Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 11 Akureyri: Samvinna um framleiðslu á tölvupappír - Prentlundur og Oddi hf. Forráðamenn Prentlundar á Akureyri boðuðu til kynning- arfundar sl. föstudag. Tilefnið var að kynna nýja tölvupappírs- framleiðslu fyrirtækisins og bættan vélakost. Á kynningarfundinum kom fram að Prentlundur og Prent- smiðjan Oddi hf. í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamn- ing um samvinnu 'og gagnkvæm viðskipti við framleiðslu á tölvu- pappír. Hjá Prentlundi verða framleiddar þær tegundir af tölvupappír sem forsvarsmenn fyrirtækisins telja hagkvæmt að framleiða á Akureyri en aðrar gerðir tölvupappírs verða fram- leiddar hjá Odda en til sölu hjá Prentlundi. I staðinn mun Prent- lundur framleiða aðrar tegundir fyrir Odda hf. til sölu á markaði í Reykjavík. Meðal þeirra pappírsgerða, sem Prentlundur er að hefja framleiðslu á, er tölvupappír úr endurunnum pappír og blaða- pappír. Gert er ráð fyrir að slíkur pappír verði um 15% ódýrari en hefðbundinn tölvupappír sömu gerðar. Prentlundur mun framleiða alla lagervöru undir merki og gæðaeftirliti Odda hf. gera samstarfssamning Halldór Hauksson, framkvæmdastjóri Prcntlundar, við tölvupappírsprent- vélina. Mynd: KL ÍOItLMiJÍ MöldursL BflASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. MMC Lancer, 1500 GLX, 5 gíra. Litur hvítur, ek. 26 þús. km, árg. '88, verð 750.000,- Toyota Corolla Sedan LX. Litur rauður, ek. 40 þús. km, árg. '88, verð 760.000,- Lada Sport, 4ra gíra. Litur rauður, ek. 28 þús. km, árg. '88, verð 540.000,- Arkað af stað í ágætu veðri en sú sæla stóð ekki lengi. Vetraríþróttahátíð ÍSÍ: Skíðaskáiar glírndu við ofeaveður í Hlíðarfjai Seinnipart föstudagsins 23. mars 1990 lögðum við, 20 skátar, af stað frá Skíðastöðum klyfjuð bakpokum og með skíði á fótum. Stefnan var tekin á skíðastökk- pallinn og ekki staðar numið fyrr en komið var að hentugu gili fyrir tjaldbúðirnar. Strax var hafist handa við byggingu skjólgarða, tjöldin reist og eldhús búin til. Vinna þessi entist okkur fram á kvöld. Þá var sest að snæðingi og síðan haldið í háttinn. Þar sem veður var ekki ýkja skemmtilegt morguninn eftir vor- um við ekkert að hraða okkur við fótaferðina og teygðist hún því fram undir hádegi. En fljótlega upp úr hádeginu mætti sjónvarp- ið á staðinn og tók nokkrar vel valdar myndir. Eftir hádegið hófst svo hið árlega bikarmót Skíðasambands skáta og var byrjað á kappgöngu, skíðastökki og löglegri fallkeppni. Auk þess- ara keppnisgreina voru aðrar greinar, s.s. matar- og eldhús- gerð, mútugjöf og ljóðagerð. Eft- ir harða keppni kom í ljós að Ari Gunnar Óskarsson bar sigur úr býtum, en annað sætið vermdi Þór Steinarsson og það þriðja Sigurður Hólm Sæmundsson. Um kvöldið skánaði veðrið mikið og skinu stjörnurnar bjart þegar við gengum til náða. Ekki var veðrið skaplegt sunnudagsmorguninn 25. mars, en þá var komin brjáluð suðvest- anátt í Fjallinu. Af þeim sökum var hætt við að halda inn á Gler- árdal og í staðinn gengið frá tjaldbúðunum og haldið til baka ofan í Skíðahótel. Ferðin þangað gekk stórslysalaust fyrir sig en hvassviðri var mikið og máttu sumir úr „léttvigtinni“ kasta sér flötum annað slagið til varnar því að fjúka ekki út í hafsauga. Snjórinn sagaður í sundur og búinn til skjólveggur. Ari Gunnar Óskarsson, sigurvegari í bikarkeppni Skíðasanibands skáta, ásamt Þór Steinarssyni og Sigurði Hólni Sæmundssyni sem urðu í 2. og 3. sæti. Eftir u.þ.b. tveggja stunda veru á verkstæði Skíðahótelsins renndi hópurinn sér niður í bæ. Um kvöldið safnaðist hópurinn svo saman og fór í bíó í sárabæt- ur fyrir að ekki varð meira úr ferðinni. Þess má til gamans geta að bikarmótið var eina greinin sem keppt var í laugardaginn 24. mars í Hlíðarfjalli. Asgeir Hrciðarsson AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.90-15.04.91 kr. 2.598,14 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS MMC Lancer station 4x4. Litúr hvítur, ek. 44 þús. km, árg. '87, verð 850.000,- Vagoner Limeted. Litur blár, ek. 45 þús. km, árg. '86, verð 1.700.000,- MMC Colt 1200. Litur hvítur, ek. 68 þús. km, árg. '86, verð 410.000,- Range Rover. Litur d.grænn, ek. 132 þús. km, árg. '81, verð 780.000,- ★ Greiðslukjör við allra hsfi Höldursf. bíiasaia við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.