Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 2. júní 1990 Filmumnttaka' Kjörbúð KEA Byggðavegi nimumöliaKd. Kjörmarkaður KEA Hrisalundi. HUHin Sunnuhlíð MeirihM að myndast á Húsavík - Málefnasamningur að verða tilbúinn Meirihlutamyndun í bæjar- stjórn Húsavíkur er komin vel á veg. Allt stefnir í meirihluta framsóknar og sjálfstæðis- manna. Samkvæmt heimildum Dags á aðeins eftir að fínpússa málefna- samning. Flokkarnir hafa komið sér saman um skiptingu embætta og aðeins er eftir að fjalla um texta og áherslur innan einstakra málaflokka. Aðspurður kvaðst heimildamaður ekkert vilja láta eftir sér hafa varðandi bæjar- stjóramál, annað en það að flokkarnir væru búnir að ná sam- komulagi um þau og ekki væri tímabært að gefa nokkrar yfirlýs- ingar, fyrr en flokksfólk hefði fundað formlega um málefna- samninginn. Fundur var fyrirhug- aður í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. óhú Hafnarframkvæmdir í Grímsey: Iletjast í næstu viku Á vegum verktakafyrirtækisins Istaks hf. eru að hefjast umfangsmiklar hafnarfram- kvæmdir í Grímsey. Stórvirkar vinnuvélar eru á leiðinni til Grímseyjar og verkinu á að Ijúka á haustdögum. Að sögn Aðalsteins Sigurþórs- sonar hjá ístaki, eru stórvirkar vinnuvéíar á leið til Grímseyjar með Esjunni og starfsmenn fara til eyjunnar strax eftir helgi. „Okkar verk eru umfangsmiklar hafnarframkvæmdir. í grófum dráttum, að leggja út grjótvarn- argarða, rúmlega 13.000 rúm- metrar, og dýpka höfnina innan garðanna. Þegar því er lokið að byggja timburbryggju úr harðviði innan á þessa nýgerðu varnar- garða. Grjótið í varnargarðana er búið að sprengja í eyjunni, en það var gert í fyrra. Verkinu á að ljúka á haustdögum,“ sagði Aðalsteinn. ój Eiríkur Sigfússon oddviti Glæsibæjarhrepps: „Mikil andstaða í hreppum kringum Akureyri við álver í Dysnesi“ - „Atlantalmenn hræddir við mengun og andstöðu sveitarfélaga - eina vonin að ákveða staðsetningu við Árskógsströnd“ Eiríkur Sigfússon á Sílastöð- um, oddviti Glæsibæjarhrepps, segir að gífurlega mikil and- staða sé við staðsetningu álvers í Dysnesi meðal hreppanna kringum Akureyri. Forsenda þess að álver rísi í Eyjafirði sé að sem fyrst verði hætt að ræða um Dysnes, en ákvörðun tekin um að nota hentugt landsvæði á Árskógsströnd. „Eyfirðingar ættu að afskrifa Dysnes sem stað fyrir stóriðju. í héraðsnefnd hefur helst ekki mátt ræða andstöðu hreppanna Góð aðsókn er að Háskólan- um á Akureyri fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um nám við skólann rann út í gær. I fyrradag höfðu borist 47 umsóknir um skólavist á fyrsta ári á sjávarútvegsbraut, rekstr- arbraut og heilbrigðisbraut. Gera má ráð fyrir að einhverj- ar umsóknir eigi eftir að berast. Helgarveðrið: Veðurblíða „Góða veðrið er hjá ykkur sé litið til helgarinnar,“ sagði Gunnar veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. Norðlendingar munu njóta veðursældar og veðu.rspáin lofar sunnan og suðaustan átt og þurru veðri og trúlega njótið þið sólar,“ sagði veðurfræðingurinn. við álver í Dysnesi, og tekið fram að umræða um málið gæti haft neikvæð áhrif á möguleika þess að fá stóriðju til Eyjafjarðar. Því miður er alltaf til fólk sem tekur flestu þegjandi sem aðrir rétta að því, en ég vil ekki tilheyra þeim hópi og áskil mér rétt til að láta álit mitt opinberlega í ljós. Andstaðan við álver í Dysnesi er svo mikil að aldrei verður frið- ur um málið fyrr en ákveðið verður að staðsetja það við Árskógssand,“ segir Eiríkur. Eiríkur er þeirrar skoðunar að Að sögn Stefáns G. Jónssonar, forstöðumanns rekstrardeildar, var skipting umsókna á þrjár deildir skólans í fyrradag sú að 25 umsóknir höfðu borist um nám í rekstrardeild, 12 í sjávarútvegs- deild og 10 í heilbrigðisdeild. Þetta er sami fjöldi nemenda og hóf nám í sjávarútvegsdeild um síðustu áramót, nokkru færri nemendur en byrjuðu í hjúkrun- arfræði í fyrra en hins vegar fleiri nemendur í rekstardeild. Stefán sagðist hafa skoðað umsóknir í rekstrardeild og í ljós hefði komið að af 23 umsóknum höfðu 11 lokið framhaldsskóla- prófi á Akureyri. Hinir umsækj- endur kæmu víða að af landinu, Reykjavík, Egilsstöðum, Akra- nesi, Reykjanesi og víðar. Stefán sagði einnig athyglisvert að rúm- lega helmingur umsækjenda um rekstrarfræði væri á aldrinum 25- 33 ára. óþh ákvörðun um staðsetningu nýs álvers við Árskógssand sé for- senda fyrir því að álver komi á annað borð til Eyjafjarðar. „At- lantal-menn taka enga áhættu. Þeir eru greinilega hræddir við mengun af álveri í Dysnesi, og vita af andstöðunni. Þessi mál hafa verið mikið rædd í héraðs- nefnd. Ég hef alltaf talið að sjón- mengunin ein af stóru álveri í Dysnesi væri nægileg ástæða til að afskrifa þann stað, fyrir utan alla aðra mengun. Álver á Árskógssandi minnkar mengun miðað við Dysnes. Það er alvarlegur hlutur ef full- trúar Akureyrar líta svo stórt á sig að þeir eru tilbúnir til að hafa eyðimörk kringum bæinn, bara til þess eins að fá nokkra íbúa til sín. Sigfús hefur sagt að ef álver yrði staðsett á Árskógsströnd mætti búast við að einhver hluti starfsmanna myndi setjast að annars staðar en á Akureyri, t.d. á Dalvík. Finnst mönnum þetta ekki goðgá? Ég hélt að álverið væri mál Éyjafjarðar alls, en ekki sérmál Akureyrarbæjar. Sigfús Jónsson vill gera héraðs- nefndina að bákni, með margar undirnefndir. Tilgangurinn skín í gegn, það er að skapa yfirvald sem færir Akureyringum völd í veigamiklum málum, og færa ákvarðanatöku þannig frá lög- lega kjörnum sveitarstjórnum, Ég bendi á skipulagsmál sem dæmi. Eigum við að sætta okkur við að Akureyringar fjarstýri skipulagi hreppanna og ráðstafi landsvæðum þeiwa eftir eigin geðþótta? Slíkt kemur ekki til greina af minni hálfu. Þá vil ég heldur enga héraðsnefnd. Akur- eyri, Dalvík og Ólafsfjörður geta þá stofnað sérstaka nefnd fyrir sig. Dreifbýlissveitarfélögin myndu þá vinna í samvinnu við þá nefnd að einstaka máli. Varðandi væntanlegan kostnað Akureyringa af héraðsnefnd segi ég að hrepparnir hafa hingað til getað greitt hann sjálfir. I sam- eiginlegum málum, t.d. skóla- málum, er þegar samningur um hvernig beri að skipa kostnaði eftir íbúatölu sveitarfélaga. Tveir hreppar Þingeyjarsýslu eru aðilar að þeim samningi þótt þeir séu ekki aðilar að héraðsnefnd, svo dæmi sé tekið,“ segir Eiríkur Sig- fússon. Ekki náðist í Sigfús Jónsson vegna þessa máls í gær. EHB Búið er að ganga frá áfram- haldandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og K-lista í bæjarstjórn á Sauðárkróki. Aðeins er eftir það formsatriði að undirrita samninginn en mun það gerast strax eftir helgi. Málefnasamningurinn var ræddur og samþykktur hjá listum flokkanna á fimmtudag. Skipan í helstu embætti verður þannig: Forseti bæjarstjórnar verður Knútur Aadnegard sem skipaði toppsætið á lista Sjálfstæðis- flokks. Formaður bæjarráðs verður áfram frá Alþýðuflokki og mun því Björn Sigurbjörnsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks, verða í því embætti áfram eins og Vínardrengjakórinn: Nær uppselt á tónleikana í dag kl. 16 heldur Vínar- drengjakórinn tónleika í Akureyrarkirkju og búast má við troðfullu liúsi áheyr- enda, ef marka má ásókn I aðgöngumiða til þessa. í gærmorgun voru ekki marg- ir miðar eftir. Ingólfur Ármannsson, menn- ingarfulltrúi Akureyrarbæjar, sagði í samtali við Dag í gær- morgun að örfáir stakir miðar væru lausir á kirkjubekkina sjálfa, en cinnig væru nokkrir óseldir miðar á hliðarbekki. Alls munu vera um 480 mið- ar í boði. Setið verður á bekkjum, hliðarbekkjum og stólum niðri og einnig uppi á svölunum. Ingólfur kvaðst mjög ánægður með þessar við- tökur sem Vínardrengjakór- inn fær á Akureyri. SS fyrir kosningar. K-listinn fær síð- an formennsku í veitu- og hafnar- stjórn og er það Hilmir Jóhann- esson, efstur á K-listanum, sem hlýtur það embætti. Bæjarstjóri verður áfram Snorri Björn Sig- urðsson og helsta nefndaskipan mun verða hliðstæð því sem hún var á síðasta kjörtímabili. „Ég er ánægður með það að áframhaldandi meirihlutasam- starf hefur tekist. Þessir flokkar hafa mikinn meirihluta atkvæða á bak við sig svo þetta er full- komlega lýðræðislegt hvað svo sem einstaka aðrir aðilar halda,“ sagði Knútur Aadnegard, verð- andi forseti bæjarstjórnar á Sauð- árkróki, þegar Dagur talaði við hann í gær. SBG Háskólinn á Akureyri: Um fimmtíu umsækjendur Nýr meirihluti í bæjarstjórn Sauðárkróks: Knútur verður forseti og Bjöm formaður bæjarráðs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.