Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 Hornbrekka í Ólafsfirði: Vemleg tekjuskerðing vegna lausra plássa fréttir t gæti þurft að segja upp fólki Nú þykir sýnt að tekjuforsend- ur fjárhagsáætlunar sjúkra- deildar Hornbrekku í Ólafs- firði fyrir yfirstandandi ár munu ekki standast. Þetta helgast fyrst og fremst af því að aðeins 9 af 13 leyfðum sjúkrarúmum eru nýtt. Þar með verður stofnunin af umtalsverðum tekjum vegna minni daggjalda Silfurstjarnan: Guðmundur Valur hætíur Guðmundur Valur Stefánsson er hættur störfum sem fram- kvæmdastjóri fyrir Silfur- stjörnuna hf. í Öxarfirði. Guðmundur Valur sagði starfi sínu lausu og hætti í maíbyrjun. Hann er fluttur til Egilsstaða, og mun hann hefja störf hjá fiskeld- isfyrirtæki á Fáskrúðsfirði. Björn Benediktsson, stjórnar- formaður Silfurstjörnunnar, segir að Guðmundur Valur hafi ákveð- ið að skipta um starfsvettvang fyrir nokkru. Ekki hafi verið ráð- inn annar framkvæmdastjóri í hans stað, en þau mál leysist inn- an tíðar. Fjölskylda Stefáns Valgeirssonar á hlut í Silfur- stjörnunni, en ekki er Ijóst hvort hún er að draga sig út úr fyrirtæk- inu í kjölfar uppsagnar Guð- mundar Vals. EHB en gert var ráð fyrir í fjárhags- áætlun. „Reksturinn er mjög erfiður. Það er komin upp sú staða sem við reiknuðum ekki með að sjúkradeildin nýtist ekki að fullu. Við erum með fjögur pláss laus, sem setur mikið strik í reikning- inn. Þetta er kannski nokkuð sem fáir reiknuðu með. En þó er margt sem spilar þarna inn í, t.d. aukin heimaþjónusta og heima- hjúkrun,“ sagði Kristján H. Jónsson, forstöðumaður Horn- brekku. Rekstur sjúkradeildar er ekki á fjárlögum, en ríkið greiðir ákveðin daggjöld fyrir hvert rúm. Að sögn Kristjáns hefur verið lauslega kannað hvort hægt sé að fá utanbæjarfólk til skemmri og lengri vistunar á sjúkradeild Hornbrekku. Meðal annars hefur verið horft til Dalvíkur og Húsa- víkur í þeim efnum. Launakostnaður er stærsti rekstrarþáttur sjúkradeildarinnar og því má að óbreyttu gera ráð fyrir að fækka þurfi starfs- fólki. Kristján vildi ekki tjá sig um þetta atriði en í bókun stjórn- ar Hornbrekku frá 9. maí sl. segir að ef um samdrátt verði að ræða í starfsemi sjúkradeildar þurfi að fækka starfsfólki. óþh Elín Jónsdóttir og heimasætan leigunnar nýju í taumi. Galtanesi með nokkra af fákum hesta- Mynd: Kristján Ný ferðamannaþjónusta í Galtanesi í Vestur-Húnavatnssýslu: Boðið upp á hestaleigu og stuttar hestaferðir í Víðidal í Galtanesi í Víðidal hefur ver- ið stofnað til nýrrar hestaleigu og annarrar þjónustu við ferðamenn í tengslum við þá gisti- og veitingaþjónustu sem þar er fyrir. Þar er nú hægt að fá hesta í lengri eða skemmri tíma. Einnig verður boðið upp á hestaferðir um nágrennið undir leiðsögn heimamanna. Til að auðvelda skipulagningu slíkra ferða er betra fyrir fólk að til- kynna þátttöku í þær fyrirfram, að sögn Steinbjörns Tryggvason- ar bónda í Galtanesi. Hestaleig- an er hins vegar opin alla daga og þarf ekki nauðsynlega að panta Skagaströnd: Vafaatkvæði kært til sýslumanns Búið er að leggja fram kæru hjá sýslumanninum á Blöndu- ósi vegna utankjörstaðarat- kvæðis sem dæmt var ógilt í sveitarstjórnarkosningunum á Skagaströnd. Málið er nú í þriggja manna nefnd sem Jón Isberg, sýslumaður, skipaði í lögfróða menn og er úrskurðar í málinu að Vænta innan hálfs mánaðar. Umboðsmaður G-listans lagði fram þessa kæru nú fyrir helgi. Jón skipaði strax í þriggja manna nefnd sem fær hið umdeilda atkvæði í sínar hendur til skoðunar samkvæmt lögum um sveitarstjórnarkosningar frá 1986. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni á Skagaströnd var atkvæðið dæmt ógilt vegna þess að undirskriftir vitundar- votta vantaði á það. Þetta atkvæði getur hugsanlega breytt úrslitum kosninganna á Skagaströnd, ef það verður dæmt gilt. Því ef G-Iistinn fær það þá þarf að varpa hlutkesti á milli efsta manns á G-lista og annars manns á D-lista. G-listinn gæti því náð manni inn í sveitarstjórn og bíða menn því.spenntir, sér- staklega alþýðubandalagsmenn, eftir úrskurðinum í þessu máli á Skagaströnd. SBG Steinullarverksmiðjan hf.: Lítt umhverfisskaðleg efiii Rannsóknir hafa leitt í Ijós að magn umhverfisskaðlegra efna (frítt fenól og formaldehyd) í þeim efnum sem grafin voru upp á lóð Stcinullarverksmiðj- unnar hf. á Sauðárkróki 20. apríl sl. var mjög lítið. Efnagreiningu á umræddum efnum, er grafin voru upp við vegg Steinullarverksmiðjunnar hf. er nú lokið. í frétt frá Holl- ustuvernd ríkisins segir að í ljós hafi komið að magn umhverfis- skaðlegra efna hafi reynst mjög lítið, en engu að síður hafi allur fljótandi úrgangur, sem upp var grafinn, verið sendur erlendis til viðeigandi förgunar. Niðurstöður efnagreininganna staðfesta að um var að ræða bindi- og hjálparefni, sem verk- smiðjan notar við framleiðslu sína. óþh hesta með fyrirvara. ■«.. -- Fleira verður gert fyrir ferða- menn í Galtanesi í framtíðinni. í sumar verður t.d. lagður grunnur að tjaldaðstöðu við eyrar Víði- dalsár, þar er fyrir kyrrlátt og fagurt svæði frá náttúrunnar hendi. Hestaferðirnar eru skipulagðar þannig að fara má annað hvort ríðandi í Borgarvirki eða fram að Kolugljúfrum. í báðum þessum ferðum verður boðið upp á hress- ingu í áningarstað. Ferðir þessar teljast rúntlega hálfsdagsferðír og geta varað frá fjórunt til sex tímum. Verður kunnugur líyíf/tá- maður með í för, og skýrir frá því helsta sem fyrir augu ber og segir í stuttu máli sögur áningastað- anna. Gjaldi fyrir þessar ferðir verð- ur stillt í hóf og vonast Steinbjörn og eiginkona hans, Elín Jóns- dóttir í Galtanesi, til þess að sem flestir geti nýtt sér þessa þjónustu í sumar og næstu sumur. Bærinn Galtanes er í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, eins og framan greinir, og stendur við hringveginn skammt norðan við félagsheimilið Víðihlíð og gisti- og veitingaskálann í Víðigerði. í Víðigerði og víðar á ferðamanna- stöðum í nágrenninu verður hægt að fá nánari upplýsingar um þjónustuna í Galtanesi. i bridds Hrísey: Sveit Eiríks Helgasonar Galloway-meistari í bridds öllum þátttakendum boðið upp á Galloway-steik að keppni lokinni Fyrsta svokallaða Galloway- briddsmótið var haldið á ann- an hvítasunnudag í veitinga- staðnum Brekku í Hrísey. Sex sveitir mættu til leiks. Mótið tókst í alla staði vel og gera menn sér vonir um að slíkt mót verði eftirleiðis árviss viðburð- ur í Hrísey. Galloway-meistarar á þessu Sigursveit Eiríks Helgasonar frá Dalvík. Frá vinstri: Eiríkur Helgason, Ásgeir Stefánsson, Jóhannes Jónsson og Hermann Tómasson. fyrsta móti urðu liðsmenn sveitar Eiríks Helgasonar frá Dalvík, í öðru sæti sveit Jóns Sigurbjörns- sonar frá Siglufirði og í þriðja sæti sveit Grettis Frímannssonar frá Akureyri. Veitt voru vegleg verðlaun. Félagar í sigursveitinni fengu matarúttekt á veitingastaðnum Brekku að verðmæti 4000 krón- ur, önnur verðlaun voru ferð með Sigurfara til Grímseyjar og þriðju verðlaunin voru 40 kg af fiskflökunt frá fiskverkun KEA í Hrísey. Auk þess fengu allir keppendur að gjöf minjagrip og blóm. Um skipulagningu mótsins og keppnisstjórn sá Jakob Kristins- son. Að aflokinni spilamennsku bauð Brekka keppendunt og aðstandendum mótsins upp á dýrindis kvöldverð, þ.á m. hina rómuðu Galloway-steik. óþh í öðru sæti varð sveit Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglutirði. Frá vinstri: Ásgrímur Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson, Anton Sigurbjörnsson og Bogi Sigurbjörnsson. I þriðja sæti varð sveit Grettis Frímannssonar frá Akureyri. Frá vinstri: Frímann Frímannsson, Grettir Frímannsson, Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.