Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. júní 1990 105. tölublað j£\ll± fyrír HAFNARSTRÍTI 92 60? AKUREYRI SIMI 9676708 BOX 397 Nýr meirihluti myndaður á Húsavík: „Atvinnumáliii mál málaima“ Norðurland vestra: Yfír hundrað teknir á - Einar Njálsson verður bæjarstjóri Nýr meirihluti framsóknar- manna og sjálfstæöismanna hefur verið myndaður í bæjar- stjórn Húsavíkur. Búið er að ganga frá máiefnasamningi og koinast að samkoniulagi um skiptingu embætta. Meirihlutann skipa eftirtaldir fjórir fulltrúar Framsóknar- tlokks: Bjarni Aðalgeirsson, Lilja Skarphéðinsdóttir, Svein- björn Lund og Stefán Haraldsson og frá Sjálfstæðisflokki þeir Por- valdur V. Magnússon og Þórður Haraldsson. Skipan í helstu embætti verður þannig: Einar Njálsson sem verið hefur útibússtjóri Samvinnu- bankans á Húsavík verður bæjar- stjóri og að öllum líkindum einn- Skógræktarátak: 7000 plöntur gróðursettar í Hrísey á næstu dögum „Já, það er rétt. Hríseyingar eru í skógræktarátaki og ungir sem aldnir planta skógi. Á næstu dögum munum við gróðursetja 7000 plöntur,“ sagði Guðjón Björnsson í Hrísey. Lerkiplöntur, sem Hríseyingar gróðursettu 1984, hafa náð 120 cm hæð og í Hrísey verður plantað út á næstu dögum 7000 víði- og birkiplöntum. „Við gróðursetjum nú skjól- belti, sem eiga að umlykja kauptúnið, en síðar verður hugs- að um trjárækt innan þess svæðis. Einnig höfum við gróðursett töluvert á fallegum stöðum í eyj- unni. Að margra áliti hentar birkið best hér en rjúpan fer illa með það. Hún ræðst á enda- brumið og veldur miklum skaða, en engu að síður gengur þetta vel og við vinnum einbeitt að skóg- rækt í eyjunni," sagði Guðjón. ój ig formaður bæjarráðs. Forseti bæjarstjórnar verður efsti maður af flokki sjálfstæðismanna Þor- valdur V. Magnússon. Skipting í nefndir er nokkuð jöfn úr báðum tlokkum. Að sögn efstu manna beggja flokka þá eru það atvinnumálin sent eru hvað veigamest þeirra mála sem bíða nýs meirihluta, og einnig fer mikið fyrir hafnarmál- um, gatnagerð og málefnum skólamannvirkja. „Atvinnumálin eru mál mál- anna, hvernig heimta má meiri sjávarafla af heildaraflanum, og að vinna upp þá staðarkosti sem Húsavík hefur til að bera þegar urn er að ræða meiriháttar at- vinnustarfsemi svo sent t.d. iðju- ver, svo citthvað sé nefnt. í þessu verður að vinna og kynna það stjórnvöldum svo og að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem hér er fyrir,“ sagði Bjarni Aðalgeirs- son efsti maður af lista framsókn- ar. Aðspurður sagði Þorvaldur V. Magnússon að „það þarf að gera átak í atvinnumálum og einnig þarf að fylgja eftir þeim málum sem dregist hafa vegna utanað- komandi aðstæðna sem illa hefur ráðist við,“ og nefndi í því sam- bandi gatnagerðar-, og skólamál svo og æskulýðs og íþróttamál. óhú Sigurður Helgnsun, stjórnarformaður Flugleiða, afhenti Akureyringum úti- listaverk á hvítasunnudag, sein fyrirtækið lét gera í tilcfni af því að 3. júní 1987 var hálf öld liðin frá því að samfellt atvinnuflug hófst á íslandi með stofnun Flugfélags Akureyrar hf. Heiðurinn af listaverkinu, sem ber heitið Farið, á Pétur Bjarnason, myndlistarmaður. Verkið cr við Strandgötu á Akureyri.óþh hraðferð „Meiri umferð en verið hefur síðustu hvítasunnuhelgar.“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfírlögregluþjónn á Blönduósi. Lögreglan þar stöðvaði um helgina yfír hundrað ökumenn fyrir of hraðan akstur. Að sögn Kristjáns var töluverð ölvun í þeirra umdæmi, en óspektir voru þó ekki. Straumur ferðamanna var óvenjumikill og virtust menn vera á hraðferð svo að lögreglan hafði í nógu að snú- ast við að taka menn á ólöglegum hraða. Björn Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, kvað helgina hafa verið fremur anna- sama þó að þeir hefðu ekki orðið mikið varið við ferðamanna- strauminn sem lá í gegnum Varmahlíð. Umtalsverö ölvun var á Sauðárkróki og kvartaði Björn yfir því hve rnikið hefði verið um flöskubrot á götum bæjarins þó að dansleikur sem haldinn var á föstudagskvöldið hefði ekki verið fjölmennur. Eitthvað var um ölvunarakstur á Sauðárkróki en engin slys í kring- um hann. Lögreglan á Sauðárkróki hefur nú fengið nýjan bíl til notkunar og er það sérsmíðaður lögreglu- bíll frá SAAB-verksmiðjunum. Kemur hann í stað Subarubif- reiðar sern að sögn Björns var orðin ansi þreytt og eru þetta því kærkomin skipti. SBG Akureyri: Nýr bæjarstjómarmeirihluti myndaður - oddvitar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks segja að atvinnumál verði sett á oddinn Alþýðubandalagið á Akureyri og fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins funduðu í gærkvöld um málefnasamning sem lagð- ur er til grundvallar meiri- hlutamyndunar þessara flokka í Bæjarstjórn Akureyrar. Fundum flokkanna var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un seint í gærkvöld, en Ijóst þótti að fundirnir myndu sam- þykkja þann málefnagrundvöll sem unnið hefur verið að og Heyskaparhorfur: Sláttur iirnan 10 dagá? í blíðviðrinu siðustu daga hafa tún víða tekið vel við sér og stefnir allt í að í Eyjafírði verði sláttur snemma á ferð- inni í ár, sérstaklega ef höfð eru í huga snjóþyngslin síð- astliðinn vetur. Helst vantar nú rigningu til að örva sprett- una enn frekar. Guðmundur Stcindórsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir ótrúlegt að sjá hve hröð spretta er á sumum túnum þessa dagana. Dæmi eru þess að bændur framan Akureyrar hafi boriö á nokkur tún fyrir miðjan maí og búast mcgi því við að þau verði slegin innan hálfs mánaðar. „Nei mér kærni ekki á óvart þótt sláttur yrði hafinn um miðjan mánuðinn ef þessu líkt tíðarfar heldur áfram. Að vísu fer að vanta rigningu en við get- um sagt með vissu að hey- skapurinn vcrður ekki seint á ferð í ár,“ segir Guðmundur. JÓH þar með leggja blessun sína yfír meirihlutasamstarf flokk- anna á kjörtímabilinu. Málefnasamningur þessi verð- ur ekki birtur opinberlega fyrr en á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður haldinn á þriðjudaginn. Málefnasamningurinn verður áður kynntur fyrir fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Þótt málefnasamningurinn sé ekki orðinn opinber enn er Ijóst að hann hefur nokkrar breytingar í för með sér á yfirstjórn bæjar- ins. Þannig verður stofnað nýtt embætti formanns bæjarráðs. Ætlunin er að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér hlutverki forseta bæjarstjórn- ar. Sigríður Stefánsdóttir verður forseti bæjarstjórnar fyrstu eitt eða tvö árin. Líklegast þykir að Sigurður J. Sigurðsson verði for- maður bæjarráðs á meðan. Bæjarstjórar á Akureyri hafa til þessa starfað sem formenn bæjarráðs. Hér er því um all- mikla breytingu að ræða á starfs- sviði bæjarstjóra. „Kosningabaráttan stóð að mestu leyti um atvinnumál. Hlut- verk þessa nýja meirihluta er að vinna þannig að málum að atvinnulíf á svæðinu verður treyst með öllum tiltækum ráðum," sagði Sigurður J. Sigurðsson í gær, er hann var spurður um meginhlutverk nýja meirihlutans. „Nýsköpun í atvinnumálum er aðalhlutverk þessa nýja meiri- hluta,“ segir Sigríður Stefáns- dóttir. „Það verður eitthvaö nýtt að koma til í atvinnumálum, og það er aðalástæðan til þess að við förum í þennan meirihluta. At- vinnulíf á Akureyri verður að efla með öllu mögulegu móti, bæði með því að hlúa að því sem fyrir er og með nýsköpun." Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, verður næsti bæjarstjóri á Akureyri. í spjalli við Halldór kom fram að ýmsa enda þarf að hnýta áður en hann getur farið úr núverandi starfi, eins og gefur að skilja. Halldór vildi ekki gefa neinar yfirlýsingar í gær, en Ijóst þykir þó að hann getur ekki farið frá FSA með rnjög skömmum fyrirvara. „Ég hleyp ekki héðan út á viku, það er af og frá,“ sagði Halldór í gær. EHB Akureyri: Um þijátíu manns í steininn - átta grunaðir um ííkniefnabrot Um þrjátíu manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar á Akur- eyri um helgina. Mikil fjöldi fólks var í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags og sunnudags og var þar töluverð ölvun. Frá föstudagskvöldi til mánu- dagsmorguns var vistaður 31 maður í fangageymslu lögregl- unnar á Akureyri. Átta þeirra voru vistaðir vegna gruns um fíkniefnaafbrot og sex vegna ölv- unaraksturs. Að morgni laugardags var bíl- velta á Þelamörk. Tveir voru í bílnum og var farþegi fluttur á slysadeild. Ölvaður maður braut rúðu í Tónlistarskólanum á Akureyri aðfaranótt þriðjudags og fannst þar sofandi. Að sögn lögreglunnar á Dalvík voru þar brotnar tvær rúður og skemmd tvö reiðhjól um helgina. Öll eru þessi mál upplýst. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.