Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 30. mars 1990 SALTFISKVEISLA Á BAUTANUM Ristaðir saltfiskbitar „Portúgal". Pönnusteikt saltfiskflök með hrísgrjónum og karrýsósu „ofnbakað". Hvítlaukskryddaðir, ristaðir saltfiskstrimlar með piparrót. Rjómasoðinn saltfiskur í hvítlaukstómatsósu. MSKÞ Húsavík: Bauluvörur úr þingeyskri mjólk - samstarfssamningur milli KÞ og MBH, um jógúrtgerð fyrir norðan og vörudreifmgu fyrir sunnan Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga og Kaupfélag Þing- eyinga hafa gert samstarfs- samning viö Baulu í Hafnar- firöi. MSKÞ tekur að sér fram- leiösiu á Baulujógúrt og sýrö- um rjóma, en Mjólkurbú Hafnarfjarðar tekur að sér sölu og dreifingu á hverri þeirri matvöru sem mjólkursamlagið og kaupfélagið óska að setja á markað í Reykjavík og ná- grenni. Síðastliðinn laugardag var skrifað undir samkomulagið milli MSKÞ og KÞ annars vegar og Mjólkurbús Hafnarfjarðar hf. hins vegar. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að MSKÞ taki að sér að framleiða Baulujógúrt og Baulu sýrðan rjóma fyrir Mjólk- urbú Hafnarfjarðar hf. en það sjái hins vegar um sölu og dreif- ingu framleiðslunnar. MSKÞ mun áfram framleiða Húsavík- urjógúrt og mun MBH sjá um sölu og dreifingu hennar í Reykja- vík og nágrenni. MBH mun leggja til þau tæki sem þarf til framleiðslunnar og verða þau flutt norður og sett upp í húsnæði mjólkursamlags- ins. Með þessu samkomulagi opn- ast möguleikar til aukinnar mark- Fjallahreppur: Aldrei mokað en enginn skortur „Ég hef ekki farið í kaupstað síöan í byrjun janúar, en mig vantar ekki neitt,“ sagði Sig- ríður Hallgrímsdóttir í Gríms- tungu, Fjallahreppi er Dagur spurði í gær eftir samgöngum og tíðarfari. Ekki hefur verið bílfært í hreppinn síðan um 20. febrúar, og þangað er aldrei mokað á veturna. Samgöngur við hrcppinn eru á snjóbíl og vélsleöa og nauðsynjar eru sóttar á þeim farartækjum, um 40 km leið í útibúið við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Tvö börn Sigríðar og Braga Benediktssonar eru við nám í Skútustaðaskóla og eru þar í á Siglufirði: Parketið komið á sinn stað - húsið vígt um eða Þessa dagana er verið að Ijúka við að parketleggja nýja íþróttahúsið á Siglufirði. Þar með sér fyrir endann á loka- frágangi hússins og inun það væntanlega verða forndega tekið í notkun um eöa eftir páska. Aö sögn Þráins Sigurðssonar, bæjartæknifræðíngs á Siglufirði, þurfti að fá nokkrar fjalir tii við- bótar frá Danmörku vegna þess að hluti parketsins skemmdist í flutningi til landsins. Eftir helgina verður byrjað að múla allar nauðsynlegar lín- ur á gólf hússins fyrir hand- knattleik, blak, hnit, körfubolta o.fl. Að þv( búnu verður gólfið lakkað og þar með verður húsið tilbúið til notkunar. Búið er að kaupa ýmsan tækjabúnað f húsið. Má þar nefna htmdknattleiksmörk, blaknet og jafnvægisslá. óþh heimavist, en í og úr helgarfríum er þeim ekið á snjósleða. Um 60 km leið er að skólanum. Fimm íbúar eru að staðaldri í hreppnum í vetur, á fjórum bæjum. Bragi sér um póstsam- göngur í hreppnum, og að Möðrudal, tvisvar í viku, en póst- inn sækir hann á vélsleða eða snjóbíl niður í Mývatnssveit, og þá nær hann einnig í nauðsynja- vörur handa fólkinu. Sigríður sagði að talsvert mikill snjór væri á Hólsfjöllum en hann hefði þó oft verið meiri. Ótíð væri þó búin að vera í langan tíma, án þess að gert hefði hláku, óvenju stormasamt væri og lítið um stillur, en oft öskurenningur. „Við erurn svo vön þvf að þurfa að vera sjálfum okkur nóg á allan hátt. Þó reynum við að komast á svona eitt þorrablót á vetri, en annars höfum við ofan af fyrir okkur sjálf,“ sagði Sigríð- ur, aðspurð hvort hún saknaði ekki samkomuhaldsins í þéttbýl- inu. IM aðssetningar fyrir Kaupfélag Þingeyinga, þar sem gert er ráð fyrir því í samkomulaginu að MBH taki að sér sölu og dreif- ingu á hverri þeirri matvöru sem MSKÞ eða KÞ óska að setja á markað í Reykjavík og nágrenni. Með samkomulagi þessu telja aðilar sig ná fram aukinni hag- ræðingu vegna betri nýtingar á tækjabúnaði, starfsfólki, húsnæði og fleiru, auk þess sem með þessu er stefnt að því að flytja vinnslu injólkur heim í þau héruð þar sem hún verður til, en MBH og Baula munu þá sérhæfa sig í sölu og dreifingu á þeim markaði þar sem það fyrirtækið er staðsett. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri, sagði að gert væri ráð fyrir að vinnsla á Bauluvörunum hæf- ist hjá mjólkursamlaginu fyrir vorið. Eitthvað af nýjuin atvinnutækifærum skapast við þessar breytingar hjá mjólkur- samlaginu. Aðspurður sagði Hreiðar að hann teldi samkomu- lagið hagkvæmt fyrir báða aðila, með þessu væri rennt fleiri stoð- um undir rekstur samlagsins sem fyrir byggði á nokkrum grunni við jógúrtgerð. IM Rakkinn hugsar málið! Mynd: KL Jóhann A. Jónsson hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar: „Bjarga verður ÚNÞ frá gjaldþrotf Jóhann A. Júnsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf., telur ólík- legt að fyrirtækið geti yfirtekið eða keypt rekstur Útgerðar- félags Norður-Þingeyinga nema fyrir upphæð, sem nægi til að bjarga ÚNÞ frá gjald- þroti. Jóhann A. Jónsson hefur setið á Alþingi undanfarnar tvær vikur í forföllum Stefáns Valgeirssonar. „Aðalvandinn er sá að bjarga verður útgerðarfélaginu frá gjaldþroti," segir Jóhann. Varð- andi Stakfellið ÞH segir hann, að nákvæmlega sé sama hvort gera eigi skipið út sem frystiskip eða ísfiskskip við núverandi skuld- setningu, það standi engan veg- inn undir sér. Jóhann segist ekki vita til að sá möguleiki sé í umræðunni að Hraðfrystistöð Þórshafnar yfir- taki rekstur Stakfellsins ÞH sér- staklega, og sér vitanlega hafi það ekki verið rætt af alvöru að selja Stakfellið frá Þórshöfn, þótt heimamenn yrðu sjálfsagt síðast- ir til að frétta af slíkri umræðu, eins og hann orðaði það. „Þessi mál eru í athugun í kerfinu, og Fóðurstöðin á Dalvík innsigluð sl. miðvikudag: „Liggur ekkert annad ívrir en upplausn“ Fulltrúi sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu innsiglaði Fóðurstöðina á Dalvík síðla miðvikudags vegna vangoldins staðgreiðsluskatts fyrir síðustu fjóra mánuði. Verði Fóður- stöðin ekki opnuð aftur í dag segja eyllrskir loðdýrabændur ekkert annað liggja fyrir en að lóga öllum dýrunum og leggja þar með niður ioðdýrabúskap á svæðinu. Fóðri er yfir vetur- inn keyrt út til loðdýrabúa í umdæmi Fóðurstöðvarinnar á Dalvík á þriðjudögum og föstudögum. Fóður er því með öllu á þrotum í búunum og ekki gramm til þess að fóðra í dag. Símon Ellertsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurstöðvarinn- ar, segist hvað síst hafa búist við aðgerðum af hálfu sýslumanns- embættisins og þær hefðu komið mjög á óvart. Símon sagði að eft- ir að stöðinni var lokað hafi menn verið í sambandi við hlut- aðeigandi aðila „fyrir sunnan“, en ekki hafi verið nokkur leið að fá nein svör. Símon segir að síðasta hálm- stráið sé ríkisstjórnarfundur fyrir hádegi í dag og loðdýrabændur á Eyjafjarðarsvæðinu muni hittast að honum loknum og ræða stöð- una. Skarphéðinn Pétursson, einn eigenda Dalalæðunnar í Svarfað- ardal og stjórnarmaður í Fóður- stöðinni á Dalvík, sagði í gær að menn undruðust mjög þessar að- gerðir vegna þess að fyrir hefði legið að verið væri að vinna að úrlausn fjárhagsvanda fóður- stöðvanna og skuldbreytingu lána loðdýrabænda. „Það er ekki eins og sé verið að loka einhverju frystihúsi þar sem hægt er að segja starfsfólki að fara heim. Hér á svæðinu eru fleiri þúsund dýr á fóðrum og það er alvarlegur hlutur að nú er minkurinn kominn á miðja með- göngu. Hann þolir ekki að missa úr einn fóðurdag," sagði Skarp- héðinn. Að sögn Hauks Valdimarsson- ar, loðdýrabónda á Skeiði í Svarfaðardal, hafa menn haldið í vonina fram á þessa stundu með úrlausn en ef ekki finnist lausn í dag liggi fyrir að að drepa niður stofninn. „Það liggur þá ekkert annað fyrir en upplausn. Þessi aðgerð er til að kóróna allt í kring um þessi mál,“ segir Hauk- ur. óþh þau eru að skýrast. Greiðslu- stöðvun ÚNÞ rennur út 1. apríl. Viðbrögð við okkar málstað hafa verið góð, ríkisstjórnin hefur samþykkt málaleitan okkar og stjórn Byggðastofnunar einnig.“ EHB Slippstöðin: Lokað í hálfan mánuð Öll vinna í Slippstöðinni á Akureyri mun liggja niðri í kringum páskahátíðina. Starfs- menn fá páskafrí næstkomandi föstudag og mæta ekki aftur til vinnu fyrr en mánudaginn 23. aprfl. Alls verður felld niður vinna í sex vinnudaga. Að sögn Sigurðar Ringsted, forstjóra Slippstöðvarinnar, er ástæða þessa fyrst og fremst verk- efnaleysi. Ef allt hefði gengið að óskum í sölumálum á raðsmíða- .skipinu og skipið hefði verið selt til Meleyrar var ætlunin að vinna við skipið strax eftir páska. Eftir síðustu atburði í því máli er ljóst að fyrstu vikurnar eftir páska verða rólegar hvað verkefni varðar. Sem kunnugt er hafa staðið yfir viðræður um srníði Slipp- stöðvarinnar á skipi fyri íslensk- an útgerðaraðila. Sigurður segir að í aprílmánuði verði ljóst hvort af þessari smíði verði og fari svo muni raðsmíðaskipið verða sjó- sett strax í vor og undirbúningur að smíði nýs skips hefjast í sumar. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.