Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 stjóri var Montgomery marskálk- ur. Er veislustjóri tók unga liðs- foringjann til yfirheyrslu vegna framkomunnar þá varð Mont- gomery marskálkur heldur for- viða, því liðsforinginn sagðist hafa hagað sér svona samkvæmt leyfi Elísabetar drottningar. Hann var spurður um hvernig þetta mætti vera. Jú, hann kvaðst einu sinni hafa hagað sér svipað í hirðveislu og þá hefði drottning sent til sín hirðþjón sem til- kynnti: - Þannig getið þér hagað yður meðal félaga yðar í hernum - en ekki í veislu hjá Englandsdrottn- ingu. Og nú hafði hann verið meðal félaga sinna í hernum. Diplómatía Franski sendiherrann og rithöf- undurinn Paul Morand sagði eitt sinn: - Hin æðsta diplómatía, hin fullkomnasta stjórnmálakænska er þessi: Að segja sannleikann þegar aðrir halda að maður segi hann ekki - og segja hann ekki þegar aðrir halda að þeir hlusti á hann. í hvorugt skiptið er logið. Hví með opnum augum? Hinn heimsfrægi maður, Albert Schweitzer, tók eitt sinn á móti nokkrum evrópskum gestum í stöðvum sínum í Mið-Afríku, þar sem hann hafði m.a. stofnað sjúkrahús fyrir hina innfæddu. Einn gestanna lét undrun sína í ljós yfir því að hann skyldi hvergi nokkurs staðar hafa séð lofthita- mæli. - Við notum ekki slíka hluti hér um slóðir, sagði Schweitzer. Ef við vissum hve hitinn væri mikill þá myndum við alls ekki geta lifað hér. Jurtaætan Sænska skáldið Hjálmar Söder- berg var um skeið sem ungur maður hin trúaðasta grænmetis- æta. Dag nokkurn kom vinur hans einn að honum á Grand Café þar sem hann sat við borð með geysistórt fat af kjötbollum fyrir framan sig. - Hvað er að sjá þig, Hjálmar? sagði vinurinn. Ég hélt að þú værir jurtaæta, grænmetis- æta! - Alveg rétt, hárrétt! sagði Hjálmar Söderberg. En hver er hin mesta gleði grænmetisætunn- ar? Kjötbollur. Sýfilis eða gálginn John Wilkes var enskur stjórn- málamaður og rithöfundur á 18. öld. Á bautasteininum sem reist- ur var á gröf hans er letrað: „Vin- ur frelsisins.“ Þessi eftirmæli fékk hann vegna þess að hann barðist um langt árabil óeigingjarnri bar- áttu gegn aðli og einveldi en fyrir málfrelsi og borgaralegum rétt- indum. En hann var líka frægur fyrir drykkjuskap og kvennafar og það gengu um hann ýmsar ljótar sögur í þeim efnum. Dag nokkurn hittust þeir í þinghúsinu, Wilkes og jarlinn af Sandwick. Jarlinn sagði við hann: - Það veit hamingjan, herra minn, að annað hvort verður það sýfilis eða gálginn sem gerir út af við yður að lokum. - Og hvort af þessu tvennu það verður, svaraði Wilkes, fer algjörlega eftir því hvort ég læt fremur blekkjast af stjórnmála- skoðnum yðar, My Lord, eða ást- ineyjum yðar. SS tók saman Há upphœð opnar leið að hœrrí vöxtum! í kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Hefnd Michelangelos Þegar Michelangelo var að mála hina stóru dómsdagsmynd sína í Sixtinsku kapellunni móðgaðist hann mjög við hinn páfalega yfir- kammerherra. En listamaðurinn hefndi sín snilldarlega því hann máiaði óvin sinn á myndina með- al hinna fordæmdu í helvíti. Kammerherrann varð óskap- lega reiður og krafðist þess að Páll páfi 2. léti Michelangelo nema andlit sitt brott af mynd- inni. En páfinn færðist undan. - Það er ekki gerlegt fyrir mig, sagði hann. Mér er að vísu gefið allt vald á himni og jörðu, en ég ræð engu í helvíti! Leyfí drottningar Ungur liðsforingi af aðalsættum hagaði sér eitt sinn eins og hálf- viti í veislu, sem foringjar her- fylkisins tóku þátt í, en veislu- Viltu sjá sameinaöan sparnaö þinn bera góöan ávöxt? Sparileiö 2 er mjög hentug leiö til sparnaöar í allt aö eitt ár. Hún gefur þér kost á ávöxtun þar sem innstœöan hefur áhrif á vextina. Sé upphœöin hœrri en kr. 500.000,- fœröu strax hœrri vexti. Á Sparileiö 2 geturöu náö 4% vöxtum umfram verötryggingu. Leiöarvísir liggur frammi á öllum afgreiöslustööum bankans. Sparileiðir íslandsbanka - fyrir fólk sem fer síttar eigin leiðir í spamaði! Fiskeldisstöð tíl söhi Byggðastofnun og Fiskveiðasjóður íslands auglýsa hér með til sölu eftirtaldar eignir: (Áður eignir Arlax hf.) 1. Seiðaeldisstöðin Ártungu, Kelduneshreppi, Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Rými úti er 2.240 m3 og jnnj 290 m3. Virkjað vatn er um 500 lítrar á sekúndu. 2. Matfiskeldisstöð við Kópasker, Presthólahreppi, Norður-Þingeyjarsýslu. Eldisrými er um 1.050 m3 auk u.þ.b. 3.000 m3 sem þarfnast lagfæringar. Virkjað vatn er um 350 lítar á sekúndu og heitur sjór um 350 lítrar á sekúndu. Nánari upplýsingar veitir Valtýr Sigurbjarnarson, Byggðastofnun Akureyri, Geislagötu 5, sími 96-21210.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.