Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 30. mars 1990 63. töiublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKMR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ýmsu velt upp í umræðu um vanda Alafoss, m.a.: Ríkið yíirtaki nokkrar fasteignir Álafoss hf. I fyrirspurnatíma á Alþingi í gær lagði Jóhannes Geir Sig- urgeirsson fram þá fyrirspurn til Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- ráðherra, hvað ríkisstjórnin hygðist gera til að tryggja stöðu ullariðnaðar í framtíð- inni. Tilefni fyrirspurnarinnar er að sjálfsögðu afar slæm rekstrarstaða Alafoss hf. um þessar mundir. Jón sagði í svari sínu að þrátt fyrir batn- andi rekstrarskilyrði hefðu aðgerðir stjórnvalda til að minnka skuldir ullariðnaðar- fyrirtækja ekki borið árangur. Ráðherra sagði að á árunum 1988 og 1989 hefði ríkið alls lagt fram 209 milljónir króna til handa ullariðnaðarfyrirtækjum í formi fjárframlaga og eignayfir- töku, þar af hafi 128 milljónir far- ið til Álafoss vegna endurskipu- lagningar á rekstri. „Því miður reyndust þessar aðgerðir ekki nægja til þess að koma Álafossi á viðunandi grundvöll. Eiginfjár- staða fyrirtækisins er enn ótraust," sagði Jón Sigurðsson. í samtali við Dag sagði iðnað- arráðherra að á vegum nokkurra ráðuneyta stæðu yfir viðræður við lánadrottna Álafoss, forráða- menn fyrirtækisins, verkalýðsfé- lög og bæjaryfirvöld Mosfellsbæj- ar og Akureyrar um vanda Ála- foss. „Það er verið að ræða nokkra valkosti, m.a. að ríkið yfirtaki nokkrar fasteignir sem Álafoss á lán áhvílandi í mjög háum fjárhæðum. Þannig yrði eitthvað létt af skuldum Álafoss, en þá þarf líka að koma til aðstoð Hlutafjársjóðs, Atvinnutrygg- ingarsjóðs og hugsanlega aukið áhættufé, ef til vill með beinu eða óbeinu ríkisframlagi. Vandinn er að tryggja starfsfé þar til árangur hagræðingar og markaðssóknar kemur í ljós. Þetta er erfitt við- fangsefni en það er tekið á mál- inu af mikilli alvöru og niður- stöðu að vænta á næstunni,“ sagði Jón að lokum. „Álafoss verður að fá aðstoð núna og tel ég það fullkomlega rökrétt að ríkisvaldið veiti þá aðstoð miðað við forsögu máls- ins. Ég hlýt að treysta því að mál- ið verði afgreitt innan ekki of langs tíma,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, í samtali við Dag eftir fyrirspurnatímann í gær. -bjb Guðrún H. Kristjánsdóttir varð í 4. sæti í stórsvigi á alþjóðlega mótinu í Hlíðarfjalli í gær. Hún náði bestum árangri íslensku stúlknanna. Nánar um mótið á íþróttasíðu. Mynd: kl Skiptastjóri þrotabús Tréverks á Siglufirði telur Sigluíjarðarbæ skulda drjúga upphæð vegna leiguíbúðanna í Gamla bakaríinu: Bærinn fái ekki umráðarétt yfir Mðunum nema greiða 10,2 mnljónir - „þetta er út í hött,“ segir formaður bæjarráðs á Siglufirði Hallgrímur Ólalsson, skipta- stjóri í þrotabúi Tréverks á Siglufirði, hefur sent bæjar- yfirvöldum á Siglufirði bréf þar sem hann tilkynnir að bærinn fái ekki umráðarétt yfir nýju leiguíbúðum í Gamla bakarí- inu nema gengið verði frá greiðslum eða tryggingum upp á 10,2 milljónir króna, sem bærinn skuldi þrotabúinu. Tréverk hf. sá um breytingar á Gamla bakaríinu í leiguíbúðir en fyrirtækið fór á hausinn meðan á framkvæmdum stóð. Þá var gerð- ur samningur við þrotabúið um að það liefði yfirumsjón með lokafrágangi íbúðanna. Skipta- stjóri segir í bréfinu að hann líti svo á að húseignin sé eign þrota- búsins þangað til bærinn hafi greitt áðurnefnda upphæð. For- maður bæjarráðs á Siglufirði vís- ar þessu alfarið á bug. Málið mun væntanlega skýrast á skiptafundi í þrotabúi Tréverks hf. á Siglu- firði í dag. Styrinn stendur að nokkru leyti um 6 milljónir króna sem Siglu- fjarðarbær greiddi þáverandi verktaka, Byggingafélaginu Bút hf., er síðar varð gjaldþrota, í mars 1988. Skiptastjóri telur vafa leika á að þessir fjármunir hafi nýst í umrætt verk og Tréverk hf. Kaupfélag Eyfirðinga: Breytíng í stjómun og starfsfólki fækkað Frá og með 1. apríl nk. verða breytingar á stjórnskipulagi KEA sem að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfé- lagsstjóra, miða að markvissari og skilvirkari yfirstjórnun og einnig er tilgangur með breyt- ingunum að skera niður kostn- að. Stöður fulltrúa kaupfélags- stjóra hafa verið lagðar niður að starfi aðalfulltrúa undan- skildu. Starfsfólki á skrifstof- um er fækkað og taka upp- sagnir þess gildi 1. apríl nk. Alls fækkar starfsmönnum um sem svarar 27 stöðugildum á skrifstofum og í stjórnun. Sigurður Jóhannesson, aðal- fulltrúi, mun sjá um starfsmanna- hald og eignaumsjón. Ber hann einnig ábyrgð á rekstri flutninga- deilda, þvottahúss og fiskverkun- ar á Akureyri. Sigurður er stað- gengill kaupfélagsstjóra í forföll- um hans. Árni Magnússon, sem áður var fulltrúi kaupfélagsstjóra á sviði hagmála, hefur verið ráðinn fjár- málastjóri KEA og sér einnig um skrifstofustjórnun. Þorkell Pálsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri. Hann ber ábyrgð á rekstri Brauðgerðar, Smjörlíkisgerðar og Efnagerðar- innar Flóru. Þorkell var áður full- trúi kaupfélagsstjóra á sviði iðn- aðar og markaðsmála. Starfssvið Þórarins E. Sveins- sonar, mjólkursamlagsstjóra, og Haraldar Óla Valdemarssonar, sláturhússtjóra, verður óbreytt. óþh ÓlafsQörður: Flugbrautín að breytast í göngustíg? - „virðingarleysi fólks með ólíkindum“ „Okkur hefur fundist virðing- arleysi fólks fyrir flugvellinum hér hafa verið með ólíkindum. Þrátt fyrir stöðug tilmæli hefur ekki gengið að fá fólk til að hætta að ganga eða keyra á snjósleðum yfir flugvöllinn,“ segir Þórgunnur Rögnvalds- dóttir, umboðsmaður Flugfé- lags Norðurlands í Ólafsfirði. Töluvert hefur borið að undanförnu á því að fólk gangi eða keyri yfir flugbrautina á sama tíma og flugvélar FN eru á henni. Forsvarsmenn FN hafa eðlilega að þessu miklar áhyggjur og hafa nýverið skrifað bréf til bæjaryfir- valda í Ólafsfirði til að vekja athygli á þessu vandamáli. Þór- gunnur segir að þetta mál hafi mikið verið í umræðunni í Ólafs- firði að undanförnu, en þrátt fyr- ir það láti fólk ekki af þessum sið. Hesthúsahverfið er í nántunda við flugbrautina og þegar ófært er að því er stysta leiðin þangað að ganga yfir flugbrautina. Að sögn Þórgunnar var mælirinn endan- lega fullur í gær þegar vélsleða- maður gerði sér lítið fyrir og keyrði eins og ekkert hefði í skorist yfir brautina. Þetta gerð- ist skömmu áður en flugvél Flug- félags Norðurlands hóf sig á loft. óþh því ekki fengið viðhlítandi greiðslur frá Siglufjarðarbæ. Hallgrímur Ólafsson, skipta- stjóri, vildi lítið tjá sig um þetta mál í gær, taldi þetta ekki blaðamál. Það ntyndi skýrast að afloknum skiptafundinum í dag. Sigurður Hlöðversson, for- maður bæjarráðs, telur að bréf skiptastjóra hafi ekki álirif á gang rnála, íbúðirnar verði afhentar leigutökum núna unt helgina eins og stefnt hafi verið að. „Þetta kemur í ljós á skiptafundinum. Ég held að móðurinn hljóti að renna af bústjóranum og hann átti sig á því að hann er bara að rugla. Þetta er út í höttsagði Sigurð- ur. „Það liggja fyrir kvittanir og yfirlýsingar um að þessar 6 millj- ónir séu greiðsla upp í verkið og bústjóri var búinn að skrifa upp á framlengingu á verksamningi þar sent þetta var skýrt tekiö fram. Það er því augljóst að honurn hefur ekki tekist að vinna verkið á því verði sem um var samið og er kominn í vandræði. Ég hef trú á að á skiptafundinum blási menn þetta af,“ sagði Sigurður. Leiguíbúðirnar átta í Gamla bakaríinu eru nú tilbúnar og bíða leigutaka. Að sögn Þráins Sig- urðssonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, er búið að leigja þær allar út og ef krafa skiptastjóra nær ekki frant að ganga á fundin- um í dag verða þær væntanlega afhentar um helgina. Fjórar íbúðanna eru tveggja herbergja, þrjár þriggja herbergja og ein fjögurra herbergja. Að sögn Þráins er áætlað að framreiknað- ur kostnaður við breytingu Gamla bakarísins í leiguíbúðir sé um 44 milljónir króna. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.