Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 06.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 6. mars 1990 Verður Kópasker miðstöð tölvusamskipta í skólakerfi landsins: „Tölvusamskipti eru meira en bara leikaraskapur“ - segir Pétur Þorsteinsson, skólastjóri og tölvuáhugamaður á Kópaskeri Kort er sýnir „Unix-núður“ (node) Usenet í Evrópu. „Hafro“ er merkt hér inn. NB að „núða“ Péturs er merkt hér inn með svörtum punkti. Maður heitir Pétur Þorsteins- son, þekktur sem skólastjóri Grunnskólans á Kópaskeri. Færri vita að hann er mikill áhugamaður um tölvur og hef- ur ýmislegt brallað á því sviði. Fyrir nokkrum vikum síðan hóf Pétur að bjóða mönnum upp á tölvusamskipti fyrir til- stilli vélar sinnar, IBM PS/2- 80-111. Með tengingu við tölvu Péturs er unnt að komast í samband við Usenet-tölvunet- ið, sem hefur útstöðvar víða um heim. Tölva Péturs er tengd tölvu Reiknistofnunar Háskólans í Reykjavík sem aftur tengist tölv- um Hafrannsóknastofnunar er sjá um samband við útlönd. í gegnum þetta ferli geta tölvunot- endur komist í samband við koll- ega sína út um ailan heim. Sambærileg þjónusta við Reiknistofnun Fram til þessa hafa þeir tölvu- notendur, sem hafa viljað fara inn á Usenet, tengst tölvu Reiknistofnunar, en nú á tölva Péturs að geta veitt sambærilega Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Böggvisstaðir, minkabú, íb.hús. ofl., Dalvík, þingl. eigandi þrotabú Þor- steins Aðalsteinssonar, föstud. 9. mars ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl. og Hróbjart- ur Jónatansson hdl. Kaldbaksgata, E-F-G-hl., í Skála, þingl. eigandi Bílasalan h.f., föstud. 9. mars '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Björn Jónsson hdl. Rimasíða 29 d, Akureyri, þingl. eig- andi Steinn Oddgeir Sigurjónsson, föstud. 9. mars ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eig- andi Kristján Jóhannsson ofl., föstud. 9. mars ’90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun rfkisins, Guðríður Guðmundsdóttir, innheimtumaður ríkissjóðs, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Pétur Þorsteinsson. þjónustu. Aukinheldur er mun ódýrara fyrir tölvunotendur í næsta nágrenni við Kópasker að fara inn á tölvu Péturs og þaðan „í loftið“ í stað þess að ná sam- bandi við Reykjavík eftir dýrum langlínum Pósts og síma. Pétur sagði í samtali við Dag að á vordögum 1988 hafi hann keypt tölvu, IBM PS/2-80-111, og sett upp á henni stýrikerfið SCO Keilusíðu 9 e, Akureyri, þingl. eig- andi Smári Arnþórsson ofl., föstud. 9. mars '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Fjárheimtan hf. Lækjargata 3, Akureyri, talinn eig- andi Sigurður Steingrímsson, föstud. 9. mars '90, kl. 14.30 Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands, Tryggingastofnun ríkisins og Bæjar- sjóður Akureyrar. Óseyri 1 a, Akureyri, þingl. eigandi Þór h.f., föstud. 9. mars '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Fjár- heimtan hf., Islandsbanki, Ólafur Birgir Árnason hdl. og Steingrímur Þormóðsson hdl. Réttarhvammur 3, Akureyri, þingl. eigandi þrotabú Vinkils s.f., föstud. 9. mars '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Ólafur Birgir Árna- son hdl., Bæjarsjóður Akureyrar og Kristján Ólafsson hdl. Rimasíða 15, Akureyri, þingl. eig- andi Kristján Gunnarsson ofl., föstud. 9. mars ’90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Veðdeild Landsbanka Islands, Gunnar Sól- nes hrl. og Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Skarðshlíð 26 e, Akureyri, þingl. eigandi Regína Jónsdóttir, föstud. 9. mars ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og innheimtu- maður ríkissjóðs. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrimsson, föstud. 9. mars '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Hróbjartur Jónatans- son hdl., innheimtumaður ríkissjóðs og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Xenix, sem er algengt Unix-af- brigði fyrir einkatölvur. Með þessari tölvu tengdist hann alþjóðanetinu Usenet um Unix- tölvu Reiknistofnunar Háskól- ans. Pétur sagðist hafa haft í huga með kaupum á tölvunni að auðvelda tölvusamskipti á Norðurlandi og draga úr kostnaði notenda. VIII bjóða upp á tengingu við “kopasker.is“ Á tæpum tveimur árum hefur þessi hugmynd þróast og segir Pétur hugmynd hans nú að bjóða upp á tengingu við “kopasker.is" um gagnanet Pósts og síma með upphringisambandi eða öðrum hætti og notendur fái aðgang að póst- og ráðstefnukerfi-innan vélar, innan svæðismarka ís- lenska Unix-netsins og alþjóð- legu. Pétur segir að með þessu vilji hann efla tölvusamskipti inn- an skólakerfis í landinu til muna. Þetta póst- og ráðstefnukerfi segir Pétur að veiti fjölbreytta möguleika. Hann tilgreinir bréfa- skipti við einstaklinga eða hópa, hvar sem er á alþjóðanetinu, þátttöku í opnum ráðstefnum um afmörkuð eða fjölbreytt efni, þátttöku í póstlistum um efni sem afmarkaðir hópar vilja ræða án þátttöku annarra, rannsóknar- verkefni með þátttöku skóla, t.d. á sviði veðurathugana, ýmissa kannana o.fl., hugmynda- og verkefnabanka í einstökum greinum og nemendasamskipti. Fuil þörf á samskiptakerfí fyrir skóla Pétur hefur kynnt hugmynd sína fyrir fræðsluyfirvöldum í Norður- landsumdæmi eystra, Reikni- stofnun Háskólans og víðar og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Slíkt samskiptakerfi fyrir skóla í landinu er ekki til staðar og telja margir fulla þörf á því að koma því á fót. Á það mun reyna á næstunni hvort af verður en Ijóst er að einhverjir fjármunir verða þarna að koma til. Fjárfesting sem Pétur hefur þegar lagt í, einn og óstuddur, nemur rúmri einni milljón króna. Nú þegar hefur myndast eins- konar „samskiptahópur" um tölvu Péturs. Þeir aðilar sem að honum standa senda tölvupóst og orðsendingar sín á milli og ræða ýmis vandamál sem upp koma með forrit og fleira. Þá eru umræddir tolvumenn ekki síður í stöðugu sambandi við kollega sína á Usenet-tölvu- netinu erlendis. „Ég vil hvetja þá menn sem kunna að hafa áhuga á því að tengjast tölvu minni að hafa sam- band við mig,“ segir Pétur. I tölvusambandi viö heimsins þekktasta LOGO-forritara Pétur segist hafa komist í sam- band við marga aðila út um allan heim. Sem dæmi hafi hann kynnst Brian nokkrum Harvey, kennara við Berkley-háskólann í Kaliforníu. Brian þessi er einn þekktasti LOGO-forritari í heimi og hefur að undanförnu ásamt nemendum sínum unnið við samningu nýs LOGO fyrir UNIX-tölvur. Pétur hafði lengi haft áhuga á slíku kerfi og fór þess á leit við Harvey að hann sendi sér eintak af hinni nýju LOGO-útgáfu. Það varð úr og á sl. vori sat Pétur löngum stund- um og íslenskaði kerfið. „Þetta samstarf finnst mér vera vitnis- burður um það að tölvusamskipti eru meira en bara leikaraskap- ur,“ segir Pétur Þorsteinsson. Vegna þessa tölvusambands kom Harvey hingað til lands sl. sumar og hélt námskeið á Laugalandi í Þelamörk og kenndi þar kennurum leyndardóm LOGO. Góðar líkur eru á því að þessi þekkti forritari sæki ísland aftur heim á komandi sumri og haldi áfram að upplýsa tölvu- menn hér um það nýjasta úr LOGO-heiminum. óþh Á þessu korti sést útbreiðsla Usenet í heiminum. Tvö svæði skera sig úr, Bandaríkin og lönd Vestur-Evrópu. Leið tölvusambands frá Jóni Jónssyni á Fróni til John Johnson á Nýja-Sjálandi liggur um tölvu Hafrannsóknastofnunar til „miðstöðvarinnar“ í Evrópu, sem er ■ Hollandi, og þaðan vestur um haf á austurströnd Bandaríkjanna. Þaðan liggur síðan leiðin á áfangastað á Nýja-Sjálandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.