Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 30. mars 1990 Helle Stangerup á danskri bókakyiuiingu - í Möðruvöllum MA á sunnudag hvað er að gerast i Hinn þekkti, danski rithöfundur Helle Stangerup, mun greina frá ritstörfum sínum og lesa úr verk- um sínum á „Danskri bókakynn- ingu“ sem verður á Akureyri á sunnudaginn. Helle Stangerup (f. 1939) var fyrst þekkt fyrir glæpa- og hryll- ingssögur sínar „Gravskrift för Rödhætte", „Gule handsker“, „Ulvetid“ og fleiri bækur, en þessar skáldsögur hafa um árabil verið notaðar við dönskukennslu á íslandi og eru mörgum kunnar. Þær hafa verið þýddar á a.m.k. 8 tun£umál. Arið 1987 sló Helle Stangerup rækilega í gegn með sögulegu skáldsögunni „Christine", sem fjallar um dóttur Kristjáns II. Danakonungs. Árið 1989 kom svo út önnur söguleg skáldsaga „Spardame", um hina margfrægu Leonoru Christine, sem var innilokuð í Bláturni í 22 ár. Sögulega skáldsagan hefur átt auknu fylgi að fagna undanfarin ár, eins og einnig ævisögur frægra manna. Helle Stangerup er meðal færustu rithöfunda á þessu sviði. Hún hefur einstakan hæfileika tii að gæða sagnfræðilegt efni nýju lífi og er meistari í að láta stað- reyndir og skáldskap renna sam- an í eina heild. Danska bókakynningin er hluti af norrænni bókmenntakynn- ingu, sem nú fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík. Kynningin á Akureyri verður í Möðruvöllum, húsi raungreina- deilda MA, sunnudaginn 1. apríl og hefst kl. 16.00. Þar munu einnig Kjell Gall Jörgensen sendikennari kynna danskar bækur 1989. Bókakynning þessi er öllum opin og er þess vænst að sem flestir, sem áhuga hafa á að kynna sér danskar bókmenntir 1989 og hlusta á Helle Stangerup, láti sjá sig. Helle Stangerup. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema: Síðari hluti keppninnar fer fram á laugardaginn Síðari hluti Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturinn 1989-1990 verður haldinn í Odda, húsi hugvísindadeildar Háskóla fslands laugardaginn 31. mars n.k. Til úrslitakeppninnar er boðið þeim sem best stóðu sig í fyrri hluta keppninnar í haust. Rétt til þátttöku hafa 20 nemend- ur af efra stigi þeirrar keppni, en 10 af neðra stigi. Keppnin mun Hafliði Hallgrímsson stjómar Kammerhljómsveit Akureyrar Sunnudaginn 1. apríl kl. 17.00 heldur Kammerhljómsveit Akur- eyrar tónleika í Akureyrarkirkju. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Hafliði Hallgrímsson og einleik- ari verður Pétur Jónasson gítar- leikari. Á tónleikunum verður frum- flutt verk eftir Hafliða Hallgríms- son sem hann samdi á Akureyri sl. sumar og tileinkar hann Kammerhljómsveit Akureyrar verkið, sem nefnist FJÖLDI DAGDRAUMA (7 stykki fyrir litla hljómsveit). Heiti katlanna eru: Víkkandi sjónmál, Kirkjan á hæðinni, Dans, Bærinn að nóttu, Sumarkvöld og Öskudagur á Ak- ureyri. Pétur Jónasson mun flytja CONCERTO DE ARANJUEZ eftir Rodrigo. Pétur hefur áður flutt þetta verk í London og hlot- ið frábæra dóma breskra tónlist- argagnrýnenda fyrir flutning sinn á þessum flókna gítarkonsert. Á efnisskránni eru einnig rúmensk þjóðlög eftir Péla Bar- tók og ein af Parísarsinfóníum Haydns. Hafliði Hallgrímsson sellóleik- ari er búsettur í Edinborg. Að loknu námi heima á Akureyri og í Reykjavík dvaldist hann við nám í Róm og síðan í London. Hann hefur m.a. leikið á selló með skosku kammersveitinni og ensku kammersveitinni og tón- ýerk hans hafa verið flutt hér heima og víða erlendis, auk þess sem þau hafa komið út á hljóm- plötum. Bridgefélag Akureyrar: Minnmgannót um Alfreð Pálsson Næstu þrjá þriðjudaga þ.e. 3. 10. og 17. apríl n.k. verður hrað- sveitakeppni til minningar um Alfreð Pálsson. Mótið verður með eftirfarandi fyrirkomulagi: Pör tilkynni þátttöku í mótið en síðan verða stigahæstu pörin skv. Kynningar í frá kl. 15.00 til 18.30 Saltfiskur ★ Egilsdjús Kyrmingarverð í KJÖTBORÐI úrval kjöt- og fiskrétta t.d. hvítlauksstungið lambalæri, gráðostfylltur svínakambur, 3 teg. af buffi, ýsa í rækjusósu, saltfiskur, Espanole. Grillaöir kjúklingar á tilboöi. Tilboð Svínakambur reyktur, úrb. 898.- kr. kg. \/ Opið Mánudag. til fimmtudags frá kl. 09-18. Föstudag frá kl. 09-19. ★ Laugardag frá kl. 10-14. M54 Hrísalundur nýjustu stigaskrá tekin út og látin draga pör úr potti til liðs við sig. Keppt verður eftir nýju fyrir- komulagi sem er óþekkt innan félagsins. Keppt verður um farandbikar auk eignarbikara um I. 2. og 3. sætið sem gefnir eru af afkom- endum Alfreðs Pálssonar. Skráning keppenda verður að liggja fyrir í síðasta lagi fyrir sunnudagskvöld kl. 20.00 í síma 24624 (Ormarr). standa frá kl. 10 til kl. 14 í stofu 201 í Odda, en daginn eftir, sunnudaginn 1. apríl, er boðið til verðlaunahófs kl. 15 í Skólabæ, húsi Háskólans við Suðurgötu 26. Þar verða úrslitin kynnt og verð- laun afhent. Á báða þessa við- burði er blaðamönnum og ljós- myndurum boðið að mæta. Úr- slitin verða höfð til hliðsjónar við val keppenda í norrænu ólympíu- keppnina í stærðfræði sem fer fram í apríl og við val þátttak- enda í alþjóðlegri ólympíukeppni sem fer fram í Peking í Kína í sumar. Að keppninni standa Islenska stærðfræðifélagið og Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum. Keppnin er styrkt af ístaki h.f. og Steypustöðinni h.f. Deildakeppni í skák: Úrslitin ráðast Seinni hluti deildakeppninnar í skák fer fram í Reykjavík um helgina og verður teflt í húsa- kynnum Skáksambands íslands í Faxafeni. Skákfélag Akureyrar á tvær sveitir í 1. deild og var A- sveitin í 3. sæti og B-sveitin í 5. sæti eftir fyrri hluta keppninnar, en staðan í deildinni er mjög jöfn og tvísýn. Þrjár síðustu umferð- irnar verða tefldar á laugardag og sunnudag. Eyfirðingar og Húnvetningar eiga sveitir í 2. deild og voru þær í 4. og 6. sæti eftir fyrri hlutann. Sauðkrækingar og C-sveit Skák- félags Akureyrar (unglingasveit) kljást um sigurinn í A-riðli 3. deildar. í dag, föstudag, verður Hrað- skákmót íslands haldið í Reykja- vík og verða margir Norðlend- ingar þar á meðal keppenda og einnig ýmsir sterkir kappar úr Reykjavíkurskákmótinu. Akureyri: Fyrirlestur um söguheimspeki Á morgun, laugardag, kl. 14.00, mun Arnór Hannibalsson flytja erindi um söguheimspeki í húsa- kynnum Háskólans við Þórunn- arstræti. Arnór Hannibalsson þarf ekki að kynna, en eitt hinna mörgu efna sem hann hefur fengist við í Akureyri: Fundur fyrir aðstandendur aldraðra í dag verður haldinn fundur í stuðningshópi fyrir aðstandendur aldraðra. Fundurinn hefst klukk- an 17.00 í húsnæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri, Hafnar- stræti 99, 4. hæð. Guðrún Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður hjá Tryggingastofn- un ríkisins, ræðir tryggingamál á fundinum. Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir á fund stuðningshópsins. kennslu sinni er heimspeki sög- unnar; hugmyndirnar um að saga mannkynsins rekist ekki áfram fyrir hendingar og tilviljanir, heldur hafi hún stefnu, skiptist í skeið, eigi sér tilgang, hafi jafn- vel fyrirsjáanleg endalok og lúti m.ö.o. lögmálum, sem unnt sé að skilja og jafnvel nota til spá- sagna. Sú söguheimspekilega kenning, sem hefur verið hvað mest fyrirferðar á okkar öld er kenning marxismans, og sú kenn- ing er nú svo sannarlega á örlaga- ríkum tímamótum. Auk þess að reifa söguheimspeki almennt, mun Arnór fjalla um stöðu marxiskrar söguskoðunar nú um mundir frá sjónarhóli heimspekinnar. Þess utan hefur Arnór sínar pólitísku skoðanir og í umræðum eftir erindið er hann vafalaust til í umræðu á þeim nótum líka. Að fyrirlestrarhaldi þessu standa Samtök áhugamanna um heimspeki og Háskólinn á Akur- eyri. Aðgangur að erindinu er ókeypis og allir velkomnir, en kaffi verður selt í fundarhléi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.