Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 2. júní 1990 Manneskja andstæðna og mikilla stemmninga — Iðunn Ágústsdóttir myndlistarmaður í helgarviðtali * „Eg fæddist 13 vikum eftir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari í Fjörunni á Akureyri. Það var í Aðalstræti 74, á neðri hæð- inni undir austurglugganum. Föðurafi minn og amma áttu heima í því húsi, og foreldar mínir bjuggu þar fyrstu hjú- skaparár sín. Við fluttum í Aðalstræti 70 þegar ég var þriggja ára. Amma mín, systir hennar og föðurbróðir minn bjuggu um margra ára skeið á heimilinu. Ég var lánsöm hvað þetta snertir, lyklabörn dagsins í dag eiga fæst slíku að venjast. Til gamans get ég nefnt að pabbi og mamma voru búin að vera gift í fimm ár og ekkert bólaði á erfingja. Gömul vinkona ömmu kom eitt sinn að máli við hana og spurði: Fr ekki gott á milli Gústa og Betu? En barnið fæddist skömmu eftir þetta, ég er elst systkina minna.“ Það er Iðunn Ágústsdóttir, myndlistar- maður, sem rifjar hér upp atvik frá liðinni tíð. Foreldrar hennar eru Ágúst Ásgríms- son og Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir. Móðir Iðunnar er ef til vill betur þekkt sem „listakonan í Fjörunni" og muna fjölmargir Akureyringar vel eftir henni. Álbræður Iðunnar eru Ásgrímur, ljósmyndari á Akur- eyri, og Geir, sem búsettur er í Reykjavík. Nokkrum árum eftir að móðir Iðunnar dó giftist faðir hennar aftur, og eignaðist tvo syni með seinni konu sinni. Peir heita Brynjar og Heiðar Ingi. „Pabbi vann geysilega mikið við byggingu Aðalstrætis 70. Hann stundaði verkamanna- vinnu hér í bænum, og hafði ekki neinar uppgripatekjur. Við bygginguna gekk hann svo nærri heilsu sinni að hann ofþreyttist, sem kallað var. Svaf á tveimur stólum Ég man dálítið eftir Aðalstræti 74. Par var ákaflega þröngt, og ég svaf á tveimur stólum, sem var stillt saman. Þegar við flutt- um í nýja húsið hágrét ég, því að þá þurfti ég að sofa í nýju rúmi með járnrimlum. Þarna ólst ég upp, í besta hluta bæjarins, vil ég segja. Lóðin við Aðalstræti 70 er mjög stór, og foreldar mínir Iögðu mikla vinnu í ræktun á henni. Trén í brekkunni fyrir ofan húsið eru öll gróðursett af þeim og Magnúsi Jónssyni. Bærinn lagði til plönturnar, en þau vinnuna." - Móðir þín hafði mikla listræna hæfi- leika og var vel þekkt á Akureyri. „Já, en hún var líka mjög hlédræg og hafði sig lítið í frammi. Þegar ég var barn fannst mér ekkert sérstaklega merkilegt eða eftirtektarvert við það að mamma sinnti þessu áhugamáli, því listiðkun hennar var eðlilegur hluti af heimilislífinu. Hún sat gjaman við útskurð eða málaði myndir. Ékki varð ég mikið vör við ljóðagerð henn- ar eða tónsmíðar. Hún söng eða raulaði allt- af við vinnu sína, og ósjálfrátt lærði ég þessi lög. Ég vissi þó ekki að þetta væru hennar tónsmíðar. Gipsmyndirnar seldust vel og voru vinsæl- ar á þessum árum. Stytturnar seldi Blóma- búðin Laufás. Pabbi og mamma unnu bæði við stytturnar, því pabbi steypti þær, púss- aði og lakkaði yfir.“ Vildi alltaf vera hæst í teikningu - Urðu áhrif frá móður þinni til þess að þú lagðir út á listabrautina? „Ég teiknaði mikið þegar ég var barn. í skólanum var mér mikið kappsmál að vera með hæstu einkunn í teikningu. Það var svo sem ágætt að vera ofarlega í fleiri greinum, en samt ekki eins mikilvægt í mínum aug- um. Mamma var farin að segja mér dálítið til í málun þegar hún veiktist. Lengi vel var tal- ið að um eftirstöðvar af Akureyrarveikinni væri að ræða, en það reyndist ekki rétt. Veikindi hennar reyndust alvarlegri, og tvisvar varð hún að fara til Kaupmanna- hafnar í aðgerðir. Eftir seinni aðgerðina hafði hún ekki framar fótavist, og komst ekki til heilsu á ný. Ég hygg að vinnubrögð mín séu talsvert ólík vinnubrögðum mömmu. Ef verk okkar væru borin saman gæti kannski einhver spekingur fundið eitthvað líkt, um það skal ég ekki dæma. En ég ber mig ekki saman við aðra sem eru í myndlist. Eg tel að ég hafi þróað pers- ónulegan stíl í pastelmyndum a.rn.k., og vil gjarnan halda honum. Ég hef ekki menntun eða próf í myndlist úr neinum skóla, nema lífsins skóla. Eftir gagnfræðaskólanám vildi ég fara í listnám en það þótti ekki mögulegt í þá daga. Um 12 ára aldur fór ég á teikni- námskeið, sem Jónas Jakobsson hélt. Einn- ig fór ég á námskeið hjá Einari Helgasyni í málun, sem haldið var í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Ég er þeirrar skoðunar að skapandi hæfi- leikar séu meðfæddir. Vissulega fékk ég fullan skilning á bernskuheimili mínu þegar ég vildi liggja yfir teikningum, en eins og ég sagði áðan þá var listiðkun eðilegur þáttur í fjölskyldulífinu heima. Pað átti þó ekki fyrir mér að liggja að fara í myndlistarskóla, og í bland var ég aldrei sátt við að svo skyldi fara.“ Ad hrökkva eða stökkva - Sinntir þú listiðkun mikið næstu árin? „Nei, það gerði ég ekki. Ég giftist og á fimm börn. Eg kom varla nálægt myndlist um alllangt skeið. Pað var ekki fyrr en í kringum 1977 sem ég byrjaði raunverulega að fást við þetta í alvöru. Ég hafði auðvitað gamla undirstöðu, en því sem maður hefur einu sinni lært glatar maður ekki svo auð- veldlega aftur. Ég veit ekki hvort eitthvað eitt frekar en annað varð til þess að ég fór út í myndlist á þessum tíma, en það var eiginlega að hrökkva eða stökkva. Maður yngist ekki með árunum. Ég fór á námskeið í postulíns- málun þegar ég gekk með yngsta son minn, og hélt áfram þegar hann var nokkurra mánaða. Þróunin varð sú að ég vildi gera meira, og byrjaði í skúlptúr upp á eigin spýtur. Tilsögn fékk ég seinna hjá Gísla heitnum Guðmann. Upp úr því fór ég að kynna mér mótasteypu og afsteypur eftir leirmyndum, og var um þriggja vikna skeið hjá Gliti í Reykjavík. Eftir þetta fannst mér nauðsynlegt að vinna með fleiri miðla en leir og hvítt gips. Ég vildi vinna með liti, og pastellitum eða olíukrít kynntist ég hjá Gísla. Ég féll alveg fyrir þeim, enda hef ég notað þá mikið. Seinna fór ég að mála með olíulitum, og fór í nokkra einkatíma hjá Guðmundi Ármann, til að fá einhverja undirstöðu. Aðstæður mínar hafa verið þannig, að ég hef ekki getað sótt skóla, eins og ég minntist á áðan. I dag veit ég ekki hvort ég myndi í sannleika kæra mig um að leggja út í mynd- listarnám. Oft rek ég mig á að fólk sem ekki er með próf út úr skóla, er ekki tekið gott og gilt sem listamenn. Þetta finnst mér fráleitt snobb. f skóla er hægt að læra tækni, og hún er auðvitað nauðsynleg. En enginn verður listamaður af skólagöngu einni saman, það þarf meira til. Sköpunargáfa verður ekki lærð, heldur skil ég það svo að hún sé meðfædd. En hvað ræður því, að einn fæðist með listahæfileika, annar með fjármálavit o.s.frv.? Pví get ég svarað fyrir mig, en of langt mál er að rekja þá hlið málsins hér.“ Myndir sem koma af sjálfu sér - Hvernig verður listaverk til? „Pað hefur komið fyrir að ég hef byrjað með kollinn tóman, sérstaklega þegar ég var að vinna táknrænu myndirnar mínar. Pað eina sem ég vissi var að ég þurfti að vinna táknræna mynd, og sú vinna var eigin- lega ekki unnin á venjulegan hátt. Ég nota gjarnan sömu litina í slík verk; blátt, fjólu- blátt, hvítt og gult. Slíkar myndir hef ég unnið ósjálfrátt í byrjun, og þá án þess að hafa fyrirfram mótaða hugmynd um verkið, sem stendur síðan skyndilega fullmótað fyr- ir augum mínum. Auðvitað kemur hitt fyrir líka, að ég hafi tiltekna mynd eða mótíf í huga áður en ég byrja. En þótt ég fari af stað með tiltekna hugmynd verður það oft svo, að hún er orð- in allmikið frábrugðin því sem ég hugsaði í byrjun. Ég hef málað natúralískar myndir um árin, landslag og þess háttar, einnig portrett með olíulitum. í seinni tíð hafa aðrir straumar orðið sterkir í verkum mínum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.