Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 13
poppsíðon Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 13 l The Smithereens: Rökrétt framhald The Smithercens. Nýja platan rökrétt framhald. Ferill bandarísku hljómsveitar- innar The Smithereens hefur ver- iö býsna skrykkjóttur gegnum tíðina. Hún vakti gífurlega mikla athygli meö fyrstu stóru plötu sinni Especially for you sem út kom 1986 og var þaö einróma skoðun gagnrýnenda að blanda sveitarinnar á rokki í anda sjö- unda áratugarins (Bítlunum, Rolling Stones o.fl.) og sveita- tónlist væri mjög vel heppnuð. Á Especially for you eru mörg góð lög s.s. eins og Behind the wall of sleep og In a lonely place þar sem söngkonan Suzanne Vega* syngur bakraddir. í kjölfar útkomu EFY fóru The Smithereens í tónleikaferðalag um Evrópu og þar á meðal hing- að til fslands. Gerði hljómsveitin mikla lukku og var troðfullt á tvennum tónleikum sem haldnir voru í (slensku Óperunni. Especially for you var reyndar ekki frumraun The Smithereens á plasti því árið 1983 gaf sveitin út fjögurra laga EP plötu sem síðan var endurútgefin 1987. Önnur breiðskífan Green Thoughts kom síðan út 1988 en þvi miður náði hún ekki að fylgja vinsældum EFY eftir og er það umsjónarmanni Poppsíðunnar Hittogþetta Madonna Poppsíðan sagði frá því fyrir skömmu að von væri á plötu með Madonnu með lögum úr nýju myndinni hennar Dick Tracy. Er platan nú nýkomin út og heitir hún l’m Breathless, en það nafn ber einmitt þersónan í myndinni sem Madonna leikur. Auk laga eftir Madonnu sjálfa eru þrjú lög eftir söngleikaskáldið Stephen Sondheim á plötunni. Einnig verða á plötunni einhver lög sem ekki eru í myndinni. Umsjón: Magnús Geir Guömundsson ráðgáta því Green Thoughts er ef eitthvað er betri en EFY. Þeir félagar í The Smithereens voru þó ekki af baki dottnir þrátt fyrir lélegar viðtökur á Green Thoughts og kom þriðja breið- skífan þeirra 11 út seint á síð- asta ári. Sem fyrr er formúlan melódískt rokk af gamla skólan- um með sveitatónlist í bland, en nú hefur orðið sú breyting aö annar upptökustjóri Ed Stasium er komin í stað Don Dixon sem stjórnaði upptökum á hinum tveimur fyrri. Fyrir vikið er hljóm- urinn á 11 skærari og nútímalegri en á hinum tveimur og í sumum tilfellum virkar tónlistin kraftmeiri en áður. Stenst 11 því fyllilega samanburð við EFY og GT og má segja að hún sé nokkurn veg- inn í beinu framhaldi af þeim. Það er því ekki auðvelt að tína út lög og segja að þau séu best en dæmi um frábær lög á plötunni eru Blues before and after (Titill sem velta má fyrir sér hvað merkir) og Room without a view. Það eru því eindregin tilmæli mín til allra sem eiga fyrri skífur The Smithereens og annarra að næla sér í eintak af 11 ef þeir hafa þá ekki nú þegar gert það. í SUNNUHLÍÐ INXS Ástralska popp/rokksveitin INXS er nú vöknuð eftir um tveggja ára dvala og mætt í hljóðver að taka upp sína sjöundu plötu. INXSsem gerði allt vitlaust með plötunni Kick fyrir nokkrum árum hyggst síðan fylgja nýju plötunni eftir með tónleikaferðalagi um víða veröld þegar hún kemur út í haust. Simple Minds Fyrir aðdáendur Simple Minds sem væntanlega syrgja brott- hvarf hennar sárlega skal bent á að nýlega hefur verið gefið út myndband með hljómsveitinni á tónleikum í Verona á Ítalíu. Myndbandið sem er það fyrsta og eina sem gefið hefur verið út fyrir almennan markað nefnist einfaldlega Verona og er 90 mínútur að lengd. 5. - 8. J Ú N í 19 9 0 fpnunarhátíð örukynningar /ning á tjöldum og útilegubúnaði ynning á skóm frá Strikinu irillveisla /ning á módelflugvélum lyndataka af börnum í skrípamótum ynning á tœkifœrisfatnaði ynning á framtíðarskipulagi í Glerárhverfi étur Pétursson og Nói Björnsson árita bolta /ning á tjaldvögnum og kerrum affihlaðborð /ning á hjólhýsum ynning á slökkvitœkjum og frœðsla um Idvarnir • Hljóðfœraleikur ® Sýning á tréútskurði • Frœðsla um garða og garðrœkt • Sýning á garðhúsgögnum • Barnabókavika • Hljóðfœrakynningar • Afsláttarverð á ýmsum vörum • Snyrtivörukynning • Kynning á framleiðsluvörum Leðuriðjunnar Teru • Kynning á sportfatnaði • Kynning á nýjum brauðum • Vöfflur og kaffi • Kynning á ITC félagsskapnum • Frœðsla um íslenska sveppi Rory Gallagher írski blúsrokkarinn Rory Gallagher er nú nýbúinn að senda frá sér nýja þlötu, kallast hún Fresh Evi- dence og er hans fyrsta síðan Defender kom út 1987. Madonna orðin andlaus. í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri eru 20 verslanir og þjónustuaðilar Njóttu vorsins með okkur og láttu sjá þig á Vordögum 1990

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.