Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 7 Kímni og skop í Nvja Testamentinu - eftir sr. Jakob Jónsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út ritið Kímni og skop í Nýja testamentinu eftir sr. Jakob Jónsson. Bók þessi í eigin þýð- ingu höfundar var komin nokkuð á veg í prentsmiðjunni þegar sr. Jakob varð bráðkvaddur í heim- sókn á æskuslóðir sínar, Djúpa- vog, 17. júní í fyrrasumar. Var útgáfunni þá frestað um sinn til að ljúka skrám um tilvitnanir í Biblíuna og bókmenntir rabbía sem voru enn ósamdar fyrir íslensku þýðinguna. Sonur höfundar, dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur, vann svo skrár þessar. Kímni og skop í Nýja testamentinu er doktorsrit sr. Jakobs Jónssonar og kom fyrst út á ensku hjá Menningarsjóði 1965, en öðru sinni í Leiden í Hollandi 1985. Formálar að Kímni og skopi í Nýja testamentinu eru eftir höfund, útgefanda og Krister Stendhal Stokkhólmsbiskup. Sr. Jakob tileinkaði ritið eiginkonu sinni, Þóru Einarsdóttur. Bókin skiptist í tólf kafla auk inngangs og eftirmála. Ennfremur fylgja henni skrár um rit, heimildir, til- vitnanir og mannanöfn. Kímni og skop í Nýja testamentinu er 334 bls. að stærð. Kápu gerði Sigurð- ur Örn Brynjólfsson. Sjávarútvegsstofnun HáskóTans: Hagsæld í húfi - bók um stjórn fiskveiða komin út Út er komin bókin Hagsæld íhúfi og fjallar hún um eitt mikilvæg- asta hagsmunamál þjóðarinnar á þessari öld: Stjórn fiskveiða við ísland. Bókinni er ætlað að vekja lesendur til umhugsunar um þann skipulagsvanda, sem við er að glíma í íslenskum sjávarútvegi. Henni er einnig ætlað að hjálpa lesendum að mynda sér skynsam- lega skoðun á þvf, hvaða ráð dygðu best til að leysa vandann á hagkvæman og réttlátan hátt. Bókin geymir 25 ritgerðir eftir 12 höfunda, en þeir eru: Bjarni Bragi Jónsson, Einar Júlíusson, Friðrik Már Baldursson, Gísli Pálsson, Guðmundur Magnús- son, Gylfi Þ. Gíslason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ragnar Árnason, Rögnvaldur Hannes- son, Snjólfur Ólafsson, Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason. Höfundar nálgast efnið út frá ýmsum hliðum og má sem dæmi nefna grein Snjólfs Ólafssonar og Þorkels Helgasonar, „Stjórn fisk- veiða, markmið og leiðir", en þar er að finná ítarlegt yfirlit yfir umræðu undanfarinna ára og gagnrýna úttekt á helstu sjónar- miðum sem fram hafa komið. Hagsæld í húfi er bók sem á erindi til allra þeirra sem láta sig þjóðmál varða. Sjávarútvegsstofnun Háskól- ans og Háskólaútgáfan standa að útgáfu bókarinnar. Bókinni er dreift af Bóksölu stúdenta og fæst í helstu bókabúðum landsins. eins oq þú vilt að aorir aki! || UMFERÐAR ------------------------------- Mirtjagripir Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir því að komast í samband við aðila sem framleiða nú þegar eða hafa áhuga á að framleiða minjagripi. Megin áhersla er lögð á gripi sem nýta íslenskt hráefni og eða byggja á þjóðlegri hefð. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Þorleif Þór Jónsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar hf., Geislagötu 5, 600 Akureyri, sími 26200. ©1IÐNÞRÓUNARFÉIAG J EYJAFJARÐAR HF. Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 7. og 8. júní 1990 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Húsbréf Einföld og örugg leið til að stækka við sig Er kominn tími til að stækka við sig? Húsbréfakerfið er einföld og örugg ieið við kaup og sölu íbúða. Seljir þú íbúð þína í húsbréfakerfinu, er hagkvæmt fyrir þig að nota húsbréfin við áframhaldandi íbúðarkaup og spara þér þar með ýmis útgjöld. Ætlir þú að fá fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu er afgreiðslutíminn að'eins nokkrar vikur, frá því að þú hefur fengið umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu þína. Umsögn um greiðslumat eykur á öryggi þitt, bæði við kaup og sölu. ( húsbréfakerfinu áttu kost á háu láni á einum stað, þú sparar þér fyrirhöfn og útgjöld af öðrum lántökum og átt auðveldara með að halda yfirsýn yfir skuldir þínar. Húsbréf eru skattfrjáls, ríkistryggð skuldabréf sem seljendur íbúða ráðstafa að vild. Leitaðu nánari upplýsinga hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins um kaup og sölu íbúðar í húsbréfakerfinu. KYNNINGARMYNDBÖND Kynningarmyndbönd um húsbréfakerfið liggja frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðisstofnun. Þau eru einnig m.a. væntanleg á sveitastjórnarskrifstofur og myndbandaleigur um land allt. cfb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 SAMElNADA/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.