Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 3 fréttir Tillaga stjórnar SÍS til aðalfundar: DeMum breytt í hiutafélög Á fímmtudag og föstudag í næstu viku verður aðalfundur Sambandsins haldinn í höfuð- stöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Búast má við snörpum umræðum á fundin- um um stöðu fyrirtækisins, enda vitað að það skilaði veru- legum halla annað árið í röð. Stjórn Sambandsins kom sam- an til fundar í vikunni og sam- þykkti tillögu að ályktun um ýmislegt varðandi rekstur SIS er lögð verður fyrir aðalfund- inn á fímmtudag. Tillaga stjóm- arinnar er svohljóðandi: „Rætur núverandi fjárhags- vanda Sambandsins má rekja langt aftur í tímann. Pær eru einkum þrenns konar. í fyrsta lagi erfiður efnhagur þar sem tekjurýrar eignir standa á móti dýrum lánum. I öðru lagi viðvar- andi rekstrar- og uppbyggingar- vandi verslunardeildarinnar. í þriðja lagi þunglamalegt stjórn- skipulag og mismunandi hags- munir eigenda. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til Akureyri: 40 ára fermingar- böm koma saman Á morgun, hvítasunnudag, ætla 40 ára fermingarbörn á Akureyri, sem eru fædd árið 1936, að fjölmenna í messu í Akureyrarkirkju sem hefst kl. 11. Að henni lokinni mun hóp- urinn eyða deginum saman. Fermingarbörnin fyrir 40 árum voru 113 talsins. Séra Friðrik Rafnar fermdi, aðstoðarprestur var séra Pétur Sigurgeirsson. óþh bóta hefur ekki tekist að ná tök- um á þessum samþætta vanda með þeirn afleiðingum að bók- fært eigið fé Sambandsins fer minnkandi. Því felur aðalfundur- inn stjórn Sambandsins að leita allra leiða til að treysta starfs- grundvöll þess með eftirfarandi aðgerðum: 1. Deildum Sam- bandsins verði breytt í hlutafélög eftir starfsgreinum enda verði náið samráð haft við innlenda og erlenda lánadrottna. 2. Stefnt skal að því að þessi hlutafélög verði til að byrja með að minnsta kosti í helmingseign Sambands- ins en leitað verði markvisst eftir utanaðkomandi hlutafé til að styrkja fjárhagsgrundvöll þeirra. 3. Gera skal sérstakar ráðstafanir bæði skipulags- og rekstrarlegs eðlis, til að snúa við taprekstri verslunardeildarinnar og Jötuns. Takist það ekki verði eignir þeirra seldar og deildirnar lagðar niður. 4. Leitað verði leiða til þess að eigið fé Sambandsins geti endurspeglast í efnahagsreikn- ingi kaupfélaganna. 5. Samband- ið verði rekið sent samnefnari félagsheildarinnar og forystufélag samvinnumanna sem hafi hlut- verk stefnumótunar, samræming- ar og eignastjórnunar en fáist ekki við rekstur. Breyta skal samþykktum þess þannig að það geti sinnt þessu hlutverki sem bes.t, þar sem m.a. reglur um kjör á aðalfund verði aðlagaðar nýj- um aðstæðum og stjórn þess gerð skilvirkari. Þessar breytingar á samþykktum skal leggja fyrir aðalfund eða aukafund sem boð- að skal til með tveggja mánaða fyrirvara. Stjórnin skal hefjast handa við þessi verkefni strax að loknum aðalfundi og stefnt að því að þeirn verði í meginatriðum lokið um næstu áramót.“ óþh Sumarsýning 2. 3. og 4. júní frá kl. 13.00-16.00. í Skála v/Laufásgötu Ford Sierra, Ford Escort, Suzuki Swift 4x4 Suzuki Vitara sjálfskiptur, Suzuki Swift Sedan 1600, 16 ventla og fleiri bílar til reynsluaksturs Bílasalan hf. Skála v/Laufásgötu, Akureyri Símar 96-21666, 23809 & 26300. Nýtt símanúmer Frá og með 1. júni 1990 er símanúmer skiptiborðs Pósts og síma 63 60 00 og myndsendisnúmer 63 60 09. Nánari upplýsingar eru á blaðsíðum 338 og 339 í símaskránni. PÓSTUR OG SÍMI Vi'ð spörunt þér sporin r63 60 0 GOTT FÓLK / SlA 5500-157

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.