Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 02.06.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. júní 1990 - DAGUR - 17 efst í huga Umhverfismál og ferðamenn Hvítasunnuhelgin er fyrsta ferðahelgi sumarsins og búast má við að um þessa helgi verði talsverð umferð á þjóðvegum landsins. Sem betur fer eru þeir æ fleiri íslendingarnir sem kjósa að ferðast innanlands í fríum sínum og síðustu árin hefur straumur erlendra ferðamanna til landsins einnig aukist. Vissulega er margt jákvætt við þessa þróun en nei- kvæðu þættirnir eru einnig til. Nú í vikunni var sýndur í Ríkissjón- varpinu bandarískur þáttur þar sem fjall- að var um þau umhverfisvandamál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Þar var með réttu bent á að margt má betur fara. Hver og einn einstaklingur getur lagt lóð á vogarskálarnar í bættri umgengni við móður jörð. Þessi boð- skapur á ekki síður erindi til (slendinga. Hér eru mengunarmál sannast sagna víða í miklum ólestri og gefur að líta mörg dæmi í nánasta umhverfi okkar. Víst er kominn tími til að hefja alvarlega umræðu um þessi mál og að þess verði krafist af stjórnvöldum að þau gangi á undan með góðu fordæmi í stað þess að þessi umræða einskorðist við innantóm- ar viljayfirlýsingar stjórnmálamanna á hátíða- og tyllidögum og kosningafund- um. Hér í upphafi minntist ég á ferða- mannastrauminn yfir sumartímann. Þó svo að ferðamannaþjónustan færi þjóð- arbúinu miklar tekjur þá er það engu að síður staðreynd að dýrmæt náttúra okk- ar ber skaða af ferðamannastraumnum. [ vetur var ég staddur á fundi þar sem umhverfismál og mengun af álverum voru til umræðu og þar sagði einn fund- armanna að þó svo að stóriðja hefði mengun í för með sér þá þekkti hann það af reynslu í ferðaþjónustu að fátt væri meira mengandi en ferðamenn. Þetta eru stór orð og nú hugsa sjálfsagt margir með sér að þetta sé allt mengun frá útlendingunum. En varla er hægt að kenna útlendum gestum um allt, sjálf hljótum við að geta búið svo um hnútana að þeir gestir sem við tökum á móti gangi með virðingu um landið. Flestir sjá fyrir sér strangar reglur og eftirlit en það er ekki nóg. Stærsta skrefið stígum við sjálf með því að ganga sómasamlega um landið og sýna því virðingu. Þetta ættu innlendir ferðamenn að hafa að leiðarljósi þegar lagt verður upp í sumar- ferðalagið um landið. Góða ferð. Jóhann Ó. Halldórsson vísnaþáttur Ágætur Akureyringur, bú- settur í Reykjavík, sendi mér þessar vísur: (Höfunda man hann ekki, þó munu tvær þær fyrstu úr Húnaþingum.) Gömul kona kvað: Til að hressa huga minn hér í þessu stífsinni tek ég blessað ölið inn - ekki hlessa á tíðinni. Léttlyndur kvað: Engu kvíðir léttfær lund, Ijúft er stríði að gleyma. Blesa ríð ég greitt um grund. Guðný bíður heima. Á lífsins fley: Djarft var forðum fleyi beitt, freyddi um borð í röstum, lögur, storð og loft var eitt lífs í sporðaköstum. Hvergi: Harmur berst um hugasvið, hjartað skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi. Jón Rafnsson orti á ferð um Meyjarskarð: Oft á mínum vegi varð visin jörð og lítil spretta. Margoft fór ég Meyjarskarð miklu gróðursælla en þetta. Sveinbjörn Beinteinsson: (Samanb. ummæli völvunn- ar.) * Hef ég oft á hljóðu kveldi huga mínum kosið ró. Þögull setið einn hjá eldi eða gengið fram með sjó. F Þá kemur kveðja Þórshafnar í Færeyjum með gjöf til Reykjav. á 200 ára afmælinu: Tvinnar heilar öldir farnar undir kav. Tórshavn heilsar systur sinni handan haf. Steinn Steinarr kvað: Hýsi ég ei mitt hugarvíl því hrundir ei ég þekki. Sumar hafa sexappíl, - sumar hafa það ekki. Ragna S. Gunnarsdóttir, Kópavogi orti þessar vísur við sönglag: Ég karlinum mfnum vil kenna um hvað eina er aflaga fer, ei neinu mér virðist hann nenna og nú lenda verkin á mér. Flórinn svo fæ ég að moka og fara verð kindanna til, svo sýnir hann helberan hroka og hangir með körlum við spil. Þvíer ég að hugsa um að hætta að hanga við karl minn og bú. Því við sig hann verður að sætta að vera einn í bólinu nú. Jón Helgason frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd orti næstu vísurnar: Ástin: Ástar glæðir eðlið hreint æðri svæða máttur. Ást er bæði Ijóst og leynt lífsins æðasláttur. Tálbeita. Til að afla fiskjar fer frúin mín og beitir oftast bara bréfi er bankaseðill heitir. Júlídagur. (Sléttubönd.) Lifir vonin, hrærist hlýtt hörpusláttur fagur. Yfir jörðu breiðist blítt bjartur júlídagur. Hilmir Jóhannesson á Sauð- árkróki hlaut í jólagjöf tóbakspung frá vinnufélaga sínum og hafði frú hans saumað. Hilmir sendi jóla- kort: Jólakortið: Jólakveðju kortið ber, kveðja sú víst skyldug er. Huldu langar að þakka þér það sem Lilja sendi mér. Jóhannes Sigurðsson á Engi- mýri kvað þessa um þáver- andi þingmenn: Þingmenn eru þjóðarmein, þá mun enginn virða. Verkin þeirra eru ein: Aurana að hirða. Jón Rafnsson kvað þegar „krati“ bauð honum merki flokks síns: Kratar ekki koma út Kainsmerki sínu. Fann ég þá að fuglinn Sút flaug úr brjósti mínu. FALLEGUR GARÐURI Fyrirtækið HIRDING tekur að sér alla almenna garðhirðingu fyrir einstaklinga jafnt sem hústélög. Hér er um að ræða, garðslátt, snyrting á könntum, hreinsun beða ásamt öðru þvi sem snýr að umhirðu garða. HIRÐING SF. Símar: 27370 og 22717 mimiiiiiiiimiiiiiiimmii Iðnráðgjafi á Vestfjörðum Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun hafa gert samkomulag um að ráða Iðnráðgjafa fyrir Vestfirði er starfi á skrifstofu Byggðastofnunar á ísafirði. Starfið er hér með auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 20. júní. Leitað er eftir starfsmanni með haldgóða tækni- og eða viðskiptamenntun. Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Guðmunds- son, Byggðastofnun í Reykjavík í síma 99-6600 (Gjaldfrítt). Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf skal skilað til Byggðastofnunar, Pósthólf 5410, 125 Reykjavík. Atvinnumálafulltrúi í Norður-Þingeyjarsýslu Byggðastofnun hefur ákveðið að ráða tímabundið atvinnumálafulltrúa er starfi í Norður-Þingeyjar- sýslu í samvinnu við héraðsnefnd Norður-Þingeyjar- sýslu og Iðnþróunarfélag Þingeyinga. Verkefni atvinnumálafulltrúans er að vinna að lausn- um á atvinnuvandamálum í sýslunni og aðstoða við tilraunir og nýjungar í þeim efnum. Héraðsnefnd Norður-Þingeyinga mun sjá atvinnu- málafulltrúanum fyrir starfsaðstöðu en hann mun verða starfsmaður Byggðastofnunar. Starfið er hér með auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 20. júní. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Byggðastofnunar á Akureyri, sími 96-21210 og á Byggðastofnun í Reykjavík (Sigurður Guðmunds- son), í síma 99-6600 (Gjaldfrítt). Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf skal skilað til Byggðastofnunar, Pósthólf 5410, 125 Reykjavík. Byggðastofnun Plöntusala Þú ert á grænni grein með plöntur frá Rein Við höfum mikið úrval af sumarblómum, dalíum o.fl. Nú er tíminn fyrir limgerðis- plönturnar. Víðiplöntur og Aspir í miklu úrvali. Garðyrkjustöðin Rein reppi. Opið virka daga frá kl. 09.00-20.00. Laugard. og sunnud. frá kl. 10.00-20.00. Sími 31327.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.