Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 6. mars 1990 Húsfriðunarsjóður Akureyrar: Umsóknir á aimantugirm Húsfriðunarsjóði Akureyrar hafa borist á annan tug umsókna um lán eða styrki. Umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Ný reglugerð um Húsfriðunar- sjóðinn var sett fyrir tveimur árum, en menningarmálanefnd annast stjórn hans. Ingólfur Ármannsson, skóla- og menning- arfulltrúi Akureyrarbæjar, segir að hlutverk sjóðsins sé þríþætt; að veita styrki eða lán til viðhalds friðaðra húsa, lánveitingar til bygginga sem hafa varðveislu- gildi, og í þriðja lagi hefur stjórn sjóðsins heimild til að úthluta viðurkenningum til þeirra sem hafa gert átak í húsfriðunarmál- um. Ingólfur upplýsti að í gegnum húsfriðunarsjóð færu framlög sem veitt væru til viðhalds húsa í eigu bæjarfélagsins sem hefðu varðveislugildi, bygginga á borð við Samkomuhúsið og Matthías- arhús. Úthlutað er úr sjóðnum í maímánuði, og tíminn þangað til verður notaður til að leita álits byggingafulltrúa og skipulags- stjóra á umsóknum. „Þegar gögnin hafa verið yfirfarin og umsagnir gefnar um ástand bygg- inga, varðveislugildi o.s.frv. fer stjórn sjóðsins að fjalla um umsóknirnar,“ segir Ingólfur Ármansson. EHB i fréftir h Samningarnir undirritaðir. I neðri röð f.v. eru búsetarnir Halldór Bachmann, Brynja Skarphéöinsdóttir, Sigurður Eiríksson og Hafdís Pétursdóttir og Heimir Ingimarsson, formaður Búseta á Akureyri. I efri röð eru stjórnar- mennirnir Armann Helgason, Jónína Pálsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir og Sveinn Brynjólfsson. Mynd: ss Búseti á Akureyri: Fyrstu íbúðunum úthlutað Stjórn Búseta á Akureyri hef- ur skrifað undir samninga við fyrstu kaupendur búseturéttar í kaupstaðnum. Hér er um að ræða fjórar íbúðir sem Fjölnir sf. er að byggja í Múlasíðu 9 og er áætlað að íbúarnir geti flutt inn í fullbúnar íbúðir um miðj- an desember. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Akureyri hefur tekið mikinn kipp eftir að lán fengust úr Byggingasjóði verkamanna fyrir fjórum íbúðum í búseturétt- arkerfinu. Félagið hefur sótt um lán'til 20 íbúða á þessu ári og sagðist Heimir Ingimarsson, for- maður Búseta á Akureyri, búast við að umsóknirnar yrðu afgreiddar í þessum mánuði. Yfir 100 félagar eru í Búseta á Akureyri og er farið eftir númer- um félagsmanna þegar þeim er boðið að kaupa búseturétt. Félagsmaður getur geymt réttinn þótt röðin sé komin að honum og raunar er staðreyndin sú að þeir sem fengu fyrstu íbúðirnar á Akureyri voru ekki númer 1-4 heldur mun aftar. Nánar verður sagt frá þessum tímamótum á húsnæðismarkað- inum á Akureyri í blaðinu á mið- vikudag. SS Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri: Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur ekki ennþá tilbúnir með lista Framboðslistar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalags- ins á Akureyri vegna bæjar- stjórnarkosninganna í vor hafa ekki enn litið dagsins Ijós, en margir áttu von á að listar þessara flokka myndu koma fram fyrstu daga marsmánað- ar. Knútur Karlsson, formaður stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna á Akureyri og formað- ur uppstillinganefndar, segir að ákvörðun verði tekin um að halda fulltrúaráðsfund í flokkn- um á næstunni. Fundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna vegna framboðs- listans verður því haldinn nokk- Hlutafélagið Alda í Eyjafirði: Býður gestum og gangandi gist- ingu í „Kröflu-húsum“ í sumar Akveðið er að bjóða gestum og gangandi upp á gistingu í húsum í landi Melgerðis í Saur- bæjarhreppi í sumar. Það er hlutafélagið Alda hf. sem mun bjóða upp á gistinguna, en að því standa ýmsir áhugaaðilar í hreppunum framan Akureyr- ar. Alda hf. keypti í fyrra nokkur hús í Kröfluvirkjun og var unnið að því í júlí í fyrra að koma þeim upp í landi Melgerðis. Að sögn Jónasar Vigfússonar í Litla-Dal, eins talsmanna Öldu hf., verður boðið upp á gistingu í átta tveggja manna herbergjum. Búið er að tengja rafmagn í húsin og eftir er að „fínpússa" þau þannig að unnt verði að taka móti gest- um í sumar. Alda hf. hefur haft með jörð- ina Melgerði að gera frá árinu 1986. Unnið hefur verið að við- gerð á íbúðarhúsinu og hesthús- inu. Síðastliðin sumur var starf- rækt hestaleiga á vegum Öldu hf. í Melgerði og segir Jónas að áframhald verði á henni. Þá hef- ur einnig verið boðið upp á tjald- aðstöðu. Jónas segir að á síðustu árum hafi golfmenn á Akureyri komið fram á Melgerðismela á vorin o^ haustin og tekið nokkur skot. Hann segir að ef framhald verði á golfiðkun fremra komi vel til greina að bjóða mönnum upp á hressingu í íbúðarhúsinu. óþh Kirkjuvika í Akureyrarkirkju: Orgeltónleikar í kvöld Kirkjuvika í Akureyrarkirkju hófst á sunnudag með æsku- lýðsguðsþjónustu en eftir hana var safnaðarheimilið nýja sýnt gestum. Mikill fjöldi fólks sótti guðsþjónustuna, og urðu margir að taka sæti á hliðar- bekkjum. í kvöld, 6. mars, verða orgel- tónleikar í Akureyrarkirkju klukkan 20.50, Hörður Áskels- son, organleikari Hallgríms- kirkju leikur. Á efnisskrá eru verk eftir Dietrich Buxtehude (1637-1707); Passacaglia í d- moll, Praeludium í D-dúr og sálmaforleikur (Sjá morgun- stjarnan blikar blíð). Pá eru eftirtalin verk á dagskrá eftir J.S. Bach (1685-1750): Praeludium og fuga í C-dúr, sálmaforleikur (Faðir vor, sem á himnum ert), og Passacaglia í c- moll. EHB uð seinna en menn ráðgerðu. í lögum flokksins mun vera ákvæði um að ekki megi boða til fundar fulltrúaráðs nema með einnar viku fyrirvara. Par sem slíkur fundur hefur ekki enn verið boð- aður virðist útséð um að D- list- inn verður ekki tilbúinn og sam- þykktur fyrr en um miðjan mars- mánuð. Hilmir Helgason, formaður uppstillinganefndar Alþýðu- bandalagsins á Akureyri, segir að eitthvað hægar hafi gengið að koma saman lista en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Samkvæmt fyrri áætlun átti uppstillinga- nefndin að skila tillögu sinni til félagsfundar í Alþýðubandalag- inu um síðustu mánaðamót, en það hefur ekki verið gert ennþá og ekki búið að boða til fundar- ins. „Ég get ekkert frekar sagt, í vinnu við að stilla upp á lista er hver dagur fljótur að líða. Allir sem rætt er við þurfa að hugsa sig um og ræða við sitt fólk,“ segir hann. Að sögn Hilmis verður fram- boðslisti Alþýðubandalagsins örugglega tilbúinn í þessum mán- uði. EHB Lödu/Benz-verkstæðið á Akureyri: Iikur á sölu á næstuimi „Jú, það er rétt að það kemur vel til greina að verkstæðið verði selt á næstunni,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, eig- andi Bifreiðaverkstæðis Jó- hannesar Kristjánssonar á Ak- ureyri. „Sá möguleiki kom upp fyrir stuttu að ég seldi verkstæðið og ég er búinn að fá tilboð í það. Pað er hins vegar spurningin hvort menn eigi peninga eða ábyrgðir sem nægja,“ sagði Jó- hannes. Hann sagði að umfang verk- stæðisins, sem hefur viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir rúss- nesku Lödu-bílanna og v-þýsku Benz-bílanna, hefði vaxið mjög á undanförnum árum og hann væri vart nógu hraustur til að sinna þessu öllu lengur. óþh Akureyri: ■ Menntamálaráðuneytið héfur farið þess á leit við bæjarstjórn að hún tilnefni einn fulltrúa í nefnd vcgna endurnýjunar á samningi um leikhússrekstur á Akureyri á végum Leikfélags Akureyrar. Bæjarráð leggur til að Val- garður Baldvinsson bæjarritari verði tilnefndur í nefndina. ■ Bæjarráð leggur til að orð- ið verði við erindi frá stjórn Kirkjugarða Akureyrar, þar sem farið á leit við bæjarstjórn að hún heimili hækkun á kirkjugarðsgjöldum á árinu 1990 úr 1,5% í 3% áf aöstöðu- gjöldum. ■ Bæjarráð hefur með hlið- sjón af nýgerðum kjarasamn- ingum og breyttum verðlags- forsendum lagt til að óráð- stöfuðum tekjuafgangi Vatns- veitu Akureyrar verði varið til þess að veita á þessu ári afslátt af fasteignagjöldum íbúðar- húsnæðis, sem ncmur 8.5%. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi frá Agli H. Bragasyni Lundargötu 10, þar sem hann sækir um leyfi til að rífa íbúðarhúsið nr. 10 við Lundargötu, sem er ónýtt eftir bruna. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi frá Pórhöllu Pór- hallsdóttur, þar sem hún f.h. Hagkaups hf., sækir um leyfi til að byggja við og stækka verslunina Hagkaup Norður- götu 62, samkvæmt teikning- um eftir Harald V. Haralds- son. ■ Bygg'nganetnd hefur sam- þykkt að úthluta S.J.S. verk- tökum lóðirnar nr. 5 og 9 við Borgarsíðu, til að byggja á eínbýlishús. Byggingarfrestur er til 1. júlí 1990. ■ Samstarfsnefnd um ferli- mál fatlaðra og byggingancfnd hafa samþykkt að stefna að sameiginlegri ráðstefnu um ferlimál á Akureyri, laugar- daginn 28. apríl n.k. og var formönnum nefndanna ásamt byggingafuUtrúa falið að gera tillögur að dagskrá. ■ Æskulýðsráði hefur borist bréf frá unglingaráði Hesta- mannafélagsins Léttis, þar sem óskað er viðræðna við ráðið um stofnun og starf- rækslu hesthúsaaðstöðu, þar sem unglingar (14-17 ára) gætu leigt bás fyrir hestinn sinn, t.d. tvo vetur á meðan þeir eru að „koma hesta- mennsku sinni á fast plan.“ ■ Félagsmálaráði hefur borist bréf frá foreldrum barna á Árholti, þar sem krafist er þess að snarlega verði ráðnar fóstrur á Árholt. ■ Félagsmálaráð úthlutaði nýlega tveimur íbúðum í bæn- um til leigu, 2ja og 3ja her- bergja en umsækjendur um þær voru 22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.