Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 6. mars 1990 - DAGUR - 11 Sóðalegasta heimili sem um getur KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaöur 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1-28-04. Eitt sóðalegasta heimili sem sög- ur fara af er í Alberta í Kanada. Þar býr 67 ára gamall ellilífeyris- þegi og innflytjandi, Kazik Kielb, og hann hafði það lengi vel huggulegt í átta herbergja húsi sínu. Einn daginn var ná- grönnunum þó nóg boðið. Þeir höfðu um langt skeið fundið hinn megnasta óþef leggja frá húsinu. Þessi ferlegi fnykur gegnsýrði hverfið og loks kölluðu nágrann- arnir á slökkviliðið og heilbrigð- isfulltrúa. Þegar slökkviliðsmennirnir ruddust inn hjá Kazik ætluðu þeir vart að trúa sínum eigin augum, hvað þá nefi. Húsið var troðfullt af drasli og sorpi. Garðurinn var eins og öskuhaugar í litlu sveitar- félagi og tveir bílskúrar voru líka fullir af alls kyns ógeði. „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins á 35 ára ferli rnínurn," sagði slökkviliðsstjórinn og var sleginn. „Meira að segja salernin, vaskar og baðker voru full af sorpi.“ Slökkviliðsmenn og starfs- menn heilbrigðisfulltrúa strituðu við að moka skítnum út. Sorpið var svo mikið að það fyllti 10 risa- stóra gáma og er þá aðeins átt við ruslið sem var inni í íbúðinni, ekki í kjallaranum eða í garðin- um. Kazik Kielb lifði eins og svín. Hann svaf á ruslahrúgu í einu horni kjallarans líkt og blásnauð- ur utangarðsmaður. Samt fundu slökkviliðsmenn 50 þúsund dali sem Kazik geymdi í tösku og hús- ið hans er 100 þúsund dala virði. Hann var enginn fátæklingur, langt frá því, en sennilega hefur honum bara þótt gott að lifa eins og svín, eða þá að hann hefur ekki nennt að laga til. Enda hefur hann ætíð verið piparsveinn! Aumingja maðurinn var beygður þegar hið opinbera lét fjarlægja rotnandi matarleifar og alls konar viðbjóð úr húsi hans. Hann sagðist hafa safnað því sem aðrir hefðu hent í 30 ár og það væri fullkomin regla á öllum hlutum. „Ég borga mína skatta og ég á heimtingu á að fá að vera í friði. Ég get verið eins sóðalegur og mig langar til,“ sagði Kazik. Hann var sendur í læknisskoð- un og í ljós kom að hann var ekki geðveikur. Hann fékk því að fara aftur inn í hús sitt eftir hreinsun- ina en Kazik hefur hótað því að flytjast út úr borginni á einhvern afvikinn stað þar sem hann getur safnað drasli í friði. Óbreytt verð þrátt fyrir virðisaukaskatt Við hér á Degi, dagblaðinu á landsbyggðinni, vekjum athygli á að verðið á okkar vinsælu smá- auglýsingum er óbreytt þrátt fyrir aukna skatt- heimtu. Verð fyrir eina birtingu staðgreitt er kr. 860,- og síðan 200 kr. fyrir sömu auglýsingu endurtekna. Sem sagt tvær birtingar kr. 1.060,- Fimm birtingar kr. 1.660,- Tíu birtingar kr. 2.660,- Lægra er varla hægt að hafa það. auglýsingadeild sími 24222. 4 Mltu breyta til, komast í nýtt umhverfi, slappa af og njóta þess aðvera tiL Komdu þá til Reykjavíkur Þú lætur okkur eftir að sjá um málin, panta hótel, bílaleigubílinn, miða í leikhús eða hvað annað sem þú vilt. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF. AKUREYRI TOURIST BUREAU FLUGLEIDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.