Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 6. mars 1990 íþróttir í h Gary Gillespie kom Iiverpool á toppinn - Toddi góður gegn Man. City - Arsenal getur ekki skorað John Barnes brýst hér framhjá varnarmönnum Millwall. Honum tókst ekki aö skora í leiknum en hann fiskaði vítaspyrnu. Baráttan um Englandsmeist- aratitilinn virðist ætla að standa milli Liverpool og Aston Villa, næstu lið hafa dregist nokkuð aftur úr og virðast vera að missa af lestinni. Það kæmi engum á óvart þó Liverpool tækist enn eina ferðina að tryggja sér titilinn. Leikmenn liðsins hafa mun meiri reynslu í þessum slag en leikmenn Ast- on Villa. En lítum þá á leiki helgarinnar. Liverpool mætti Millwall á heimavelli sínum og lenti í óvæntum erfiðleikum við að inn- byrða sigurinn í leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu leikmanna Millwall hefði það verið mjög ranglátt ef Liverpool hefði ekki tekist að sigra. Liverpool fékk vítaspyrnu strax á 2. mín. leiksins er Danis Salman var talinn hafa brotið á John Barnes, harður A Urslit 1. deild Charllon-Norwich 0:1 Coventry-Aslon Villa 2:0 Liverpool-Millwall 1:0 Manchester Utd.-Lulon 4:1 Nottingham For.-Manchester City 1:0 Q.P.R.-Arsenal 2:0 ShelTield Wed.-Derby 1:0 Southampton-Chelsea 2:3 Tottenham-Crystal Palace 0:1 VVimbledon-Everton 3:1 2. deild Blackburn-Wolves 2:3 Bradford-Sheffield Utd. 1:4 Brighton-Oldham 1:1 Hull City-Oxford 1:0 Ipswich-Leicester 2:2 Middlesbrough-West Ham 0:1 Newcastle-Barnsley 4:1 Plymouth-Sunderland 3:0 Stokc City-Bournemouth 0:0 Swindon-Port Vale 3:0 Watford-Leeds Utd. 1:0 W.B.A.-Portsmouth 0:0 Úrslit í vikunni: FA-bikarinn endurteknir jafn- teflisleikir úr 5. umferð. Q.P.R.-Blackpool 3:0 Cambridge-Bristol City 5:1 1. deild Carlton-Arsenal 0:0 Southampton-Norwich 4:1 2. deild Brighton-Middlesbrough 1:0 Newcastle-Bournemouth 3:0 3. deild Binningham-Mansfield 4:1 Blackpool-Walsall 4:3 Bristol Rovers-Wigan 6:1 Bury-Notts County 3:2 Cardiff City-Shrewsbury 0:1 Chester-Bristol City 0:3 Fulham-Preston 3:1 Huddersfield-Crewe 0:1 Leyton Orient-Swansea 0:2 Northampton-Tranmere 0:4 Reading-Bolton 2:0 Rotherham-Brentford 2:1 4. deild Chesterfield-Torquay 5:1 Exeter-York City 3:1 Gillingham-Cambridge 1:0 Grimsby-Doncaster 2:1 Halifax-Scunthorpe 0:1 Hereford-Aldershot 4:1 Lincoln-Hartlepool 4:1 Peterborough-Wrexham 3:1 Rochdalc-Maidstone 3:2 Scarborough-Burnley 4:2 Southend-Carlisle 2:0 Stockport-Colchester 1:1 dómur, en Peter Beardsley þrumaði boltanum hátt yfir markið úr vítaspyrnunni. Þrátt fyrir stöðuga sókn Liverpool all- an leikinn virtist sem Millwall mundi sleppa með stig frá Anfield þar til á 82. mín. að Gary Gillespie sem ekki hafði leikið með liðinu sl. 3 mánuði vegna meiðsla skall- aði í mark eftir hornspyrnu Beardsley. Rétt áður en markið kom hafði Tony Cascarino átt skalla í þverslána hjá Liverpool úr einu hættulegu sókn liðsins í leiknum. Með sigrinum komst Liverpool í efsta sæti 1. deildar, stigi á undan Aston Villa, en Villa gat lagað þá stöðu í sunnu- dagsleik sínum. Það varð allt vitlaust í leik Nottingham For. gegn Manchest- er City 10 mín. eftir hlé, leik- menn City ásamt Howard Ken- dall framkvæmdastjóra umkringdu dómara og línuvörð æfir yfir því að mark Gary Crosby sem reynd- ist sigurmark leiksins fengi að standa. Markið var all furðulegt, Crosby var að dóla fyrir aftan Andy Dibble markvörð City sem var að búa sig undir að spyrna frá marki. Dibble sló boltanum nið- ur í völlinn og áður en hann kom höndum yfir hann að nýju náði Crosby að skalla knöttinn frá honum og renndi honum síðan í markið. Dómarinn taldi markið löglegt og leikmenn City sem voru þegar orðnir heitir vegna brota fyrr í leiknum sem þeir töldu leikmenn Forest hafa sloppið of vel frá, misstu alla stjórn á sér. Þorvaldur Örlygsson lék í liði Forest allan tímann og átti góðan leik. Leikmenn Man. Utd. ráku af sér slyðruorðið á laugardag er liðið lagði Luton að velli 4:1 og hefði sá sigur hæglega getað orð- ið stærri. Brian McClair kom lið- inu yfir á 24. mín., en áður hafði Ian Dowie misnotað gott færi fyr- ir Luton. Mark Hughes bætti öðru marki Utd. við eftir undir- búning McClair og Danny Wallace bætti þriðja marki Utd. við rétt í lok fyrri hálfleiks. Mark Robins skoraði fjórða mark Utd. á 64. mín.j en hafði áður átt skot í stöng. Kinsley Black skoraði eina mark Luton 11 mín. fyrir leiks- lok, en staða liðsins í fallbarátt- unni er að verða alvarleg. Utd. hins vegar er að þoka sér af mesta hættusvæðinu. Arsenal hefur nú leikið 5 leiki í röð án þess að skora mark og þarf því ekki að undrast þó Eng- landsmeistaratitillinn sé að ganga þeim úr greipum. Leikmenn liðs- ins léku vel og sköpuðu sér mörg tækifæri í leiknum gegn Q.P.R. á laugardag og Kevin Richardson átti skot undir þverslá sem ekki var dæmt mark. Ray Wilkins náði síðan forystu fyrir Q.P.R. með góðu skoti eftir undirbúning Colin Clarke og 15 mín. fyrir leikslok gerði Roy Wegerle út um leikinn með öðru marki Q.P.R. eftir slaka vörn Arsenal. En lánleysi sóknarmanna Arsenal er algert um þessar mundir. Southampton og Chelsea mættust í stórskemmtilegum og vel leiknum leik þar sem leik- menn Southampton hófu leikinn af miklum krafti og komust í 2:0. Rodney Wallace skoraði á 18. mín. og bætti síðan við glæsilegu marki 10 mín. síðar. En leik- menn Chelsea gáfust ekki upp og Kevin Wilson lagaði stöðuna fyr- ir Chelsea með skallamarki 10 mín. fyrir hlé. Það var síðan und- ir lokin sem Tony Dorigo tókst að jafna fyrir Chelsea og aðeins 2 mín. síðar skoraði Gordon Durie sem komið hafði inná sem vara- maður sigurmarkið. Robert Fleck skoraði sigur- mark Norwich gegn Charlton í fyrri hálfleik og Charlton er því enn í neðsta sæti 1. deildar þrátt Á sunnudag léku Coventry og Aston Villa í leik sem var sjón- varpað beint á Englandi. Með sigri í leiknum hefði Aston Villa endurheimt efsta sæti 1. deildar sem Liverpool hafði sest í daginn áður. Tvö mörk á sömu mínútu snemma í síðari hálfleik gáfu Coventry sigur sem liðið verð- skuldaði fyllilega. Þrátt fyrir að leikmenn Aston Villa ættu tvívegis skot í tréverk- ið á marki Coventry, fyrst Paul McGrath í þverslá strax á 3. mín. og síðan varamaðurinn Stuart Kevin Drinkcll kom Coventry á bragðiö gegn Aston Villa. fyrir gott gengi liðsins að undan- förnu. Norwich hefur hins vegar misst af efstu liðunum. Sheffield Wed. vann góðan sig- ur á heimavelli gegn Derby þar sem John Sheridan skoraði sigur- markið í fyrri hálfleik. Sheridan sem Brian Clough gat ekki notað hjá Forest hefur gerbreytt Sheff- ield liðinu til hins betra og liðið ætti að halda sæti í 1. deild. Það gengur allt á afturfótunum hjá Tottenham um þessar mundir og liðið tapaði óvænt leik sínum á heimavelli gegn Crystal Palace. Það var miðvallarspilarinn Alan Pardew sem tryggði Palace sigur- inn með marki í síðari hálfleikn- um. Everton náði forystu í leik sín- um gegn Wimbledon á útivelli er Kevin Sheedy skoraði beint úr aukaspyrnu, en John Fashanu jafnaði fyrir Wimbledon áður en flautað var til hálfleiks. f síðari hálfleik bættu leikmenn Wimble- don tveim mörkum við og sigr- uðu örugglega. Fashanu bætti sínu öðru marki við, nú úr víta- spyrnu og síðan skoraði Dénnis Wise þriðja mark Wimbledon. 2. deild • Efsta lið 2. deildar Leeds Utd. tapaði leik sínum á útivelli gegn Watford þar sem Rod Thomas skoraði eina mark Ieiksins í fyrri hálfleik. Leeds Utd. heldur enn forystu, en Sheffield er aðeins stigi á eftir og á leik inni. • Sheffield Utd. náði mjög góð- um sigri á útivelli, 4:1 gegn Bradford. • Swindon hefur verið að nálg- ast toppliðin jafnt og þétt og und- ir stjórn Ossie Ardiles virðist lið- ið hæglega geta unnið sér sæti í 1. deild. Swindon sigraði Port Vale örugglega á heimavelli 3:0 og þeir Colin Calderwood, Steve White og Duncan Shearer sáu um mörkin. • Paul McLoughlin skoraði tvö af mörkum Wolves í 3:2 sigri liðs- ins á útivelli gegn Blackburn. • Neil Adams jafnaði fyrir Old- Gray sem skallaði í stöng seint í leiknum, fékk Coventry flest fær- in og sótti mun meira. Nigel Spink markvörður Villa varði þrívegis mjög vel í fyrri hálfleik frá Steve Livingstone, Cyrille Regis og David Smith. En það . var skipting hjá Coventry sem varð til þess að brjóta ísinn. Á 50. mín. var Livingstone skipt útaf fyrir Kevin Drinkell og hann hafði ekki verið lengi inná er hann fékk sendingu inn í teiginn, tók boltann niður og sendi síðan með þrumuskoti í markið hjá Spjnk. Leikmenn Villa tóku miðjuna, en misstu strax boltann til Smith sem lék inn af kantinum og skoraði með fallegu snúnings- bolta af 20 metra færi síðara mark Coventry. Leikmenn Villa misstu móðinn eftir þetta og allur kraftur fór úr liðinu sem nú hefur tapað tveim leikjum í röð. Nú er að sjá hvort leikmönnum liðsins tekst að rífa sig upp, liðið er aðeins stigi á eftir Liverpool og 11 umferðir eftir í deildinni þann- ig að enn getur allt gerst. En leik- menn liðsins hafa komist að því, að það er enn erfiðara að halda sér á toppi deildarinnar, en kom- ast þangað. Þ.L.A. Roy Wegerle gulltryggði sigur Q.P.R. á Arsenal með síðara marki leiksins. ham gegn Brighton og tryggði liði sínu stig í toppbaráttu 2. deildar. • Newcastle burstaði Barnsley 4:1 með mörkum John Ander- son, Kevin Scott, Roy Aitken og Mark McGhee. • Plymouth kom á óvart og sigr- aði Sunderland 3:0, Tommy Tyn- an skoraði tvö af mörkum Plym- outh. Þ.L.A. Staðan 1. deild Livcrpool 27 15- 8- 4 51:23 53 Aston Villa 27 16- 4- 7 43:27 52 Nott.Forest. 26 12- 7- 7 38:24 43 Arsenal 26 13- 4- 9 38:27 43 Chelsea 28 11- 9- 8 44:40 42 Coventry 26 12- 4-10 26:32 40 Southampton 27 10- 9- 8 53:46 39 Tottenham 28 11- 6-11 39:36 39 Everton 2611- 5-10 35:34 38 Derby 26 11- 5-1133:24 38 Wimbledon 27 9-11- 7 34:29 38 Norwich 27 10- 8- 9 30:31 38 QPR 26 9- 9- 8 29:26 36 Sheff.Wed. 29 8- 9-12 24:37 33 Crystal Palace 27 9- 6-12 32:50 33 Man.Utd. 27 8- 7-12 34:37 31 Man.City 27 7- 7-13 30:42 28 Luton 27 5-11-1129:4126 Millwall 28 5- 9-14 33:42 24 Charlton 28 5- 8-15 23:3823 2. deild Leeds Utd. 32 17- 9- 6 55:36 60 Sheff.Utd. 31 16-11- 4 48:3159 Swindon 32 15- 9- 8 59:43 54 Oldhatn 31 13-12- 6 47:36 51 Newcastle 31 13-11- 7 57:40 50 Wolves 32 13-10- 9 50-44 49 Sunderland 3212-12- 8 49:48 48 Blackburn 33 11-14- 7 56:47 47 Port Valc 32 11-11-10 43:39 44 West Ham 31 11-10-10 42:37 43 Oxford 31 12- 7-12 43:40 43 Ipswich 3011-10- 9 44:45 43 Bournemouth 32 11- 9-12 47:51 42 Leiccster 32 11- 9-12 44:50 42 Watford 31 10- 9-12 39:37 39 Portsmouth 31 7-13-1141:46 37 W.B.A. 32 8-12-12 50:50 36 Brighton 31 10- 6-15 37:43 36 Plymouth 30 9- 7-14 44:42 34 HuU 31 7-13-11 37:45 34 Middlesbr. 32 9- 8-15 38:47 34 Bradford 32 6-12-14 35:46 30 Barnsley 31 7- 9-15 31:56 30 Stoke 32 5-12-15 26:46 27 Villa hikstar - lá gegn Coventry

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.