Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir Bókamarkaðurinn á Akureyri: Rífandi sala Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda sem haldinn er á Akureyri þessa dagana hefur fengið mjög góðar viðtökur, að sögn Björns Eiríkssonar bókaútgefanda. Upphaflega voru um 22 tonn af bókum á markaðinum og hátt í fjögur þúsund titlar og nú eru að bætast 7-8 tonn við vegna mikillar sölu. „Það seldust upp yfir 100 titlar strax um heigina en við fáum flesta þeirra aftur. Suniir eru þó uppseldir en nýir bæt- ast við. Þetta er að tínast í hús hjá okkur núna,“ sagði Björn. Hann kvað viðbrögðin hafa verið einstaklega góð og betri en á fyrri mörkuðum, enda úrvalið meira og verðlag sennilega aldrei hagstæðara. „Fólk er mjög ánægt með markaðinn. Hins vegar er ég ekki sáttur við tíðarfarið og ég hef lítið séð af fólki úr ná- grannabyggðunum ennþá. Ég vona bara að það komist áður en við lokum en bókamarkað- urinn mun standa til 8. apríl," sagði Björn. SS Amtsbókasafnið á Akureyri: Útlán bóka fara vaxandi á ný - myndbandaleigan nýtur vinsælda Heildarútlán Amtsbókasafns- ins á Akureyri á árinu 1989 voru 95.842 bindi og er það aukning um 3.759 bindi frá árinu áður, eða 4% í hundr- aðshlutum talið. Lán til skipa, skóla og stofnana voru 3.112 bindi og er það aukning um Framsóknarkonur við Eyja- fjörð gangast fyrir fundi um konur og sveitarstjórnamál á Hótel KEA á morgun, laugar- dag, kl. 15.00. Fundurinn er haldinn fyrir forgöngu Lands- sambands framsóknarkvenna. Nú styttist í sveitarstjörna- kosningarnar og því orðið tíma- bært að ræða málin og meta stöðuna. Frummælendur á fund- inum verða Unnur Stefánsdóttir, 148 bindi frá fyrra ári. í ársskýrslu Amtsbókasafnsins segir Lárus Zophoníasson, amts- bókavörður, að allt útlit sé fyrir að botninum hafi verið náð í bókaútlánum og að útlán séu á hraðri uppleið á ný. Flest bindi voru lánuð út í formaður Landssambands fram- sóknarkvenna, Valgerður Sverr- isdóttir, alþingismaður, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Guðlaug Björnsdóttir, bæjarfulltrúi á Dalvík og Kol- brún Þormóðsdóttir, varabæjar- fulltrúi á Akureyri. Að framsöguerindunum lokn- um fara fram almennar umræður. Ástæða er til þess að hvetja kon- ur til þess að fjölmenna á fundinn. janúar, eða 8.390, en fæstir voru í lestrarhugleiðingum í júní, cn þá voru útlánin 6.051. Af þeim aðilum sem fengu bókakassa á árinu má nefna að togarar Útgerðarfélags Akureyr- inga fengu 1.072 bindi, togarar Samherja 592 bindi og lögreglu- stöðin 339 bindi vegna fangelsis. Þá eru dvalarheimili aldraðra qg sjúkrahúsið stórir lánþegar. Alls nutu 76 lánþegar, aldraðir og öryrkjar, heimsendingarþjón- ustu sem er sameiginlegt verkefni Soroptimistaklúbbs Akureyrar og Amtsbókasafnsins. Skráðir gestir á lestrarsal voru 4.919. Alls voru 28.533 bindi bóka og blaða úr prentskilasafn- inu lánuð til nota á lestrarsalnum yfir árið á móti 21.866 bindum árið áður. Bókanotkunin var mest í mars. Útlán á myndböndum hófust í september 1989. Keypt voru 60 myndbönd, aðallega fræðsluefni, auk þess sem Fræðsluvarpið gaf safninu 7 myndbönd. Viðbrögð við myndbandaleigunni fóru fram úr öllum vonum, 191 útlán á þessum fjórum mánuðum. Rekstur Amtsbókasafnsins gekk vel og var rekstrarkostnað- ur 96,6% af áætlun. SS Þingeyjarsýsla: Kísilveguriim opnaður í gær Kísilvegurinn var opnaður í gær, eftir að hafa verið ófær í meira en viku. Það tók snjó- blásara og hefil allan miðviku- daginn og hálfan fimmtudag- inn að ryðja veginn, og þá var mikil vinna eftir við að jafna ruðninga meðfram honum. Reynt var við mokstur í Bárð- ardal í gær, en síðdegis hafði Vegagerðin ekki fengið fregnir af hvernig það gengi. Ágæt færð var frá Húsavík austur á Vopnafjörð. Ófært var milli Húsavíkur og Akureyrar. Flutningabílar voru þó að brölta um í ófærðinni og gekk þeim bæði seint og illa. Mokað verður í dag ef veður leyfir. IM Framsóknarkonur við EyjaQörð: Fundur um konur og sveitarstjómamá! Dreymir þig stundum um að vinna milljónir? UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.