Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 Jón Hjaltason Þessar kvikmyndir ættir þú að sjá: Að hræra hjartans streng Einhverntíma endur fyrir löngu hreyföi Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, heimspekingur, því hér á síðum Dags að kvikmynda- gerð væri „óæöri“ list. Ef ég man rétt þá var helsti rökstuðningur hans sá að bíómyndir væru svo dýrar í framleiðslu að það væri á fárra færi (og einskis eins) að gera slíkt listaverk. Ég var ekki sammála Guðmundi um niður- stöðuna og er það ekki enn. Að vísu verður því ekki neitað að Hollywood hefur aldrei litið á kvikmyndagerð sem listgrein. Costa-Gavras, sem leikstýrði t.d. Missing, Betrayed og nú síðast Music Box, gagnrýndi þetta á dögunum í viðtali við kvik- myndablaðið Cineaste. Blaða- maðurinn spurði hvort „banda- ríski kvikmyndaiðnaðurinn“ gæti lært eitthvað af þeim evrópska. Costa-Gavras svaraði: „Fyrst af öilu gætuð þið lært að tala ekki um iðnað í sambandi við kvik- myndagerð. Við í Evrópu tölum aldrei um iðnað einfaldlega vegna þess að við álitum kvik- myndagerð ekki vera slíka iðju. Framleiðsla iðnaðar eru bílar, myndavélar, föt og þvíumlíkt. Við gerum eina kvikmynd, við erum handiðnaðarmenn og vinn- um að frummyndinni - og ég vona að við séum að skapa list.“ Þannig leggur Costa-Gavras áherslu á að kvikmyndin er ekki vara heldur sköpunarverk, ein- stætt í sinni röð. Bíómyndin þarf þó ekki endilega að vera lista- verk, ekki frekar en öll málverk eru list, en markmið leikstjórans getur engu að síður verið það að búa til listaverk. En hvenær því marki er náð hlýtur ávallt að vera bundið mati dómenda - áhorf- endanna sjálfra. En hvað er list kann einhver að spyrja og þeir líklega fleiri en færri. Listina finnum við í hjört- um okkar, hún er það sem hreyfir við okkur þó ekkert endilega með því að ýta okkur upp úr gamla farveginum; hún getur allt eins hjálpað okkur til að meta þann gamla betur en áður. Góð list höfðar til tilfinninga jafnt og skynsemi, hún felur í sér sann- leik, jafnvel speki, er göfgandi og vekur væntumþykju í garð lífsins. Égfann það um síðir, aðgæfan ergler, svográtlega brothætthún reyndistmér, því æskan er léttstíg og leikur sér að gullinu fríða En glerið er brothætt, oggrjótið er víða. Hvergi sjáum við listina betur í hnotskurn en hjá ljóðskáldunum - og kvæði Freysteins Gunnars- sonar, „Glerbrot", er sannkölluð lista-gersemi meðal ljóða. Pað eflir lífsást okkar umfram flest önnur kvæði sem ég hef heyrt eða lesið. En einmitt þetta er einnig hægt á hvíta tjaldinu og er megin- ástæða þess að við Guðmundur getum seint orðið skoðanabræð- ur, að minnsta kosti ekki hvað varðar kvikmyndalist. Og er ég þá loks að nálgast ástæðu þessara skrifa minna sem er kvikmynd. Á laugardags- kvöldið fyrir viku síðan sýndi ríkissjónvarpið bresku kvik- myndina Tár í regni (Tears in the Rain), - um leið bættist þriðja kvikmyndin í lífsnautna-kvik- myndasafnið mitt. Ég á sannast sagna erfitt með að útskýra þetta heiti án þess að verða svolítið væminn. Gefum Freysteini orðið: Garðplöntur frá Skógræktarfélagi E\i!rðinga 1990 Víðiplöntur Skógarplöntur Rósir Algengt verð kr. 500,- Villirósir Ágræddar rósir Trjáplöntur Algengt verð frá kr. 250-2000 Barrtré Blágreni Rauögreni Sitkagreni Lerki Broddfura Dvergfura Stafafura Lauftré Birki íslenskt Birki finnskt Reyniviöur Koparreynir Úlfareynir Elri Heggur Gullregn Alaskaösp Selja Limgerðis- plöntur Verð frá kr. 50-200 Tröllavíðir Alaskavíðir Brekkuvíöir Glitvíðir Gulvíöir Lappavíðir Loðvíöir Myrtuvíðir Viðja Toppar Blátoppur Dúntoppur Glæsitoppur Aðrar tegundir Birki Gljámispill Fjallarifs Berjarunnar Rifsber Sólber Runnarmeð rauðum og bleikum blómum Lágkvistur Perlukvistur Rósakvistur Víðikvistur Bogsýrena Draumsýrena Dúnsýrena Gljásýrena Algengt verð kr. 40-55 Lerki Birki Stafafura Blágreni Ösp Hvítgreni Runnar með hvítum blómum Alaskayllir Birkikvistur Bjarkeyjarkvistur Garðakvistur Stórikvistur Drekakvistill Runnamura Snækóróna Skrautrunnar Verð frá kr. 250-500 Runnar með gulum blómum Dúntoppur Runnamura Gullrifs Gullkergi Vafnings- og klifurpiöntur Vaftoppur Ýmsir skrautrunnar Myrtuvíðir Körfuvíðir Rjúpnavíðir Loðkvistur ígulmispill Bogmispill Runnamura Fjallarifs Þekju- og skriðular plöntur Stöngulber Hélurifs Kirtilrifs Runnamura Grávíðir Loðvíðir Reklavíðir Netvíðir ★ Aðrar vörur Kjamamold Áburður ýmsar teg. Gróðursetningar- áhöld Af sumum tegundum skrautrunna eru aöeins til fá eintök. ★ Okkar reynsla er ykkar hagur ★ Opið virka daga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-17. Gróðrarstöðin í Kjama Upplýsingar og pantanir í símum 24047 og 24599. Ein þriggja, Ted Danson, Isabella Rossellini og Sean Young í Innan fjöl- skyldunnar. Mér gersemin dýra var gefin í hönd, í gáskanum héldu mér engin bönd; ég lék mér á æskunnar Ijómandi strönd, sá leikur varð gullinu’ að meini. Ég braut það í ógáti’ á örlagasteini. Ég get þó byrjað skýringartil- raunina á því að nefna hinar tvær; Glugga með útsýni (Room with A Viev) og Innan fjölskyld- unnar (Cousins). Þessar þrjár kvikmyndir, þó ólíkar séu, eiga það sammerkt að játa hinu hreina og fallega ást sína. Þær eru óður til lífsins og lífshamingj- unnar. Söguhetjunum er gefin „gersemin dýra“, þær leika sér á „æskunnar ljómandi strönd“, en sá leikur verður ekki „gullinu að meini“ og skilur þar með þeim og ljóðapersónu Freysteins. Að vísu hefur faðirinn í Tár í regni verið grátt leikinn í „leiknum“ en þar er ekki um að kenna ungæðisleg- um gáska hedur vélum fláráðrar konu. í lokin gerir hann orð Freysteins að sínum: Nú skil ég það fyrst, hvað ég skemmti mér við, er skemmt hef ég dýrasta leikfangið. Nú sit ég írökkrinu’ og rísla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. - En samt er það gaman. Sex af níu aðal- leikurunum eru dauðir Hún er kölluð höfuðborg morð- anna. Síðastliðið ár voru 4.033 drepnir innan borgarmarkanna. 70% af þeim voru unglingar á aldrinum 14 til 19 ára. í fæstum tilvika voru morðingjarnir hand- samaðir en lögregluna grunar að 95% þeirra séu undir 21 árs aldri. Höfuðborg morðanna heitir Medellín en hún er í hinum iðgræna Aburrá-dal í Columbíu. Nú hefur columbíski leikstjórinn Victor Gaviria tekist það verk á hendur að lýsa borgarlífinu fyrir alheimi. Kvikmynd hans, No Futuro, var raunar fullgerð 1986 en peningaleysi og deilur við columbíska dreifingaraðila komu í veg fyrir að hún kæmi fyrir augu almennings. Nú hefur orðið breyting á og No Futuro mun verða eina rómanska kvikmyndin á Cannes-kvikmyndahátíðinni þetta árið. No Futuro er eiginlega á mörk- um þess að vera leikin kvikmynd og heimildakvikmynd. Hún er filmuð á raunverulegu yfirráða- svæði unglinganna í Medellín. Mikið af myndefninu er af raun- verulegu götulífi en hins vegar fara aðalleikararnir níu eftir handriti. Dráp eins þeirra í kvik- myndinni er látið undirstrika að morð í Medellín er jafn hvers- dagslegt og samfundir tveggja vina. Gaviria lýsir þessu svo: „Morðingjarnir þurfa ekkert tilefni. í unglingasamfélaginu drepa menn stundum fyrir sportið.“ Og Columbiumenn vita af sárri reynslu að Gaviria fer ekki með fleipur. Á yfirstandandi ári hafa tveir stjórnmálamenn, sem báðir gældu við að verða forsetar landsins, verið myrtir af ungling- um. Kvikmyndin gerir það full- komlega skýrt að unglingarnir leitast við að stæla og líkja eftir hetjum eins og Pablo Escobar Gaviria (þó ekkert skyldur leik- stjóranum), leiðtoga kókaínsam- taka héraðsins. Escobar hóf feril sinn á því að stela bílum og í tím- ans rás komst hann á „toppinn“. No Futuro byggir að stórum hluta á dagbók hins 21 árs gamla Ramóns Correa. Seinustu þrjú ár hefur hann dvalið innan fangels- isveggja, dæmdur fyrir vopna- burð og rán. Hann er nú frjáls ferða sinna. No Futuro segir frá hinum 17 ára Rodrigo sem á þá ósk heitasta að verða rokk-tón- listarmaður. En fátækrahverfið kæfir vonir hans og hann slæst í hóp ungra götusvermara. Sama vonleysið hrjáir félagana. Lífs- speki þeirra er að lifa hratt og deyja snöggt. Framtíðin er engin. Aðeins líðandi stund, - í mesta lagi dagurinn í dag - hefur ein- hverja þýðingu. No Futuro segir frá þremur dögum í lífi Rodrigos. Hann er ásóttur af lögreglu og öðrum glæpahópum og seinast svikinn af þeim sem hann leitar hjálpar hjá. Öll níu aðalhlutverkin í No Futuro eru í höndum raunveru- legra götudrengja. Af þessum níu eru 6 gengnir á vit feðra sinna en myndatökum lauk í desember 1986. Þeirra á meðal er Carlos Mario Restrepo en hann lék Rodrigo. Þesi ákvörðun Gaviria, að nota enga leikara í þessi hlutverk, og að taka myndina á götunni þar sem morðin eiga sér raunverulega stað, hafa vitaskuld komið niður á tæknilegu hliðinni; hljóðið er ekki alltaf eins og skyldi, birtan er ójöfn, og færslur leikara ekki alltaf eftir bókinni. En framkvæmdastjóri Cannes- hátíðarinnar, Gilles Jacob, setur þetta ekki fyrir sig. Innihald myndarinnar, hinn sanni þráður hennar, setur áhorfandann upp að vegg og leyfir enga undan- komu. Og Jacob hikar ekki við að líkja No Futuro við Los Olvidados (Hina gleymdu) eftir sjálfan Luis Bunuel. Óneitanlega virðist No Futuro vera áhugaverð mynd en því mið- ur getum við íslenskir bíófarar varla gert okkur raunhæfar vonir um að sjá hana hér á landi. Það væri þó óskandi að einhver kvik- myndahúsaeigandi sæi að sér og útvegaði myndina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.