Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 30.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. mars 1990 - DAGUR - 5 Grcinarhöfundur á hestbaki. gegn þeim sjúkdómaflokki með reykbindindi, neyzlu grænmetis- og trefjaríkrar fæðu á kostnað fitu svo og með hófsemi í mat og drykk. í þessu sambandi leyfi ég mér að fullyrða, að misnotkun áfengis sé stærsta heilsufars- vandamál íslendinga, enda eru æ fleiri sannanir að koma í Ijós um skaðsemi þess á líkama, sál og félagslega velferð fórnarlamb- anna. Erlendar athuganir gefa, tilefni til að ætla, að tíundi hver karlmaður, sem neytir áfengis á íslandi í dag, sé ekki lengur herra yfir áfenginu og noti það sér til heilsutjóns, skaða og skammar. Pjóð vor virðist hins vegar ekki reiðubúin að hlusta á slíkar stað- reyndir og snýst gegn áfengis- bölinu með dæmigerðum ramm- íslenzkum hætti og byggir stór- fenglegar meðferðarstofnanir með fleiri sjúkrarúmum fyrir áfengissjúka en þekkist annars staðar á byggðu bóli. Samtímis bíður áfengissjúklinganna stöð- ugt aukið framboð áfengra drykkja, þegar þeir útskrifast. En einu vopnin, sem bíta í þessum efnum, er einörð þjóðarafstaða gegn áfenginu líkt og gegn tóbaksnotkun. - En á ég að gæta bróður míns og fórna einhverju fyrir hann? - Svari hver eftir sinni samvizku. Fram á þessa öld herjuðu svip- aðir sjúkdómar á okkur íslend- inga og nú sjúga merginn úr ríkj- um 3ja heimsins. Þetta var tímabil örbirgðarkvilla, sem ein- kenndist af skortssjúkdómum og hárri sýkingatíðni, oft með miklu mannfalli og tíðum dauðsföllum ungbarna. Upp úr stríðinu hófst hjá okkur tímabil ofneyzlukvilla, sem einkennist af mikilli tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, sykur- sýki og offitukvilla auk krabba- meins og ýmissa sjúkdóma, sem af reykingum og áfengisnautn leiðir. Við tímabil ofneyzlukvilla skarast svo tímabil vantrúar- kvilla, sem við erum núna að sigla inn í og sem einkennist af ýmsum kvillum og kvörtunum, sem ekki eiga sér líffræðilegar orsakir, en stafa fremur af van- getu viðkomandi einstaklings að kljást við áhættur og erfiðleika lífsins á uppbyggilegan hátt. Þarna er um að ræða skort á sál- arrósemd, vantrú á sjálfan sig, vantrú og tortryggni gangnvart umhverfinu og vantrú, efa og öryggisleysi gagnvart ýmsum til- vistarlegum þáttum lífins. - Þeim líður vel, sem finnur sig öruggan og til einhvers gagns, er sáttur við sjálfan sig, hefur valfrelsi, er í sæmilegu jafnvægi og er ekki allt- of þreyttur. Mér er það mjög til efs, að slíkum einstaklingum fari nokkuð fjölgandi, þrátt fyrir stór- aukna efnalega velsæld, menntun og hvers kyns valkosti. Margir eiga alltof lítið af fórnfýsi til að geta lifað í nánu samfélagi við aðrar persónur. í þjóðfélagi miskunnarlausrar samkeppni og eirðarlausrar leitar eftir efnaleg- um gæðum, er mikil hætta á vantrú og tortryggni í annarra garð. I stað þess að sefa hina til- vistarlegu vantrú í faðmi trúfé- laga eða hugsjónasamtaka leitar nú íslandsmaðurinn hvers kyns hávaðasamrar afþreyingar, sem oftar en ekki er lítt til þess falin að efla skilning og traust einstakl- ingsins á sjálfum sér. Fæst ung- menni kunna lengur að njóta þagnarinnar, en sá sem ekki þolir þögnina, þolir ekki sjálfan sig. Einkenni vantrúarkvilla eru hin svokölluöu streitu- eða spennueinkenni og sjúkdómar, sem kvikna af því ástandi. Nægir þar að nefna vöðvabólgur, höfuð- verki, magabólgur, kviðverki, háþrýsting, misnotkun áfengis, lyfja og fíkniefna auk reykinga. Þessu geta svo fylgt ýmis tauga- veiklunareinkenni, eftir því sem sálarkreppur, vonbrigði og hvers kyns duldir setja mark sitt á til- finningalífið og persónuleikann. En slík þróun mála á sennilega upphaf sitt í ófullburða tilfinn- ingasambandi hins ómálga barns við foreldra sína. Það ungviði, sem seint og snemma baðar sig í sjónvarps- geislanum, kynnist ekki hvíld einveru og þagnar og er jafnvel vitsmunalega og tilfinningalega svelt af sínum nánustu, er ekki líklegt til að sleppa við vantrúar- kvillana, enda verða viðbrögðin oft andstaða og sinnuleysi, en sinnuleysi nútímafólks gagnvart áhættuþáttum heilsuleysis er mikið áhyggjuefni, því hver og einn verður að vera ábyrgur fyrir eigin heilsu og reiðubúinn að laga lífsstíl sinn eftir því. I þeirri glímu er gott að hafa hin 10 boð- orð Krabbameinsfélagsins í huga. Raunar vildi ég mega bæta því 11. við og hvetja fólk til að reyna á sig og hreyfa sig meira sér til alhliða heilsubótar. Fólk ætti t.d. að reyna að ganga í vinnuna og stunda sund, skíðaiðkun og náttúruskoðun í stað þess að sitja alltaf á rassinum fyrir framari sjónvarpið og hreyfa sig aldrei fótmál utanhúss nema í bíl. Okk- ur bjóðast næg tækifæri til hreyf- ingar og líkamsræktar og það er alveg ástæðulaust að borga ein- hverjum líkamsræktarstöðvum stórfé fyrir þjálfunaraðstöðu, sem ekkert hefur fram yfir ofan- greinda möguleika og verður að teljast til gerviþarfa. Við getum nefnilega sjaldnast keypt okkur frá vandanum. En til að breyta lífsstílnum verðum við að sýna sjálfstæði og viljastyrk til að brjóta viðjar van- ans og gæta þess að missa ekki sjónar af tákmarkinu, sem er að vernda þá heilsu, sem okkur var gefin í vöggugjöf. Pétur Pétursson. Höfundur er heilsugæslulæknir á Akur- eyri. Bridge * Bridge Minningarmót Næstu þrjá þriðjudaga þ.e. 3., 10. og 17. apríl n.k. verður hraðsveitakeppni til minningar um Alfreð Pálsson. Mótið verður með eftirfarandi fyrirkomulagi: Pör tilkynni þátttöku í mótið en síðan verða stigahæstu pörin skv. nýjustu stiga- skrá tekin út og látin draga pör úr potti til liðs við sig. Keppt verður eftir nýju fyrirkomulagi sem er óþekkt inn- an félagsins. Keppt verður um farandbikar auk eignarbikara um 1., 2. og 3. sætið sem gefnir eru af afkomendum Alfreðs Pálssonar. Skráning keppenda verður að liggja fyrir i síðasta lagi fyrir sunnudagskvöld kl. 20 í síma 24624 (Ormarr). Stjórn Bridgefélags Akureyrar. HOTEL KEA Laugardagskvöldið 31. mars Hljómsveitin Galleri leikur fyrir dansi Húsið opnað fyrír aðra en matargesti kl. 23.00. Nú eru síðustu forvöð að panta FERMINGARVEISLUNA úr veislueldhúsi Hótel KEA. Bjóðum einnig upp á snittur, smurt brauð, rjómatertur og smurbrauðstertur. Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 22200. SUNNUDAGSVEISLA Á SÚLNABERGI Sveppasúpa, reykt grísalæri og/eða nautafillet, þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar þetta í glæsilegu deserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 890,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, V2 gjald fyrir börn 6-12 ára. Ath! Veislan er bæði í hádegi og um kvöld. IL Hótel KEA fyrir vel heppnado veislu 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.