Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 Gunnólfsvíkurfjall: Framkvæmdir við ratsjár- stöðina liggja niðri Litlar sem engar framkvæmdir eru við ratsjárstöðina á Gunn- ólfsvíkurfjalli og telja menn á Þórshöfn að „þíðan í austri“ geri það að verkum að Banda- ríkjamenn hafi minni áhuga en ella á því að koma stöðinni í gagnið. Dagur leitaði upplýs- inga hjá Ratsjárstofnun um framkvæmdirnar á Gunnólfs- víkurfjalli. Jón Böðvarsson hjá Ratsjár- stofnun sagði að stofnunin sjálf kæmi ekki nálægt þessum fram- kvæmdum, þær væru á vegum byggingadeildar Bandaríkjahers. Ratsjárstofnun byggir ekki húsin og ber ekki ábyrgð á uppsetningu tækja, en hún hefur viðhald veg- arins á sinni könnu. „Viö eigum liins vegar að sjá um rekstur húsanna þegar að þvf kemur og við veitum aðgang að þeim, fylgjumst með því að eng- inn fari inn án heimildar og án þess að eiga brýnt erindi. Starfs- mannaíbúðirnar verða Iíka á okkar vegum,“ sagði Jón. Hann upplýsti að ekkert yrði byrjað á byggingu starfsmanna- íbúða á þessu ári. Á sínum tíma var ákveðið að byggja starfs- mannaíbúðirnar á Bakkafirði og sú ákvörðun stendur enn, þrátt fyrir mótmæli Þórshafnarbúa. Sem kunnugt er kom krafa frá Þórshöfn þess efnis að íbúðirnar yrðu byggðar þar, en ekki á Bakkafirði, en ákvörðun um staðsetningu hefur ekki verið breytt. SS Sektalausa vikan: fréttir (ngólfur Jónsson, bakarameistari á fullu í bakstrinum. Mynd: óhú Húsavík: Ingólfur opnar bakarí Góð mnheimta hjá Amtsbókasafni Viðskiptavinir bókasafna hafa ekki þurft að greiða sektir af vanskilabókum í vikunni sem nú er að líða. Þessar „inn- heimtuaðgerðir“ virðast hafa skilað góðum árangri víðast hvar og var gott hljóð í Lárusi Zophoníassyni, bókaverði á Amtsbókasafninu, þegar Dag- ur ræddi við hann í gær. Lárus sagði að reyndar hefði ekki verið tekið saman hve marg- ar vanskilabækur hefðu komið inn þessa viku því gærdagurinn var eftir og gæti orðið drjúgur. Þó er áætlað að um 300 bókum hafi verið skilað fyrstu fjóra dag- ana. „Að vísu er stór hluti af þessu bækur sem voru í minni háttar vanskilum og hefðu ábyggilega komið inn við rukkun. Þetta eru bækur sem voru lánaðar í mars og apríl,“ sagði Lárus. Hann sagði að Akureyringar væru yfirleitt skilvísir og gott að ná til þeirra ef þeir gleymdu að skila bókunum og því lítið um það að lánþegar væru með bækur árum saman. Þó sagði hann það koma fyrir að bækur týndust og einnig gæti verið erfitt að ná til Iánþega sem flytja úr bænum eða eru á ferð og flugi. SS Nýtt bakarí, Kringlan hf. hefur hafið starfsemi sína á Húsavík, og eru nú tvær brauðgerðir starfræktar á staðnum. Baka- ríið er til húsa að Garðarsbraut 62-64 þar sem fyrir er til húsa matvörumarkaðurinn Kiara- bót. Það er ungur Húsvíkingur Ing- ólfur Jónsson bakarameistari ásamt fjölskyldu sinni og fjöl- skyldu sambýliskonu sinnar, Berglindar Steinadóttur sem eiga og reka bakaríið. Fimm til sex starfsmenn munu starfa við fyrirtækið til að byrja með þar af tveir til þrír alfarið við bakstur. Aðspurður kvaðst Ingólfur ekki kvíða því að starfrækja bakarí á staðnum þó svo að ann- að væri þar fyrir. Allmikið væri keypt af brauði annars staðar frá og þó svo að Húsavík væri aðal markaðurinn að sækja inn á, þá væru fleiri möguleikar bæði í suð- ur- og norðursýslunni. Einnig kvaðst Ingólfur ætla að brydda upp á ýmsum nýjungum, svo sem að hafa opið um helgar, og möguleikar væru einnig góðir í markaðsmálum. Neysluvenjur Húsvíkinga væru í nokkuð föst- um skorðum, en með auknum nýjungum og persónulegri þjón- ustu mætti hugsanlega brjóta það munstur upp og auka fjölbreytni á markaðnum. óhú Hrossaræktarsambönd á Norðurlandi/Hólaskóli: Samstarf í hrossarækt Nýi grasvöllurinn í Ólafsfirði kemur vel undan vetri: Síðastliðið haust hófst samstarf inilli Hrossaræktarsamband- anna á Norðurlandi og Hóla- skóla um úrvinnslu á stóðhest- um til ræktunar. Samstarfið fólst annars vegar í því að safna upplýsingum um tilvist, ætt og útlit ungfola á tamning- araldri á Norðurlandi og hins vegar í tamningu á folum sem bestir þóttu og eigendur þeirra vildu að væru tamdir á vegum samstarfsins. Skipuð var fimm manna starfs- stjórn unt reksturinn, einn frá hverju sambandi og einn frá Hólaskóla og er hann formaður starfsstjórnar. Tamningar fóru fram á Hólum í Hjaltadal á tíma- bilinu 1. janúartil 30. apríl. Sext- án hestar, fæddir á árunum 1984- 86, fóru í gegnum eins til fjögurra mánaða tamningu. Grisjunarmat fór fram í byrjun mars og kyn- bótadæming 30. apríl. Fimm stóðhestar hlutu ættbók- arfærslu og þar af fjórir 1. verð- laun. Þetta voru: Aðaleink. Asi frá Brimnesi, 6v. 8.30 Prúður frá Efra-Ási, 6v. 8.27 Eir frá Frostastöðum, 6v. 8.03 Kopar frá Galtanesi, 5v. 8.01 Vorboði frá Lundi, 6v. 7.95 Hinir stóðhestarnir eru þannig að rctt þykir að temja fimm þeirra frekar, en hina að gelda. Úrvinnsla og grisjun stóðhesta er einn mikilvægasti þáttur hrossaræktarinnar þannig að starfsemin, sem stofnað var til í haust á Norðurlandi, getur orðið mikið framfaraspor i íslenskri hrossarækt. Hver og einn hrossa- ræktandi getur stuðlað að fram- förum, bæði í eigin stofni og á landsvísu. Hrossaræktendur, sem eiga unga ótamda fola (3-4 vetra), ættu að mæta með þá á héraðssýningar til byggingadóms svo að unnt sé að glöggva sig frekar á þeim möguleikum sem folarnir hafa upp á að bjóða sem nothæfir stóðhestar. Tvær héraðssýningar verða í flestum héruðum landsins á árinu, sú fyrri stendur yfir núna og síðan eru sýningar aftur í ágúst. (Fréttatilkynning) Hitunarkerfið gengur vonum framar - segir Þorsteinn Björnsson, bæjartæknifræðingur „Þetta lítur mjög vel út. Völlurinn var þökulagöur í september og menn vissu ekki hvernig luiún myndi koma undan vetri. En hann er byrj- aður aö grænka og þetta hitun- arkerfí virðist ganga framar vonum,“ sagði Þorsteinn Björnsson bæjartæknifræðing- ur í Ólafsfírði. Vatni var hleypt á hitunarkerfi vallarins 10. maí sl. og að sögn Þorsteins hefur mikinn snjó sem lá á vellinum tekið fljótt upp. Völlurinn var þökulagður sl. haust og því er Ijóst að þrátt fyrir að völlurinn komi vel undan snjó og grænki fljótt verður vart hægt að spila alvöru kappleik á honum á þessu sumri. Þó gæla menn við að hægt verði að efna til sérstaks vígslukappleiks síðla sumars. Ekkert er þó ákveðið í þeim efnum. Dagur hefur hlerað í Ólafsfirði að áhugi sé fyrir að fá Þessi mynd var tekin sl. haust þegar grasvöllurinn var lagður þökum. sjálfa íslandsmeistara KA í heim- I menn í Leiftri í vígslukappleik. sókn til að etja kappi við heima- | óþh Nýjung í ferðaþjónustu í Mývatnssveit: Beint flug frá Reykjavík Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð á Akureyri: Vordagar 1990 hefjast á þriðjudag Á þriöjudag í næstu viku hefj- ast formlega Vordagar 1990 á vegum Verslunarmiðstöðvar- innar Sunnuhlíðar á Akureyri. Óhætt er að segja að mikið standi til. Matarkynningar verða, skemmtiatriði, sýningar og ýmsar aðrar uppákomur. Vordagarnir hefjast eins og áður segir á þriðjudag, 5. júní, með sérstakri opnunarhátíð kl. 16.30 í Sunnuhlíð. Séra Pétur Þórarinsson flytur stutta hug- vekju og síðan verður hljóðfæra- leikur og vörukynningar. Meðal annars verður kynnt mat- og sportvara. Daginn eftir, 6. júní, verður fjölbreyttum vörukynningum fram haldið og síðdegis inæta knattspyrnumennirnir Pétur Pét- ursson KR-ingur og Nói Björns- son Þórsari og árita knetti. Lið þeirra KR og Þór mætast einmitt um kvöldið í fyrstu deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Þess má geta að 6. júní fagna Þórsarar 75 ára afmæli félagsins. Ekki má gleyma því að þennan dag, 6. júní verður boðið upp á myndatöku af krökkum í skrípa- mótum í Sunnuhlíð. Fimmtudaginn 7. júní heldur ballið áfram í Sunnuhlíð. Þá verður m.a. kynning á slökkvi- tækjum og eldvörnum, kynning á búnaði frá DNG, skófatnaði frá Strikinu og hljóðfærum frá Tóna- búðinni. Gestum og gangandi verður boðið upp á vöfflur og kaffi. Á föstudag 8. júní verða fjöl- breyttar vörukynningar og há- punkturinn verður grillveisla sem öllum gestum verður boðið í eftir hádegið. Alla daga Vordaga 1990 verð- ur sýning á m.a. hjólhýsum, garðhúsgögnum og garðáhöldum fyrir utan Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Inni verður einnig mikið um að vera alla dagana. Sem dæmi mun Módelflugklúbb- ur Akureyrar standa fyrir kynn- ingu, Halldór Jóhannsson, lands- lagsarkitekt, og Smári Sigurðsson leiðbeina fólki um garðrækt, Jón Gíslason kynnir tréútskurð og Skipulagsdeild Akureyrarbæjar kynnir skipulag Glerárhverfis. óþh „Vorið var gott og ferðamenn eru farnir að gista sveitina. Nýr valkostur til ferða er beint flug til Mývatnssveitar frá Reykja- vík,“ sagði Arnþór Björnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar. „Já, já, ferðamennirnir eru mættir í sveitina, en þó mættu þeir vera fleiri í dag og í gær, en nú eykst þetta dag frá degi. Hótelið er fullbókað um næstu helgi og sumarið er mjög vel bókað. Þjónustan hér er orðin mjög hefðbundin, útsýnisferðir út og suður til náttúruskoðunar. Áætlunarbílar fara til allra helstu staða og í góðu veðri er útsýnis- flug yfir sveitina mjög athygl- isverður kostur. Beint flug frá Reykjavík til Mývatnssveitar er nýr valkostur. Veðurfar maímánaðar var ein- staklega gott og lífríkið er í þokkalegu ástandi að mínu viti,“ sagði Arnþór. ój Portið á Akureyri: „Fatafellukymmig“ og lax „Nýtt og betra Port, „fata- fellukynning“ og lax, þú fínnur allt sem þig vantar,“ segir í fréttatilkynningu frá Portinu á Akureyri. Portið að Dalsbraut 1 á Akur- eyri verður opið laugardaginn 2. júní frá kl. 12.00 til 16.00. Margt verður kynnt, svo sem lax og Pepsi. Sérstaka athygli vekur: Nýr og betri kaffibás og „fata- fellukynning" og á næstunni lif- andi músik og lifandi humar svo og garðáhaldasýning og fleiri „fatafellur".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.