Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 30. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Höfðingleg gjöf til HáskólansáAkureyri Eins og Dagur greindi frá, barst Háskólan- um á Akureyri höfðingleg sending í fyrra- dag. Þá afhenti fulltrúi Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda sjávarútvegs- deild skólans eina milljón króna að gjöf og skal upphæðinni varið til rannsókna á veg- um sjávarútvegsdeildarinnar. Þessir pen- ingar koma vafalaust í góðar þarfir, því Háskólanum á Akureyri er afar þröngur stakkur skorinn af hálfu fjárveitingavalds- ins. Hin höfðinglega gjöf Sölusamtaka ís- lenskra fiskframleiðenda er þó ekki aðeins kærkomin vegna þess fjárhagslega gildis sem hún hefur fyrir hina ungu menntastofn- un. í gjöfinni felst um leið mikil viðurkenn- ing á því brautryðjendastarfi sem fram fer innan Háskólans á Akureyri á sviði æðri menntunar í sjávarútvegsfræðum hér á landi. Mikill áhugi er fyrir fræðslu og menntun á sviði sjávarútvegs og þörfin fyrir slíkt nám er brýn. Staðreyndin er sú að þessi þáttur menntamálanna hefur einhverra hluta vegna verið vanræktur í þjóðlífi okkar á und- anförnum árum og áratugum. Við þurfum að efla menntun í sjávarútvegsfræðum á öllum skólastigum og eigum tvímælalaust að leggja metnað okkar í það verk. Ef vel tekst til gæti slíkt átak í menntamálum vakið aukna virð- ingu fyrir atvinnugreinum sjávarútvegsins og hvatt ungt fólk til að velja sér þær sem starfsvettvang. Ásókn ungs fólks í störf hjá ýmsum fyrir- tækjum sjávarútvegsins hefur engan veginn verið nógu mikil á síðustu árum, þótt um sé að ræða einhver mikilvægustu störfin í þjóð- arbúskapnum. Þjóðin þarf nauðsynlega á því að halda að hugarfar ungs fólks gagn- vart sjávarútveginum breytist. Útgerð og fiskvinnsla munu um ókomin ár verða helstu og mikilvægustu atvinnugreinar í íslenskum þjóðarbúskap. Því mun ekkert breyta. Háskólinn á Akureyri er ung stofnun í örum vexti. Tæpir þrír mánuðir eru liðnir frá því að sjávarútvegsdeild skólans tók form- lega til starfa og saga hennar er því rétt að byrja. Sjávarútvegsdeildinni er ætlað að verða veigamesta verkefni Háskólans á Akureyri. Fiskframleiðendur hafa nú sýnt í verki að þeir, eins og aðrir, binda miklar von- ir við það brautryðjendastarf sem þar fer fram. BB. Heilsan og ábyrgð okkar Það hefur löngum legið í eðli mannskepnunnar að meta heilsu sína meira flestu öðru í heimi hér, þegar að henni steðjar ógn eða við höfum misst hana. Á meðan við erum ung og frísk og allt leikur í lyndi, hugsum við ekki um þessa hluti og finnst það sjálfgefið og engin sérstök for- réttindi að hafa fæðzt án fötlunar og njóta fullrar heilsu, helzt um aldur og æfi. En þegar syrta tekur í álinn, breytist þetta viðhorf okkar, og flestir vilja allt til vinna að ná heilsu að nýju. Því hefur hvers kyns lækningastarfsemi jafnan verið hátt skrifuð í sam- félagi manna, jafnt galdralækn- ingar í Afríku, andalækningar á íslandi og vísindalegar hátækni- lækningar meðal menningar- þjóða. En vert er að hafa í huga, að þróun sjúkdóms og heilsu- brests getur tekið langan tíma og forstig sjúkleika hafa jafnvel staðið áratugum saman, áður en einkenni kvilla koma í ljós og sjúkdómurinn verður greinanleg- ur. Þá er stundum of seint í rass- inn gripið að gera neitt, og jafnan tíÍ SÍGVBS 31 mars -1- er það svo, að auðveldara er að hindra tilurð heilsuleysis en lækna endastig þess. Á síðustu áratugum hafa vís- indamenn leitt að því æ gildari rök, að jákvæð áhrif hvers konar lækninga á heilsu okkar hafi tölu- vert verið ofmetin. Þegar leita skal að orsökum ótímabærra dauðsfalla, kemur í ljós, að þar skipta arfgengir þættir og um- hverfisáhrif meira máli, bæði til góðs og ills. Lífsstíllinn reynist hins vegar vega þar þyngst að beztu manna yfirsýn, og má því segja með nokkrum rétti, að hver sé sinnar heilsu smiður. Illu heilli höfum við íslendingar þróað með okkur fremur lítt heilsusamlegan lífsstíl síðustu áratugina líkt og ýmsar nágraunaþjóðir. Mér hef- ur stundum virzt sem almenn menntun og þroski haldist ekki í hendur við hina efnalegu velmeg- un, sem vió höfum fengið að njóta. Þegar grannt er skoðað, má sjá ýmis merki rótleysis í lífsstíl okkar, sem að mörgu leyti einkennist af sýndarmennsku og múgsefjun, sem fjölmiðlarnir kynda óspart undir. Við erum miklir unnendur hluta og dýrkum tæknina og fjárfestum í hvers kyns tækjum, sem við raunar höf- um mjög takmarkaða þörf fyrir en kosta okkur ómældan tíma að vinna fyrir. Þetta er að sjálfsögðu í þágu markaðsaflanna, en rótin að þessu hlýtur að vera ósjálf- stæði og skortur á staðfestu. Okkur hættir því til að velja dýr- ar og helzt tæknivæddar leiðir til lausnar hverjum vanda í stað þess að beita skynseminni og leggja eitthvað á okkur sjálf. í þessu þjóðfélagi tímahraksins væri svo sem ágætt að geta bara keypt sér heilsu og víst er um það, að margir eru boðnir og búnir að selja loforð eða von um heilsu. Oftast er þó aðeins um blekkingar, órökstuddar fullyrð- ingar og hjátrú að ræða og því er mikilvægt að fræða almenning um leiðir til að efla og varðveita heilsuna. Framtak Krabbameins- félags íslands í þessu skyni er verulega lofsvert og er rit þess, Heilbrigðismál, einkar áhugavert og hin kræsilegasta lesning fyrir lærða sem leika. Krabbameins- félagið hefur nú hafið áróðurs- herferð fyrir heilsuboðorðunum 10, sem öll hafa það að markmiði að útrýma orsökum krabbameins eða hindra myndun þess á frum- stigi. Væri óskandi, að sem flestir taki mark á þessum ráðlegging- um og hafi til að bera þann vilja- styrk og þá sjálfstjórn, sem þarf til að fara eftir þeim. En því mið- ur er það svo, að áróður af þessu tagi á ekki alltaf greiða leið þangað, sem hans væri mest þörf. Sumir eru áhugalausir um þau mál, er snerta verndun heilsunn- ar, og afla sér ekki þekkingar á því sviði. Þegar almennt kæru- leysi bætist svo við, þá er ekki að vænta mikilla tilburða til að bæta lífsstílinn. Oftar en ekki verða slíkir einstaklingar sjúkleika og slysum fremur að bráð en aðrir. Nú vill svo til, að heilsuboð- orðin mega vel gagnast til að koma í veg fyrir ýmsan annan sjúkleika en krabbamein. Reyk- ingar eru t.d. rnun algengari orsök hjarta- og æðasjúkdóma en krabbameins. Við berjumst því tónlist Tónleikar á Sal: Hafliðadagar á Akureyri 24. þessa mánaðar héldu Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari, og Pét- ur Jónasson, gítarleikari, tón- leika á Sal Menntaskólans á Akureyri. Þessir tónleikar voru upphaf „Hafliðadaga“, sem Kammerhljómsveit Akureyrar, Tónlistarfélag Akureyrar og Tón- listarskólinn á Akureyri standa að. Tónleikarnir á Sal Mennta- skólans hófust á sónötu í G-dúr eftir Benedetto Marcello (1686- 1739). í þessu verki gætti nokk- urs óstöðugleika í samspili sellós- ins og gítarsins. Hljóðfærin virt- ust ekki ná alls kostar saman í fyrstu tveim hlutum verksins, en seinni tveir hlutarnir skiluðu sér mun betur. Næst á efnisskrá voru þrjú lítil verk fyrir einleiksgítar eftir spánska tónskáldið Manuel de Falla (1876-1946). Þessi verk lék Pétur Jónasson af færni. Hann hefur greinilega hinn spánska gít- arstíl vel á valdi sínu. Síðasta verkið fyrir hlé var Tristía, verk í sjö hlutum fyrir selló og gítar eftir Hafliða Hall- grímsson. í verkinu leitast tónskáldið við að draga upp hughrif og myndir með margbrotinni beitingu hljóð- færanna. Þau falla saman á tján- ingarríkan liátt og skilja eftir með áheyrandanum ókunnuleg- an en hrífandi hugblæ. Listamennirnir fóru á kostum í flutningi sínum á Tristíu Hafliða. Hafliði Hallgrímsson. Það hefði verið fengur að endur- tekningu verksins í heild. Kynn- ingin fyrir það gerði áheyrendum ljósar myndirnar, sem upp voru dregnar, en önnur áheyrn hefði gert þær enn ljósari og því komið sér vel. Eftir hlé lék Pétur Jónasson, Jakobsstigann, einleiksverk fyrir gítar eftir Hafliða Hallgríms- son. Verkið mun upphaflega hafa verið hugsað sem æfing í því að skrifa fyrir gítarinn, en sem betur fer lenti það ekki í ruslakistunni eins og hvert annað riss. Jakobsstiginn er afar áheyri- legt verk og harla frábrugðið Tristíu. Uppbygging þess ber blæ hefðbundinna aðferða við tón- smíðar. Verkið er víða lagrænt og lætur Ijúflega í eyrum. Pétur lék Jakobsstigann af natni og fimi. Verkið býður upp á fjölbreytta beitingu gítarsins og greinilegt var, að listamaðurinn hafði hljóðfærið að fullu á valdi sínu. Næst lék Pétur þrjár einleiks- bagatellur fyrir gítar eftir Will- iam Walton (1902-1983). Þær nutu sín vel í flutningi Péturs. Sérlega hlýleg var ineðferð hans á annarri bagatellunni: Lento; tempo di valse, og bráðskemmti- legt var að hlýða á þá síðustu, sem ber yfirskriftina Alla cub- ana. Lokaverkið á tónleikum Haf- liða Hallgrímssonar og Péturs Jónassonar á Sal Menntaskólans var Sónata í a-moll fyrir gítar og selló eftir Georg Philippe Tele- mann (1681-1767). Lista- mennirnir náðu vel saman í þessu verki og fluttu það af færni. Sunnudaginn 1. apríl kl. 17.00 mun Hafliði Hallgrímsson stjórna Kammerhljómsveit Akureyrar í Akureyrarkirkju og Pétur Jónasson leika einleik á gítar. Á meðal verka á tónleikun- um verður Fjöldi dagdrauma (sjö stykki fyrir litla hljómsveit), sem Hafliði Hallgrímsson samdi á Akureyri í sumar leið og tileinkar Kammerhljómsveit Akureyrar. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.