Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 5
 Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 5 Fagran söng úr sálarstreng seiddi enginn betur - Tómas Ingi Olrich í Carmínuviðtali Oft hann gengur einn i keng, iðkar langar setur. Fagran söng úr sálarstreng. seiddi enginn betur. r.h. Homo sapiens síðan 13. feb. 1943. Foreldrar H. Olrich og Margrét Steingrímsdóttir. Síðan lifað á andrúmsloftinu og ávöxtum náttúrunnar. Hvur kennir ekki manninn? C'est TOMMINGl. Hvur kennir ekki í smá- atriðum atferli hans og limaburð? - Eine Lebensfrage. - Hvort hafiði séð skrefstóran glókoll eltandi höfuð sitt. hvurt sem því dettur í hug að leggja leið sína? Maðurinn er samlífisplanta bols og höfuðs. Sumir halda því fram, að Tómas Ingi sé skrítinn, en sjálfur veit hann bezt, að hann er bara mannlegur. Ég held ’ann trúi ekki einu sinni á gvuð. Hann er listamaður og fílósóf, og liggja í skúffu hans fjöldi ljóða og mynda auk frumdrátta að nýrri heimspekistefnu. En eins og listamanni sæmir, geymir hann þetta leyndarmál eins og hjarta sitt, en grunur leikur á, að nú sé það orðið hlutafélag. Hann lifir nefnilega ekki munkalífi. og ekki er hann gútemplar. Nei, ekki hann Tommingi. Um framtíð hans kann ég fátt að segja nema það, að ólíklega mun hér staðar numið. ég er apinn mefl súlina sloppinn úr dýragarði skaparans, fyrir einskæra tilviljun. Jóh. úr Kötium. Nafn: Tómas Ingi Olrich. Fæðingardagur: 13. febrúar 1943. Stúdent: M.A. árið 1963. Starf: Kennari við M.A. Maki: Nína Þórðardóttir. Dætur: Margrét fædd 1964 og Helga fædd 1965. Fósturdætur: Sunna fædd 1972 og Vala fædd 1977. Foreldrar: Henry Olrich og Margrét Stein- grímsdóttir. Tómas Ingi Olrich fæddist á Akureyri 13. febrúar 1943, í miðjum hildarleik síðari heims- styrjaldarinnar. Foreldrar hans voru H. Olrich og Margrét Steingrímsdóttir. Tengsl Tómas- ar Inga við Menntaskólann á Akureyri eru orðin löng og mikil, fyrir utan þau ár sem hann var nemandi við skólann hefur hann kennt þar frá árinu 1970. Tómas Ingi var fyrst spurður um hvort hann væri sáttur við þá lýsingu sem er af honum í Car- mínu. „Vísan er eftir Rögnvald Hannesson, vin minn, en hann er hagfræðingur; prófessor við Verslunarháskólann í Bergen. Greinin í Carmínu er eftir Brynj- ar Viborg, sagnfræðing. Myndin, sem þeir draga upp af mér, líkist mér eins og ég var þetta lokaár í M.A. Það vildi svo til að textinn er skrifaður eftir að ég hafði breytt venjulegum lifnaðarháttum mín- um og viðhorfum mjög mikið. Þetta árið varð ég sósíalisti, mjög vinstrisinnaður, eins og margir af vinum mínum í þeim þrönga hópi sem ég umgekkst á þessum tíma. Ég var antisportisti, reykti pípu, sletti í mig áfengi, las og samdi ljóð. Þetta tímabil stóð stutt, en lýsingin í Carmínu á við um þetta „bóhemtímabil" mitt í M.A. Þegar dró nær prófum nennti ég ekki að standa í þessu mikið lengur, hóf próflestur af niiklu kappi, gleymdi bóhemlífinu og hef ekki tekið það upp aftur. Þegar ég kom í háskóla gerðist ég sportisti og jafnaði mig á sósíal- ismanum. Ljóðalesturinn hef ég minnkað og er alveg hættur að yrkja sjálfur. í þess stað hef ég snúið mér meira að sagnfræði og hlusta mikið á tónlist í frístund- um. Á þessunt árum kallaði margt á mig, og ég gat hugsað mér að fara inn á ýmsar brautir, og svo er enn.“ Á skólabekk í M.A. - Hvernig fannst þér að setjast á skólabekk í M.A.? „Ég var sjö ár í Menntaskólan- um. Þá var miðskóladeild þar, og ákveðinn hópur nemenda fór beint í M.A. úr barnaskóla. Svo var um mig, ég var ekki hár í loft- inu frekar en margir jafnaldrar mínir þegar ég kom í skólann og settist í 1. bekk. Samskiptin við eldri nemendur og kennara settu mikinn svip á skólagönguna til að byrja með. Við bárum mikla virðingu fyrir eldri nemendum, og þeir höfðu áhrif á okkur. Sérstaklega er mér minnisstætt að samskiptin við þá urðu oft mikil í félagslífi skólans. Við skólabræðurnir, Svanur Eiríksson arktitekt og ég, tókum oftar en einu sinni þátt í að skreyta gamla skólann fyrir árs- hátíð. Steingrímur Sigurðsson, kennari og síðar listmálari, var framkvæmdastjóri skreytinga- nefndar árið 1957, þegar við Svanur vorum í 1. bekk. Þá ákvað Steingrímur af sínum stór- hug að breyta skólanum í Feneyj- ar. Allir gangar voru tjaldaðir og myndir frá Feneyjum málaðar. Þetta átti að verka á hátíðargesti eins og þeir sigldu inn eftir síkj- um Feneyja, þegar gengið var inn gangana. Að þessu unnu allmargir nemendur fram á nótt, við Svan- ur að vísu undir stjórn eldri og þroskaðri nemenda. Undir lokin var hlaupin svefngalsi í okkur, og skæruliðar máluðu KEA-merki á allmargar hallir og turna í Fen- eyjum. Eg man ekki hvor okkar gerði þetta; það hlýtur að hafa verið Svanur. Steingrímur Sig- urðsson var ekki hrifinn af kaup- félaginu og brást hinn versti við, fór hamförum um myndirnar og afmáði merki KEA. En þarna hefur Svanur Eiríksson sennilega stigið fyrstu skrefin á þeirri braut að teikna hús. Höfðum orð á okkur fyrir sérvisku - Eru margir bekkjarfélagar þín- ir búsettir á Akureyri? „Nei, sá hópur er ekki stór, en þeir eru þó nokkrir. í hópi kennara var um tíma allstór fíokkur úr þessum árgangi, en þeim hefur fækkað. Ég nefni Rafn Kjartansson, Magnús Aðal- björnsson og Magnús Kristins- son. í árganginum voru einnig Þórunn Ólafsdóttir kennari. Sigurður Pálmason bankastarfs- maður, Steinar Þorsteinsson tannlæknir og Gunnar Kárason viðskiptafræðingur. Kunningjahópur minn í skólanum var þröngur, eins og ég minntist á áðan, einkum þegar ofar dró í bekkjardeildum. Við höfðum á okkur nokkurt orð fyr- ir sérvisku og höfðum mikinn áhuga á stjórnmálum. Fyrir utan Rögnvald Hannesson, sem áður er getið, var Einar Oddur Kristjánsson í þessum hópi. Hann hefur verið nefndur „Bjargvætturinn frá Flateyri." Einar lauk ekki stúdentsprófi, en hefur sennilega verið sá okkar sem mesta námshæfileika hafði. Hann hætti námi í 5. bekk. Hann var sá eini innan þessa lióps sem aldrei lét rugla sig í trúnni á Sjálf- stæðisflokkinn. Rögnvaldur tók miklum sinna- skiptum í pólitíkinni; var sann- færður sjálfstæðismaður er hann kom í skólann er breyttist í grjót- harðan sósíalista. Síðan hefur hann snúist til trúar á markaðs- búskap. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sem lengi var bæjarfulltrúi á Siglufirði en er nú bæjarritari í Hafnarfirði, er sá eini af okkur félögunum sem enn er sannfærð- ur sósíalisti. Brynjar Viborg, sagnfræðing- ur, og Davíö Þjóðleifsson voru einnig meðal minna bestu vina á þessum árum. Sambandið við kunningjana hefur haldist síðan, þótt leiðir hafi skilið." - Þú hefur langa reynslu af M.A., bæði sem kennari og nem- andi. Hefur samanburður við fyrri tíð ekki slundum leitað á hugann? „Jú, óneitanlega hefur slíkt oft hvarflað að mér. Þótt undarlegt megi virðast, minnir MA nú urn margt á þann skóla, sem ég gekk í, en er ólíkur þeim sem ég kom að sem kennari 1970. Þá hafði andinn breyst mikið. Ólg;i ríkti meðal námsmanna í Evrópu, og sá uppreisnarandi sem þá var meðal stúdenta í álfunni fór ekki framhjá íslandi eða Mennta- skólanum á Akureyri. Á margan hátt var þetta dapurleg þróun, tortryggni var talsverð milli yfir- valda skólans og nemenda, yfir stofnuninni var hryssingslegur blær, sem ég átti erfitt með að sætta mig við. Þessu tókst að breyta tiltölulega fljótt í M.A., fyrir samstillt átak skólameistara, kennara og nemenda. En heiður- inn af því átti þó einkuni Tryggvi Gíslason. Á síðari árum hef ég fundið aftur þennan sterka, sér- kennilega hlýja anda skólans, sem var mér mikils virði á náms- árum mínum, og ég finn á flest- um nemendum, að þeir eru sömu skoðunar.“ Kennarar og nemendur - Eru einstakir kennarar og skólameistari ekki eftirminnileg- ir? „Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, skar sig úr hópi skóla- manna á margan hátt. Hann var mikill íslenskumaður, þótt franska og bókmenntir væru hans aðalgreinar. Þórarinn talaði afar vandað mál, en ekki tilgerðar- legt, eins og stundum vill verða þegar menn vanda málfar sitt. Hann gaf sér tíma til að hugsa, þegar hann hélt ræður. Áheyr- endur hans fylgdust með eftir- væntingu með þvf hvernig ræðan spratt frant og hugmyndirnar spunnust saman. Þórarinn var á marga lund óvenju viðkvæm sál, og tók nærri sér það sem nemendur gerðu af sér. Hann leit ekki fyrst og fremst á sjálfan sig sem embættismann, heldur sem andlegan ábyrgðar- mann, hann hafði föðurlega umsjón með okkur. Það sveið sárt að gera eitthvað á hlut hans, nemendur tóku það nærri sér og ásökuðu sjálfa sig ef slíkt henti. Sérkennilegt siðferðislegt sam- band ríkti milli hans og okkar, og þaö verður eftirminnilegra með tímanum. Þetta samband hefur örugglega gengið mjög nærri Þór- arni. Enginn vafi er á að Þórarinn hafði mest áhrif á okkur. Hann hafði t.d. mikil persónuleg áhrif á að ég fór til náms í Frakklandi, og svo var raunar um fleiri í okk- ar hópi. í hópi kennara voru margir eftirminnilegir og mætir menn, scm of langt yrði að telja upp. Þó vil ég nefna sr. Hákon Loftsson, sem var kaþólskur prestur og þjónaði litlum söfnuði á Akur- eyri. Sr. Hákon var mér alls ekki ókunnugur þegar ég settist í M.A., því hann var heimilisvinur hjá Þórhildi Steingrímsdóttur og Hermanni Stefánssyni, þar sem ég var með annan fótinn, og hafði raunar kennt mér ensku, þegar eg var sex ára. Hann var ákaflega góður og frjálslyndur kennari og hafði geysiniikla hæfi- leika til tungumálanáms. Hann kenndi okkur latínu. Margt sagði hann ojckur utan dagskrár, m.a. af páfadómi, og hafði góöa kímnigáfu. Eina sntásögu frá skólaárunum af sr. Hákoni læt ég fylgja að lokum. Ég var eitt sinn á gangi með Arnari Jónssyni leikara, góðum vini mínum. Við Akur- eyrarkirkju mættum við pastor Hákoni Loftssyni, og tókum við tal saman. Þegar Hákon kvaddi varð honum litið á sveran kapal, sem gekk út úr kirkjuveggnum og lá beint ofan í jörðina. Við þessa sjón kom kaþólskan upp í honum, hann horfði hann kank- vís á okkur Arnar, benti á kapal- inn og sagði: „Þarna sjáið þið, beint samband niður.“ EHB Svona teiknaði Tómas Ingi sig árið 1963...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.