Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 6. mars 1990 íþróttir Guðmundur Benediktsson skoradi mest Þórs- ara. Handknattleikur 3. flokkur: Þórsarar töpuðu þremur leikjum - unnu einn og gerðu eitt jafntefli 3. flokkur Þórs átti ekki góðu gengi að fagna þegar iiðið tók þátt í 1. deildar- keppni 3. flokks í handknattleik í Reykjavík um síðustu helgi. Liðið lék 5 leiki og náði aðeins að sigra í einum, gerði jafntefli í einum en tapaði hinum þremur. Þórsarar sigruðu Víking 17:16 og gerðu jafntefli við KR, 18:18. Liðið tapaði hins vegar fyrir Haukum 22:27, Val 17:20ogTý 19:21. Liðið hefði að öllu óbreyttu fallið í 2. deild en þar sem 1. deildarliðunum verður fjölgað úr 6 í 8, á liðið sæti í úr- slitakeppninni sem fram fer í lok mánaðar- ins. Samúel Árnason skoraði 30 mörk fyrir Þór í þessum leikjum, Guðmundur Bene- diktsson 26, Árni Jóhannsson 15, Hákon Örvarsson og Ómar Kristinsson 7 hvor og Ingólfur Steindórsson 6 mörk. Miklu frestað vegna veðurs Veðurguðirnir héldu uppteknum hætti um síðustu helgi og hrelldu landann á ýmsan hátt. Vegna þessara kcnja varð að fresta fjölmörgum íþróttaviðburðum. Á íslands- mótinu í handknattleik féll niður leikur Þórs og Fram í 2. deild þar sem Framarar komust ekki norður á föstudeginum. Þess má reyndar geta að flug Flugleiða frá Reykjavík til Akureyrar var með eðlileg- um hætti þann daginn. Þórsstúlkur áttu að leika þrjá leiki í 2. deild kvertna gegn ÍBV í eyjum en því var frestað vegna veðurs. Völsungar áttu að mæta Ármanni-b á Húsavík á laugardag en Ármenningar komust ekki norður og var þeim leik frest- að þar til í kvöld kl. 20.30. Þá féll niður barnainót í alpagreinum og skíðagöngu sem fram átti að fara á Dalvík á laugardag og Bikarmótið á Siglufirði fór allt fram á sunnudeginum þar sem ekki var keppnis- fært á laugardeginum. Loks féllu niður leikir KA og UBK í Úrvalsdeild kvenna í blaki og bikarkeppni kvenna sem fram áttu að fara um helgina í íþróttahöllinni á Akureyri. KA-Þór á miðvikudag Þór og KA leika seinni leik sinn í Akureyr- armótinu í handknattleik á miövikudag kl. 20.30. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli eftir mikla spennu og ætti að vera óhætt að búast við hörkuviðureign. I Handknattleikur: Leikur íslenska liðsins hrundi til grunna - Júgóslavar gengu á lagið og unnu stórsigur 27:20 leik Kúbu og Spánverja en með sigri gátu Kúbumenn tryggt sér sæti í milliriðli á kostnað íslendinga. Svo fór ekki en íslendingar fara án stiga í milliriðil þar sem stigin úr viðureigninni gegn Kúbu falla niður vegna 25% reglunn- ar svokölluðu. Leikurinn á laugardag fór ágætlega af stað og var jafn fram- an af. Júgóslavar höfðu þó frum- kvæðið og náðu þriggja marka forystu, 9:6. En íslendingar gáf- ust ekki upp, náðu að jafna og komast yfir fyrir leikhlé, 11:10. íslendingar skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik. Júgóslav- ar jöfnuðu en nú var frumkvæðið orðið íslendinga og þeir náðu þrívegis eftir þetta tveggja marka forystu. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og staðan var 17:15 íslandi í vil fóru hlutirnir að gerast hratt. Júgóslavar breyttu um „taktík" í varnarleik sínum og fóru að spila flata vörn en fram að því höfðu þeir komið út á móti íslensku skyttunum og náð að halda þeim ágætlega niðri. Þetta bragð heppnaðist vel því allt í einu fór íslendingum að liggja mikið á og í stað þess að reyna að halda knettinum og spila langar sóknir komu ótíma- bær skot sem júgóslavneski markvörðurinn átti ekki í neinum vandræðum með að verja. Júgó- slavar skoruðu á skömmum tíma 6 mörk í röð og breyttu stöðunni í 21:17. íslendingar minnkuðu muninn í 21:18 en þá komu 4 mörk í röð frá Júgóslövum og draumurinn var úti. Það þarf í sjálfu sér enginn að skammast sín fyrir að bíða lægri hlut gegn Júgóslövum. Ekki má gleyma því að þeir eru núverandi heimsmeistarar í handknattleik og þrátt fyrir að þeir hafi átt erfitt uppdráttar framan af mótinu eru þeir óútreiknanlegir og hvenær sem var mátti búast við því að liðið næði sér á strik. Hins vegar var grátlegt að sjá hvernig leik- reyndasta lið heims fór að ráði sínu í þessum leik. Reynslan virt- ist engu skipta a þessum þýðing- armiklu mínútum heldur gerðu leikmennirnir nákvæmlega það sem andstæðingarnir ætluðust til og það gat ekki annað en endað illa. Liðið hafði vissulega leikið mjög vel fram að þessum ótrú- lega kafla en því miður skiptir það bara engu máli þegar upp er staðið. Bjarki Sigurðsson var besti maður liðsins í þessum leik og lék mjög vel framan af. Hann datt hins vegar niður í lokin og það er kannski táknrænt fyrir leikinn að hann skoraði úr fyrstu sex skot- um sínum en þau fjögur síðustu fóru öll í súginn. Hjá Júgóslövum átti Mirko Basic stórleik í marki Júgóslava en hann kom inn á í síðari hálfleik og varði níu skot, þar af eitt vítakast. Þá var Saracevic íslendingum erfiður að vanda. Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 6, Alfreð Gíslason 3, Kristján Arason 3, Jakob Sigurðsson 3, Þorgils Óttar Mathie- sen 2, Sigurður Gunnarsson 1, Geir Sveinsson 1 og Júlíus Jónassön 1/1. Mörk Júgóslavíu: Veselin Vujovic 5/1, Mile Isakovic 5/2, Slatan Saracevic 5, Veselin Vukovic 5, Irfan Smailagic 5 og Iztok Puc 2. íslenska landsliðið í hand- knattleik olli svo sannarlega vonbrigðum þegar það mætti Júgóslövum í síðasta leik sín- um í riðlakeppni HM í hand- knattleik á laugardag. Eftir að liðið hafði þrisvar náð tveggja marka forystu í síðari hálfleik hrundi leikur þess og Júgóslav- ar gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Leikpr íslendingar varð á þess- um skamma kafla æ ráðleysis- legri og eina áhyggjuefnið var hversu stór ósigurinn yrði. Lokatölurnar urðu 27:20 og íslenska þjóðin beið með önd- ina í hálsinum eftir úrslitum í Þorgils Óttar og félagar töpuðu illa fyrir Júgóslövum um helgina eftir að hafa leikið vel framan af. Blak: Sannfærandi sigur KA á Þrótturum KA-menn unnu öruggan sigur á Þrótti Reykjavík þegar liðin mættust í úrslitakeppni Úrvals- deildarinnar í blaki í íþrótta- höllinni á Akureyri á laugar- dag. Lokatölurnar urðu 3:0 og var sá sigur fyllilega verð- skuldaður. Þróttarar náðu sér aldrci á strik í leiknum enda léku þeir án þjálfara síns og Sveins Hreinssonar, eins af sterkustu mönnum liðsins, en þeir komust ekki til Akureyrar vegna veðurs. Bjami ÍKA? Hugsanlegt er að Bjarni Þór- hallsson, blakmaður úr ÍS, leiki með KA á næsta keppn- istímabili. Yrði það að sjálf- sögðu mikill fengur fyrir KA- liðið því Bjarni er landsliðs- niaður í greininni og þykir mjög sterkur. Til stendur að Bjarni flytjist til Akureyrar og eru líkurnar á því sagðar nokkuð góðar. Ekki hefur tekist að ná í Bjarna til að fá fréttina staðfesta. KA-menn halda enn í veika von um íslandsmeistaratitilinn en hún byggist á því að þeir vinni alla leiki sína sem eftir eru og auk þess þurfa þeir að treysta á að Stúdentar sigri Þrótt í síðari leik liðanna. Liðin þrjú yrðu þá jöfn og yrðu að leika sérstaklega um íslandsmeistaratitilinn. KA-menn byrjuðu leikinn á laugardag og komust fljótlega í 5:1 í fyrstu hrinu. Þróttarar jöfn- uðu en KA-menn sigu aftur fram úr og sigruðu 15:10. Þeir höfðu síðan undirtökin alla aðra hrin- una og unnu hana 15:11. Síðasta hrinan var hins vegar jöfn framan af en KA-menn voru sterkari á emiasprettinum og tryggðu sér sigur í leiknum með því að vinna hana 15:8. „Ég er vissulega ánægður með þennan sigur en það má ekki gleymast að það vantaði í liðið hjá þeim. Hvað framhaldið snert- ir þá verðum við að vinna þá þrjá leiki senr við eigum eftir og auk þess að treysta á að Stúdentar sigri Þróttara í síðari leiknum. Það er óþægileg staða og ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að okkur takist að halda titlinunr," sagði Haukur Valtýsson, fyrirliði KA. Arngrímur Arngrímsson er úr leik í bili vegna slitinna liðbanda . . . Heilladísirnar virðast ekki vera með blakliði KA um þessar mundir. Eins og komið hefur fram fingurbrotnaði Stefán Jóhannsson fyrir nokkru og gat ekki leikið mikilvæga leiki með liðinu. KA-liðið varð síð- an fyrir öðru áfalli í vikunni sem leið þegar Arngrímur Arngrímsson sleit liðbönd í fæti á æfingu. . . . en Stefán Jóhannsson er að ná sér af sínum meiðslum. Ljósi punkturinn í þessu er hins vegar sá að Stefán virðist vera að ná sér og lék sinn fyrsta leik að nýju um helgina þegar KA sigraði Þrótt í þriðja leik sín- um í úrslitakeppninni. Arngrím- ur leikur hins vegar ekki blak á næstunni og er þetta að sjálf- sögðu mikil blóðtaka fyrir KA- liðið sem þarf á öllu sínu að halda í næstu leikjum. Blak: Arngrímur Amgríms úr leik í bifr - Stefán byrjaður að leika að nýju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.