Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 titið um öxl • Litið um öxl • Iitið um öxl • Iitið um í ágúst fóru þrír enskir ofurhugar niður Skjálfandafljót á kajökum. Ekki er vitað til að menn hafi áður farið nið- ur fljótið á slíkum fleytum. Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri: „Þijú einkeimi á árinu 1989“ kvæmdinni er mikill vatnsflaum- ur inni í fjallinu sem reyndar fer nú minnkandi með hverri vik- unni. „Ég hygg að menn horfi nú þegar svo mikið til jarðganga- gerðar að ekki þurfi þetta verk til að menn horfi meira til gerðar jarðganga á íslandi í framtíðinni. Nú þegar er ákveðið að byrja á jarðgöngum á Vestfjörðum og í undirbúningi er að gera göng á Austfjörðum, þannig að þetta er komið á fullt. Við getum sagt að framkvæmdin í Ólafsfjarðarmúla dragi kjarkinn ekki úr mönnum,“ segir Snæbjörn. JÓH Skagstrendingar fögnuðu 50 ára afmæli Höfðahrepps með veglegum hátíðarhöldum í lok júlí. Hér fer lögreglan fyrir skrúðgöngunni. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri KÞ: „Verulegur árangur sést „Þegar horft er til baka við áramót, verða mér efst í huga þær aðgerðir, sem stjórnendur og starfsmenn KÞ hafa staðið í á árinu, í þeim tilgangi að koma rekstri félagsins aftur á viðunandi grundvöll. Þessar harkalegu aðgerðir, niður- skurður, uppstokkun og endurskipulagning, voru nauð- synlegar, en umdeildar og sárs- aukafullar engu að síður,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík. „Vissulega verður enn að sýna fyllstu gát í rekstrinum og margt þarf að lagfæra betur. Nú í árslok sést þó verulegur árangur af þess- ari hagræðingu, og ég vil þakka öllu því góða fólki, sem hefur Iagt sig fram til að svo mætti verðá. Á erlendum vettvangi ber að sjálfsögðu hæst hinar hröðu breytingar í Austur-Evrópu í átt til frelsis og mannúðar. Ég vona, að sú þróun haldi áfram með við- ráðanlegum hraða, því að koll- steypa eða einhvers konar aftur- hvarf. getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, Um komandi ár el ég enn þá von, að okkur íslendingum takist Ioks að laga okkur að aðstæðum, eins og aðilar vinnumarkaðarins virðast nú reyna að gera. Við þurfum að kveða niður verðbólg- una með því að hemja eyðslu okkar innan þeirra marka, sem tekjuöflunin setur. Ef það tekst, getum við þolað ýmis áföll og þurfum fáu að kvíða.“ IM Hreiðar Karlsson. Kristín Jónssdóttir, bankaútibússtjóri: Bankasameinmg og Berlínarmúr „Sameining þessara fjögurra banka er mér efst í huga á þessu augnabliki enda stendur hún mér næst. Þetta ár er búið að vera ár sameiningar og má þar nefna tryggingarfélög, ferðaskrifstofur og banka. Þetta eru minnisstæðustu atburðirnir á innlendum vett- vangi,“ sagði Kristín Jónsdótt- ir, útibússtjóri Alþýðubankans á Akureyri. Við höfðum samband við Kristínu á síðasta starfsdegi hennar í gamla bankanum og vonlegt að sameiningin hafi verið ofarlega í huga hennar. En hvað með atburði úti í hinum stóra heimi? „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa fall Berlínarmúrsins eða atburðina í Rúmeníu. Fólk hefur risið upp og ég held að það verði ekki séð fyrir endann á því hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á Evrópu. Ég á ekki von á stríði eða öðrum ósköpum en þessi vakning á eftir að hafa geysilega miklar breytingar í för með sér í Evrópu,“ sagði Kristín. SS Kristín Jóndóttir. „Þau eru hverju öðru lík þessi ár en hafa þó öll sín sér- einkenni. Árið 1989 hafði þrjú séreinkenni; snjór var óvenju mikill, gerð Múlaganga bar höfuð og herðar yfir allar aðrar framkvæmdir í vegamálum og í þriðja lagi var einkennandi hversu lítið var lagt af slitlagi á árinu,“ segir Snæbjöm Jónas- son, vegamálastjóri, aðspurð- ur um árið 1989 hvað sam- göngur á landi varðar. „Snjómokstursreglur voru rýmkaðar á árinu og það gerði að verkum að snjómoksturskostnað- ur var óvenju mikill og fjárveit- ing til snjómoksturs á árinu upp- urin þegar komið var fram á vor. Mokstur það sem af er vetri er því allur unninn fyrir aukafjár- veitingu," segir Snæbjörn. Leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna ár sem minna var lagt af bundnu slitlagi en á senn liðnu ári. Lagt var á 152 km. sem er helmingi minna en á því ári þeg- ar lagt var mest af bundnu slitlagi. „Múlaverkið tekur sinn toll af heildarfénu til vegamála og því var minna til skiptanna í önnur verk. Skýringin á því að minna var framkvæmt í vegamál- Snæbjörn Jónasson. um en áætlað var er einnig sú að bensíngjald og þungaskattur gengu ekki óskipt til vegagerðar eins og gera átti heldur voru teknar 6-700 milljónir og notaðar í annað,“ segir Snæbjörn. Stórátakið í vegamálum, jarð- gangagerðin í Ólafsfjarðarmúla, segir Snæbjörn að gengið hafi betur en menn áttu von á. Eina óvænta uppákoman í fram- Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA: Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að sér sé efst í minni sú þrönga staða sem takmarkaður fiskveiða- kvóti hefur sett fyrirtækinu á síðastliðnu ári. „Þetta var fyrsta árið mitt í þessari atvinnugrein, sjávar- útveginum, enda þótt ég hafi áður starfað í fyrirtæki sem er nátengt fiskveiðum eðlis síns vegna. Mér eru minnisstæðastar frá árinu 1989 allar þær takmark- anir sem í gildi hafa verið varð- andi fiskveiðar og hafa einnig bitn- að á vinnslunni. Eitt af mínum fyrstu verkum var að þurfa að grípa til þeirra ráðstafana að loka vinnslu og hætta veiðum í þrjár vikur til að reyna að drýgja kvótann frameft- ir árinu. Einnig er mér minnisstætt að mál fyrirtækisins hafa þó skipast þannig að mönnum tókst að halda togurunum úti til veiða og vinnslunni alveg fram til jóla. Það var meira en við reiknuðum með að geta gert. Sú staða er þó ekki góð að horfa upp á að geta ekki nýtt skipakost og vinnslu sem skyldi. Sú nýting var þó betri þegar upp var staðið en maður reiknaði með lengst af. Frá persónulegu sjónarmiði var árið 1989 ár mikilla umskipta fyrir mig sjálfan. Árið markaði tímamót fyrir mig, að skipta um starf eftir svo langan tíma hjá Slippstöðinni hf. Þá voru það ekki minni umskipti að láta af störfum í Bæjarstjórn Akureyrar eftir átta ára setu þar. Þetta voru allt mikil persónuleg umskipti, þau verða því minnisstæð," segir Gunnar Ragnars. EHB | Gunnar Ragnars. DAGUR Sauðárkróki 0 95-35960 Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.