Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir í- Bygging nýrrar íþróttahallar á íslandi vegna HM 1995: Af hveiju ekki að byggja íþróttahöll á Akureyri? Síðustu dagar útsölunnar bæjarráði sent bréf þar sem vakin er Að undanförnu hefur verið mikið fjallað í fjölmiðlum og víðar um þann áhuga íslend- inga að halda heimsmeistara- keppnina í handknattlcik árið 1995. Til að slíkt sé mögulegt, þarf að byggja íþróttamann- virki sem tekur að minnsta kosti 7000 áhorfendur, fyrir úrslitaleik keppninnar. Ríkið hefur gefið fyrirheit um að kosta slíka byggingu og þá hafa tvö sveitarfélög lýst áhuga á því að byggja húsið með rík- inu, þ.e. Kópavogur og Hafn- arfjörður. En hvað með Akur- eyri? Þetta er spurning sem þeir . Halldór Jóhannsson landslags- arkitekt og Sveinn R. Brynjólfs- son skipulagsarkitekt, velta m.a. upp í bréfi til bæjarráðs Akureyr- ar. Þar leggja þeir m.a. fram til- lögu um að byggt verði hús á Akureyri sem þjóni sem keppnis- höll er heimsmeistarakeppnin í handknattleik fer fram árið 1995. Að keppninni lokinni verði húsið mótað þannig að það bjóði upp á frekari nýtingu jafnt fyrir ferða- menn sem og íbúa svæðisins og verði þannig veigamikill þáttur í framtíðaruppbyggingu ferða- þjónustu á svæðinu. Húsið getur áfram þjónað sem æfinga- og keppnishús fyrir íþróttir. Mark- aðshald ýmis konar, sýningar og ráðstefnur, verður eflaust raun- hæfur kostur í framtíðinni, sér- staklega með tilkomu millilanda- flugvallar á Norð-Austurlandi; segir ennfremur í bréfinu. Einnig segir í bréfinu, að samhliða byggingu hússins verði unnið að annarri uppbyggingu svo sem: byggingu hótela, orlofs- íbúða og tjaldsvæðis, átaki í umhverfis- og skipulagsmálum; menntun og þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu; markaðssetningu svæðisins - Akureyri-Eyjafjörð- ur-Norð-Austurland; samgöngur bættar að og innan landshlutans s.s. með heilsárs vegakerfi, milli- landaflugvelli, o.fl. Þeir Sveinn og Halldór hafa ýmis svæði í huga, þar sem kjörið væri að byggja slíkt mannvirki og fleiri til. Má þar nefna Glerár- svæðið, á svæði Sambandsverk- smiðjanna, við Háskólann við Þórunnarstræti og sunnan við Nemendur safna í ferðasjóð: Maraþonkennsla í Gagganum Nemendur í 9. bekk E í Gagn- fræðaskóla Akureyrar sýndu náminu óvenju mikinn áhuga síðastliðinn föstudag, svo mik- inn að þeir fengust ekki til að hætta fyrr en liðið var á laugar- dag. Þarna var um að ræða maraþonkennslu í skólanum sem stóð samfleytt frá kl. 14 á föstudag til kl. 14 á laugardag. Þetta sólarhringsnám nemenda stafaði ekki eingöngu af brenn- andi áhuga því það var liður í fjáröflun 9. bekkjar. Safnað var áheitum, ákveðin upphæð lögð á hvern klukkutíma sem nemendur þraukuðu, og ætlunarverkið tókst því drjúgar upphæðir söfnuðust í ferðasjóð. Allar deildir 9. bekkjar tóku þátt í fjár- öfluninni en það var 9.-E sem lagði fram námskraftana. Kenn- arar komu viða að. „Þetta tókst mjög vel. Ég kenndi frá kl. 6-8 á laugardags- morgun og það var býsna erfiður tími. Nemendur fengu að fara í sund kl. 8 og hresstust þeir við það, nema þeir sem voru of lengi í heita pottinum,“ sagði Baldvin Bjarnason, skólastjóri Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hefð er fyrir því að 9. bekkur fari suður á land í ferðalag og einnig til Vestmannaeyja og hef- ur söfnun i ferðasjóð gengið mjög vel. SS Togarirm Skapti bilaður - Drangeyjan kemur með varahluti frá Þýskalandi Skagfirðingur SK-4, skip sam nefnds útgerðarfélags, landaði á Sauðárkróki um helgina. Afl- inn var um hundrað tonn, mest megnis þorskur en einnig ýsa. Skapti SK-3 bíður eftir að komast á veiðar, en i hann vantar varahluti. Drangey SK- 1 er á leiðinni heim frá Þýska- landi en hún gerði ágæta sölu þar í seinustu viku. Dregist hefur að Skapti SK-3 hafi komist á veiðar en verið er að bíða eftir varahlutum sem vantar frá Þýskalandi. Drangey SK-1 togari Útgerðarfélagsins Skjaldar kemur væntanlega með varahlutina í Skapta, fljótlega eftir helgina. Drangey gerði ágæta sölu í Þýskalandi, var afla- verðmætið um sautján milljónir. Hegranes SK-2 er á veiðum og væntanlegt í land seinnipart vik- unnar. kg Hestamannafélagið Hringur: Aðalfundi frestað Eins og fram hefur komið í blaðinu mun það ráðast á aðal- fundum eyfirsku hestamanna- félaganna þriggja, sem standa utan Landssambands hesta- mannafélaga, hvort af inn- göngu verður nú. Fyrsti aðal- fundurinn átti að vera nú um helgina en var frestað. Það var hestamannafélagið Hringur á Dalvík sem auglýst hafði aðalfund sinn nú um helg- ina en honum var frestað til næsta föstudags. Þá hefur verið ákveðið að aðalfundur hesta- mannafélagsins Léttis verði næst- komandi sunnudag og einnig verður aðalfundur Funa innan skamms. JÓH Fermingarfötin i'tm wlðfermingorfö'^,a ^ulegum herrum im HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 VISA athygli á því máli Verkmenntaskólann, svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig er í bréfinu komið inná umræðuna um byggðastefnu og mikilvægi þess að ná jafnvægi í byggðum landsins. Akureyri er nefnt sem mótvægi landsbyggðar- innar við Stór-Reykjavík. Sam- band milli Norður- og Austurlands mun án efa aukast verulega með tilkomu heilsársvegar og milli- landaflugvallar. Stóriðja í Eyja- firði sem nýtti rafmagn frá Fljóts- dalsvirkjun myndi einnig styrkja tengsl svæðanna enn frekar. Hugmyndir þeirra Halldórs og Sveins eru vissulega áhugaverðar og tímabært að leggja þær fram nú, þar sem stjórnvöld eru að kanna þessi mái af fullri alvöru, eftir því sem næst verður komist. Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með viðbrögðum bæjaryfir- valda á Akureyri, við þessum til- lögum sem nú hafa verið lagðar fram, í áðurnefndu bréfi. -KK Seljum síðustu tausófasettin á enn lægra verði Sófasett 3-2-1 aðeins kr. 37.000,- Frábær kaup. ★ Eigum einnig eftir nokkrar hillusamstæður: Beyki Hvítar kr. 47.000,- Gráar Fura 3ja sæta sófar kr. 16.000,- Ýmis stök húsgögn með miklum afslætti: T.d. sófaborð, eldhúsborð, svefnsófar, stakir stólar. [^vörubœrÞ LYwJ HUSGAGNAVERSLUN TRYG.GVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.