Það er engin spurning að á síðasta ársfjórðungi hefur gerst meira í alþjóðamálum en á síð- ustu áratugum. Manni finnst það ákaflega gaman að sjá söguna líða svona hratt og að sama skapi fer þessi þróun mjög friðsamlega fram miðað við hversu djúpstæð- ar breytingar eru að verða þarna. Ég man nú ákaflega lítið eftir veðurfari á árinu enda lítill úti- vistarmaður. Mér finnst einhvern veginn að það hafi verið mjög gott. Lffið hér á staðnum hefur mótast dálítið af því sem ég nefndi fyrst en mannlífið að öðru leyti verið farsælt og Ijúft að vanda. Mannlífið hefur ótrúlega lítið dregist niður vegna ástands- ins í atvinnumálunum og mér finnst eiginlega með ólíkindum hve menn eru þrátt fyrir allt bjartsýnir á framtíðina." JÓH Jón F. Hjartarson. Jón F. Hjartarson, skóla- meistari á Sauðákróki: Fjárveitingar til bóknámshússins „Mér er náttúrlega minnis- stæðast þegar ég sá fjárlögin, en í þeim sást að fjárveitingar voru nokkrar til bóknámshúss- ins. Eftir þessu hef ég beðið um all langa hríð. í annan stað eru mér minnis- stæðar þessar stórkostlegu breyt- ingar sem eru að gerast í Austur- Evrópu. Það er gaman að vita til þess að Berlínarmúrinn skuli vera brotinn. Égget varla hugsað mér meiri tíðindi. Þetta síðasta með að Ceucescu og kona hans skyldu vera tekin af lífi fylgir manni sjálfsagt eins og skugginn alla tfð. Það sem mér er efst í huga fyrir næsta ár er það að nú standa yfir samningaviðræður við ríkið um byggingu bóknámshússins. Hvað sem allri kreppu líður þá kemur að því að bóknámshúsið verður vígt. Það gæti jafnvel komið til þess að framkvæmdir hæfust á næsta ári, að það yrði tekinn grunnur. En hversu vel fjárveit- ingarnar duga veit maður ekki. Menn þykjast vita að kreppan taki senn enda og upp úr því ætti ástandið í efnahagslífinu að batna á ný. Maður er bjartsýnn jafnvel í svartasta skammdeg- inu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.