Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. mars 1990 45. tölublað """ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Akureyri: Stúlkaféllafhesti Stúlka féll af hesti skammt norðan við hesthúsahverfið á Akureyri á sunnudag. Hún var flutt á sjúkrahús en meiðsli hennar reyndust minni en á horfðist. » Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var helgin mjög róleg. Tveir árekstrar urðu í bænum og einn var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. Þá fékk einn að gista fangageymslu lögreglunnar. óþh Álafoss: Hjalteyrin EA-310, skip Samherja á Akureyri, er nú í Slippstöðinni á Akureyri þar sem verið er að setja nýja vinnslulínu í skipið. Að undanförnu hefur Hjalt- eyrin verið á ísfiskveiðum en breyting á henni miðar að því að gera hana út á frystingu. Myndir: KL Ekki hefur verið ráðið enn í störf hjá Alafossi við að bródera peysur. Auglýst var eftir fólki í janúar sl. og var mikil ásókn í þessi verkefni, svo mikil að tekin voru niður nöfn til að velja úr. Að sögn Ásu Gunnarsdóttur hjá Álafossi er mesta salan í þess- um peysum yfir sumartímann og því þarf að vera búið að bródera fyrir þann tfma. „Við vitum í raun ekki enn hve margt fólk við þurfum í bróderinguna. Sumir vildu líka fá að prjóna og ég býst við að eitthvað verði líka ráðið í það. Núna erum við að bíða eftir bandi til að prjóna flíkurnar og undir lok mánaðarins ættu þær að Búnaðarþing 1990 hófst í gær: „Verðum að starfa í sátt við þjóðina“ - sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda Búnaðarþing Búnaðarfélags íslands fyrir árið 1990 hófst í Bændahöllinni í gærmorgun með þingsetningu í Súlnasal. Hjörtur E. Þórarinsson for- maður Búnaðarfélagsins setti þingið en meðal viðstaddra voru forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir og Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Þingið stendur yflr í tíu daga og verður fjöldi mála á dagskrá sem varða stöðu land- búnaðarins í dag. Er Hjörtur hafði lokið máli sínu og sett þingið tók til máls Álfhildur Ólafsdóttir aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra en ráðherra er staddur erlendis og gat ekki verið viðstaddur. Álf- hildur rakti gang mála í landbún- aði s.l. ár og vék m.a. að sölu- málum, framleiðslu, kjarasamn- ingum og fleiru. Álfhildur hvatti bændur til áframhaldandi baráttu fyrir sínum málum og sagði að sóknin væri ávallt besta vörnin. Að loknu ávarpi Álfhildar hélt Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda ræðu þar sem hann velti fyrir sér stöðu landbúnaðar í dag, jafnt erlend- um sem innlendum. Það kom fram í ræðu Hauks sem og hjá Hirti og Álfhildi að álit almenn- ings á innlendum landbúnaði væri ekki í hávegum haft og þyrfti jákvæðra breytinga við. „Nauðsynlegt er að sú landbún- aðarstefna sem fylgt er njóti meirihlutafylgis með þjóðinni. Sé svo ekki er hún dæmd til að mis- takast. Við verðum að starfa í sátt við þjóðina og við verðum að starfa í sátt við umhverfið,“ sagði Haukur m.a. Eftir að Haukur hafði lokið máli sínu var þingi haldið áfram í Búnaðarþingssal. Þar flutti Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri skýrslu sína um framgang mála frá síðasta þingi. Eftir það hófust nefndarstörf. Meðal málaflokka þar verður rætt um skýrsluna „Búfé á vegsvæðum" og það nefndarálit sem fylgdi. Þá fjalla nefndir um frumvörp til laga um ábyrgðadeild fiskeldislána, inn- flutning á dýrum og breytingar á lögum um varnir gegn sjúkdóm- um og meindýrum á plöntum. í gær voru „aðeins“ átján mál á dagskrá hjá nefndunum þannig að þingfulltrúar hafa ærið nóg að gera næstu daga í Bændahöllinni. -bjb vera tilbúnar fyrir bróderingu," sagði Ása. Fjölmargar sveitakonur höfðu samband við Álafoss vegna þess- ara verkefna og segir Ása að ein- mitt þeirra vegna þurfi peysurnar að vera tímanlega til áður en vor- verkin í sveitum hefjist fyrir alvöru. JÓH Reykjahverfi: Slys á snjósleða Unglingsstúlka viðbeinsbrotn- aði sl. laugardag er hún datt af snjósleðaþotu á Skarðahálsi. Lögregla og sjúkralið sóttu stúlkuna og var hún flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Húsavík. Lögregla sagði að mannlíf væri rólegt á Húsavík um þessar mundir, og aðalvinna löggæslu- manna fólgin í því að aðstoða vegfarendur í ófærð og hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. IM Heildarloðnuveiðin: Er að ná 600 þús. tonmun Heildarloðnuveiðin er nu komin í um 590 þúsund tonn á vertíðinni og farið er því að styttast í vertíðarlok. Á laugar- daginn var engin veiði enda vitlaust vcður á miðunum en í gær og fyrradag tilkynntu skip- in um 5500 tonn, hvorn dag. Ekkert norðanskipanna hefur tilkynnt um afla síðan fyrir helgi. Á sunnudag fór Víkurbergið með 570 tonn til Þórshafnar og í gær fór Hilmir með 1270 tonn til Siglufjarðar. Á laugardaginn fór Pétur Jónsson með 700 tonn til Siglufjarðar en annað hefur ekki borist til norðlensku verksmiðj- anna síðan fyrir helgi. Veiðisvæðið er nú suður af svokölluðu Malarrifi, út af Snæ- fellsnesi. Veiðisvæðið hefur ekk- ert færst síðustu vikuna og voru á þessum slóðum um 30 skip í gær- morgun. JÓH Bróderingar í biðstöðu Vegheflar í vandræðum við snjóruðning: Mikið um tjón á yfirgefiium bflum vegna ófærðariimar - árekstrar í umferðinni óhemju margir „Það hefur verið óhemju mikið um árekstra í umferð- inni upp á síðkastið og sömu- leiðis mikið um tjón á kyrr- stæðum yflrgefnum bíhim,“ sagði Brynjar Jónsson hjá Vátryggingafélagi íslands hf. á Akureyri, en að undan- förnu hefur kyngt niður meiri snjó í febrúarmánuði á Norðurlandi en gert hefur í áraraðir. Háir ruðningar eru farnir að byrgja ökumönnum sýn og snjóruðningstæki eiga oft erfitt með að sjá og/eða sneiða hjá bflum sem skildir hafa verið eftir á akbrautum. Snjóruðningstæki Akureyrar- bæjar eru tryggð hjá VÍS og segir Brynjar að til þessa hafi tjón sem þau hafi valdið á yfir- gefnum bílum verið greidd. Aðspurður um hvort ekki skyti skökku við að kenna heflunum um tjón á bílum sem segja má að sé lagt á miðri götu, sagði Brynjar þetta umdeilt atriði en um þetta gildi reglan um kyrr- stæða bíla. „Þá hefur fjöldi árekstra i umferðinni undan- farnar þrjár vikur ekki verið svona mikill síðan ég byrjaði í þessu,“ sagði Brynjar. „Gatna- mót víða eru mjög slæm vegna skyggnis og margir árekstrar verið við þau. Ástæðan er þó í flestum tilfellum sú að öku- menn aka ekki eftir aðstæðum." „Við lendum allt of oft í vandræðum vegna yfirgefinna bíla sem erfitt er að komast fram hjá á vcgheflunum," sagði Valdimar Jónsson vegaeftirlits- maður hjá Vegagerð ríkisins þegar Dagur náði sambandi við hann í Öxnadal í gær. Hann sagði að í flestum tilfellum væri bílunum læst og þvt ekki hægt að koma þeim frá auk þess sem þeir væru oft nær komnir á kaf í fönn og þvf erfitt að sjá þá. Eins og gefur að skilja tefja yfirgefnir bílar mjög fyrir veg- hefilsmönnum við störf sín. „Það er allt of mikið um að fólk fari af stað á smábílum jafnvel þó því hafi verið sagt að allt væri ófært. Slíku fólki er í raun ekki viðbjargandi. Núna er t.d. yfirgefinn bíll hér í Neðsta- landshæðinni fyrir okkur og af honum stafar líka slysahætta. Við létum lögregluna vita og fengum að vita að viðkomandi ökumaður fékk þær upplýsingar hjá lögreglu áður en hann lagði af stað að allt væri ófært og vitlaust veður.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.