Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 10
*"» y ( M /% «\ W 10 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 Nauðungaruppboð á Dalvík Þriöjudaginn 12. júní 1990 fer fram á Dalvík nauðung- aruppboð á lausafjármunum og hefst á Böggvisstöð- um kl. 16.00 og verður síðan fram haldið að Ránar- braut 2b. Selt verður að kröfu skiptaréttar Dalvíkur ýmiss konar lausafé úr þrotabúum Þorsteins M. Aðalsteinssonar (Pól- arpels) og Fóöurstöðvarinnar s.v.f. Meðal þess, sem væntanlega verður selt er eftirfarandi: Á Böggvisstöðum: Drápstæki og fláningsbekkir fyrir refi og minka, skinna- og skrokkatromlur, skrokkavagnar og rekkar, rafknúnir skröpunarbekkir, kembivél fyrir refaskinn, refa- og minkaþönur, skinnaþurrkarar, skoðunarborð með Ijósi og ýmis fleiri áhöld til slátrunar og skinnaverkunar. Einnig fóðurvélar, handvagnar, fóðursíló, hjólbörur, há- þrýstiþvottatæki, hitakassar fyrir minkahvolpa, loftpressa, Ijósavél, frystipressa, einkatölva Ergo PC 20 MB, auk ýmissa handverkfæra og smáhluta. Að Ránarbraut 2b: Fóðurflutningabifreiðar, Man árg. 1977 og 1984 og Scania árg. 1973, Mazda pickup bifreið árg. 1981, frystiklefi af gerðinni Telewig, tveir blandarar, tvær hakkavélar, færibönd, snigill, tvær dælur fyrir meltu, gufuketill, lifrarbræðslutæki, lýsiskar og lýsistankur, tvær frystipressur, gaffallyftari, lítill rafmagnslyftari, ca. 50 lyft- arakör, birgðir af frosnu kjöti ca. 30 tonn (ekki til manneld- is), einnig smærri áhöld og skrifstofubúnaður. Ávísanir eru ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn á Dalvík, 5. júní 1990. Arnar Sigfusson, fulltrúi. Sveitarstjórastaða Staða sveitarstjóra í Svalbarðsstrandarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Upplýsingar veitir fráfarandi oddviti í síma 96- 24320. Óskum eftir að ráða starfs- kraft til sumarafleysinga Þarf að geta byrjað strax. Yngri en 18 ára koma ekki til greina. Upplýsingar veittar á staðnum. Kaupangi Verslunarmiðstöðin hf. Tækjastjórar - Bílstjórar Vegna framkvæmda okkar í Grímsey viljum við ráða vana tækjastjóra á borvagn, grjótflutningabíla og hjólaskóflu. Æskilegt væri að viðkomendur væru búsettir á Eyjafjarðarsvæðinu. Upplýsingar í síma 91-62270 á skrifstofutíma. r Istak hf. Skúlatúni 4, Reykjavík. Kennarar - Kennarar Við Seyðisfjarðarskóla eru lausar nokkrar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Okkur vantar: Raungreinakennara, íþróttakennara, tónmennta- kennara og kennara í almenna kennslu. Boðið er upp á gott og ódýrt húsnæði. Einnig er greiddur flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21365 og yfirkennari í síma 97-21351. íþróttir 2. deild: Tindastóll sigraði ÍR - í 2. umferð á föstudagskvöldið Tindastóll sigraði ÍR, 3:1, í 2. umferð 2. deildar íslandsmóts- ins. Leikið var á Sauðárkróki á föstudaginn var. Nokkuð jafnt var á með liðunum en sóknir Tindastóls voru beittari en ÍR- inga og Stefán Arnarson var Iíka betri en enginn í marki Tindastóls. Nær allur fyrri hálfleikur var nokkuð þófkenndur og skiptust liðin á að sækja án þess að veru- leg marktækifæri sköpuðust. Það var ekki fyrr en á 41. mínútu að Guðbrandur Guðbrandsson skoraði fyrir Tindastól við mik- inn fögnuð áhorfenda. Síðari hálfleikur hófst af mikl- um krafti hjá báðum liðum og virtust IR-ingar ákveðnir í því að jafna. Svo fór þó ekki því að á 50. mínútu kom falleg sókn hjá Tindastólsliðinu og Guðbjartur Magnason skallaði óverjandi framhjá markverði ÍR . ÍR-ingar voru þó ekkert á því að gefast upp og sóttu nú stíft en Stefán Arnarson í marki Tindastóls varði vel. Á 63. mínútu náði þó Jón G. Bjarnason, ÍR-ingur að renna knettinum í nrark Tinda- stóls eftir varnarmistök. Staðan 2:1 og ÍR-ingar lifnuðu heldur betur við og voru meira nteð knöttinn það sem eftir lifði leiks. Tindastólsliðið náði þó nokkrum sóknum annað veifið og í einni þeirra var Sverrir Sverrisson felldur rétt fyrir utan vítateig og Jónas Björnsson skoraði beint úr aukaspyrnunni í bláhornið hjá ÍR á 75. mínútu. Síðustu mínúturn- ar voru máttlausar og leikmenn búnir að sætta sig við úrslitin. Bestu leikmenn voru Stefán Arnarson hjá Tindastól og Jón G. Bjarnason hjá ÍR. Töluvert vantaðj upp á að völlurinn væri góður en veður var hið besta til knattspyrnuiðkunar og fjöldi áhorfenda í brekkunni. son, Dagur spurði Bjarna Jóhanns- þjálfara Tindastóls, eftir leikinn um það hvernig honum hefði fundist: „Taktíkin gekk ágætlega upp. en þetta var kafla- skiptur leikur og greinilegt að lið- ið er að venjast grasinu enda mikið búið að æfa á möl. Við eig- um eftir að fínpússa leikinn hjá okkur en mörkin voru gullfalleg og ég er ánægður með að hafa fjögur stig eftir tvær umferðir.“ SBG Guðbrandur Guðbrandsson var á skotskónum gegn ÍR. 2. deild: KS tapaði sínum oðriim leik 1 roð - í Garðinum á föstudagskvöld Heimavallarheppni færði Víð- ismönnum öll þrjú stigin í leiknum gegn KS á föstudags- kvöldið. Leikurinn fór fram í Garðinum í besta veðri, golu og sólskini. Víðismenn hafa nú hlotið 4 stig en KS hefur tapað báðum sínum leikjum 0:1 og er því enn án marka og stiga. Víðismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti á vel grónum gras- vellinum og Hlynur Jóhannsson var nálægt því að skora á 2. mín- útu en skot hans af 20 metra færi smó rétt yfir þverslá. Steinar Ingimundarson nýtti hins vegar færið sem hann fékk á sömu grastoppunum á 18. mínútu. Hann skaut þá þrumuskoti sem Kristján Karlsson, sá ágæti mark- vörður norðanmanna, fékk ekki ráðrúm til að verja. Markið var geysilega fallegt og þar með var staðan orðin 1:0. Aðdragandinn var hins vegar ekki sérlega skemmtilegur fyrir norðanmenn því Mark Duffield skallaði knött- inn fyrir fætur Steinars. Voru það einu mistök Marks í leiknum en hann bar nokkuð af í liði KS þrátt fyrir meiðsli. Það var eins og heimamenn létu markið nægja og slökuðu þeir nokkuð á. Gestirnir gengu á lagið og var allur annar blær yfir leik þeirra en í Keflavík á dögun- um. Þeir sóttu langtímum saman og Hafþór Kolbeinsson slapp einu sinni í gegnum grjótgarðs- vörn Víðis en skaut beint í fang Gísla Heiðarssonar markvarðar. Skömmu seinna átti Hlynur Sæv- arsson hörkuskot en knötturinn small í marksúlunni. Seinni hálfleikur var jafn og ágætlega leikinn. Liðunum tókst þó ekki að skapa sér teljandi tækifæri þrátt fyrir gott spil á köflum og virðist þau bæði vanta Leiftursmenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Fylki í 2. umferð 2. deildar í Reykjavík á föstudagskvöldið. Fylkismenn fengu óskabyrjun, skoruðu tvö mörk í upphafi leiks, og norðanmenn náðu sér aldrei á strik eftir það. Fylkir bætti einu marki við fyr- ir leikslok og 3:0 sigur þeirra var sanngjarn. Fyrsta markið kom strax á 10. mínútu og það skoraði Indriði Einarsson eftir slæm varnarmis- tök Leiftursmanna. Aðeins einni og hálfri mínútu síðar komust Fylkismenn tveimur mörkum yfir og sáu gestirnir sjálfir um að skora það mark. Steingrímur Örn Eiðsson ætlaði þá að senda knöttinn aftur til Þorvalds í markinu en misskilningur á milli markaskorara. Vfðisliðið var nokkuð jafnt en einna mest bar á Daníel í vörn- inni. Mark Duffield var svo eins og fyrr segir besti maður KS. Dómari var Ólafur Ragnarsson og slapp hann þokkalega frá hlut- iverki sínu. MG þeirra olli því að boltinn rúllaði hægt en örugglega í markið. Kristinn Tómasson skoraði síðan þriðja mark Fylkis í síðari hálfleiknum. Ingi Ingason sendi þá fyrir mark Leifturs og Indriði átti þrumuskot að rnarki sem Þorvaldur varði en hélt ekki. Boltinn barst út til Kristins sem skoraði af stuttu færi. Á 80. mínútu fengu Leifturs- menn kjörið tækifæri til að minnka muninn en Ómar Torfa- son skaut þá yfir úr góðu færi eft- ir óbeina aukaspyrnu í vítateig Fylkis. Fylkismenn voru sterkari allan tímann og sigur þeirra var örugg- ur og sanngjarn. Leiftursmenn náðu sér aldrei á strik, liðið var óákveðið og spilaði hreinlega illa. HB/JHB 2. deild: Fylkir afgreiddi Leiftur auðveldlega - sigraði 3:0 eftir óskabyrjun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.