Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 30. mars 1990 fréttir F Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Nauðsynlegt að rannsaka efiiainnihald íslenskra matvæla Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að alþingi feli ríkisstjórninni að láta fara fram skipulegt átak í skráningu efnainnihalds íslenskra matvæla, með sér- stöku tilliti til aðskota- og aukaefna. Unnið verði að skrásetningu allra slíkra efna í innlendum matvælum, þannig að íslensks yfirvöld geti gefið út vottorð, byggð á vísindaleg- um grunni, um hollustu íslenskra matvæla. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að svo virðist sem íslendingar séu grandalausari um þessi mál en nágrannaþjóðirnar. því minni hætta sé talin af meng- un hér á landi en víða annars staðar. Mikilvægt sé að kaupend- ur íslenskra matvæla geti verið þess fullvissir að þau séu ómeng- uð af efnaleifum eða aðskotaefn- um. Helstu flokkar óæskilegra efna í matvælum eru eftirfarandi: Lyfjaleifar, t.d. vegna lyfja sem notuð eru við dýralækningar. varnarefni, þ.e. skordýraeitur og önnur álíka eiturefni, málmar, t.d. blý, kvikasilfur, arsen og kadmíum, sveppaeitur og síðast en ekki síst PCB-efni og klór- sambönd. I lokaorðum þingsályktunar- tillögunnar segir Jóhannes Geir að lítið sé vitað um útbreiðslu eða magn ofangreindra efna á ís- landi. Pegar fyrirspurnir berist erlendis frá geti íslendingar lítið annað gert en bent á „hversu ómenguð náttúran er að sjá." en ekki sé við því að búast að allir láti sannfærast af slíkum rökum. Nauðsynlegt sé að afla upplýs- inga um þessi mál sem fyrst, bæði vegna útflutnings matvæla og vegna innlendra neytenda. Bent er á þann möguleika aö Háskól- inn á Akureyri verði efldur sem rannsókna- og fræðistofnun í matvælaiðnaði. og færi vel á þ\ í í einu stærsta matvælaframleiðslu- og vinnsluhéraði landsins. bæði til sjávar og sveita. Pó myndi slík ráðstöfun krefjast nokkurrar uppstokkunar á opinberri rann- sóknarstarfsemi. KEA Sunnuhlíð 12 Byqqium upp og borðum? Mautagullash ki 1.180,- liautafile ki 1.250,- Grillaðir KjúKlingar 5Ö7,- stk. Ilýtt á pönnuna Pylsuréttur Munið okkar ódyra torg Líttu inn það borgar sig HVERDAG frosið grænmeti Qulrætur no,- Maisblanda 141/~ Rísblanda 199/** RósaKál ÍIO/- Súpujurtir 115,- BlómKál 158,- Grænar baunir Opið virka dagra laugardaga kl. kl. 9-20, 10-20. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð „Grunnhugmyndin með skrán- ingu efnainnihalds og sérstaklega aukaefnum í matvælum er sú að með því móti skapast forsenda til að selja íslenska framleiðslu sem ómengaða vöru. Árum saman hefur verið rætt um að þjóðin geti selt t.d. einhverja flokka land- búnaðarvara á þessum forsend- um, en það gerum við ekki nema við getum sýnt fram á það á vís- indalegan hátt að matvörur okk- ar séu lausar við ýmis efni sem hrjá matvælaframleiðslu í ná- grannalöndunum. Þetta á jafnt við um sjávarafurðir og landbún- aðarvörur," segir Jóhannes Geir. EHB í tilefni 100 ára afmælis Hins íslenska náttúrufræðifélags: Þrjú hundruð síðna bók um Mývatn væntanleg í júní I tilefni af 100 ára afniæli Hins íslenska náttúrufræöifélags á þessu ári er í júní nk. væntan- leg glæsileg hók mn náttúru Mývatns og Mývatnssveitar. Reynt hefur verið að vandti mikið til vinnslu og efnis bókar- innar. Hún verður um 300 blaö- síður'.með yfir 160 myndum, þar af nálægt 100 litmyndum. Biikin skiptist í 15 kafla sem fjalla um lífríki og jarðfræði Mývatns og Mývatnssveitar. Höfundar eru þeir visindamcnn sem á undan- förnum árum hafa unnið að rann- sóknum á Mývatnssvæöinu. Kristján Sæmundsson skrifar um jarðsögu svæðisins, Páll Ein- arsson uni Kröfluelda, Jón Ólafs- son um efna- og eölisciginleika Mývatns, Hákon Aðalsteinsson unt svif í vatninu, Arnþór Garö- arsson og Árni Einarsson um líf á botni Mývatns, Gísli Már Gísla- son um lífið í Laxá, Jón Krist- jánsson um fiska, Arnþór Garð- arsson um fugla, Árni Einarsson um sögu Mývatns sl. 2000 ár og Hörður Kristinsson og Helgi Hallgrímsson unt gróður við Mývatn. Þá skrifa þeir Arnþór Garðars- son og Árni Einarsson sérstakan ýfirlitskafla. Auk þessa eru í bók- inni tegundalistar, heimildaskrá, skýringakafli, cfnisorðaskrá og Tabula gratulatoria. Pessa dagana er veriö að safna áskriftum að bókinni á meðal félagsmanna í Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi og kostar hún 5500 krónur til þcirra. Út úr búð verö- ur bókin nokkru dýrari. óþh Listi sjálfstæðismanna og óháðra á Dalvík birtur: Bæjarfulltrúar í efstu sætum Listi sjálfstæöismamia og óháöra við bæjarstjómarkosn- ingarnar á Dalvík 26. maí nk. hefur verið birtur. Listinn er þannig skipaöur: 1. Trausti Þorsteinsson Böggvisbraut 7, 2. Svanhildur Árnadóttir Öldugötu 1,3. Gunn- Álafoss hf.: Aðalsteinn Helgason lætur af störfiun Aðalsteinn Helgason við- skiptafræðingur, aðstoöarfor- stjóri Alafoss hf., hefur verið ráðinn forstjóri hjá umboðs- og heildversluninni Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. í Reykjavík. Aðalsteinn hiuk prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands 1976, starfaöi sem skrifstofustjóri hjá Málningu hf. 1978 til 1983, og var rekstrarráögjafi hjá Hagvangi 1983 til '85. Hann hóf störf hjá iðnaöardeild Sambandsins á Akurcyri vorið 1985. og var for- stööumaður ullariðnaðárdcildar þar til hún sameinaðist gamla Álafossi í nýtt fyrirtæki, Álafoss hf.. fyrir rúntum tveimur árúm. Frá þeirh tíma hefur hann gegnt starfi aðstoðarforstjóra. Aðalsteinn sagði í samtali viö Dag að hann myndi taka við hinu nýja starfi hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð hf. í júnímánuði. Um störf Aðalsteinn Helgason. sín hjá iönaðardeild Sambands- ins og Álafossi segir hann. „Petta er búinn að vera erfiður tírni, en skemmtilegur og lærdómsríkur. Hér hef ég unnið með mörgu góöu fölki, iuargt af því eru þeir bestu starfsmenn sem ég hef á ævi minni unnið með." EHB ar Aöalbjörnsson Sognstúni 2, 4. Hjördís Jónsdóttir Ásvegi 13. 5: Arnar Símonarson Ásvegi 6, 6. Óskar Óskarsson Hjarðarslóö 6f, 7. Yrsa Helgadóttir Karlsbraut 22, 8. Jón Baldvinsson Goða- braut 9, 9. Albert Ágústsson Brimnesbraut 5, 10. Sævaldur Gumiíirsson Svarfaðaibraut 16. 11. Björk Ottósdóttir Karlsbraut 12, 12. Eiríkur Ágústsson Mímis- vegi 9. 13. Sigurður Kristjánsson Lækjarstíg 3 og 14. Baldvina Guðlaugsdóttir Hjaröarslóö 2c. Sjálfstæðismenn og óliáöir hafa nú þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Dalvíkur, Trausta Porstcinsson, Ólaf Thoroddsen og Svánhildi Árnadóttur. Tvö þeirra gefa kost á sér til endurkjörs, í tveim efstu sætum listans. óþh skók b Reykj avíkurskákmótið: Norðlendingamir á svipuðu róli Spcnnan í Rcykjavíkurskák- niótinu er í algleymingi þcgar þessi orð eru skrifuð en þá var 10 umferðum af 11 lokið og átta keppendur efstir og jafnir. En það er gengi Norðlending- anna sem við höfum mestan áhuga á og Gylfi Þórhallsson er kominn með úrslit úr 9. og 10. umferð. I 9. untferð urðu úrslit þau að Áskell Örn Kárason vann Stefán Brierri, Jón Garðar Viðarsson og Arnar PorSteTnsson gerðu jafn- tefli, Rúnar Sigurpálsson og Stef- en Lamm (2280) frá A-Þýska- landi geröu sömuleiðis jafntefli, Bogi Pálsson tapaði fyrir Lárusi Jóhannessyni og Ólafur Krist- jánsson tapaði fyrir Arkell (2460), alþjóðlegum meistara frá Englandi. Bragi Halldórsson sat yfir í umferðinni vegna þess að einn keppandi hætti í mótinu og fær hann vinning út á yfirsetuna. í 10. umferð sigraði Ólafur félaga sinn Jón Garðar, Arnar vann Braga, Rúnar tapaði fyrir Ásgeiri Pór Árnasyni, Áskell Örn tapaði fyrir Wessmann (2505) frá Svíþjóð, en Bogi sat yfir og krækti sér í vinning. Staða norðlensku keppend- anna fyrir síðustu umferð var þessi: Áskell Örn, Arnar og Ólafur með 4 vinninga, Rúnar og Bogi 3Vi og Jón Garðar og Bragi 3 vinninga. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.