Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 Nú á síðustu árum hafa garðeigendur verið að átta sig á því að á markaðinn eru komnar mjög margar gerðir yfírbreiðslna sem ann- aðhvort breiðast yfír beðin og plantað er í gegn eða breiðast hrein- lega yfír plönturnar (akrýldúkur). Vegna þess hversu sumarið er stutt hér á landi er það góð trygging fyrir uppskeru að notast við einhvers konar yfírbreiðslu. Notkun yfirbreiðslna í matjurtarækt Lengd sumars Pað sem skilur okkur frá ná- grannalöndum okkar í veðráttu er það hversu sumarið er stutt og hversu miklar sveiflur eru í veðurfarinu. Eins og vorin hafa verið hjá okkur síðastliðin ár, þ.e. mikil snjóalög yfir öllu, stytt- ist sumarið til muna og mat- jurtagarðarnir verða ekki tilbúnir fyrr en seint og síðar meir vegna jarðvegskulda og bleytu. Síðan er annar galli á sumrinu og hann er sá að snemma í ágúst getur far- ið að bera á haustfrostum, að vísu mjög vægum en nóg til þess að draga úr vexti plantnanna. Yfirbreiðslur Til eru nokkrar gerðir yfir- breiðslna úr plastefnum og úr trefjaefnum sem notaðar eru í mismunandi ræktun og með mis- munandi aðferðum. Hvítt plast er oft notað í ræktun salats og er þá breitt yfir beðið, fest niður á jöðrum með jarðvegi og plantað í gegnum göt sem skorin eru í plastið. Þetta heldur illgresi niðri og kemur í veg fyrir að hnausarn- ir verði skítugir. Svart plast eða Garðaplast eins og það heitir er 0,05 mm þykkt plast eða öllu heldur þunnt sem hefur mikið verið notað í ræktun og þykir það allra besta þegar rækta á trjá- kennda græðlinga. Þá eru búin til beð, plastið sett yfir og strengt og síðan fest niður með jarðvegi. Síðan er græðlingum stungið í gegnum plastið með hæfilegu millibili. Svart plast hefur verið notað í kartöflurækt, það er þá sett yfir garðinn eftir niðursetn- ingu og svo þarf að fylgjast náið með því þegar grösin koma upp Umsjón: Baldur Gunnlaugsson, skrúðg.yrkjufr. og skera gat fyrir hverju einasta grasi. Þessi aðferð ver garðinn auðvitað fyrir illgresi en er sein- leg og óheppileg aðferð nema um litla garða sé að ræða. Svart plast heldur niðri illgresi, bætir raka- skilyrðin og eykur jarðvegshit- ann. Glært plast er það efni sem mest hefur verið notað í heimilis- ræktun enda verið lengst á mark- aði og hentar auk þess mjög vel til að skýla plöntum. í dag ér hægt að fá glæra plastið í nokkrum þykktum og breiddum. Það er oftast notað til að festa á gróður- reiti eða gróðurboga og kostir þess eru að það eykur hitann mikið, heldur rakanum vel inni og er níðsterkt. Ókostirnir eru mikil daggarmyndun sem er óheppileg t.d. í gulrótarækt þ.e.a.s. droparnir falla ofan í jarðveginn og losa upp fræið, og léleg loftun því að plastið andar ekkert og fúlt loft getur myndast ef ekki eru skorin göt á það. Trefjadúkur eða akrýldúkur Fyrir nokkrum árum kom á markaðinn nýtt efni til notkunar í matjurtarækt en það var trefja- dúkur unninn úr polypropylen trefjum og þekkist hann nú til dags undir nafninu akrýldúkur. Má segja að um byltingu hafi ver- ið að ræða því að hann er ótrú- Iega léttur og plönturnar lyfta honum auðveldlega. Kostirdúks- ins eru hækkun jarðvegshita, hækkun lofthita, hann er tölu- verð frostvörn í vægurn frostum, hægt er að vökva í gegnum hann og regnvatn fer auðveldlega í gegn, hann veitir mikið skjól, hann er auðveldur í uppsetningu, hefur góða loftun og eins og áður sagði er hann mjög léttur. Okost- ir dúksins eru mun færri en kost- irnir trefjarnar í dúknum geta gisnað töluvert og er ending hans þess vegna ekki mjög mikil og líklegt er að það sé þessu atriði að kenna að kálflugan virðist komast í gegn þ.e.a.s. að dúkur- inn kemur ekki í veg fyrir að flug- an verpi en getur dregið úr því. Notkun dúksins Hann er venjulega notaður til að Akrýldúkur er notaður víða erlendis til að flýta uppskeru. Teikningin sýnir gróöurboga með akrýldúk. Einnig er hægt að hafa glært plast og er það fest alveg eins. skýla grænmeti, jarðarberjum og kartöflum. Til að fá uppskeru sem fyrst er best að setja dúkinn yfir garðinn um leið og snjór er horfinn og hafa hann þar þangað til garðurinn er orðinn þurr, taka hann þá ofan af og planta græn- metinu eða setja niður kartöfl- urnar, vökva vel og setja dúkinn yfir aftur. Dúkinn er best að festa niður með jarðvegi eða stinga niður í gegnum hann hæla en gæta verður þess að á honum sé —plöntukyrining---------- nógur slaki til að plönturnar geti lyft honum. Því ekki að prófa? Já, því ekki að prófa að hafa ann- an hluta garðsins án dúks og hinn hlutann með dúk yfir. Með þessu móti má ná fram tveimur upp- skerustigum, þ.e.a.s. það sem er undir dúknum þroskast u.þ.b. tveimur vikum fyrr en hitt og fæst þá alltaf ferskt grænmeti með matnum. Samanburður Þegar borin eru saman trefjadúk- ur og glært plast koma augljósir yfirburðir trefjadúksins í ljós. Að vísu heldur plastið meiri hita inni en hitastigið er mun sveiflukenn- dara en hjá dúknum. Dúkurinn virðist halda vel 4° C hærri hita en er úti. Einnig er loftunin miklu betri hjá dúknum en hjá plastinu. Dúkurinn fæst í nokkr- um breiddum hjá Sölufél. garð- yrkjumanna í Reykjavík. HaQjyrnir og Silfurblað Silfurblað Elaeagnus commutata. Elaeagn- us er samsett úr tveimur grískum orðum, elaia sem þýðir olíutré og agnus sem þýðir: líkist mýrar- plöntu. Commutata þýðir að hreyfast, bærast. Silfurblað hefur eins og nafnið gefur til kynna silf- urgljáandi blöð fremur lítil en Silfurblað: Er sérkennilega grá planta sem sómir sér ágætlega í hleðslu. þétt á stilknum sem er mjög sér- kennilega rauðbrúnn og eins og hann hafi silfurhreistur. Ársprot- arnir eru ljósari og ekki eins gljáðir og vel uppréttir. Blóm og aldin eru bæði mjög lítil og held- ur óásjáleg. Hér á Akureyri hef- ur Silfurblað þrifist ágætlega enda þarf það alla sól og allt það skjól sem völ er á. Hafþyrnir Hippophae rhamnoides. Hippo- phae er grískt nafn á Mjólkurjurt og rhamnoides þýðir: líkist Þorstatré. Hafþyrnir er lágvax- inn runni hérlendis, kræklóttur og hefur þyrna eins og nafnið gef- ur til kynna, svokallaða blað- þyrna. Hann fær steinaldin, gult eða rauðgult á stærð við bláber, súrt og mjög C-vítamínríkt og það situr á greinunum langt fram á vetur. Hafþyrnir er svokölluð frumbyggjaplanta sem helgast af Hafþyrnir: Er sérkcnnilcga þyrnótt planta scm verður þakin af gulum berjum. því að hann hefur á rótum sér geislasvepp sem aflar köfnunar- efnis. Hann þrífst best í sendnum og grýttum jarðvegi, kelur lítið og er vindþolinn og mjög saltþol- inn. Greinar hans líkjast mjög greinum Silfurblaðs og hafa sama lit og hreistrað yfirborð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.