Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 Leigumiðlun Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri Félagsstofnun óskar eftir herbergjum og íbúðum af öllum stærðum og gerðum á skrá. Félagsstofnun kemur á sambandi milli leigusala og leigutaka. Félagsstofnun útvegar ábyrgðartryggingu ef óskað er eftir. FHúseigendur sem geta hugsað sér að leigja stúdentum við Háskólann á Akureyri hafi samband við skrifstofu Háskólans 5.-8. júní í síma 27855. Nánari upplýsing- ar veita Jón Þórðarson og Ólafur Búi Gunnlaugsson. Ingvar Þorvaldsson sýnir 40 myndverk í Gamla Lundi um hvítasunnuhelg- ina. vskt? Reitur A: Skattskyld velta, þ.m.t. úttekt til eigin nota, sala rekstrar- fjármunaog innborganir fyrir afhendingu. Fjárhæðin færist án virðisaukaskatts. Reitur B: Undanþegin velta. Hér er m.a. átt við útflutning, sölu dagblaða og aðra sölu sem ber „núllskatt". Ekki skal færa hér upplýsingar um undanþegnastarfsemi. Reitur C: Útskattur, sáskattur sem áuppgjörs- tímabilinu hefur fallið á skattskylda veltu, þ.e. reiknaður útskattur af allri sölu eða afhendingu skv. reit A. Reitur O: Innskattur, sá skattur sem á uppgjörs- timabilinu hefur fallið á kaup eða eigin innflutning ávörum eða þjónustu til nota í rekstrinum.þ.e. aðföng sem varða sölu á vöru, vinnu eða þjónustu skv. reitum A og B. Reitur E: Fjárhæðtil greiðslu eða inneign. Ef útskattur, skv. reit C, er hærri en innskattur, skv. reit D, skal merkja við í reitinn „Til greiðslu" en ef innskattur er hærri en útskattur skal merkja við í reitinn „Inneign". Athygli skal vakin á því að ef skilafjárhæð er núll eða engin starfsemi hefur farið fram á tímabilinu ber samt að fylla skýrsluna út og skila henni. 5^ S S iurfei • |lllII ergalddagi virðisaukaskatts! Fyriríram árifaðir gíróseðlar irðisaukaskattsskýrslan er í formi gíróseðils. Gjaldanda ber að nota þá skýrslu sem honum berst árituð. Berist skattskyldum aðila ekki árituð skýrsla skal hann nálgast hana hjá skattstjóra eða innheimtumanni í sínu umdæmi og árita hana. Hvenær á að skila skýrslu? ' jalddagi virðisaukaskatts er 5. júní. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki nægir að póstleggja greiðslu á gjalddaga. Hvar má greiða? ^ kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sþarisjóða eða pósthúsa. Einnig má greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, sýslumenn og bæjarfógetar í kaupstöðum, bæjum og sýslum, og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem áritaðar hafa verið af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. Inneignarskýrslur tm f innskattur er hærri en útskattur, þ.e. gjaldandi á að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti, skal skila skýrslunni til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. *•>•* . ** .< .- z-. ■ ~-C < * c: RSK RÍKISSKATTSÍiÓRÍ „Móðirogbam“ færa út kvíar Hjálparsamtökin Móðir og barn eru nú að færa út kvíarnar með húsnæðisaðstoð fyrir einstæðar mæður. Til skamms tíma hafa fjórar mæður verið í húsnæði á vegum samtakanna (ein frá nóv. 1989, en hinar frá febrúar 1990). Fjórar einstæðar mæður bættust svo við í byrjun þessa mánaðar, og sennilega verður ein íbúð til viðbótar tekin á leigu um næstu mánaðamót. Þær átta konur, sem nú leigja hjá samtökunum, eru með sjö börn á framfæri sínu, en ein er barnshafandi. Stjórn sam- takanna gerir ráð fyrir, að sú áætlun standist, að um mitt árið verði 10 konur komnar í húsnæði á vegum samtakanna. Móðir og barn niðurgreiðir leiguna um 30%, þó að hámarki 8.000 kr. á mánuði fyrir hverja konu. Samtökin Móðir og barn voru stofnuð 1. des. 1987. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að bæta úr erfiðum húsnæðisaðstæðum einstæðra mæðra og barna þeirra. Móðir og barn er löggild sjálfseignarstofnun með skipu- lagsskrá, sem staðfest hefur verið með forsetabréfi. Leitað hefur verið til einstaklinga, félaga, fyrirtækja og hins opinbera um stuðning við þetta hjálparstarf. Viðtökur manna hingað til hafa verið forsenda þess, hversu langt þetta starf er komið áleiðis, en frekari stuðnings er þörf til að tryggja áframhald og eflingu þessarar þjónustu. Eftir að málefnið hefur verið kynnt almenningi með viðhlítandi hætti, er fyrirhugað að fara út í almenna fjársöfnun. Stofnunin væntir áfram góðra undirtekta við tilmælum um framlög til hjálparstarfsins. Allar frekari upplýsingar má fá í síma samtak- anna, 22275 (og 27101), bæði fyr- ir væntanlega skjólstæðinga og styrktarfélaga. í stjórn Móður og barns eiga sæti Elínborg Lárus- dóttir félagsráðgjafi, Jón Valur Jensson cand. theol., sr. Þór- steinn Ragnarsson deildarstjóri og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir Skáld. Fréttatilkynning. Nýttá söluskrá DALSGERÐI: 150 m’ raðhúsíbúð á tveimur hæðum. Falleg eign. SKARÐSHLÍÐ: 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýlishusi. Góð eign. TJARNARLUNDUR: 5 herbergja endaíbúð í fjölbýl- ishúsi. Falleg eign. Okkur vantar allar gerðlr og stærð- ir eigna á skrá. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasimi 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.