Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 6. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓNÍ HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Aukið eftirlit í vaxta- og verðlagsmálum Miklar umræður hafa átt sér stað um verðlag á vörum og þjónustu í kjölfar nýgerðra kjara- samninga. Launþegar gera sér öðrum betur grein fyrir því að til þess að kjarasamningarn- ir skili tilætluðum árangri þarf almennt aðhald í verðlagsmálum að aukast til muna. Það dugir skammt að treysta á verðlagseftir- lit hins opinbera, þótt starfsmenn á þeim bæ vinni að jafnaði ötullega í þágu neytenda. Vakandi auga neytenda sjálfra er tvímæla- laust sá þáttur verðlagseftirlitsins sem mun skila mestum og bestum árangri. Með hliðsjón af framansögðu er ánægjulegt hversu föstum tökum verkalýðshreyfingin hefur tekið verðlagsmálin að undanförnu. Hún hefur komið á fót sérstöku verðlagseftir- liti á sínum vegum og mun það starfa í nánu samráði við samtök neytenda. Þessi nýi eftir- litsaðili hefur þegar krafist sérstakrar athug- unar á tveimur þáttum sem snúa að bifreiða- eigendum, þ.e. 18% hækkun iðgjalda bifreiða- trygginga milli ára og ríflega 42ja prósenta hækkun skoðunargjalds bifreiða hjá Bifreiða- skoðun íslands hf. Sú ákvörðun bankanna að lækka forvexti víxla um síðustu mánaðamót mun minna en skuldabréfavexti, hefur einnig vakið upp hörð viðbrögð úr herbúðum verka- lýðshreyfingarinnar og vinnuveitendur hafa tekið í sama streng. Talsmenn beggja aðila telja að þetta sé brot á því samkomulagi, sem gert var við bankana í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Talsmenn bankanna fullyrða hins vegar að þeir hafi í einu og öllu staðið við gefin loforð um framkvæmd vaxtalækkana og jafnvel gert meira en þeir voru búnir að lofa. Verslunarráð íslands hefur einnig blandað sér í þessa deilu og bent á að að raunvextir svonefndra viðskiptavíxla séu óheyrilega háir, eða um það bil 20 af hundraði — umfram verðtryggingu. Slíkt vaxtaokur nær auðvitað ekki nokkurri átt. Enginn atvinnurekstur ber slíka vexti, hversu arðbær sem hann er. Þann ágreining, sem upp er kominn varð- andi lækkun vaxta og hækkun bifreiða- iðgjalda og skoðunargjaldsins, þarf að leysa. Önnur ágreiningsmál, sem upp kunna að koma, þarf einnig að leysa farsællega. Stað- reyndin er sú að ekkert má út af bera, hvorki í verðlags- né kaupgjaldsmálum, eigi nýgerð- ir kjarasamningar að halda. Víki einhver aðili út af því þrönga einstigi sem markað var með samningunum eru forsendur þeirra brostnar. Þá munu þau háleitu markmið sem sett voru um hraðlækkandi verðbólgu hér á landi, ein- faldlega ekki nást. BB. Öskudagur á Húsavík: Bráðum koma blessuð jólin Þótt kalt væri, og renningur med köflum, brugðu börnin á Húsavík sér í ýmiss konar bún- inga að venju á öskudaginn. Kvöldið áður var haldið furðu- fataball í Barnaskólanum, og mátti þar sjá marga vandaða og hugvitsamlega gerða bún- inga. Margir hópar barna gengu um bæinn á sjálfan öskudaginn, heimsóttu verslanir og fyrirtæki, sungu og fengu nammi. Á skrif- stofu Dags komu margir skemrriti- legir krakkar, og sum svo ræki- lega dulbúin að ekki var viðlit fyrir rannsóknarblaðamenn að þekkja vini sína, eða umboðs- nienn að þekkja blaðbera. Par ársins mætti og sögðust skötuhjúin vera nýgift og kysstust milli laga. Börnin sungu af krafti í kuldanum, buðu upp á óskalög og hikuðu ekki aúgnablik við að syngja „Bráðum koma blessuð jólin", ef sérvitringar óskuðu þess. Tvær ungar stúlkur sem voru vel kunnugar í Ameríku koniu með einurn hópnum. Þær kunnu „hrekkjavökusöngva“ sem að sjálfsögðu voru sungnir á ensku, Ijómandi vel og fallega. Sumir hóparnir voru fjölmennir og helj- arlöng slanga var samferða ein- um þeirra. Svo kom meira að segja forsætisráðherra Bretlands með fylgisvein en þau sungu nú samt á íslensku. Það getur nefni- lega allt gerst á öskudaginn. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.