Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. mars 1990 - DAGUR - 5 Breytt þjóðfélagslegt umhverfl Misvísun íslenskrar hagstjórnar er að ganga sér tii húðar. Ef við ætlum að njóta stöðu landsins samgöngulega og viðskiptalega, á milli heimshluta, sérstöðu auð- iinda landsins, er ljóst að þjóðin verður að taka upp nýja sambúð- arhætti. Sú spurning er áleitin, hvort við eigum að nálgast efna- hagsbandalagið eða ekki. Pað gæti verið á því verulegir mein- bugir að ganga í efnahagsbanda- lagið að öllu óbreyttu. Hér er fyrst að nefna sameiginlegan rétt til fiskveiða í íslenskri landhelgi og í öðru lagi sameiginlegan vinnumarkað. Svo getur farið að þessi ágreiningur verði til þess að ísland verði ekki beinn aðili að efnahagsbandalaginu. Ljóst er að þjóðin verður að gera víðtækan samstarfssamning við bandalag- ið, sem jafngildir því að íslenskt efnahagskerfi aðlagist viðskipta- háttum þess. Þetta verður meginverkefni í íslensku efnahagslífi næstu miss- erin. Samhliða þessu verður að tryggja íslenskum atvinnuvegum raunhæf rekstursskilyrði. Sama á við um menningarleg og tæknileg samskipti við aðrar þjóðir. Staða landsins og þróunarstig þjóðfélagshátta á Islandi gefur góðar vonir um, að þjóðfélag okkar standist þetta og þjóðin verði hlutverki sínu vaxin, og nái Áskell Einarsson. viðunandi jafnstöðu við stærri samfélög. Pað er ekki nýtt í þjóðarsög- unni, að þjóðin hafi verið fáliðuð í landi sínu, áður vegna ónógrar búsetuskilyrða, en nú of fámennn til að standa undir möguleiknm. sem landið hefur upp á að bjóða þannig og þeint kröfum sem sjálf- stæð þjóðartilvera krefst. Eyður í byggðum landsins geta um síðir myndað skilyrði vegna ónýttra landkosta, sem freisti útlendinga. Viss búsetujöfnun er undirstaða þess að þjóðin geti haldið yfirráðum á sínu landi. Fari svo að stórir hlutar landsins falli úr byggð er ljóst að ekki verður varist að til landsins leiti innflytjendur, þótt síðar verði. Þjóðartilvera íslendinga, í strjálbýlu landi gerir byggða- stefnu að undirstöðuatriðum sjálfstæði þjóðar í þessu landi. Framundan eru mikilvægir tímar, þar sem reynir á úrræði þjóðar- innar. Pað er ekki hægt að reka þjóðarbúskap með sama hætti og félagsmálastofnanir. íslendingar mega þó ekki hverfa frá mannúð- legri samfélagslegri þjóðskipan, að hætti stærri þjóða. Megin niðurstaðan er sú að ís- lenska þjóðfélagið getur verið prófsteinn á það, hvort lítið þjóð- félag fær staðist á tímum hinna stóru heilda, þegar landamærin á milli þjóðlanda skipta ekki leng- ur máli. Liður í þessu er að móta nýja þjóðarstefnu, sem markast af aðstöðu þjóðarinnar til að nýta sér tilveru sína í stórri og hreyf- anlegri heimsmynd. í þessu bygg- ist jafnstaða og sjálfstæði þessar- ar þjóðar á borð við aðrar þjóðir. Áskell Einarsson, framkvænidastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga. lesendahornið / Enn um sjúkranudd hjá Einingu „Ég var að lesa um endurgreiðslu verkalýðsfélaga vegna sjúkra- nudds, því Einingarfélagar fá ekki greitt hjá félaginu ef þeir fara til Brynjólfs Snorrasonar. Mér ásamt fleirum finnst þetta ekki ná nokkurri átt, því það er stjórn félagsins sem ræður þessu og ef þeir vilja félögum sínum vel gætu þeir vel breytt þessum lög- um ef þeir kærðu sig um. Okkur finnst þetta vera skömm fyrir félagið að koma svona framm við félaga sína. Pað væri gott ef félagar létu til sín heyra um þetta mál. Við erum hissa að enginn skuli hafa látið til sín hey.ra.“ Lesendahornið, hefur þegar leitað svara við sömu fyrirspurn hjá Verkalýðsfélaginu Einingu en í svari Sævar Frímannssonar kom þá fram, að félagið greiðir 90% af hlut sjúklings sem fer til Kona hringdi: „Ég vil koma því á framfæri að ég er afar ósátt við þann dóm sem fallið hefur yfir Jóni Óttari Ragn- arssyni vegna sýningar á tveimur „bláum" myndum á Stöð 2. Hvers vegna þarf fólk, sem ekki þolir slíkar myndir, að liggja yfir þeim bara til að geta kært? Pessar myndir voru sýndar á þeim tíma nætur að varla hefur neinn farið að horfa óviljandi á þær. Mér finnst ekki vera nein sam- svörun í því að leyfð skuli í bóka- búðum sala blaða og tímarita, sem örugglega hefðu einhvern tíma tlokkast undir klám auk þess sem enginn vandi er að fá - bréf frá félaga sjúkraþjálfara sem er viður- kenndur af Sjúkrasamlagi Akur- eyrar svo framarlega sem félagar fari í meðferðina að læknisráði. Nuddarar sem ekki eru í sjúkra- samlagi þurfa að krefja sjúklinga sína um fulla greiðslu og því yrði 90% hluti þess mun meiri en hjá sjúkraþjálfara í sjúkrasamlagi. íbúi í fjölbýlishúsi aldraðra á Akureyri hafði samband við Dag og kvaðst leigðar mikiu grófari kvikmyndir en þær sem hér um ræðir víða um landið.“ Varðandi lagabreytingar, getur stjórn félags ekki upp á sitt ein- dæmi breytt lögum félagsins. Slíkar lueytingar þarf að fram- kvæma á aðalfundi og eru þær þá yfirleitt lagðar til af félögunt sem fundinn sitja. I þessu máli eru það því félagarnir sjálfir sem hafa völdin, ekki stjórnin. vilja, vegna mikillar umræðu um snjósleðaumferð, vekja athygli á að snjósleðar væru tíðir fyrir utan fjölbýlishús aldraðra við Víði- lund á Akureyri. íbúinn tók fram að búið væri að ganga frá lóð við húsið og gróðursetja trjáplöntur og vitað væri að nokkrar þeirra hafi nú þegar eyðilagst af völdum átroðnings snjósleðanna. Vegna þessa vildi íbúinn koma þeirri áskorun á framfæri við eigendur snjósleðanna að þeir létu vera að leika sér við umrætt fjölbýlishús. Lesendur! Hringið eða skrifið Við hvetjum lesendur til að láta skoðanir sínar í ljós hér í lesendahorn- inu. Síminn er 24222. Ósátt við dóminn yfír Jóni Óttari íbúi í fjölbýlishúsi aldraðra við Víðilund hringdi: Burt með snjósleðana! Skíðabogar á fíesta bíla NÝTT: Skíðafestingar með segulstáli - handhægt. Getur ekki losnað af. 3 NESTIN, Akureyrí Hvernig væri aö breyta svolítið til og koma til starfa með áhugasömu fólki sem er önnum kafið við að byggja upp nýja endurhæfingardeild og endurbæta eldra húsnæði? Kristnesspítali er 10 kílómetra suður frá Akureyri í afar heillandi umhverfi. Starfsmönnum sem búsettir eru á Akureyri er séð fyrir akstri í og úr vinnu. Hjúkrunarfræðingar - sjukraliðar. Nokkrar stöður eru lausar nú þegar, eða síöar eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til sumarafleysinga. Barnaheimili og íbúð- arhúsnæði til staðar. Upplýsingargefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-31100. Aðstoð við sjúkraþjálfun. Staða aðstoðarmanns við sjúkraþjálfun er laus frá og með 1. apríl n.k. Upplýsingargefurframkvæmda- stjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Vinningstölur laugardaginn 3. mars. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 9 279.600.- 2. 4 109.315.- 3. 4af 5 256 2.946.- 4. 3a*5 4.405 399.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.465.431.- UPPLVSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.