Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. mars 1990 - DAGUR - 7 Geir Sveinsson náði sér vel á slrik gegn sovésku snillingunum og skoraði 6 mörk. Það fór eins og við var búist þegar íslendingar mættu Sovétmönnum í fyrsta leik sín- um í milliriðli HM í handknatt- leik í Tékkóslóvakíu. Sovét- menn sigruðu næsta auðveld- lega með átta marka mun og þegar litið er til úrslita í öðrum leikjum Sovétmanna verður það að teljast vel sloppið. Staðan í hálfleik var 14:8 Sovétmönnum í vil sem þýðir að íslendingar töpuðu síðari hálfleik aðeins með tveimur mörkum og það verður að telj- ast allt að því frábær árangur. Spurningin er aðeins hvort Sovétmenn hafi slakað á eða íslendingar leikið vel en styrk- ur Olympíumeistaranna er slíkur að ekki er gott að átta sig á því. Átta marka tap gegn Sovétmönnum í milliriðli í gær: íslendingar áttu við ofurefli að etja l5að var greinilegt strax í upp- hafi að íslendingar báru mikla virðingu fyrir andstæðingunum en að boðar auðvitað aldrei gott. Sovétmenn tóku strax öll völd í sínar hendur og eftir örfáar mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 9:3. Þá réttu íslendingar úr kútnum og héldu í við risann fram að hléi. Sovétmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en íslend- ingar svöruðu með þremur mörk- um. Leikur liðsins hafði nú breyst til batnaðar og jafnframt virtust Sovétmenn hafa slakað eilítið á. Sigur þeirra var þó að sjálfsögðu aldrei í neinni hættu og þeir héldu íslendingunum allt- af í öruggri fjarlægð. í rauninni er óþarfi að rekja gang leiksins frekar. Sveiflur í síðari hálfleikn- um voru litlar og þegar flautað var til leiksloka höfðu Sovét- menn sigrað með átta marka mun, 27:19, eins og fyrr segir. Sovétmenn eru með þvílíkt yfirburðalið uni þessar mundir að ekki var hægt að búast við því með nokkurri sanngirni að ís- lendingar myndu sigra og er raunar hægt að segja það sama um öll lið. Hins vegar er ekki hægt að hrósa leik íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ákaflega vandræðalegur og mistökin fjölmörg og sum ansi vandræðaleg. Þrátt fyrir að and- stæðingurinn sé sterkur þýðir það ekki sjálfkrafa að lið þurfi að leika illa gegn honum en þegar á allt er litið skipti það e.t.v. ekki máli í þessu tilfelli. í síðari hálf- leik lék liðið hins vegar mun bet- ur og á köflum stórvel. Leikmenn virtust vera búnir að ná úr sér minnimáttarkenndinni og það hafði nokkuð að segja. Geir Sveinsson var bestur ís- lenska liðsins að þessu sinni. Hann virtist njóta sín ágætlega á línunni innan um sovésku heljar- mennin og gerði þar marga lag- lega hluti. Þá átti Alfreð Gísla- son ágæta spretti. Um lið Sovétntanna þarf ekki að fjölyrða. Þar er snillingur í hverri stöðu og liðið kemst ansi nálægt því að vera ósigrandi ef það er hægt. Einna mest bar á Iakimovich sem virtist skora þeg- ar honum datt það í hug en snill- ingurinn Tuchkin og markvörð- urinn Lavrov léku einnig frábær- lega. Mörk Islands: Geir Sveinsson 6, Alfreö Gíslason 5/2, Kristján Arason 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Héðinn Gilsson 2. Óskar Ármannsson I og Valdimar Grímsson I. Mörk Sovétmanna: Tuchkin 7/2, Iakimovich 6, Sharovarov 5, Atavin 3, Tiumentsev 2, Nesterov 1, Sviridenko 1, Karschakevich 1 og Gopin 1. Körfuknattleikur: - meiddist Bandaríski leikmaðurinn í úr- valsdeildarliöi Tindastóls Jam- es Lee, meiddist í viðureign Tindastóls við stjörnulið Ur- valsdeildar sem fór fram í síð- ustu viku. Lee mun ekki spila meira með Tindastóli og er á förum til Bandaríkjanna. Það verður mikil blóðtaka fyrir Tindastólsliðið að missa þennan sterka miðherja sem hefur ver- ið stigahæstur í flestum leikj- um sem hann hefur spilað. James Lee spilaði tvo leiki meiddur en fór loks til læknis og kom í ljós að tveir fingur voru brákaðir. Ekki er búið að taka ákvörðun í stjórn körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls hvort annar leikmaður verður ráðinn í stað Lee. Lee meiddist í viðureign við Sigurð Ingimundarson í leik Tindastóls við Stjörnulið úrvals- deildar í vikunni sem leið. Tinda- stólsliðið hefur verið sérstaklega óheppið með þá útlendinga sem spilað hafa með því á keppnis- og er á förum til Bandaríkjanna tímabilinu. Bo Heiden var send- I leika og óhlýðni við þjálfara og ur heim vegna samstarfsörðug- nú slasast James Lee. kg Janies Lee hafði skamma viðdvöl á íslandi. Þ.íl.: Nafn: Hnéb. Bekkp. Réttst. Samanl. 52 Helgi Jónsson 117,5 77,5 137,5 332,5 56 Jóhannes Eiríksson 132,5 67,5 160 360 67,5 Jóhann Guðmundsson 100 85 130 360 75 Kári Elíson 230 165 240 635 75 Már Óskarsson 225 115 220 560 82,5 Bárður Ólsen 252,5 140 285 677,5 82,5 Ingimundur Ing. 217,5 117,5 195 530 82,5 Rúnar Friðriksson 170 110 202,5 482,5 90 Jón Gunnarsson 315 177,5 312,5 805 100 Flosi Jónsson 295 170 280 745 100 Baldvin Skúlason 125 222,5 65 100 GunnarHjartarson 285 177,5 270 732,5 110 Guðni Sigurjónsson 300 195 330 825 125 Hjalti Úrsus 335 205 325 865 + 125 Jón Páll 125 125 350 600 60 Unnur Jónsdóttir 145 55 135 335 67,5 Elín Ragn. 150 70 165 385 Feitletraðar tölur eru íslandsmet. Önnur úrslit Önnur úrslit í gær urðu þessi: Ungverjaland-S-Kórea 27:24 Tékkóslóvakía-Svíþjóð 20:26 Rúmenía-Frakkland 25:21 Júgóslavía-A-Þýskaland 21:20 Spánn-Pólland 24:17 íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum: Ágætur árangur Akureyringanna Akureyringar náðu mjög góð- um árangri á íslandsmeistara- mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Ytri-Njarðvík um helgina. Fimm Akureyringar tóku þátt í mótinu og komu þeir heim með fjóra Islands- meistaratitla og ein bronsverð- laun. Helgi Jónsson, sem segja má að sé nýstirni kraftlyfting- anna, var í miklum ham og setti alls sjö íslandsmet, fimm í flokki fullorðinna og tvö ungl- ingamet. Helgi hefur verið val- inn í landsliðið sem keppir á Evrópumótinu í Reykjavík í vor og verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir þar. Jóhann Guðmundsson, sem keppti í 67,5 kg flokki stóð sig vel á mótinu og krækti sér í íslands- meistaratitil. Kári Elíson, sem keppti í 75 kg flokki fann sig ekki á mótinu en sigraði þó að venju. Rúnar Friðriksson keppti í 82,5 kg flokki, bætti eigin árangur og setti tvö Akureyrarmet unglinga. Flosi Jónsson lenti í harðri bar- áttu í 100 kg flokki en hafði sigur að lokum. Flosi lyfti samanlagt 745 kg og jafnaði þar með sinn besta árangur en Flosi og Kári hafa báðir verið í erfiðu æfinga- prógrammi fyrir Evrópumótið í vor. Eins og sjá má af árangri Akureyringanna er mikil gróska í kraftlyftingunum norðan heiða um þessar mundir. Þrír þeirra munu taka þátt í mótinu í vor, þeir Flosi, Kári og Helgi. Urslit á íslandsmeistaramótinu urðu þessi: Lee hættur með Tindastól

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.