Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 11 Iðunn með eitt verka sinna fyrir framan Gamla Lund. Myndir: EHB eins og sést þegar þau eru skoðuð. Ákveðin dulúð er meðal þess sem ég vil gjarnan sjá í mynd. Ég var að hugsa um það um daginn hversu erfitt mér finnst að finna stutt heiti á myndirnar mínar. Nafnið verður að túlka það sem ég er að segja í verkinu, og oftast þyrfti miklu lengra mál til að segja það sem mér býr í brjósti. Ég er manneskja and- stæðna og mikilla stemmninga í listsköpun. Þetta kemur m.a. fram í ljóðagerð minni og barnasögum eða ævintýrum, sem ég hef samið.“ Postulínsmálun - Hefur þú ekki kennt postulínsmálun? „Já, það vildi þannig til að ég hafði sótt nokkur námskeið í þeirri grein og stundaði þetta alltaf af og til. Kona nokkur kom að máli við mig, en hún hafði setið námskeið sem haldið var í húsnæði Húsmæðraskólans hér í bæ. Pá var svo mikil eftirspurn eftir slíkum námskeiðum að færri komust að en vildu, auk þess sem eitt námskeið var alls ekki nægilegt fyrir fólk sem vildi ná ein- hverjum tökum á þessu. Þessi umrædda kona spurði mig hvort ég væri til í að kenna postulínsmálun. Ég hló að þessu og fannst hugmyndin fáránleg. Ég sagði að þótt ég gæti málað fyrir sjálfa mig væri það ekki nóg til að geta kennt, til þess þyrfti sérstaka hæfileika. Ég lét þó undan og ákvað að prófa. Fjórar konur voru á þessu fyrsta námskeiði, sem ég hélt. Eftir að hafa kennt í þrjár klukkustundir fyrsta kvöldið var ég alveg útkeyrð, og hefði líkast til ekki verið þreyttari eftir viku vinnu. En við þetta hef ég verið síðan, og líkar ágætlega að kenna. Þó hef ég verið á hrakhólum með húsnæði, þtn' ég bý í litlu húsi. Ég hef orðað þetta svo að ég sofi hjá trönunum mínum, er með krítina í stofunni og mála postulín við eldhúsborðið. Brennsluofninn er í bíl- skúrnum. Plássið hjá mér er því fullnýtt. í postulínsmálun eru margir möguleikar, fólk þarf ekki endilega að stunda hefð- bundna postulínsmálun, heldur má stílfæra o.s.frv. Þó kenni ég öllum nemendum að mála blóm, laufblöð og slíkt sem nauðsyn- legt er að kunna.“ Myndhópurinn Nú berst talið að Myndhópnum á Akureyri, en það er hópur myndlistarfólks sem heldur árlegar samsýningar í bænum. Fyrir skömmu var slík sýning einmitt haldin í Gamla Lundi. - Hvernig er andinn í Myndhópnum? „Hann er ágætur, tel ég. Þess félagsskap- ur var stofnaður fyrir tólf eða þrettán árum. Guðmundur Ármann, Örn Ingi og Aðal- steinn Vestmann voru meðal frumkvöðla eða stofnenda hans. Mér var boðið að taka þátt í þessu, og fannst það heilmikill heiður, því ég var rétt byrjuð að mála á þessum tíma, og taldi mig tæpast það færa að ég ætti heima í slíkum félagsskap. Hugmyndin var sú að efla samvinnu lista- manna, því þeir voru talsvert einangraðir, hver í sínu horni. í Myndhópnum áttu allir að geta unnið og sýnt saman, bæði leikir og lærðir. Myndhópurinn er ekki fjölmennur, og hver sem er getur sótt um inngöngu. Næst fyrsta árið auglýstum við t.d. og buð- um gestum að sýna. Þetta er jákvætt vegna þeirra mörgu sem eru að vinna að verkum í heimahúsum og hafa ekki aðstöðu til að sýna einir. Það er ekki eins mikið mál að eiga tvær eða þrjár myndir á samsýningu og að setja upp einkasýningu. Myndhópurinn hefur sýnt á hverju ári, stundum oftar en einu sinni, og víðar en á Akureyri. Við höfum farið á Húsavík, Sauðárkrók, að Stórutjörnum o.fl. staði. Við vinnum ekki saman öðruvísi en að standa saman að sýningum, en auk þess erum við aðilar að MENOR.“ Göngulistadagar í Austurríki í fyrra fór Iðunn í námsferð t Austurrík- is, og var það jafnframt í fyi ,ta sinn sem hún steig fæti út fyrir landsteinana. Sú ferð hafði nokkuð sérstæðan aðdraganda. „Fyrir þremur árum hafði ég hug á að eignast stærra hús, því mig vantaði betri vinnuaðstöðu. Ég hafði augastað á tilteknu húsi, en því fyl^di ágætur bílskúr með stór- um gluggum. Eg auglýsti húsið mitt því til sölu. Ég varð að selja fljótt, því naumur tími var til stefnu með eignina sem ég vildi kaupa. Ekkert varð þó úr þessum viðskipt- um, en í tengslum við þetta komu til mín mæðgin frá Austurríki. Þau höfðu hug á að kaupa lítið og gamalt hús, og leist þeim vel á húsið mitt. Þó kom á daginn að þau töldu sig ekki ráða við þetta peningalega. Eitthvað hlýt ég þó að hafa sýnt þeim, eða þau rekið augun í verk eftir mig, því ári síðar kom konan með vinkonu sína í heim- sókn. Tilgangurinn var að bjóða mér að taka þátt í sérstökum „göngulistadögum“ í Austurríki. Eiginmaður konu þessarar er listamaður í bæ sem heitir Hitzendorf, en þar búa þrjú þúsund íbúar. Þessi staður er nokkra kíló- metra frá Graatz. Þau hjónin höfðu komið á samvinnu við Norðmenn. Eina skilyrðið fyr- ir þátttöku var að ég veitti síðar viðtöku listafólki sem kæmi í sömu erindum, að ganga um og mála úti í náttúrunni, auk þess sem ég var beðin um að sjá því fyrir ódýru fæði og húsnæði. Mér voru boðin tvö pláss í viðbót. Þar sem engir í Myndhópnum gátu nýtt sér þessi pláss fór dóttir mín Elísabet með, en hún er í myndlistarskóla. Hitt plássið fékk Pétur Guðmundsson, myndlistarmaður á ísafirði, formaður Félags myndlistarmanna á Vest- fjörðum. Þetta var mánaðarferð, og ákaflega skemmtileg, þótt erfið væri. Þetta var í júlí- mánuði, og hitinn var mikill. Við bjuggum í skóla, höfðum góða eldunaraðstöðu og viðurværi. Listafólkinu var boðið í allmarg- ar veislur, en ferðinni lauk með sameigin- legri sýningu í Hitzendorf. Henni var vel tekið, sýningin var svo flutt til Graatz, þar sem opnunin var með mikilli viðhöfn. Sýn- ing þessi fékk góða umsögn í blöðum. Bæjarstjórnin í Hitzendorf keypti eina mynd eftir mig. Nafnið „göngulistadagar" er engin tilvilj- un, því við áttum að upplifa náttúruna með því að ganga á ýmsa staði, þar sem mótíf voru fyrir hendi. Reyndar var ekki mjög þægilegt að ganga þegar hitinn var 27 gráður í forsælu og logni, en göngutúrinn var oft einn og hálfur til tveir tímar. Við lögðum venjulega af stað um tíuleytið á morgnana og gengum til klukkan tólf. Þá var málað. Venjulega var ekkert eftir af mér eftir þess- ar göngur. Á kvöldin var módelteikning, en ég tók ekki þátt í henni, var alltof þreytt eft- ir daginn, og þótti það miður. En þetta var góð reynsla, og við náðum góðum tengslum við fimm Norðmenn, sem þarna voru. Þau koma til íslands síðast í júní, en Austurríkismennirnir koma næsta sumar. Fólk í Myndhópnum verður með í að taka á móti fólkinu í sumar og fara með það um nágrenni Akureyrar. Mér finnst skipti eins og þessi vera afar jákvæð, því þau gefa listafólki tækifæri til að kynnast og dvelja í öðru landi án þess að þurfa að kosta miklu til. Auk þess er gott að dvelja hjá fólki sem er kunnugt staðháttum í viðkomandi landi." Að vera myndlistarmaður á Akureyri - Hvernig er að vera myndiistarmaður á Akureyri? „Mér finnst ég fá ágætis viðtökur. Ég hef að vísu einu sinni verið tætt niður opinber- lega, og það var í listrýni í Degi. Þar sagði m.a. að ég kynni ekki að draga rétt strik og ætti að fara í skóla. Mér finnst listgagnrýni vera oft á tíðum vera rugl. Vissulega má fólk láta álit sitt í ljós, því engir tveir liafa sama smekk. En að tíunda verk fólks í þeim tilgangi að tæta þau niður er ósanngjarnt, og hefur slíkt brotið marga svo illa niður að þeir hafa alveg gefist upp. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvað mig sjálfa snerti þá var langt frá því að ég áliti mig eða mín verk fullkomin, en ég reiddist þessum skrifum. Þau voru ekki rökstudd á neinn hátt, en það hlýtur þó aö vera forsenda þess að mark sé á þeim tak- andi. Myndlistarmenn á Akureyri vantar meiri i sýningaraðstöðu. Mér finnst það til skamm- ar fyrir forráðamenn Akureyrarbæjar í gegnum árin að þeir skuli ekki hafa séð sóma sinn í að koma upp nothæfri sýningar- aðstöðu, bæði fyrir heimamenn og gesti. Margfalt minni bæir geta boðið góða sali, t.d. Húsavík og Sauðárkrókur. Gamli Lundur er ágætur, en fleiri staði vantar því salur Myndlistarskólans er oftast upptekinn á veturna. Svningar á Akureyri eru venjulega vel sóttar. og sölusýningar ganga frekar vel, hefur mér fundist." - Gætir þú hugsað þér að búa annars staðar en á Akureyri? „Ég hef oft sagt að ég myndi aldrei vilja setjast að í Reykjavík. Það væri í lagi að búa í nágrenni borgarinnar, en ekki í henni sjálfri. Ég hef búið í fjölbýlishúsi, og það líkaði mér ekki. Eftir að við maðurinn minn fyrr- verandi slitum samvistum keypt ég þetta litla og gamla hús á Oddeyri, þar sem ég hef búið síðan. í því er mjög góð sál, og það hefur vissulega áhrif á mig. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í gömlum timburhúsum. Að vísu hefði ég alveg getað hugsað mér að búa inni í Fjöru, en maður getur sæst á að búa hvar sem er með tímanum, held ég. Ég er að vinna í garðinum mínum, og ætla að gera hann að „rómantískasta“ garðinum á Eyrinni." - Hefur þú rómantískan smekk? „Það hefur verið sagt við mig að svo sé, en það er annarra að dæma um slíkt í verk- um mínum. Ég hef áhuga fyrir andlegum málum, og ég veit að andlegir og trúarlegir straumar koma fram í mörgum myndanna. Ég vil gjarnan koma ákveðnum boðskap til skila, kalla fram það góða í tilverunni og hið jákvæða hjá fólki. Einu sinni var ég spurð um hvernig eftir- mæli ég vildi fá. Ég hugsaði mig mjög lengi um, og sagði að ég vildi að hægt væri að segja um inig að ég hefði verið nokkuð góð manneskja. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort mér tekst það. Ég hef ekki stefnt að frægð eða frama, en ntér þætti gott að svona eftirmæli gætu orðið að sannmæli á sínum tíma.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.