Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 6. mars 1990 - DAGUR - 15 : < i i ans að Reykholti í Borgarfirði en kom síðan aftur til starfa á Akur- eyri. Hann varð fyrsti yfirkennari Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1952 en skólastjóri sama skóla árið 1955. Á þessum árum var mikil þörf á að auka við húsnæði skólans og gekk Jóhann fram í því máli af miklum skörungsskap og kom því til leiðar að tvisvar var byggt við hús Gagnfræðaskól- ans á þeim átta árum sem hann stjórnaði skólanum. Petta gekk hins vegar ekki átakalaust fyrir sig og ég álít að á þessum árum hafi Jóhann gefið meira af sjálf- um sér en góðu hófi gegndi, enda fór það svo að heilsa hans bilaði og hann varð að draga sig í hlé. Nemendur og starfsfólk skól- ans hafa hins vegar notið þeirra húsakynna sem reist voru fyrir hans tilstilli. Að leiðarlokum, þegar Jóhann Frímann er kvaddur hinstu kveðju, vil ég fullyrða að mikið þakklæti til trausts læriföður er gömlum nemendum hans og sam- starfsmönnum efst í huga. Baldvin Jóh. Bjarnason. Kveðja frá Verkmennta- skólanum á Akureyri. Jóhann Frímann, fyrrverandi skólastjóri, lést í Kristnesspítala að morgni 28. febrúar sl. Með honum er genginn mikill skóla- maður, kennari og stjórnandi. Jóhann Frímann var Húnvetn- ingur að ætt og uppruna, en ævistarf sitt að kennslu og félags- málum vann hann á Akureyri. Jóhann starfaði sem kennari og skólastjóri í tæpa fjóra áratugi, frá 1927-1966; 1939-1941 var hann skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði, önnur störf sín að kennslu vann hann við Gagnfræðaskólann og Iðn- skólann. Nafn hans tengist því óhjákvæmilega þessum tveim skólum, Iðnskólanum og Gagn- fræðaskólanum, enda átti hann stóran þátt í að móta þá. Jóhann kom að Iðnskólanum, sem Iðnaðarmannafélag Akureyr- ar hélt, sem kennari árið 1927, en gerist skólastjóri árið eftir og gegndi því starfi alla tíð meðan félagið hélt skólann, til ársins 1955, að undanskildum árunum í Reykholti. Þetta voru áratugir mikilla hræringa, bæði í efna- hagsmálum og félagsmálum og því varð það skólanum til happs, að honum var stýrt af dugnaði og ósérhlífni. Auk kennslustarfa við skólann starfaði Jóhann mikið að félagsmálum iðnaðarmanna og var m.a. ritari Iðnráðs Akureyrar og Iðnaðarmannafélags Akureyr- ar um langt árabil. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrar 1934-1938 fyrir hönd iðnaðarmanna, sem báru fram sérstakan lista við kosningarnar 1934 til að koma áhugamálum sínum á framfæri. Hann var kjörinn heiðursfélagi Iðnaðarmannafélagsins árið 1956 og hlaut gullmerki Landssam- bands Iðnaðarmanna fyrir störf sín í þágu iðnmenntunar. Jóhann var auk þess kennari og skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, hann var ritstjóri og blaðamaður, hann sat í mörgum nefndum og vann ýmsum félög- um. Á fjórum áratugum vann Jó- hann Frímann mikið og fjöl- breytt ævistarf. Jóhann Frímann var stór mað- ur og það sópaði að honum. Hann var einnig stórbrotin persóna. í honum blundaði lista- maðurinn, sem fékk útrás í skáld- skap og meðferð íslensks máls, því hann var í senn hagorður og orðhagur. Nemendum var hann strangur en réttlátur, hann var réttsýnn stjórnandi og samstarfs- mönnum sínum hjálpsamur ef á bjátaði. Hann gerði miklar kröfur, en ætíð meiri til sín en annarra. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri, sem er arftaki Iðnskólans á Akureyri, þakkar Jóhanni störf hans að menntun iðnaðarmanna, þann grunn, sem nú er byggt á. Langri og annasamri ævi er lokið, Jóhann Frímann hefur hringt út í síðasta sinn. Bernharð Haraldsson. Jóhann Frímann skáld og skóla- stjóri á Akureyri andaðist í Krist- nesspítala 28. febrúar sl. þar sem hann hafði dvalið allmörg síðustu æviárin. Mælt er, að á síðasta áratug nítjándu aldar og fyrsta áratug okkar aldar hafi fleiri íslensk skáld verið upf>i en á nokkru öðru tímabili fslandssögunnar. En Ijóðsnillingar og aðrir atgerf- ismenn andans hafa löngum nreiri áhrif á samtíð sína en aðrir og hafa aukið henni þrek til and- legra og verklegra afreka. Einn af þeim, sem borinn var inn í þessa þjóðlegu vakningu og ólst upp með henni, var Jóhann Frímann. Hann fæddist að Hvammi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu 27. nóvember 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Guðmundsdóttir frá Sneis í Lax- árdal fremri, Guðmundssonar frá Ljótshólum í Svínadal og Guð- mundur Frímann Björnsson frá Mjóadal Þorleifssonar. Voru bæði áður gift og áttu afkomend- ur. En alsystkini Jóhanns voru sex. Tvær systur hans dóu ungar úr berklum og einnig bróðir á besta aldri. Upp komust og urðu kunnir menn: Bjarni oddviti á Efrimýrum, Hilmar bóndi í Fremstagili, Guðmundur Frí- mann skáld og hagleiksmaður á Akureyri og Jóhann Frímann, sem hér er minnst. Jóhann varð gagnfræðingur á Akureyri 1923, síðar nemandi við hinn kunna lýðháskóla, Ask- ov á Jótlandi, árin 1925-1927. Var hann „skólaskáld" þar og samdi ljóð á tveim tungumálum. Eftir þá námsdvöl ferðaðist hann víða um Evrópu og dvaldi um skeið í klausturskóla í Luxem- burg. Löngu síðar leitaði hann menntunar við þekkta háskóla í Bandaríkjunum og lagði þá sér- staka stund á enskunám og upp- eldisfræði. Hann varð kennari við Iðnskólann á Akureyri sama árið og hann lauk námi í Askov og skólastjóri ári síðar, aðeins 22ja ára gamall. Skólanum stjórn- aði hann til 1939 og á ný 1942- 1955. Þrjú ár var hann skólastjóri Reykholtsskóla í Borgarfirði, þá kennari við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og skólastjóri til 1964. Unr skeið var Jóhann héraðs- stjóri Ungmennasambands Eyja- fjarðar, sat í stjórn Iðnráðs og Iðnaðarmannafélagsins og var heiðursfélagi hins síðarnefnda. Formaður Framsóknarfélags Ak- ureyrar var hann nokkur ár og Minning: Methusalem Guðjónsson Fæddur 15. nóvember 1905 - Dáinn 25. febrúar 1990 Methusalem Guðjónsson, eða Sali eins og við kölluðum hann alltaf, var fæddur og uppalinn í Vopnafirði. Hann kom mjög ungur ásamt eldri bróður sínum til dvalar hjá afa okkar og ömmu, Ólafi Methúsalemssyni og Ásrúnu Jörgensdóttur, að Bursta- felli í Vopnafirði. Þar ólst hann upp með dætrum Ólafs og Ásrúnar sem þeirra eldri bróðir. Þegar fjölskyldan flutti síðan frá Burstafelli og út í kaupstaðinn fór Sali með þeim. Hann flutti síðan nokkrum árum á undan þeim til Akureyr- ar, en strax og Ólafur og Ásrún komu með dætrahópinn, blandaðist Sali þeim aftur. Hann starfaði við landbúnað- arstörf, vegagerð o.fl. en í tæp 30 ár vann hann hjá skógerð Iðunn- ar hér á Akureyri. Þar naut hand- lagni hans sín vel, en hann var hagur á flestum sviðum. Sali bjó á heimili foreldra minna allan minn uppvöxt, og var hann okkur systkinunum sem góður afi. Hann var víðlesinn og fróður og þótti okkur gott til hans að leita. Hann naut útivistar og fór gjarnan í langar gönguferðir út fyrir bæinn á meðan heilsa hans leyfði slíkar ferðir. Þegar fjölskyldan fór saman í ferðalög og sumarbústaðaferðir, var Sali alltaf með okkur. Þá deildi hann einnig gleði og sorg- arstundum með okkur. Sali dvaldi sín síðustu æviár á dvalarheimilinu Hlíð hér á Akur- eyri, en nokkur ár þar á undan bjó hann á heimili Þorsteins og Soffíu Ásgeirsdóttur. Ég vil fyrir hönd foreldra minna og systkina þakka Sala samfylgdina, votta ættingjum lians samúð okkar, þakka þá um leið starfsfólki dvalarheimilisins fyrir frábæra umönnun hans síð- ustu árin. O.A. Birting afmælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. bæjarfulltrúi 1934-1939. Þá sat hann í stjórn Sparisjóðs Akur- eyrar, Sjúkrasamlags Akureyrar og skólanefnd Húsmæðraskóla Akureyrar. Ritstjóri Dags var hann 1941-1943, en vann þar síð- an fjölmörg ár í ígripum bæði við blaðamanns- og ritstjórastörf. svo sem í forföllum ritstjóra. Eftir hann liggja Mansöngvar til miðalda, mikill ljóðaflokkur, sem kom út 1929, Nökkvar og ný skip, Ijóð 1934 og leikritið Fróðá 1938. Af þýðingum iná nefna Sjö mílna skóna og Hafnsögumann- inn og konu hans. Jóhann Frímann var skaprtkur og hjartahlýr gáfumaður, mikill vexti og stór að allri gerð. Hann naut jafnan virðingar og fyllsta trúnaðar og var frábær kennari. Fjölhæfur var hann á ritvellinum, mælskur og rökfimur í ræðustól. Vera má, að ljóðagerð hafi staðið hjarta hans nær en allt annað. Þótt hann legði hana snemma á hilluna, blundaði listamannseðlið ætíð í brjósti hans. Fyrstu kynni mín af Jóhanni voru þau, að okkur varð sundur- orða í rútubíl á leiðinni frá Akur- eyri til Dalvíkur, ásamt fleira fólki. Margir farþegar voru þeirri leið kunnugir, þekktu fólk og bæi og fræddu hina. Þegar kom út á Árskógsströnd, í heimasveit mína, þótti mér ástæða til að leiðrétta hina fróðu menn. í framhaldi af því spunnust urn- ræður okkar Jóhanns um annað efni og urðu báðir orðhvatir. Þetta atvik barst í tal mörgum árum síðar þegar leiðir okkar lágu saman hjá Degi og varð okk- ur aldrei framar sundurorða í margra ára samstarfi. Hann gaf mér föðurleg ráð, sem öll reynd- ust hollráð og greip oft í blaða- mannastörf, var ætíð snjall og hugkvæmur og munaði sannar- lega um minna á ritvellinum. Ég var lánsmaður að eiga annan eins ráðgjafa og hjálparhellu, þegar ég tók við vandasömu starfi á rit- stjórn Dags. Árið 1929 gekk Jóhann að eiga Sigurjónu Pálsdóttur trésmiðs og bónda Jónssonar á Staðarhóli við Akureyri. Börn þeirra eru þessi: Valgarður Frímann rafvirki og lögreglumaður, en síðan lengi sjúklingur. Kona hans var Kol- brún Asgeirsdóttir og áttu þau sjö börn. Næst er Guðlaug Sigyn Frímann húsmóðir. Hún er gift Gunnari Randverssyni lögreglu- varðstjóra á Akureyri og eiga þau fjögur börn. Yngst er Berg- ljót Frímann hjúkrunarritari á Landspítalanum. Hún giftist Þor- steini Gunnarssyni klæðskera- meistara og búa þau í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn. Jóhann Frímann var sá gæfu- maður að vaxa og þroskast í þeirri miklu vorleysingu, sem oft er kennd við afreksmenn alda- mótaáranna. Sú vorleysing náði til allra þátta þjóðlífsins og skóp þá víðtæku velferð, sem við njót- um nú, á ofanverðri tuttugustu öld. En þjóðin var einnig svo gæfusöm, að eignast marga gáf- aða og dáðrakka syni og dætur, sem eiga rætur sínar í þeirri bylt- ingu vorsins, menn eins og Jó- hann Frímann, til að taka við merkinu og halda því hátt. Hann valdi sér erfitt og oft vanþakklátt starf kennara, uppal- anda og stjórnanda fjölmennra skóla í höfuðstað Norðurlands. Hann naut bæði virðingar og vinsælda og nemendur hans gefa honum þann vitnisburð, sem ágætustu skólamenn einir njóta. Ég þakka þær mörgu og góðu minningar, sem ég á frá sam- starfsárum okkar við Dag. Ást- vinum hans sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Erlingur Davíðsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍANNA VALTÝSDÓTTIR, Víðilundi 2, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 9. mars kl. 13.30. Magnús Sumarliðason, Sigurbjörg Ármannsdóttir, Þórarinn Hrólfsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFSJÓNSSONAR, bifreiðastjóra, Sólvöllum 7. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Óli Ólafsson, Sigurbjörg Óladóttir, Kristín Maria Ólafsdóttir, Sigurður Gunnarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, TRYGGVA KRISTJÁNSSONAR, sem andaðist 18. febrúar siðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilanna Skjaldarvíkur og Hlíðar fyrir góða umönnun og hlýhug síðustu árin. Guð blessi ykkur öll. Laufey Valrós Tryggvadóttir, Friðrika Tryggvadóttir, Kristján Tryggvason, Jón Tryggvason, Inga Skarphéðinsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.