Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 9 Reyklaus dagur 1. apríl 1. apríl Reyklaus dagur: Margir hyggjast hætta að reykja á sunnudag Á sunnudaginn, 1. apríi, er reyklaus dagur í tilefni af Þjóðarátaki gegn krabbameini/Til sigurs. Mark- miö með deginum er að sem ílestir leggi frá sér tóbakið, a.m.k. í einn dag en helst til frambúöar. Nokkrum sinnum áður hefur verið boðað tii reykiauss dags hérlendis en fram til þessa hefur þann dag ávallt borið upp á virkan dag. Víða um land fara fyrstu fermingamar fram 1. apríl og því má ætla að mikið verði um aö fóik komi saman af því tilefni. Fermingargestir eru því hvattir tii að sýna gott fordæmi og láta tóbakið í friöi þenn- an dag. Á Akureyri hefur frést af nokkrum hópum sem hyggjast leggja tóbakið á hiiluna á sunnudaginn og jafnvei lil frambúðar. Þar á mcðal eru nokkrar konur sem nýlega hafa iegið á Fæðinga- og kvensjúk- dómadeild FSA sem og starfsfólk á sömu deild. Dagur óskar þessu fólki veifarnaðar í baráttunni gegn reykingum sem og öðru fólki senr hyggst hætta að reykja á sunnudag. VG Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis: Hvetur fólk til að taka vel á móti söftiunarfólki Um helgina mun söfnunarfólk á vegum aðildarfélaga Krabba- meinsfélags íslands ganga í hús um allt land og taka við frjáls- um framlögum í þriðja þjóðar- átakinu gegn krabbameini. Að þessu sinni verður fénu sem safnast varið til grunnrann- sókna á krabbameini og stuðn- ingi við krabbameinssjúklinga svo eitthvað sé nefnt. Söfnunarfólkið verður auð- kennt með sérstökum barm- merkjum og mun það ýmist taka við framlögum í formi peninga eða ávísana, en einnig getur fólk látið taka út af greiðslukorta- reikningum sínum. Gefendur fá í viðurkenningarskyni afhentan bækling með heilsuboðorðum auk þess sem þeir fá kvittun fyrir framlaginu sem er frádráttarbært til skatts. Á Akureyri og í nágrenni nrun söfnunarfólk á vegum Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis ganga í hús en auk þess að taka á móti framlögum til þjóðarátaksins, mun þeim sem ekki eru þegar styrktaraðilar í félaginu verða boðið að gerast félagsmenn. KAON er nú nálægt því að vera stærst aðildarfélaga Krabbameinsfélags íslands og er stefnt að því að eftir helgi verði það orðið það stærsta. í tilefni átaksins verður skrifstofa KAON að Hafnarstræti 95 á Akureyri opin bæði á morgun, laugardag og á sunnudag frá kl. 13.00 til 19.00. Þangað eru allir velkomnir sem vilja ýmist leggja fram fé eða forvitnast um starfsemi félagsins. Þar munu sömuleiðis verða veitt góð ráð til þeirra sem hyggjast nota tækifærið til að hætta að reykja. Forsvarsmenn KAON hvetja Akureyringa og nærsveitunga eindregið til að taka vel á rnóti söfnunarfólki og hvetja sömu- leiðis alla þá sem ekki eru félagar að láta skrá sig í félagið. VG KAON: Sjómenn hætta að reykja: „Nuddað“ í þeim sem enn reykja - fréttir af áhöfnum á Hrímbak og Björgúlfi Mikiil áhugi virðist hafa vakn- að meðal sjómanna á Evja- fjarðarsvæðinu um að hætta að reykja. Dagur hefur þegar frcgnað af sjómönnum á nokkrum skipum sem hafa nýlega hætt að reykja og var t.d. nýlega rætt við skipverja á Margréti EA sem voru að hætta að reykja með góðum árangri. Síðast þegar fréttist af þeim var önnur vaktin orðin algerlega reyklaus og hafði reykingamönnum fækkað um helming um borð. Dagur hafði í vikunni samband við tvö Eyjafjarðarskip, Hrím- bak EA 306 frá Akureyri og Björgúlf EA 312 frá Dalvík. Að sögn Stefáns Aspar skipstjóra á Hrímabaki eru þrír skipverjar nýhættir að reykja og gengur þeim að sögn skipstjórans ágæt- lega sú barátta. „Sumir segja að þetta sé átak en aðrir lirista sig og segja þetta ekkert mál.“ Stefán segir að sumir þeirra hafi fengið ágæta hvatningu áður en þeir hættu, t.d. hafi einn þeirra lofað að hætta að reykja í upphafi túrs ef þeir fengju fullfermi. „Ég hét honum að við færum ekki í land fyrr en við næðum því og ég stóð við það!“ Stefán segir það sína reynslu, að að jafnaði reyki um helmingur skipsáhafnar en í augnablikinu líti málið heldur betur út um borð í Hrímbak. Sjálfur hætti hann að reykja fyrir tveimur árum en hafði þá reykt í 30 ár þar af verið stórreykingamaður í 10- 15 ár. „Mér hefur gengið alveg Ijómandi vel og segi hikiaust að þetta er ekkert mál,“ sagði Stefán. Aðspurður um góð ráð til þeirra sem vilja hætta sagðist Stefán ráðleggja fólki að undir- búa sig vel með góðum fyrirvara. „Þegar nær iíður er þetta ekkert kvíðvænlegt því ákvörðunin er orðin svo föst í manni og traust." Stefán sagðist vonast til að sem flestir noti tímann á reyklausa deginum til að leggja frá sér tóbakið og hugsa máliö rækilega. Hann reiknaði með að áhöfnin yrði heima um helgina, en þeir voru á veiðum fyrir vestan land í vikunni. Um borð í Björgúlfi er hlutfall reyklausra mjög gott, þar reykja aðeins 4 menn af 15 manna áhöfn. Þeir fjórir sem reykja fá víst að finna dálítið fyrir því hjá öðrum áhafnarmeðlimum og mun vera „nuddað" dálítið í þeim. Þá ber að geta þess að kokkurinn hætii að reykja fyrir S árum en tók upp á því í st iðinn aó taka í vörina, en aö sögn félaga hans er hann mikill nautnaseggur. Björgúlfur var á leiðinni í land þegar við töluðum við þá og bjuggust þeir við að vera í landi um helgina. Reyk- ingamennirnir fjórir gætu þá not- að tækifærið og heimsótt Hall- dóru Bjarnadóttur á skrifstofu KAON, en skrifstofan verður opin bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13.00-19.00. VG Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis: Stoftiun „Styrks“ í burðarBðnuin Nú stendur fyrir dyrum að stofna á Akureyri samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra undir nafn- inu Styrkur, en samskonar félag er starfrækt í Reykjavík síðan í október 1987. Tilgang- ur samtakanna er að efla sam- hjálp og stuðning meðal krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, auka fræðslu, opna umræður um krabbamein og stuðla að bættri aðstöðu. Nýlega stóð til að Hermann Ragnar Stefánsson félagsmála- fulltrúi hjá Krabbameinsfélagi íslands kæmi til Akureyrar og að þá yrði formlega gengið frá stofn- un Styrks á Akureyri. Því miður varð ekkert af því vegna veðurs en þeir sem áhuga hafa á að starfa í samtökum á borð við Styrk eru beðnir um að hafa sam- band við skrifstofu Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis því mikill áhugi er fyrir því að vita um hugsanlegan fjölda þeirra sem myndu vilja vera með. Meðal þess starfs sem unnið hefur verið á vegum Styrks í Reykjavík er að fengnir hafa ver- ið fyrirlesarar um ýmis málefni sem varða krabbameinssjúkl- inga. Má þar nefna fyrirlestur um macrobíotískt fæði, streitu, nýiu Krabbameinsdeild Landspítal- ans og tækjabúnað þar. Þá hafa verið haldnir margir kaffifundir þar sem m.a. er tekið í spil eða féiagar hafa hist og farið saman í gönguferðir. Telja þeir sem reynt hafa það mikinn styrk að hitta annað fólk sem hefur svipaða reynslu að baki. VG Það er svo sannarlega ástæða til að flagga fyrir skipverjunum á Hrímbak sem nú eru að hætta að reykja.j Myndin var þó tekin af öðru tilefni. Meðlimir í Styrk hittast reglulega og drekka sanian kaffi, hlýða á fyrirlestra og fara í gönguferðir. Lungnakrabbamein og reykingavamir - megin áherslurnar í vetur Mikil gróska hefur verið í starfsemi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis undanfarin ár. Á skömmum tíma hefur félögum fjölgað svo mjög, að það nálgast nú að vera stærst aðildarfélaga Krabbameinsfélags íslands. Um helgina er stefnt að því að bæta um betur og samhliða fjársöfnun, að safna félögum og gera þann draum að veru- leika, að KAON verði stærsta aðildarfélag Krabbameins- félags íslands. Formaður félagsins er Jónas Franklín sérfræðingur í kvensjúkdóm- um og fæðingarhjálp. í vetur hefur megin áhersla hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis verið lögð á reykinga- varnir og fræðslu um lungna- krabbamein. Formaður félagsins og starfsmaður þess, Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur hafa haldið fyrirlestra á fundum hjá ýmsum félagasamtökum en í fyrra fræddu þau félaga í ýmsum klúbbum um breytingaskeið karla og kvenna við góðar undir- tektir. Af öðrum föstum þátturn í starfsemi KAON má nefna fræðslu um reykingavarnir í grunnskólum og hvers konar aðstoð við krabbameinssjúkl- inga. Þá eru á skrifstofu KAON veittar ráðleggingar til þeirra sem vilja hætta að reykja og þar er sömuleiðis hægt að nálgast bækl- inga um sama málefni. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.