Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 13
oeer ats.Tí .or k»y shll Rlí'DAQ - Sf Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 13 áfengismál Af hveiju eru alkóhól- istar meira einmana? Allir þeir sem drekka áfengi í miklum mæli þjást að einhverju leyti af einmanaleikakennd; þess- ari hræðilegu tilfinningu að vera einn, vera ekki skilinn, vera úti- lokaður frá tækifærum lífsins og allt vegna aðgerða eða aðgerða- leysis annarra. Vegna afneitunar á drykkjunni og afleiðingum hennar, sér alkóhólistinn ekki þátt sinn í málinu. Einmanaleik- inn, einstæðingsskapurinn og sjálfsvorkunin eru einkenni sem fara að gera vart við sig um leið og stjórnleysiseinkennin eru til staðar. Sjálfsvorkunnin er afleið- ing sjálfshyggjunnar, en allt drykkjufólk missir smám saman sjónar á óskum og væntingum annarra og finnst sem því komi slíkt ekkert við vegna eigin erfið- leika. Aumingja ég, sérðu ekki hvað ég á erfitt? Þetta kann að hljóma eins og brandari, en fyrir alkóhólistann er þetta ekkert grín heldur kald- hæðnisleg staðreynd, og í ljósi þessarar staðreyndar fer alltaf að verða mjög erfitt að umgangast þetta fólk. Pað hefur allt á horn- um sér, líður stöðugt illa og frekjast áfram, tillitslaust og eig- ingjarnt. Þetta á ekkert skylt við sjálfsvirðingu, heldur er hér um að ræða sjálfsfy rirlitningu og stöðugt lækkandi sjálfsmat. Sjálfshyggjan gerir það jafnframt að verkum að alkóhólistinn verð- Ingjaldur Arnþórsson. ur stöðugt á varðbergi gagnvart því að láta ekki ganga á sér. Þetta kemur fram sem óútskýr- anlegur hroki og stórmennska þegar síst skyldi. Að vera alltaf í vörn, að þurfa alltaf að passa upp á að einhver notfæri sér ekki góð- mennsku manns, gerir það að verkum að maður snýr vörn í sókn og ræðst af offorsi og geð- vonsku á alla þá sem þurfa að hafa einhver samskipti við mann, til að fyrirbyggja að maður sé eða verði misnotaður. Það er einmitt þess vegna sem alkóhólistar eru meira einmana en annað fólk. Með því að búast alltaf við því versta frá öðru fólki dregst alkó- hólistinn til meiri og meiri ein- Scháferdeild Hundaræktarfélags íslands: Sænskur dómari gerir úttekt á Scháferhimdastoöiinmn Dagana 21. og 22. apríl nk. mun sænski dómarinn Fredrik Nor- gren verða staddur hér á landi í annað sinn til úttektar á scháfer- hundastofninum. Hann mun skoða alla þá scháferhunda sem óskað verður eftir og að skoðun lokinni halda fyrirlestur um ræktun, uppeldi og meðferð þessarar hundategundar auk þess sem hann mun svara fyrirspurn- um varðandi úttektina. Markmiðið með þessari skoð- un er að fá fram hvert sé ástand scháferhundastofnsins hérlendis og finna um leið hæfustu undan- eldisdýrin. Fredrik Norgren hefur um ára- bil vakið athygli fyrir sýningar og dóma á scháferhundum, auk þess sem hann hefur hlotið heið- ursverðlaun sænska Kennel- klúbbsins (Hamelton placketten) fyrir framúrskarandi ræktun á scháferhundum og alþjóðavið- urkenningu til að dæma um 20 vinnuhundakyn. Allir áhugamenn um bætta ræktun og meðferð scháferhunda hérlendis eru hvattir til að nýta sér þekkingu þessa fræðimanns. Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu H.R.F.f. og hjá Kristínu í síma 91-656226, en skráningu í skoðunina lýkur þriðjudaginn 3. apríl. FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmálafundur verður í Hafnarstræti 90, Akureyri, mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Rætt um dagskrá bæjarstjórnarfundar á þriöjudag 3. apríl Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Aktu eins og þú vilt l að aðrir aki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR »RÁÐ angrunar, meiri og meiri ein- manaleika og meiri og meiri sjálfsvorkunar. Hvað er til ráða? Lagast þetta ekki sjálfkrafa ef alkóhólistinn hættir að drekka? Nei og aftur nei, þetta lagast ekki sjálfkrafa. Nú skulum við rifja upp þcgar við vorum að hefja kynni við maka okkar. Munið þið vellíðanina, sæluna af að vera stöðugt gef- andi, bjóðandi út að borða, í leikhúsið eða bíó eða hvað sem er? Sjáið þið í hverju þetta liggur? Það er ekki bara að vera ástfanginn, heldur að vera gef- andi en ekki bara krefjandi eða þiggjandi. Svona auðvelt er þetta. Að ráða niðurlögum ein- manaleikans og sjálfsvorkunnar- innar felst að miklu leyti bara í að fara að gefa af sjálfum sér, treysta fólki, og sækjast eftir umgengni við fólk, líka fólk sem hefur ekki sömu skoðanir og við. Nú skulum við hætta að hugsa „aumingja ég“ og fara að hlusta á hvað annað fólk hefur að segja og er að gera. Ef til vill þá, þegar við sjáum og skiljum að við erum ekki nafli alheimsins, auðnast okkur að uppgötva að erfiðleikar okkar eru á engan hátt meiri eða merkilegri en gengur og gerist og því engin ástæða til frekari sjálfs- vorkunnar og einmanaleika. Ingjaldur Arnþórsson. Hörundur cr ráðgjalí S.Á.Á. - Norður- landsdcildar. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtaldri fasteign fer fram á eigninni sjálfri, á neðangreindum tíma: Hjarðarslóð 2 b, Dalvík, þingl. eig- andi Stefán Georgsson, miðvikud. 4. apríl '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Vi Aðalfundur Glerárdeildar KEA verður haldinn í Glerárkirkju föstudaginn 6. apríl kl. 20.30. Rætt verður um sameiningu deildanna. Mætið vel. Stjórnin. Árskógshreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara 26. maí 1990 liggur frammi að Melbrún 2, frá 25. mars til 22. apríl 1990. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist til sveitarstjórnar Árskógshrepps eigi síðar en 11. maí 1990. Árskógshreppi 28. mars 1990. Oddviti. Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Góðir félagar! Dansskemmtun verður í Allanum, laugardags- kvöldið 31. mars frá kl. 22.00-03.00. Hljómsveit Bigga Mar. sér um fjörið. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. ATVINNA Okkur bráðvantar duglegt starfsfólk við peysu- og jakkasaum. Um er að ræða dagvakt allan daginn eða hluta úr degi. Mikil vinna framundan. Uppl. hjá starfsmannastjóra sími 21900 (220). * Alafoss hf., Akureyri Málverkasýning Sýning á myndverkum í eigu Landsbanka íslands verður í afgreiðslusal bankans að Strandgötu 1, Akureyri, frá 30. mars til 1 7. apríl 1990 Opið á venjulegum afgreiðslutíma bankans Landsbanki íslands L Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.