Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 ars*höUR «,»k\.1Ql£ 0pi&ồ Saenquryera settr Use** 1 aS4Jsi SOKKW± tftsf 5pér á martQ ______< ~7MMÁiiÍM rtAS* % Óseyri4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, § Akureyri Kópauotji Reykjavik 2. juní ’90 Vinningstöiur laugardaginn FJÓLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA VINNINGAR 1. 5af 5 0 2.229.534.- a R.LGfagíu: 4af5^p 1 387.000.- 3. 4af 5 78 8.558.- 4. 3af5 • 2.771 562.- IVW.-M 1 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.841.360.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002 +Þ Minning: órólfur Baldvin Hilmarsson Fæddur 23. maí 1972 - Dáinn 16. maí 1990 nokkrir möguleikar komu til greina. Við spjölluðum um tungumálaáhuga hans og dálítið um tónlist, svo settist hann niður við píanóið og spilaði fyrir mig. Hann endaði á „Yesterday“. „Eg er mikið búinn að pæla í þessu lagi, en ég er ekki alveg nógu ánægður með útsetninguna hjá mér ennþá. Ég þarf að laga hana betur seinna," sagði hann. Hann var kröfuharður á sjálfan sig og dreymdi stóra framtíðardrauma. Hann spilaði lagið aftur, leikandi og yndislega og ég gat ekki heyrt neina galla á útsetningunni hans. Tónarnir fylltu stofuna mína, sól- in skein inn um gluggann á þenn- an fallega dreng og grannir fingur hans dönsuðu á nótnaborðinu. Ég hugsaði með mér hve gaman það væri að vera ungur og hæfi- leikaríkur og eiga allt Iífið fram- undan, fullt af fyrirheitum. Hann var svo glaður og fullur til- hlökkunar að það geislaði af honum. Þegar við kvöddumst óskaði ég honum góðrar ferðar og bað hann að fara varlega. Hann lofaði ' því og lofaði að koma aftur þegar hann kæmi til baka og segja mér ferðasöguna. „Já, já, ég lofa því, það er engin spurning," voru hans síðustu orð. En sú spurning var stærri en okk- ur óraði fyrir. Ferðasaga hans var stutt. Áður en tveir dagar voru liðnir var hann allur. „Guði hefur vantað góðan dreng,“ sagði lang- amma hans þegar ungir, efnilegir menn létu lífið. Verðum við ekki að reyna að trúa því að einhver tilgangur sé með því að hrífa burtu dreng sem er elskaður og virtur? Dreng sem lífið virðist brosa við og er búinn góðum gáf- um og hæfileikum? Elsku Tóti okkar var frum- burður Áslaugar Önnu Jónsdótt- ur frá Fremstafelli og Hilmars Hermóðssonar, bróður míns, sem um sama leyti og hann fædd- ist voru að byrja búskap ásamt foreldrum okkar í Árnesi. Tóti varð strax sannkallaður sólar- geisli á heimilinu. Hann dafnaði vel og varð fljótt bústinn og bros- mildur. Rétt ársgamall var hann nær altalandi og fljótlega upp úr því var hann byrjaður að læra vísur. Snemma kom í ljós hve Tóti var flugnæmur og hafði mikla tónlistarhæfileika. Amma hans, Jóhanna, hafði gaman af að hlúa að þessum gáfum og kenna honum þulur og vísur sem hann ýmist þuldi eða söng hástöfum með sinni fallegu rödd. Það myndaðist sterkt samband milli þeirra tveggja sem alla tíð hélst og var hann augasteinn ömmu sinnar. Þegar hann var lítill raul- aði hún við hann þuluna „Tóta- gælu“ sem byrjar svona: Brátt mun birtan dvína, bjartar stjörnur skína. Litla kollinn labbakútur leggur í ömmu fang. Úti blómin blunda, bíða vorsins funda undir mjúkri mjallarvoð og mosa um foldarvang. (J.Á.S.) Seinna leitaði Tóti hjá ömmu sinni fróðleiks og lesefnis og eins hjá afa og ömmu í Felli, þar sem hann var kærkominn gestur og dvaldi oft um lengri eða skemmri tíma í góðu yfirlæti. Fimm ára gamall var hann orðinn fluglæs og farinn að lesa bækur. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann burðaðist með Grettissögu úr bókaskáp ömmu sinnar í fyrsta skipti og las hana spjaldanna á milli. Grettir var maður að hans skapi og las hann Grettlu marg- sinnis. Þegar Tóti var á þriðja árinu eignaðist hann bróður, Hermóð Jón, og tveimur árum síðar bætt- ist sá þriðji við, Árni Pétur, sem nú er nýfermdur. Bræðurnir þrír voru samrýmdir, en Tóti og Hemmi áttu þó meira sameigin- legt á seinni árum. Þeir voru báð- ir í Laugaskóla og höfðu báðir mikinn áhuga fyrir mótorhjólum. Tóti var jafnan gætinn og brýndi varkárni fyrir bræðrum sínum, sérstaklega Árna Pétri sem var að byrja á þessari íþrótt líka. „Gættu að þér á gatnamótum, ef þú ferð á hjól, þau eru varasöm- ust,“ sagði hann við yngri bróður sinn skömmu áður en hann fór í hina örlagaríku ferð. Þessi orð eru eins og forspá fyrir því ein- mitt á þannig stað mætti hann örlögum sínum. Vélhjólaáhugann sameinaði Tóti áhuganum fyrir náttúru- skoðun. Hann var náttúrubarn og vildi fræðast um umhverfið, sögu þess og jarðfræði. Honum þótti vænt um sveitina sína og sagði við Hermóð bróður sinn nýlega að hvergi á jörðinni vildi hann eiga heima nema í þessum dal. En vænst þótti honum um fjölskyldu sína, pabba, mömmu, bræður sína og Ester Ósk, litlu systur, enda er fjölskyldan samhent. Allir hjálpast að við útiverk jafnt og inniverk og njóta saman hvíldar, samveru og ferða- laga eftir því sem kostur er. Oft var glatt á hjalla við eldhúsborðið hjá stóru fjölskyldunni í Árnesi og leituðu margir þangað félags- skapar. Vonandi kemur sá dagur að gleðin ráði þar aftur ríkjum. Tóti átti drjúgan þátt í samheldni fjölskyldunnar. Hann var hjálp- samur og hlýr og vildi öllum gott gera, ekki síst litlu systur sem hann var óþreytandi að spjalla og leika við bæði úti og inni. Sam- band hans við foreldrana var sterkt og einlægt. Þau áttu trúnað hans og traust og hann þeirra og hann notaði hvert tækifæri til að rétta þeim hjálparhönd. Hann var handlaginn, samviskusamur og harðduglegur til allrar vinnu og skemmtilegur félagi. Hann hafði gott vald á íslensku máli og skringileg orð og gamanmál léku honum á tungu, enda var hann vinsæll og félagslyndur. En Tóti var ekki allra vinur. Hann hafði heita, öra Iund, var tilfinninga- næmur og fljótur að skipta skapi. En hann var alltaf heill í afstöðu sinni, kom til dyranna eins og han var klæddur og kunni ekki að þykjast. Hann lét strax í ljós hvað honum líkaði og hvað hon- um líkaði ekki og stóð fast á skoðunum sínum. Stundum gat það komið honum illa en flestir virtu þessa eiginleika hans enda hafði hann ríka réttlætiskennd og var eðlilegast að ganga um með bros á vör, glettnisglampa í aug- um og gamanyrði á takteinum. Honum var eiginlegt að miðla Hann var vorsins barn og það fylgdi honum birta og sólskin. Hann fæddist á björtum vordegi og dó inn í vornóttina á morgni lífs síns. Sólin skein fyrst þegar ég sá hann í fangi mömmu sinn- ar, mánaðargamlan, státinn strák. Þá strax var hann með bros á vör og bros í óvenjuskýrlegum, dökkum, stórum barnsaugum. Ég var þá að koma úr minni fyrstu sólarlandaferð. Þegar ég kvaddi hann síðast var hann að fara í sína fyrstu. Hann kom með sólskin með sér að norðan, suður til Reykja- vfkur og mikinn ferðahug. Þessi eini dagur sem hann stansaði var fallegasti sólardagurinn á þessu vori. Við fórum saman í bæinn og hann gerði síðustu útréttingar fyrir langþráða ferð á vit sólar og ævintýra. Það síðasta sem hann bað mig um var að koma við í verslun með mótorhjólafatnað. Hann langaði að líta á verðið ef honum dytti í hug að kaupa sér eitthvað slíkt á Mallorca. A eftir fórum við heim og spjölluðum saman. Hann sagði mér frá fram- tíðaráformum sínum. Eftir að hafa lokið bóknámsbraut Fram- haldsskólans á Laugum hugði hann á menntaskólanám og I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.