Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 30. mars 1990 myndasögur dags ÁRLANP Hvaö er þetta Listi kennarans yfirþá sem eiga aö vera saman í Dadd^tilraunahópum..^/ ÍM Ég ætla bara e sjá meö hverj- um ég er... HA?! Þetta getur ekki veriðLHIjóta aö vera mistök!! Hvers vegna?... Með hverjum ertu? SÍ' ANDRÉS ÖND sem skrifuð var án hans leyfis" selst eins og heitar lummur!, HERSIR Lykillinn aö löngu lífi er ekki aö drekka, reykja og boröa of mikiö. ILykillinn aö hamingju, er að fara ekki effir því sem ég var að segja. BJARGVÆTTIRNIR HVITAR górillur? Er þér alvara? ^ Það vantar aödrátt-v arafl! Þessir apar eru mín eina von ef ég á aðff halda áfram í þessum^ bfansalj Ég hef veitt bestu dýr heimsins fyrir þi fram til þessa hr. Palagi, en ég get ekki 5 MnBB SÐflEr # Vetraríþrótta- hátíðin Það virðist hafa farið fram hjá allmörgum að þessa vikuna fer fram Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri en þetta er hátíð sem haldin er á tíu ára fresti. í fyrsta lagi virðast fáir utan stór- Akureyrarsvæðisins hafa vitað um hátíðina og í öðru lagi hefur veðrið leikið aðstandendur hennar grátt. Veðrið hefur ýmist verið of gott eða of vont, en sem dæmi má nefna að sl. sunnudag gerði vitlaust veður i Hlíðarfjaili svo fresta þurfti allri dagskrá þar, en á sama tíma bræddi sólin skautasvellið svo mjög að fresta þurfti dag- skránni sem þar átti að fara fram. Síðan hafa veðra- brigði sett stórt strik í svo til alla dagskrá hátíðarinnar en vonandi verða þessir síð- ustu dagar til að ófarirnar falli í gleymsku. # Nýjasta „skúbbíð“ Nýjasta „skúbb“ fjölmiðla þessa dagana virðist vera að taka persónuleg viðtöl við skulduga loðdýrabænd- ur. Það er vissulega sorg- legt til þess að vita að fólk skuli búa við svo bágar aðstæður, en hafa ber í huga að þau tilfelli sem komið hafa fram i dagsljós- ið eru sennilega engin eins- dæmi. Þá hefur það vakið athygli að þessum „fréttum" hefur lítið sem ekkert verið fylgt eftir ep það má telja víst að þeir bændur, sem tóku ákvörð- un um að deila vandamálum sínum með alþjóð, hafa gert það í þeim tilgangi og von að það kynni að bera ein- hvern árangur. í þessu til- felii er ábyrgð fjölmiðla- manna mikil og í þeirra höndum að vandamál þess- ara fjölskyldna fái víðtækari hljómgrunn en að lenda milli tanna á fólki yfir kaffi- bollum. # Páskaeggin í hillurnar Nú er vor i iofti, segja spá- mennirnir, páskarnir nálg- ast og fermingar að byrja. Að vorinu slepptu fylgja útgjöld ofangreindum iiðum hjá vel flestu fólki að ekki sé talað um foreldra ferming- arbarna. Það er nefnilega ekkert „billegt" að ferma barn i dag jafnvel þótt hinn gullni meðalvegur sé þræddur til hins ítrasta. Og svo eru það páskarnir. Súkkuiaðieggin eru komin ( hillur verslana og hafa þau vitaskuld hækkað í verði eins og annað. Samkvæmt lauslegri könnun kosta al- gengustu stærðir páska- eggja frá rúmlega 900 krón- um í 1100-1200 krónur. Sæmilegt verð fyrir tann- sýklastíuna, eða hvað? dagskrá fjölmiðla h Sjónvarpið Föstudagur 30. mars 17.50 Tumi. 18.20 Hvutti (6). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Kvikmyndagerð George Harrisons. (Movie Life of George.) Fylgst er með gerð kvikmynda á vegum bítilsins George Harrisons. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskól- anna. Úrslit - Bein útsending. 21.15 Átak til sigurs. Þáttur tileinkaður þjóðarátaki Krabba- meinsfélags íslands. Þau Sigrún Stefáns- dóttir fréttamaður og Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi munu taka á móti gestum í sjónvarpssal. Meðal gesta verða: Krist- ján Jóhannsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Björgvin Halldórsson og Kristján (heiti ég) Ólafsson. Brýnd verða fyrir landsmönnum 10 boðorð heilbrigðra lífs- hátta. 22.15 Úlfurinn. (Wolf.) 23.05 Skógarlíf. (E1 Bosque Animado.) Spænsk bíómynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Alfredo Landa, Fernando Velvarde, Alejandra Grepi og Encarna Paso. Myndin gerist í heimi ríkra og fátækra við skógarspildu eina á Spáni en mannlífið þar er ákaflega fjölskrúðugt. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 30. mars 15.35 Þarfasti þjónninn. (My Man Godfrey.) Ein gömul og góð um ríkan mann sem gerist þjónn. Meinfyndin rnynd. Aðalhlutverk: Carole Lombard, William Powell, Alice Brady og Mischa Auer. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. 18.15 Eðaltónar. 18.40 Lassý. 19.19 19.19. 20.30 Popp og kók. 21.05 Óskarsverðlaunin 1990. (1990 Academy Awards.) 00.05 Nánar auglýst síðar. 00.30 Best af öllu.# (The Best of Everything.) Framagirni kvenna er ekki ný af nálinni en snýst þó um aðra hluti í dag en hún gerði áður. í þessari mynd er greint frá fjórum frama- gjörnum konum sem voru upp á sitt besta í kringum sjötta áratuginn. Ein þráir frama í starfi, önnur er leikkona á uppleið, þriðja er ung kona sem er ástfangin af kvæntum manni og sú fjórða og jafnframt sú yngsta, er svikin af einu ástinni í lífi sínu. Konurnar vinna allar hjá sama útgáfufyrirtækinu og rekur myndin fram- gang mála hjá þeim sem fer á misjafnan veg. Aðalhlutverk: Hope Lange, Stephen Boyd og Suzy Parker. 02.00 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 02.30 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 30. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fróttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múmínpabba" eftir Tove Jansson. Lára Magnúsardóttir les (20). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. Umsjón: Jóhann Hauksson. 10.00 Fróttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugað. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fróttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - í heimsókn á leitar- stöðina. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Spaðadrottning" eftir Helle Stangerup. Sverrir Hólmarsson byrjar lestur eigin þýðingar. 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 íslensk þjoðmenning - Fornminjar. Þriðji þáttur. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist á siðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Kórakeppni EBU 1989: „Let the people's sing". 21.00 Kvöldvaka. Heima á Hallormsstað. Frásagnir, ljóð og fleira sem tengist Hall- ormsstað og húsmæðraskólanum þar. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum.) 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 40. sálm. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 30. mars 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrín Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Sveitasæla. 20.30 Gullskífan. „Ekki vill það batna“ með Ríó. 21.00 Á djasstónleikum. 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson með allt það nýjasta og besta. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fróttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 ístoppurinn. 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Blágresið blíða. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Áfram ísland. 7.00 Úr smiðjunni. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 30. mars 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Föstudagur 30. mars 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger ast um helgina á Akureyri. Stjórnandi er Axel Axelsson. Fróttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.