Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 16
Salan á Árlaxi í Kelduhverfi: Ákvörðun um ráðstöfim þarf að liggja fyrir fljótlega - segir forstjóri Byggðastofnunar Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um ráðstöfun Árlax, sem stofnunin og Fiskveiðasjóður íslands keyptu í síðustu viku. Bárðardalur: Skilvinda dregin fram Fannfergi er gríðarlega mik- ið í Bárðardal og segja elstu menn að ekki hafi verið þar jafn mikill snjór síðan snjóa- veturinn 1936. Snjórinn hef- ur skapað mörg vandamál, m.a. við mjólkurflutninga. í lok síðustu viku náðist loks ntjóik í Bárðardal á öllum bæjum nema Bóístað. Þar var gripið til gömlu góðu skilvind- unnar og mjólk strokkuð í smjör að gömlum sið. Inga Ólafsdóttir, húsfreyja, segir að hún hafi átt hieypi og því einnig getað búið til svolítið skyr. í dag er ætlunin að sækja mjólk í Bárðardal og er jafn- vel hugmyndin að flytja hana frá Bólstað á sleða í brúsum að Halldórsstööum og dæla henni þar í tankbílinn. f>að veltur hins vegar á veðurguðum hvort það tekst. óþh Fagridalur: Fólksbíll valt í hálku Bílvelta varð á Fagradal, aðfaramótt sunnudags. Eng- in meiðsli urðu á fólki og furðulitlar skemmdir á bif- reiðinni, sem hafnaði á mum. )happið átti sér stað er fólk var á heimleið af dansleik á Egilsstöðum. Mikil hálka var á veginum og snérist bíllinn og valt síðan. Auk ökumanns, sem var karlmaður, voru fjórir farþegar í fólksbflnum og sluppu allir án meiðsla. IM toppr Óh. Eins og fram kom í blaðinu fyrir helgi hljóðaði tilboð þessara aðila upp á 116 milljónir króna en það náði til eigna, annarra en fisksins í stöðinni. „Næsta skref er því að huga að því hvernig þessum eignum verð- ur ráðstafað. Sú ákvörðun verður að liggja fyrir fljótlega," sagði Guðmundur. Aðspurður um hvort málið þyrfti að fara fyrir stjórnir Fiskveiða- sjóðs og Byggðastofnunar sagði hann að stjórnarfundur Byggða- stofnunar hafi samþykkt á sínum tíma að gera tilboð en ekkert fjallað um ráðstöfun, enda um sameiginlegt mál tveggja aðila að ræða. Að líkindum komi það í hlut embættismanna aðilanna að ákveða framhaldið. JÓH Hópur eldhressra krakka frá Vestmannaeyjum kom til Akureyrar í gær og hyggst eyða næstu dögum í skíðabrekk- unum í Hlíðarfjaili. Mynd: kl Krafðist ógildingar á ákvörðun landbúnaðarráðherra og tapaði málinu í undirrétti: „Geri ráð fyrir að áfrýja til Hæstaréttar“ - segir Gunnar Oddsson, bóndi í Flatatungu í Skagafirði Síðastliðinn fimmtudag gekk dómur í undirrétti í máli Gunnars Oddsonar, bónda í Flatatungu í Skagafirði gegn landbúnaðarráðherra og sauð- fjársjúkdómanefnd. Gunnar stefndi þessum aðilum fyrir að ákveða niðurskurð á fjárstofni hans vegna riðutilfella sem þar komu upp haustið 1987. Dóm- urinn féllst ekki á að ógilda þessa ákvörðun ráðherrans og sauðfjársjúkdómanefndar og segist Gunnar Oddsson gera ráð fyrir að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Mál þetta hófst haustið 1987 þegar upp kom riðutilfelli í hjörð Gunnars. Að hans sögn bauðst hann þá strax til að semja við ráðuneytið um niðurskurð en fékk þau svör að vegna fjárskorts væri það ekki hægt. Ekkert gerð- ist fyrr en síðastliðið vor þegar Gunnari var sendur samningur til undirritunar en hann neitaði að skrifa undir þar sem í samningnum væru atriði sem hann vildi breyta. Engar breytingar fengust á samn- ingnum og þegar hér var komið sögu óskaði Gunnar eftir sam- komulagi um að fresta niður- skurði þar sem ekkert riðutilfelli hefði komið upp frá haustinu 1987. Ekkert svar barst við þessu heldur fyrirskipaði ráðherra að féð skyldi skorið niður með vísan til reglugerðar sem heimilar ráð- herra að beita valdi til niður- skurðar, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þessi skilyrði taldi Gunnar ekki uppfyllt og stefndi því ráðherra. Sigríður Friðjónsdóttir, dóms- forseti í þessu máli, segir að meg- inforsendur fyrir niðurstöðu dómsins hafi verið þrjár. í fyrsta lagi teljist yfirgnæfandi líkur á að riða leynist enn í hjörð Gunnars og þar af leiðandi sé það skilyrði uppfyllt í reglugerðinni sem ráð- herra sé heimilt að nota að veikin valdi stórfelldu tjóni á viðkom- andi bæ. í öðru lagi hafi ekki ver- ið fallist á þá málsástæðu stefn- anda að ákvörðun ráðherra hafi ekki verið nægilega vel kynnt hon- um. í þriðja lagi hafi ekki verið fallist á að ákvörðun ráðherra hafi verið órökstudd, tekin á órökstudd- um tillögum sauðfjársjúkdóma- nefndar og ætti því að ógildast. Gunnar hafði í gær ekki fengið niðurstöður dómsins í hendur og sagðist því lítið getað tjáð sig um þær. Að þeim fengnum tæki hann ákvörðun um áfrýjun málsins til Hæstaréttar en líklega yrði mál- inu vísað þangað. Kjartan Blöndal, framkvæmda- stjóri Sauðfjárveikivarna, sagð- ist ekki hafa fengið dómsnið- urstöður í hendur og gæti því ekki svarað þeirri spurningu hvort féð verði skorið niður eða beðið niðurstöðu Hæstaréttar, verði málinu áfrýjað. JÓH Lóðaúthlutanir í Giljahverfi: Aðalgeir og SS Byggir fengu bróðurpartinn Bygginganefnd Akureyrar hef- ur úthlutað tveimur bygginga- verktökum lóðum í Giljahverfi fyrir samtals 29 raðhúsaíbúðir og 60 íbúðir í fjölbýlishúsum. Að sögn Jóns Geirs Ágústs- sonar, byggingafulltrúa Akur- eyrarbæjar, verður úthlutað Verða aðalstöðvar Sfldarverksmiðja rfldsins fluttar til Siglufjarðar? Stjórn Sfldarverksmiðja ríkis- ins mun fjalla um tillögur Bæjarstjórnar Siglufjarðar um flutning höfuðstöðva SR til bæjarins um miðjan mánuð- inn. Aðalskrifstofa SR hefur verið í Reykjavík um áratuga- skeið. Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri, er stjórnarformaður SR. Hann hefur setið í stjórn verk- smiðjanna í tvo áratugi og er því hnútum þar vel kunnugur. Hann benti á að SR væri með rekstur á fleiri stöðum á landinu en á Siglu- firði, en vildi ekki tjá sig nánar um persónulega skoðun sína á málaleitan Siglfirðinga. „Stjórnin mun afgreiða þessa málaleitan með svari á næsta fundi, hann hefur ekki verið dag- settur en verður líklega haldinn um miðjan mánuðinn. Við höf- um beðið um frekari upplýsingar, en síðan verður svarið afgreitt,1' sagði Þorsteinn, aðspurður um mál þetta. Síldarverksmiðjur ríkisins starfrækja loðnubræðslur á Siglu- firði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Skagaströnd. Lögheimili verksmiðjanna og varnarþing er á Siglufirði, sam- kvæmt sérstökum lögum um SR. Þau lög eru nú orðin úrelt og ekki lengur í takt við tímann, að sögn Þorsteins, og frumvarpsdrög liggja fyrir Alþingi um endur- skoðun þeirra. Stjórn SR er skipuð sjö mönn- urn, þar af eru fimm alþing- iskjörnir. Þorsteinn situr fyrir Sj álfstæðisflokkinn, Bogi Sigur- björnsson skattstjóri er fyrir Framsóknarflokk, Hannes Bald- vinsson Alþýðubandalag, Kristján Möller Alþýðuflokk og Kristín Karlsdóttir fyrir Kvennalista. Sjómannasamband íslands til- nefndi Guðmund M. Jónsson í stjórn SR en Pétur Stefánsson, skipstjóri á Pétri Jónssyni RE 69, situr fyrir útgerðarmenn. EHB lóðum fyrir alls 43 raðhúsa- íbúðir og 80 fjölbýlishúsaíbúð- ir, en frekari úthlutun var frestað á fundi bygginganefnd- ar. Verktakarnir tveir sem hér um ræðir eru Aðalgeir Finnsson hf. og SS Byggir sf. Aðalgeir Finns- son fékk 13 íbúðir í raðhúsum og 20 í fjölbýli. SS Byggir fékk 16 raðhúsaíbúðir og 40 í fjölbýlis- húsum. Samkvæmt heimildum Dags eru nokkrir byggingaverktar á Akureyri sem ekki fengu lóðir í þessari iotu uggandi um sinn hag. Það má hins vegar ítreka að enn á eftir að úthluta lóðum fyrir 14 raðhúsaíbúðir og 20 fj ölbýlishúsa- íbúðir. Jón Geir bjóst við að það yrði gert á næstu tveimur vikum. Aðspurður sagði Jón Geir að frekari lóðaúthlutanir væru ekki á næstu grösum. „Það er alltaf ein og ein lóð sem kemur til út- hlutunar en þetta var stóri bitinn. Síðan á eftir að úthluta lóðum austan við spítalann en það verð- ur ekki aiveg strax,“ sagði Jón Geir. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.