Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. desember 1989 - DAGUR - 3 Litið um öxl • Litið um öxl • litið um öxl • Iitið Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA: Niðurskurður, aðhald og spamaður einkenndi árið Halldór Jónsson. „Þeir sem tcngjast rekstri sjúkrahúsa, munu margir minnast ársins 1989 vegna niðurskurðar í fjárveitingum, aðhalds og sparnaðar í rekstri, samdráttar í starfsemi og lok- ana sjúkrarúma. I upphafi árs stóðu menn frammi fyrir því, að áætluð fjárveiting til greiðslu á launakostnaði hafði verið skorin niður um 4%. Þetta var svokallaður flatur niðurskurð- ur og átti að gilda um alla sem fá fjárveitingar til rekstrar frá ríkinu,“ segir Halldór Jónsson framkvæmdastjóri FSA um liðið ár. Halldór segir að mikillar óánægju hafi gætt með þessa framkvæmd og voru flestir sam- mála um, að ekki væri réttlátt að beita sama niðurskurði á alla sem í hlut áttu. Þá hafi aðstæður verið misjafnar og stofnanir misjafn- lega í stakk búnar að mæta þess- um niðurskurði. „Ég tel þó að öll umræða um hagræðingu og sparnað í rekstri sé af hinu góða og jafnframt nauðsynleg. Hún vekur okkur til umhugsunar og umræðu um hvar betur megi gera og hvernig við getum þjónað hlutverki okkar á hagkvæman og góðan hátt. Nú í Iok ársins er ljóst, að mörgum heilbrigðisstofnunum landsins hefur tekist að aðlaga starfsem- ina að breyttum aðstæðum og hafa náð að lækka launakostnað um 4%, í mörgum tilfellum held- ur meira. Hefur það ekki verið átakalaust og í sumum tilvikum að einhverju leyti skert þjónustu viðkomandi stofnana, en með samstilltu átaki starfsmanna hef- ur þetta tekist." Varðandi framkvæmdir á heil- brigðissviðinu sagði Halldór að mörgum þættu þær eflaust ganga hægt. Hins vegar væri ljóst að ekki væri til nóg handa öllum og kæmi það niður á framkvæmda- hraða. „Á árinu voru gerðar miklar breytingar á Hlíð og á Húsavík var nýbygging gerð fok- held en breytingar á Kristnesi hafa gengið hægar fyrir sig. Þá varð það ljóst að ný röntgendeild yrði ekki opnuð á FSA eins og ráð hafði verið fyrir gert, en við stefnum að opnun fyrri hluta Rannsóknarlögreglan á Akureyri tekur við upplýs- ingum allan sólarhringinn. Sími 96-25784 Rannsóknarlögreglan á Akureyri næsta árs,“ sagði Halldór. Að lokum var Halldór spurður um fyrirhugaða breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Þar er gert ráð fyrir breyt- ingum á stjórn sjúkrahúsa ásamt fleiru og sagði hann að sýndist sitt hverjum um ágæti þess sem í nýja frumvarpinu er boðað. „Ég Hjálparsveit skáta Akureyrí held við látum umræður um breytingarnar bíða nýs árs þar sem frumvarpið var ekki afgreitt fyrir jól eins og áform voru um. Það er ljóst að mörg verkefni, stór og smá bíða komandi árs og að á liðnu ári skiptust á skin og skúrir, en ég vona að nýtt ár verði okkur öllum farsælt." VG Það var oft þröng á þingi á tjaldstæðinu á Akureyri yfir háannatímann ■ júlí og byrjun ágúst. Ferðafólk flykktist til bæjarins í sumarblíðuna og muna elstu menn ekki annað eins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.