Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 30. mars 1990 15 manna sendinefnd frá vinabænum Randers í Danmörku í heimsókn á Akureyri: Alltaf gott veður þegar ég kem í heimsókn til Akureyrar „Það er sannarlega stórkostlegt að geta brugðið sér í sund snemma morguns og slappað af að afloknum sundspretti í heita pottinum. Þetta er nokkuð sem er óhugs- andi heima,“ sagði Keld Hiittel, borgar- stjóri í Randers, sem er vinabær Akureyrar í Danmörku. Dagana 15.-17. mars var 15 manna sendinefnd frá Randers á Akureyri og kynnti sér allt milli himins og jarðar í bænum, stjórn- kerfi hans, menningar-, skóla-, heilbrigðismál og fleira. Danirnir voru mjög hrifnir af því sem fyrir augu bar og fannst mikið til fann- fergisins koma. Þeir komu til Akureyrar fimmtu- daginn 15. mars og fóru aftur síðla laugardagsins 17. mars. Dagskráin var þéttskipuð. Á föstudag voru bæjarskrifstofurn- ar skoðaðar og m.a. kynntu for- svarsmenn Akureyrarbæjar gest- unum í hverju starfsmannastefna bæjarins væri fólgin. Síðan lá leiðin í Verkmenntaskólann, íþróttahöllina og Hlíð, dvalar- heimili aldraðra. Á laugardag i heimsóttu Danirnir orkustofnan- ir Akureyrar, hitaveitu og vatns- veitu, og Minjasafnið. Ánægja með heimsóknina Dagur náði tali af Keld Hiittel, borgarstjóranum í Randers. Reyndar eru tveir borgarstjórar í Randers. Annar er pólitískt kjörinn, hinn ópólitískur. Keld er pólitískur borgarstjóri og stýr- ir Randers í nafni sósíal-demó- krata, sem hafa 15 fulltrúa af 25. Keld var mjög ánægður meðj heimsóknina til Akureyrar og sagði hana gagnlega. Með í för væru m.a. tæknifræðingar, skipu- lagsfræðingar og arkitektar frá Randers, til að kynnast því sem kollegar þeirra á Akureyri ynnu að. Engar framfarir yrðu nema því aðeins að menn bæru saman bækur sínar. „Það er margt sem hefur vakið athygli okkar, t.d. hvernig starfs- menn Akureyrarbæjar leysa öll aðsteðjandi vandamál vegna fannfergis í bænum. Við erum ekki vanir svo miklum snjó og síðustu þrjú ár hefur satt að segja varla fallið snjókorn í Randers. Ég fullyrði að ef svo mikill snjór væri að jafnaði á götum Randers gætum við gleymt því að leita eft- ir endurkosningu í næstu sveit- arstjórnarkosningum! Krafa íbú- anna í Randers er skýr, það má nákvæmlega enginn snjór vera á götum borgarinnar. Komi ein- hver snjór er honum mokað án tafar upp á vörubílspalla og sturt- að í höfnina!!" Keld var fljótur til svars þegar hann var inntur eftir í hverju meginmunur á Akureyri og Randers væri fólginn. „Engin spurning, það er loftslagið. Loft- ið hér er hreint og veðrið gott. Ég Jhef komið einu sinni áður til Akureyrar og það var að sumar- lagi. Þá var veður sömuleiðis mjög gott. Ég hlýt að draga þá 'ályktun að það sé alltaf gott veð- ur þegar ég kem í heimsókn,“ sagði Keld. Hann sagði athyglisvert hversu vel hafi til tekist með skipulag Akureyrarbæjar. Reykjavík virt- ist honum hins vegar vera illa skipulögð. Almenningur veit Iítið um Island Randers hefur síðustu tvö ár fært Akureyringum vegleg jólatré að Keld Húttel, borgarstjóri í Randers. Forráðamenn Randers kynntu sér m.a. öldrunarþjónustuna á Hlíð á Akur- eyri. Svo skemmtilega vildi til að þann dag hélt einn íbúanna, Jón Bene- diktsson, upp á 96 ára afmælið. Að sjálfsögðu hciðruðu Danirnir Jón með því að taka afmælissönginn fyrir hann. Myndir: kl Fimmtán manna sendinefnd frá Randers stillti sér sérstaklega upp fyrirjljósmyndara Dags að afloknu veislukaffl á dvalarhcimilinu Hlíð. gjöf, sem segja má að séu tákn- ræn fyrir þann hlýhug sem Dan- irnir sýna Akureyringum. Keld telur að vinabæjartengsl milli Randers og Akureyrar hafi geng- ið mjög vel á undanförnum árum og flest bendi til að þau muni aukast á næstu árum. „Það er engum blöðum um það að fletta að fólk í Randers kann vel að meta að sækja Akureyri heim. Sem dæmi hafa komið hingað hópar aldraðra og menntaskóla- og lýðháskólanemenda frá Rand- ers og látið vel af. Ég býst við að stærsta vandamálið við aukin samskipti milli Akureyrar og Randers sé mikill kostnaður við ferðalög milli staðanna,“ sagði ! Keld. Þrátt fyrir aukin samskipti á öllum sviðum milli Norðurlanda er deginum ljósara að íbúar í hverju Norðurlandanna vita harla lítið um frændur þeirra í nágrannalöndunum. Þannig segir Keld aðspurður að íbúar í Rand- ers viti lítið sem ekkert um Akur- eyri eða ísland. „Það er óhætt að segja að almenningur í Dan- mörku viti ekki mikið um land- fræði annarra landa en Danmerk- ur. Skýringin á því er líklega sú að norrænt samstarf er lítið í umræðunni í Danmörku. Um- ræðan snýst öll um stjórnmál og Efnahagsbandalagið,“ sagði Keld Húttel. 25 fulltrúar í borgarstjórn Randers Til gamans er vert að geta hér í stuttu máli um fyrirkomulag stjórnunar og helstu útgjöld Randersborgar. Fundir borgarstjórnar, sem í eiga sæti 25 fulltrúar, eru haldnir hálfsmánaðarlega og eru þeir öll- um opnir. Almenningur getur keypt útgefna dagskrá borgar- stjórnarfundanna í áskrift og kostar hún tæpar þúsund krónur á ári. Að sama skapi geta borgar- búar gerst áskrifendur að sam- þykktum borgarstjórnar, einnig fyrir tæpar þúsund krónur á ári. Segja má að stjórnun hinna ýmsu málaflokka sé í höndum sex nefnda. í fyrsta lagi efnahags- nefndar, sem hefur yfirumsjón með tekjum og útgjöldum borg- arinnar. Borgarstjóri, Keld Huttel, er sjálfskipaður formaður efnahagsnefndar. í öðru lagi tækninefndar, sem fjallar m.a. unt húsnæðismál, almennings- samgöngur, skipulagsmál, gatna- gerð, skólplagnir o.fl. í þriðja lagi félagsmálanefndar, sem hef- ur yfirumsjón með félags- og heilbrigðiskerfi borgarinnar, s.s. dagvistun, öldrunarþjónustu, fé- lagsráðgjöf o.fl. í fjórða lagi menningarmálanefndar, sem hef- ur með skólana að gera, starf fé- lagasamtaka, söfn, leikhús og bókasöfn. í fimmta lagi veitu- nefndar sem fjallar um málefni vatns- og rafveitu. í sjötta lagi hafnarnefndar sem sér um rekst- ur Randers-hafnar. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 40% af tekjum Randers séu lögbundin framlög frá ríki. Skattatekjur nema 28% og tekjur af sölu ýmisskonar þjónustu nema 26%. Á móti renna um 60% af tekjum borgarinnar til heilbrigðis- og félagsgeirans. Næsthæsti liðurinn eru veitur, samgöngumál og útgjöld til hafn- arinnar með 15% og í þriðja sæti koma síðan skóla- og menning- armál með 10%. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.