Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 7 Galgopar litu við á ritstjórn Dags í vikunni og tóku lagið fyrir starfsfólk við mikinn fögnuð. Þeir félagarnir gáfu sýnishorn af söngdagskránni sem þeir flytja í Freyvangi. Jólaskemmtun í Freyvangi: Gal-gopar af ýmsum stærðum og gerðum Hlíðarbær: Söng- skemmtun og dans- leikur Söngsveit Hlíðarbæjar heldur árshátíð sína í Hlíðarbæ á morgun, laugardag. Húsið verð- ur opnað kl. 21.30 en skemmtun söngsveitarinnar kl. 22.00. Stjórnandi söngsveitarinnar er Guðlaugur Viktorsson. Undir- búningsnefndin sér um kaffiveit- ingar. Að söngskemmtuninni lokinni hefst dansleikur þar sem hljóm- sveitin Fimm félagar, með Pálma Stefánsson í fararbroddi, leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Hin árlega jólaskemmtun Söng- sveitarinnar Gal-gopar og Kammersveitar Öngulsstaða- hrepps verður haldin í Freyvangi annað kvöld, laugardagskvöldið 31. mars. Söngsveitin Gal-gopar er skip- uð fimm föngulegum sveinum á besta aldri en á dagskrá hjá þeim eru lög af ýmsum stærðum og gerðum, eins og reyndar hljóm- sveitarmeðlimir eru sjálfir. Það kann að hljóma undarlega að halda jólaskemmtun seint í mars en að sögn söngsveitar- manna kom heilsu- og veðurfar í veg fyrir að skemmtunin var haldin á réttum tíma. Þá hvíslaði lítill fugl að umsjónarmönnum þessa þáttar að einkennisbúning- ur Gal-gopa væru stuttbuxur og saltfiskbindi, en gestir á jóla- skemmtuninnni munu einir kom- ast að hinu sanna í því ntáli. Jólaskemmtun Gal-gopa og Kammersveitar Öngulsstaða- hrepps hefst kl. 22.00 en dans- leikurinn stendur til kl. 03.00. Félagarnir vonast til að sent flest- ir láti sjá sig á þessari einstöku skemmtun sent þeir lofa að verði lengi í minnurn höfð. Kaupmannafélag Akureyrar: Aðalfundur á Hótel KEA Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar verður haldinn laug- ardaginn 31. mars 1990 á Hótel KEA og hefst stundvíslega kl. 13.30. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Guðjón Oddsson formaður Kaupntanna- samtaka Islands og Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands og munu þeir félagar ræða mál sam- takanna og svara fyrirspurnum. Auk þess munu Héðinn Ernils- son og Sigurður Harðarson full- trúar Vátryggingafélags íslands kynna nýjan samning við Kaup- mannasamtök íslands varðandi tryggingar aðildarfélaga. Örn Ingi á vinnustufu sinni á Akureyri. Honum á hægri hönd er myndverkiö Háspil I, þar sem Súlur og Kaldbakur prýða sama rainmann. Mynd: kl Reykjavík: Öm Ingi sýnir í FÍM salnum Örn Ingi, myndlistarmaður frá Akureyri, sýnir máluð mynd- verk í FIM salnuni við Garða- stræti í Reykjavík dagana 31. mars-17. apríl að föstudegin- um langa og páskadegi undan- skildum. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 31. mars kl. 14 og eru Norðlendingar sem eiga leið um Reykjavík sérstaklega velkomn- ir. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla opnunardaga. í samtali við Dag sagðist Örn Ingi vera að gera tilraun til að sameina skúlptúr og málverk og það yrði fróðlegt að sjá viðbrögð fólks við þessum myndverkum. Þetta er 20. einkasýning Arnar Inga, en hann hefur einnig tekið þátt í um 40 samsýningum hér- lendis og erlendis. Nú eru liðin 10 ár frá fyrstu einkasýningu hans í Reykjavík, en á þeirri sýningu keypti Listasafn íslands mynd af Erni Inga. SS Dorgað á Ljósavatni á morgun Um kl. 10.30 í fyrramálið hefst á Ljósavatni dorgveiðikeppni á vegum ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri. Veitt verður til kl. 16 en þá verður farið yfir aflann og margs konar verðlaun veitt. Dorgveiðikeppni var síðast haldin á Mývatni árið 1988 en var þá landskeppni íslands og Noregs. Að þessu sinni er keppn- in öllunt opin, tilvalin helgar- skemmtun fyrir fjölskylduna. Þátttökugjald er ekkert og ef fólk hefur áhuga á að taka þátt en á ekki útbúnað getur það haft samband við ferðaskrifstofuna og hugsanlega fengið lánaðan út- búnað. Ungmennafélag Skriðuhrepps: Sveitasin- fónían sýnd á Melum Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps ráðgerir þrjár sýn- ingar á Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds á Melum í Hörgárdal um helgina. Sýningar verða á föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 21.00 og einnig er áætlað að hafa sýningu á sunnudagskvöld á sama tíma. Óhagstætt veðurfar og ófærð hafa raskað sýningum á Melum en nú er vonast til að Sveita- sinfónían geti glatt áhorfendur á ný. Sýningin fékk mjög góða dóma og þykir afar skemmtileg upplyfting. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen og leikendur eru sextán talsins. © KAUPMENN! Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 31. mars 1990 á Hótel KEA og hefst kl. 13.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins: Guðjón Oddsson formaður Kaupmannasamtaka íslands, Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands ræða mál samtakanna og svara fyrirspurnum. Héðinn Emilsson og Sigurður Harðarson fulltrúar Vátryggingafélags íslands kynna nýja samninga við Kaupmannasamtök íslands varðandi tryggingar aðildarfélaga. Stjórnin. hJÓÐARÁTAK GEGN KRABBAMEINI 31. mars -1. apríl 1990 KRABBAMEINSFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS (K.Á.O.N.) vill minna alla Akureyringa og nærsveitunga á þjóðarátakið 31. mars og 1. apríl n.k. Takið vel á móti söfnunarfólkinu og stuðlið að því að gera K.Á.O.N. að fjölmennasta aðildarfélagi Krabba- meinsfélags íslands með því að gerast stuðnings- félagar K.Á.O.N. Krabbameinsfélagið Auglýsing frá Menntamála- í ráði Islands um styrk- veitingar árið 1990. Menntamálaráð íslands veitir nokkra styrki úr Menningar- sjóði til listamanna, sem hyggja á dvöl erlendis til að vinna að listgrein sinni. Til úthlutunar er alls kr. ein milljón. Umsóknum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um fyrir- hugaða dvöl. Þeir, sem ekki hafa hlotið sams konar styrk frá menntamálaráði sl. fimm ár, ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráði íslands, Skál- holtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 22. apríl 1990. Nauösyn- legt er, að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Menningar- sjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Menntamálaráð íslands. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, bróöur, mágs og föðurbróður, ÓSKARS ILLUGASONAR, Réykjahlíð 1. Sigrún Hallfreðsdóttir, Valgeir lllugason, Guðrún Jakobsdóttir, Kristjana, Matthildur, Valgerður og Guðrún María Valgeirsdætur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.