Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 A MANUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJAN KRISTJAnSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),________ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mesti stödugleiki í efna- hagsmálum um 20 ára skeið Einn helsti efnahagssér- fræðingur landsins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, telur að leita þurfi tvo áratugi aftur í tím- ann til að finna viðlíka stöðugleika í íslensku efna- hagslífi og ríkir þar um þessar mundir. Þetta kom fram í við- tali við Þórð í Degi sl. fimmtu- dag. í viðtalinu segir Þórður að margir samverkandi þættir hafi leitt til þess árangurs, sem nú væri sjáanlegur í efnahagsmálum þjóðarinnar, en nefnir sérstaklega þrjá þætti sem skipta meira máli en aðrir. Gefum Þórði orðið: „í fyrsta lagi hefur hag- stjórn verið með þeim hætti að miðað hefur í átt til jafn- vægis í efnahagslífinu almennt. í öðru lagi voru gerðir kjarasamningar í byrj- un febrúar sem samrýmast þeim markmiðum sem talið er ákjósanlegt að ná og í þriðja lagi hafa ytri skilyrði þjóðar- búsins og þá sérstaklega á útfluttum sjávarafurðum lag- að stöðu þjóðarbúsins." Forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar bendir á að á ýmsum svið- um geti almenningur merkt þennan aukna stöðugleika í efnahagslífinu. Gengi krón- unnar hafi verið óbreytt frá áramótum, verðhækkanir ver- ið litlar að undanförnu og nánast þær sömu og í nálæg- um löndum. Með sama áframhaldi megi búast við að verðbólgan verði einungis 4- 5% á næstu mánuðum, miðað við heilt ár. Þessi orð forstjóra Þjóðhagsstofnunar er enn ein staðfesting þess að yfirstjórn efnahagsmála hér á landi er nú markvissari en verið hefur um langt árabil. Þegar ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar tók við völdum eftir skammvinna efnahagsóstjórn ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, var efna- hags- og atvinnulíf lands- manna að hruni komið. Ríkis- stjórn Steingríms setti sér þegar í upphafi það markmið að auka stöðugleika efna- hagslífsins með því að snar- lækka verðbólguna og koma henni niður fyrir 10 af hundr- aði á tiltölulega skömmum tíma. Almennt var litið svo á að þetta markmið ríkisstjórn- arinnar væri með öllu óraun- hæft, enda höfðu margar ríkisstjórnir á undan þessari haft þetta háleita markmið að leiðarljósi, án árangurs. En staðreyndirnar tala sínu máli. Með víðtækri samstöðu úti í þjóðfélaginu við gerð síðustu kjarasamninga var lagður grunnur að nýrri þjóðarsátt í kjaramálum, þjóðarsátt sem hefur skilað okkur nær því en nokkru sinni fyrr að skapa varanlegan stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Ríkis- stjórnin átti stóran þátt í þeirri þjóðarsátt, ekki síst með víðtækri endurreisn atvinnulífsins sem ríkis- stjórnin hafði forgöngu að strax og hún komst til valda. Næstu mánuði mun árang- ur ríkisstjórnarsamstarfsins koma enn betur í ljós. Það kæmi ekki á óvart þótt ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar ætti eftir að auka vin- sældir sínar mjög verulega á þeim tíma. Staðreyndin er sú að hún hefur unnið mjög gott starf, sem fram til þessa hef- ur ekki verið metið að verð- leikum. Mesti stöðugleiki í efnahagsmálum um tuttugu ára skeið ber verkum ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar fagurt vitni. BB. úr hugskotinu í Eftir ballið Reynir Antonsson skrifar Liðið vaknaði með mismikla timburmenn og mis- miklar harðsperrur á sunnudagsmorguninn eftir ball- ið sem tölvuvæddir fjölmiðlar þessa lands gengust fyrir í tilefni þessara kosninga, eins og þeir gera reyndar að afloknum hverjum kosningum. Ball sem eins og alltaf á almennilegum böllum, getur af sér hin ýmsu ástarsambönd, stundum jafnvel í beinni útsend- ingu, en splundrar öðrum samböndum eins og gengur. Fyrir suma var þarna stiginn Hrunadans, aðra leiknir sigurmarsar. Sumir hafa vafalítið skemmt sér konunglega, en öðrum hefur vafalítið þótt þetta grautfúlt. Eiginlega er ekkert eðlilegra en að svo hafi verið. Það er nefnilega þannig með lýð- ræðið eins og aðrar íþróttir, það geta ekki allir verið sigurvegarar. Þeim tapsáru til huggunar má þó segja, eins og um landann þegar hann Iiggur í handbolta eða spjótkasti: Það er alltaf mikilsvert að vera með. Gamaldags Hinir tölvuglöðu spekingar þessa lands munu fá ærið að starfa næstu daga og vikur við að túlka, mistúlká, rangtúlka eða barasta oftúlka úrslit þessara sveitarstjórnakosninga. Menn munu án efa gera sitt besta til að hagræða tölunum, því eins og alkunna er, þá ljúga tölur aldrei. Þeim má hins vegar snúa og þær Íaga á ýmsan hátt, en slíkt kallast ekki blekkingar eða lygar, heldur sniðugheit, klókindi eða jafnvel hag- sýni; allt eiginleikar sem eru ómissandi þættir í sannri stjórnvisku. Annars vekur athygli varðandi þessi kosningaúrslit hvað þau virðast eitthvað óttalega gamaldags. Tökum dæmi héðan frá Akureyri. Þar gerðist ekki annað en það að við erum einfaldlega komin með svipaða skipan bæjarstjórnar og fyrir ára- tug eða svo. Hjörðin villuráfandi er snúin aftur heim til Framsóknar. Sennilega hefur beitarlandið ekki verið sem skyldi í Kratalandi og hagarnir ekki álitleg- ir þar sem konur ráða eða hjá flokknum sem kennir sig við þjóðina. Alls staðar á landinu er hið sama uppi á teningnum. Kjósendur virðast yfirleitt hafa haldið sauðtryggð sinni við gömlu, góðu flokkana, og ný sameiningarframboð, einkum á vinstri kantinum, sem orðið hafa til af einhverju leyti fyrir áhrif frá lýðræðisbyltingunni í Evrópu, hafa átt afarerfitt upp- dráttar, svo ekki sé meira sagt. Þeirrar hægri sveiflu sem gekk yfir Evrópu fyrir þetta 10 til 15 árum gætti eitthvað, þó ekki eins mikið og við hefði mátt búast. Undrabókstafur Það er ekki hægt að tala um hina miklu fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem einhverja hægrisveiflu, heldur fyrst og fremst sem persónulegan sigur Davíðs konungs, mannsins sem kvað hafa tekist að breyta einni skopparakringlu í Perlu, líkt og Denni honum Arafat í ljóðinu hans Hallbjarnar Kántrý. Gildir þá einu hvort hann hafi með þessu stórmóðgað íbúa Mallorca, perlu Miðjarðarhafsins, eða Hríseyjar, perlu Eyjafjarðar. Þá hafa án efa margir kjósendur ekki talið „Nýjan vettvang" álitleg- an kost, þar sem því verður ekki neitað að þar með slæddist alls kyns lið sem allajafnan er ekki talið til vinstri, eins og til að mynda þessar klíkur áhangandi Borgaraflokknum og SÁÁ sem enn hefur ekki almennilega náð að þurrka af sér Hafskipsorðið. Og svo er nú Sjálfstæðisflokkurinn ekki einu sinni almennilegt íhald eins og það þekkist í Evrópu, held- ur að miklu leyti hagsmunabandalag nokkurra velmektugra ætta og fjölskyldna. Þannig verður að telja það afar ósennilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn setjist nokkru sinni í ríkisstjórn án þess að þar sé að minnsta kosti einn ráðherra af Engeyjarætt, og þá þurfa Thorsararnir, aðalverktakaliðið og allir hinir að fá sína bitlinga líka til að geta komið illa fengnum gróða sínum í lóg. Það er annars svolítið skondið að D skuli vera lista- bókstafur þeirra sjálfstæðismanna. Þessi stafur stend- ur vitaskuld fyrir Davíð, þó svo að hann standi að vísu einnig fyrir Denna og Dæmalausaland. En það er nú líka alveg dæmalaust sniðugt þegar hinir einu og sönnu talsmenn einkaframtaksins hér á landi „Granda“ fyrirtækjum sínum. Segja þau til sveitar til að bjarga eigin lúxusvillum og lúxuslífsstíl, og hljóta að launum formennsku í stærstu sölusamtökum íslensks sjávarútvegs. En listabókstafur þessi stendur líka fyrir dugnað, og hvað sem um Davíð konung annars má segja, þá neitar enginn dugnaði hans og metnaði fyrir hönd sinnar heimabyggðar. Einmitt þennan metnað finnst manni oft dálítið skorta á hér um slóðir. Fyrirtæki annaðhvort leggja upp laupana, eða hlaupa suður yfir heiðar. Knattspyrnulið bæjarins virðast varla nenna að spila og steinliggja því, og menn hafa ekki metnað til að flytja til bæjarins aðra skemmtikrafta en dansk- an gaulara sem aldrei verður mikið meira en gutlari þótt hann hafi með sér ein tíu tonn hljóðfæra, á sama tíma og Reykvíkingar virðast hafa náð að nappa til sín sjálfum Bob Dylan, sem hér ætti að sjálfsögðu að svara með að fá Rolling Stones eða eitthvert álíka nafn. Vínardrengjakórinn, þessi vinsæla skreyting úr ýmsum ágætum myndum í Guðföðurstíl, er í sjálfu sér ágætur, en það bara þarf meira ef þessi bær á að verða eitthvert nafn á sviði ferðaþjónustu, iðnaðar og sjávarútvegs. Og það sem ekki má koma fyrir, er það að á komandi kjörtímabili verði hér starfandi einhver litlaus, smásálarlegur og bitlingasinnaður „Akureyr- arflokkur“. Félagshyggjuöfl þessa bæjar bókstaflega verða að ná saman og mynda framsækinn, nútímaleg- an og metnaðarfullan meirihluta, sem er reiðubúinn að hefja þann lífróður sem til þarf svo þetta fagra og veðursæla svæði verði eitthvað annað og meira en bara þjóðgarður og byggðasafn fyrir regnþreytta sunnanmenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.